Tíminn - 26.10.1976, Qupperneq 5

Tíminn - 26.10.1976, Qupperneq 5
Þriðjudagur 26. október 1976 TÍMINN 5 Kozy og Skurvey eru að setja á stofn „fyrir- tæki”... 'Við verðum að játa, að við erum mjög hikandi i þessum viðskiptum, fyrri reynsla okkar ir slæm! Leikrit vikunnar FIMMTUDAGINN 28. október kl. 20.00 verður flutt leikritið „Við- komustaður” (Bus Stop) eftir bandariska rithöfundinn William Inge. Þýðandi er Torfey Steins- dóttir, en leikstjóri Benedikt Arnason. Með helztu hlutverk fara Helga Stephensen, Þóra Friðriksdóttir, Rúrik Haraldsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Hákon Waage. Leikurinn gerist i annars flokks veitingastofu i smábæ i Kansas, þar sem ásfetlunarbillinn vestur á bóginn hefur viðkomu. Farþeg- amir verða veðurtepptir, og á svo litlum stað sem þessum hljóta kynni þeirra að verða allnáin. Þarna eru leiddar saman ólikar manngerðir. Við kynnumst gleði þeirra og sorgum, löngunum þeirra og áhugamálum. William Inge er fæddur i Inde- pendence i Kansas árið 1913. Hann hóf feril sinn sem blaða- maður, en stundaði nám i leikrit- un við skóla i Miissouri. Hann sækir efnivið sinn yfirleitt I heim bandariskrar millistéttar og lýsir persónunum af næmum skilningi á sálarlifi þeirra. Fyrsta leikrit hans, „Further off from Heaven” kom 1947, en siðan komu i röö þrjú leikrit, sem hafa hlotið heimsfrægð: „Come back, little Sheba” 1950, „Picnic” 1953 (það hlaut Pulitzerverðlaun meðal annars) og „Bus Stop” 1955. 011 siðasttöldu verkin hafa verið kvikmynduð, og þess má geta að sú fræga Marilyn Monroe lék hlutverk Cherie i „Bus Stop”. Útvarpið hefur áður flutt eitt leikriteftir Inge. Það er „Sumar- dagur”, sem flutt var 1965. Forráðamenn Sauðárkróks fagna áhöfn fyrstu flugvélarinnar. Annar lengsti flugvöllur landsins opnaður á Sauðárkróki „Mamma min sagði, að ég ætti að biðjaþig afsökunar. En hún sagði ekki fyrir hvað.... svo að þú mátt velja.” DENNI DÆMALAUSI G.Ó. Sauðárkróki. Laugardaginn 23. okt. var nýi flugvöllurinn við Sauðárkrók opnaður til umferðar. Völlurinn er annar lengsti flug- völlur landsins, eða 2014 metra iangur. Talið er, að heildarkostn- aður Sauðárkróksflugvallar meö ljósabúnaði og blindaðflugskerfi verði um næstu áramót 125 mill- jónir. Eftir er að leggja malbik á völlinn, sem kostar um 200 mill- jónirog með flugstöðvarbyggingu og öllum tilheyrandi tækjum mun völlurinn kosta 470 milljónir. Margt gesta var viö opnun flug- vallarins, þar á meðal Halldór E. Sigurðsson, samgöngumálaráð- herra, og Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri. Komu gestirnir með Glófaxa, sem er ein af Fokker-vélum Flugleiða. Bæjarstjórn Sauðárkróks og fulltrúar sýslunefndar tóku á móti gestunum. Var siðan ekið að hótel Mælifelli, þar sem sam- gönguráðherra hafði boð inni fyrir gesti. Flutti ráðherrann á- varp og bauð gesti velkomna, óskaðihann Sauðárkróksbúum og öllum Skagfirðingum til ham- ingju með þennan stóra og glæsi- lega flugvöll, sem vissulega væri undirstaða bættra og öruggra samgangna við Sauðárkrók og héraðið allt. Fleiri stórframkvæmdir eru hér i uppsiglingu, sagði ráðherr- ann. Verið er að byggja stærri og betri höfn en áður hefur þekkzt hér, götur eru endurbættar og skólamannvirki reist. Og ein full- komnasta vinnslustöð landsins fyrir landbúnaðarvörur hefur þegar verið byggð hér. Siðan afhenti samgönguráð- herra flugmálastjóra flugvöllinn til umsjónar og starfrækslu, en Agnar Kofoed Hansen flaug ein- mitt fyrstu landflugvélinni, sem lenti á söndunum við Sauðárkrók 1938. Aðrir ræðumenn voru: Þórir Hilmarsson bæjarstjóri, Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri, Jóhann Salberg Guðmundsson bæjarfógeti, Pálmi Jónsson al- þingismaður og Stefán Guð- mundsson forseti bæjarstjórnar. Stefán Guðmuridsson gat þess i ræðu sinni að 11. okt. 1966 hefðu þeir Guðjón Ingimundarson. Marteinn Friðriksson og Stefán Guðmundsson flutt tillögu i bæj- arstjórn Sauðárkróks um að óska eftir þvi við flugmálastjórn rikis- ins, að gerð yrði áætlun um full- kominn framtiðarflugvöll við Sauðárkrók. Og nú, réttum tiu ár- um eftir að þessi tillaga var flutt i bæjarstjórn Sauðárkróks, erum við hér saman komin að fagna þessum stóra áfanga i flugvallar- málum héraðsins og þessari merku samgöngubót, sagði Stefán. Hann þakkaði siðan öll- um, sem unnið hefðu að fram- gangi þessa máls innan héraðs og utan. En sérstakar þakkir kvaðst Stefán vilja færa Ólafi Jóhannes- syni, ráöherra og fyrsta þing- manni kjördæmisins, fyrir þann stóra hlut, sem hann ætti i þeim merka áfanga, sem náðst hefði i samgöngumálum héraðsins með byggingu þessa glæsilega flug- vallar. 1* ^ Fyrsta flugvélin lent á hinum nýja flugvelli við Sauðárkrók og gestir, þ.á.m. samgönguráðherra og flugmálastjóri, ganga frá vélinni. Timamyndir: S.P.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.