Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 26. október 1976 TMnSi' n Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur GIslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýsinga- slmi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Hrúturinn jarmar Miðvikudaginn 6. þ.m. barst landbúnaðarráð- herra bréf, sem lengi mun sögufrægt. Bréfið var frá einum af þingmönnum Norðurlandskjördæmis vestra, Eyjólfi K. Jónssyni, og var það efni þess, að tilkynna að sauðfjárslátrun myndi hefjast i húsi Slátursamlags Skagfirðinga snemma morguns næsta dag (fimmtudaginn 7. október), ,,hvort sem sú löggilding,sem skylt er að veita lögum sam- kvæmt, hefur verið framkvæmd eða ekki.” Til enn frekari áherzlu var greint frá þvi, að þingmaðúrinn muni sjálfur með eigin hendi slátra fyrsta dilknum. Til þess að gera þetta enn athyglisverðara, lét hann Mbl. birta af sér vigalega mynd, ásamt hrútnum, sem hann hyggðist leggja að velli. Sennilega á þessi mynd af þingmanninum og hrútnum eftir að verða með sögulegri myndum i stjórnmálasögunni. Ástæðan er sú, að myndin er birt til að árétta þá hótun til landbúnaðarráðherra, að slátrun verði hafin i umræddu húsi, hvort sem það fái löggildingu eða ekki. Þingmaður hótar hér ákveðnu lagabroti, ef leyfi fæst ekki, og tilkynnir jafnframt, að hann ætli að verða þátttakandi i þvi. Með myndbirtingunni leggur aðalmálgagn stærsta stjórnmálaflokksins blessun sina yfir hótunina um lagabrotið, enda þótt það hefði réttilega fáum dög- um áður deilt harðlega á sjónvarpsmenn fyrir laga- brot. Að dómi Mbl. var hótunin um lagabrotið ekki áfellisverð, heldur miklu fremur hrósