Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 26. október 1976 TÍMINN 17 Stefnuræða forsætisráðherra þá átt að skipta skattbyröinni milli manna á sanngjarnari hátt en gildandi reglur fela i sér. Við skattlagningu tekna hjóna er nauðsynlegt að haga skatt- lagningu fyrst og fremst með til- liti til fjölskyldustærðar, en i minna mæli eftir þvi, hvernig tekjuöflun heimilanna er háttað, þ.e. hvort bæði hjónin vinna utan heimilis eða einungsis annað þeirra. Skattalög og framkvæmd veröa að tryggja jafnrétti karla og kvenna. Við skattlagningu þeirra, sem stunda sjálfstæðan atvinnurekst- ur verður að stefna að þvi, að skilja á miili atvinnurekandans og fyrirtækisins við skattútreikn- ing, en einkafyrirtækin njóti síöan sömu skattakjara og önnur fyrir- tæki. Þetta má gera á ýmsan veg, t.d. með þvi að reikna at- vinnurekendum launatekjur frá eigin fyrirtæki, eða með -þvi að lita á þá úttekt eigandans eða þann lifeyri, sem hann hefur notaðsér og sinum til framfærslu. Hér er um hugmyndir að ræða, sem ekki er auðvelt að koma i framkvæmd af tæknilegum ástæðum, en leggja verður áherzlu á að finna örugga lausn. Viö breytingar á fyrningarregl- um skattalaga er nauðsynlegt að endurskoða ákvæði um skatt- skyldu söluhagnaðar. Það er óeðlilegt að skattleggja ekki i rik- ari mæli söluhagnað eigna, sem fyrndar hafa verið i atvinnu- rekstri og það verður aö fyrir- byggja að hægt sé að selja eignir milli fyrirtækja og fyrna á ný án þess aö söluhagnaðurinn sé skatt- lagður hjá seljanda. Þetta á við þegar eignir eða andvirði þeirra eru teknar útúr atvinnurekstri án þess að aðrar eignir komi i stað- inn. Leitazt verður við að samræma álagningargrunn tekjuskatts og útvars með það fyrir augum að nálgast skatt á brúttótekjur. Nauðsynlegt er jafnhliða að samræming sé i framkvæmd skattalaga alls staöar á landinu. Á næstunni þarf að taka ákvarðanir um lækkuð aðflutn- ingsgjöld og söluskatt af vélum og tækjum til iðnaðar, sem gætu falið i sér einhvern tekjumissi fyrir rikissjóð. Þetta mál verður metið i tengslum við endurskoöun tollskrár, sem nú stendur fyrir dyrum, En tillögur um breytingar á tollskrá i áföngum fram til 1980 af tilefni samninganna viö EFTA og EBE og til að bæta sam- keppnisstöðu islenzks iönaðar munu koma fram á næstu vikum. t þessari tillögugerð verður að taka tillit til stöðu hins sérstaka vörugjalds i skattakerfinu. Við þessa athugun þarf ennfremur að taka tillit til fyrirætlana um aö taka upp viröisaukaskatt I stað núverandi söluskatts. Breyting af þessu tagi, sem nýlega var gerð i Noregi, hefur ekki i alla staði gefizt vel, og er okkur nauðsyn- legt að læra af reynslu Norðmanna og annarra ná- grannaþjóða, áöur en endanlegar tillögur eru gerðar og ákvarðanir teknar. Fjármagn til arðbærrar framleiðslu Þvi er haldið fram, að fiski- skipafloti landsmanna sé of stór miðað við hagkvæma nýtingu fiskstofna innan 200 milna mark- anna. Þvi er jafnframt haldið fram, að nærri beitarþoli landsins sé gengið i stórum landshlutum. An þess, aö dómur sé lagöur á þessar staðhæfingar i nánari atriðum er með öllu ljóst aö til þess að tryggja hagsæld og fram- farir fyrir vaxandi þjóð þurfum við að beina þvi takmarkaða f jár- magni, sem til ráðstöfunar er i auknum mæli til nýrra greina, sem hafa skilyrði til arðbærrar framleiðslu og útflutnings. Vissu- lega má finna margan vaxtar- sprota innan okkar hefðbundnu greina og aö þeim þarf að hlúa, en þegar á heildina er litiö nálg- umst við — a.m.k. um sinn — tak- mörk vaxtar á grundvelli þeirra auðlinda, sem til þess hafa dugað okkur best. Nú riður á aö finna nýjar leiðir til framfara með hug- kvæmni og atorku. Mikilvægur liður i slikri stefnu- mótun, sem verða þarf i sam- hengi við könnun á þjóðhags- horfum næstu ára, er án efa endurskoðun á starfsemi lána- kerfisins og fjármagnsmarkaðs- ins. Undirbúin hafa verið frumvörp um bætta starfsemi bankakerfis- ins, bæði varðandi viðskipta- banka rikisins og hlutafélaga. Rikisstjórnin hefur beitt sér fyrir ýmsum endurbótum, varð- andi starfsemi fjárfestingarlána- sjóða, t.d. endurskoðun lánskjara með það fyrir augum að styrkja fjárhagslegan grundvöll sjóðanna og draga um leiö úr ásókn i láns- fé, sem eingöngu byggist á von um verðbólguhagnað. Rikis- stjórnin telur mikilvægast, að haldið verði áfram endurbótum i þessum efnum og verði aö þvi stefnt aö samræma sem mest lánskjör fjárfestingarla'nasjóð- anna og draga þannig úr misrétti þvi, sem mismunun i þessu efni fylgir. Lánakerfið verður auk þess að miöa viö það, hvaö fjár- magn kostar á verðbólgutimum, þvi aö engin heilbrigö lánastarf- semi getur byggzt á þvi aö endur- lána fé langt undir kostnaðar- verði. Eins og nú standa sakir er þvi varla um annan kost að velja en þann, að halda áfram á þeirri braut, að útlán fjárfestingarlána- sjóðanna verði að nokkrum hluta verðtryggð. Jafnframt er eðlilegt, að rikið leggi fram fé til þess aö hægt sé að veita lán með hagkvæmari kjörum til félagslega mikilvægra þarfa, t.d. ibúðabygginga lág- launafólks og byggöamála, en það skiptir miklu, að slikt gerist með opinskáum hætti og með beinum opinberum framlögum, svo að það verði ekki til þess að skekkja meginstarfsemi lána- kerfisins. Eitt meginverkefniö á þessum vettvangi er að taka skipulag fjárfestingarlánasjóöakerfisins til gagngerrar endurskoðunar, þar sem stefnt yrði bæði að þvi að draga sjóðakerfið saman i færri og stærri heildir og samræmingu útlánakjara. Mun rikisstjórnin láta vinna að tillögum um skipu- lagsbreytingar i þessa átt og leggja þær siðan fyrir Alþingi til úrlausnar. Lánsf járáætlun Rikisstjórnin lét i fyrra semja lánsfjáráætlun fyrir árið 1976, sem tók til allrar lánastarfsemi I landinu. í þessari áætlun voru settar fram hugmyndir um þróun i lánamálum i heild, sem væri i samræmi við yfirlýst efnahags- markmið rikisstjórnarinnar. Þessu starfi hefur verið haldið áfram og á næstu vikum veröur lögð fram á Alþingi lánsfjáráætl- un fyrir árið 1977. Ég hef þá trú, að lánsfjáráætlunin muni reynast varanleg framför i stjórn is- lenzkra efnahagsmála. Með henni er gefið yfirlit yfir allar hinar fjölmörgu stofnanir lánakerfisins og tækifæri gefst til að huga að samræmingu milli lánamála og annarra þátta efnahagsmála. Lánamarkaðurinn þarf einnig að gegna þvi hlutverki aö hvetja til aukinnar innlendrar fjár- magnsmyndunar, er geti verið undirstaða arðbærrar fjárfest- ingar. Þetta hlutverk er sérstak- lega mikilvægt um þessar mundir, ef unnt á aö reynast að halda uppi nægilegum fram- kvæmdum i landinu, jafnframt þvi sem dregið verði úr notkun erlends lánsfjár. Frumskilyrði fyrir auknum peningalegum sparnaði i landinu er að tryggja eigendum sparifjár, lifeyris- sjóðum og öðrum fjármagnseig- enum eðlilegan afrakstur af fé sinu með tillit til verðbólguþróun- ar og annarra fjárfestingartæki- færa. Með upptöku hinna nýju vaxtaaukareikninga innláns- stofnana á s.l. vori’ er reynt að stefna að þessu marki, en einnig meö útgáfu verðtryggðra skulda- bréfa á almennum markaði og sölu þeirra til lifeyrissjóða. Þótt þetta sé vafalaust skref i rétta átt, svo langt sem það nær, felst óneitanlega i þvi varhugaverð mismunun á lánamarkaöi, sem leita þarf leiða til að jafna. Hér eins og viðar er vandinn tengdur verðbólgunni. Takist að ráða niðurlögum hennar, mun lána- markaðurinn eiga hægar með að gegna sinu nauðsynlega hlut- verki, að hvetja til sparnaðar og miðla lánsfé til þeirra greina, sem draga mesta björg i bú. Sigur í landhelgismálinu 1 stefnuræðu minni á sfðasta hausti, sem flutt var nokkrum dögum eftir að fiskveiðilögsagan var færð út i 200 milur sagði ég: „Eins og jafnan áður, þegar við Islendingar færum út fiskveiði- lögsögu okkar, gerum við það ein- hliða og með vitneskju um það, að ákvörðun okkar veldur deilum viö aðrar þjóðir.. 1 þessu deilumáli höfum við bæði réttinn og rökin með okkur, þegar við ræðum við aðrar þjóöir. Ef við viljum annað hvort ekki eða treystum okkur ekki að halda fast fram málstað okkar i viðræö- um og frjálsum samskiptum þjóða, erum við vart verðug þess að heita sjálfstæð þjóð.” Nú ári eftir útfærsluna I 200 milur höfum við ástæðu til að fagna þvi, að stefna sú, sem við mörkuðum hefur náð fram að ganga. Allar þjóðir, sem veitt hafa á Islandsmiöum eða lýst áhuga sinum á þvi, hafa virt og viður- kennt 200 milna útfærslu okkar i reynd eða beinlinis meö samning- um. Fyrir einu ári hefðu fáir haldið þvi fram, aö málstaöur okkar hefði unniö slikan sigur á svo skömmum tima. Á tæpum 4 árum höfum við fært yfirráö okkar yfir fiskveiðilög-, sögunni úr 12 milum i 50 milur og siðan 200. Enginn vafi leikur heldur á þvi, að þessi útfærsla hefur þegar borið mikilvægan árangur i fiskverndun, klaki og fiskigöngum. Þegar útfærslan I 200 milur gekk i gildi fyrir ári voru vonir okkar ekki sizt bundnar við árangur af starfi hafréttarráö- stefnu Sameinuðu þjóðanna, en henni er enn ólokið. Þrátt fyrir fimm fundarlotur hefur heildarsamkomulag um þau fjölþættu úrlausnarefni, sem ráðstefnan glimir við, ekki tekizt. Otfærsla okkar I 200 milur, þótt einhliða væri, var i fullu sam- ræmi við frumvarp það aö haf- réttarsáttmála, sem kynnt var á þriðja fundi hafréttarráðstefn- unnar i Genf vorið 1975. Stefna okkar á ráöstefnunni siðan hefur við það miðazt, að vernda þau ákvæöi frumvarpsins, sem mæla fyrir um óskoruð yfirráð strand- rikis yfir 200 milum, að strandrik- ið hafi einhliða rétt til að kveða á um, hve mikið fiskmagn skuli þar taka upp úr sjó, og hvort öðrum þjóðum skuli heimilaðar veiðar. A tveimur fundum ráðstefnunnar siðan frumvarpið var kynnt hafa þessi ákvæði haldizt óbreytt. Við getum þvi vel við unaö. Raunar veröur ekki lengur dreginn i efa réttur strandrikja til 200 milna yfirráöa miðað við samstöðuna um það mál á hafréttarráðstefn- unni. Deilurnar þar snúast um annaö. Frumvarpið, sem rætt er um á hafréttarráðstefnunni, hefur ekki aðeins verið lagt til grundvallar af okkur við útfærslu i 200 milur. 1. ágúst 1976 færði Mexikó efnahagslögsögu sina i 200milur. Löggjöf Bandarikjanna um fiskverndun, sem samþykkt var 13. apríl 1976, mælir fyrir um útfærslu bandariskrar fiskveiöi- lögsögu frá 1. marz 1977. Kanada- menn hafa lýst yfir, að þeir stefni aö útfærslu 1. janúar 1977. Fyrir norska stórþingið hefur veriö lagt frumvarp að heimildarlögum um útfærslu samkvæmt nánari ákvörðun rikisstjórnarinnar og kemur hún liklega til fram- kvæmda i byrjun næsta árs. Sömu sögu er að segja um Færeyinga. Búizt er við, þegar þetta er samið, að ráöherranefnd Efna- hagsbandalagsins lýsi yfir á fundi sinum 18. október að þau riki bandalagsins, sem eiga land að Norðursjó og Atlantshafi, muni færa fiskveiðilögsögu sina þar i 200 milur i ársbyrjun 1977. Franska þingið hefur þegar sam- þykkt heimildarlög fyrir rikis- stjórnina um þetta efni og i Bret- landi er unnið aö þvi, að sémja lagafrumvarp um útfærslu i 200 milur, sem taka mun gildi frá og með áramótum. Hefur utanrikis- ráðherra Breta lýst þvi yfir, að Bretar muni einhliða færa fisk- veiðilögsögu sina út 1. janúar n.k., ef nauðsyn krefur og tafir verða á útfærslu annarra banda- lagsrikja. Enginn þarf þvi lengur að ganga i grafgötur um að 200 milna fiskveiðilögsaga verður ekki véfengd sem alþjóöalög, þótt formlegur hafréttarsáttmáli hafi ekki hlotið afgreiðslu á hafrétt- arráðstefnu^ Sameinuðu þjóð- anna. Samningar og stefnumörkun Eins og kunnugt er höfum við með samningum heimilað Fær- eyingum, Norðmönnum, Belgum, Bretum og Vestur-Þjóðverjum að stunda veiðar á takmörkuðum svæðum innan 200 milnanna og bundið veiðarnar viö ákveðnar tegundireða fjölda veiöiskipa auk aflatakmarkana. Samningarnir við Færeyinga, Norðmenn og Belga eru uppsegjanlegir með 6 mánaða fyrirvara. Samningurinn viö Breta rennur út 1. des., n.k. og Vestur-Þjóðverjar mega veiða hér til 28. nóvember 1977. Samningurinn milli Breta og Islendinga verður ræddur hér á Alþingi á næstunni. I lokagrein hans segir: „Eftir að samningur- inn fellur úr gildi, munu brezk skip aðeins stunda veiðar á þvi svæði, sem greint er i hinni is- lenzku reglugerö frá 15. júli 1975, i samræmi vit þaö, sem samþykkt kann pð verða af Islands hálfu.” i þessu orðalagi felst ótviræö yfirlýsing Breta um að þeir muni ekki framar halda togurum sin- um aö veiöum á tslandsmiöum i andstöðu við okkar vilja. Skýrari viöurkenningu á yfirráðum okkar er ekki unnt að fá. Efnahagsbandalag Evrópu hefur i samþykktum sinum um 200 milna lögsögu ákveðið, að bandalagið muni koma fram fyrir hönd aðildarlandanna i viðræöum við þriðju riki. Þannig liggur ljóst fyrir, að vilji Bretar sækjast eftir framhaldi á veiðum hér viö land eftir 1. desember n.k., sem enginn vafi leikur á, munu tilmæli um það koma frá Efnahagsbanda- laginu. 1 lok júli voru könnunarviðræð- ur rneð fulltrúum bandalagsins i Brussel, þar sem m.a. var skipzt á upplýsingum um ástand fisk- stofna. Var áherzla lögð á það af fulltrúum okkar, að svigrúm til veiðiheimilda til handa erlendum veiðiskipum væri afar takmark- að. Vitað er að Efnahagsbanda- lagið óskar áfram eftir viðræðum viö Islendinga, en grundvöllur slikra viðræðna er þá fyrst fyrir hendi, þegar Efnahagsbanda- lagiö sjálft hefur markað fisk- veiðistefnu sina. Fyrr er ekki upplýst, hvað bandalagið hefur okkur Islendingum að bjóöa. Islenzk stjórnvöld hafa einnig frá öndverðu lýst þvi yfir, að þau fallist ekki á að ruglað sé reitum á þann veg, að viðskiptatengsl og gagnkvæmir tollasamningar okk- ar við bandalagiö séu háðir þvi, að við veitum aöildarrikjum þess fiskveiðiheimildir innan islenzkr- ar lögsögu. Jafnframt höfum viö staðið við alira okkar skuldbind- ingar, samkvæmt samningum, og ætlumst til þess sama af Efna- hagsbandalaginu. Allar viðræður fulltrúa okkar og Efnahagsbandalagsins hljóta aö byggjast á gagnkvæmum fisk- veiðiréttindum, og i slikum viðræðum veröum viö aö meta, hvers virði við teljum okkur fisk- veiöiréttindi utan 200 milna fisk- veiðilögsögu okkar, sem i boði kunna að vera. I þeim efnum mega ekki einungis skammtima- stjónarmið ráða geröum okkar, heldur og hagsmunir okkar til langframa. Margan lærdóm má draga af landhelgisdeilum okkar, sem viö hljótum að hafa til hliðsjónar, þegar metin er utanrikisstefna okkar i heild. Með rökum getur enginn haldið þvi fram, að einangrun hefði oröið okkur heilladrjúg i þeirri baráttu Við fluttum mál okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Við minnumst þess t.d. hvernig fulltrúar allra Norðurlanda, for- sætisnefnd Norðurlandaráðs og utanrikisráðherrafundur Norður- landa, tóku ákveðna afstöðu okk- ur hliðholla á siðastliðnum vetri. Atlantshafsbandalagið var og ómetanlegur vettvangur til að afla málstaö okkar fylgir, þótt við ættum fyrst og fremst i höggi við eina bandalagsþjóðina. Ein nán- asta bandalagsþjóð okkar, Norð- menn, gekk fram fyrir skjöldu við lausn málsins, ekki sizt vegna ótta við, að framhald hættu- ástandsins kynni að hrekja okkur i nauövörn, er beindist gegn þátt- töku okkar i Atlantshafsbanda- laginu. Þróun i þá átt hefði ekki einungis spillt okkar eigin öryggi, heldureinnig haft afdrifarikar af- leiðingar fyrir það öryggiskerfi, sem við höfum tekið þátt i að byggja upp á Norður-Atlantshafi, svæöi sem veröur æ viðkvæmara vegna nýrrarhernaðartækni, eins og dæmin sanna. Reynslan i baráttunni fyrir 200 milunum staðfestir réttmæti þeirrar utanrikisstefnu, sem við höfum fylgt, og treystir fram- tiðargildi hennar. Fjölþætt umbótalöggjöf Þingmenn munu fá I hendur sérstaka skrá yfir helztu laga- frumvörp, sem i undirbúningi eru i einstökum ráðuneytum og verða væntanlega lögð fram á yfir- standandi Alþingi. Verður þó ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ekki gefst timi til aö fjalla sér- staklega um þessi mál, en þau snerta lausnir vanda á ýmsum sviðum: 1 fyrsta lagi má nefna á sviði tekjuskiptingar og verðmyndun- ar i þjóöfélaginu, að sjóðakerfi sjávarútvegs var endurskoðað á s.l. vetri. Endurskoðun framleiðsiuráðs- laga fjallar m.a. um verðlags- kerfi búvara og útflutningsbætur til að hafa áhrif á framleiðslu ein- stakra búvörugreina og tryggja i senn hag bænda og neytenda og draga úr útgjöldum rikissjóðs. Frumvarp til laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta verzlunarhætti miðar að þvi aö efla samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð. Endurskoöun almannatrygginga, lifeyris- og sjúkratrygginga, sem og hús- næöislöggjafar, stefnir að þvi að treysta efnahagslegt og félags- legt öryggi landsmanna, ekki sizt þeirra, sem miður mega sin. Endurskoöun á skattalögum á aö leiða almennt til réttlátrar tekju- skiptingar. 1 annan stað miða lagafrum- vörp og fyrirætlanir stjórnvalda að þvi að auka framleiöslu og þjóðartekjur eins og heildaráætl- un og framkvæmdir i orkumál- um, sem þegar hafa t.d. fjölgað stórlega þeim, sem njóta þjón- ustu hitaveitna. Hér má og nefna ýmsar fyrirætlanir i atvinnu- og samgöngumálum. 1 þriðja lagi er vakin athygli á margvislegri löggjöf á sviði uppeldis-, mennta- og menn- ingarmála. 1 fjórða lagi er lögö áherzla á endurbætur i stjórnsýslu og rétt- argæzlu. Meginmáli skiptir að tryggja réttaröryggi, greiða fyrir fljót- virkri rannsókn mála og uppljóstrun afbrota. Á stjórnsýslusviðinu er endur- skoðun á verkefnum og tekju- stofnum rikis og sveitarfélaga likleg til aö dreifa valdinu i þjóöfélaginu og auka áhrif ein- staklinga og staðarvalda. Endurskoðun vinnuaðferða við gerð kjarasamninga og efling hlutverks sáttasemjara á aö miða að þvi að tryggja réttarstöðu hagsmunasamtaka, itarlega meðferð og friðsamlega lausn kjaramála. Rikisstjórnin hefur og ákveðið að leita eftir tillögum um breyt- ingar á reglugerð um Stjórnarráð Islands. Við allar breytingar verður aö hafa að leiðarljósi að einfalda kerfið og gera afgreiöslu mála greiðfærari. Lokaorö Sá tslendinguur telst til undan-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.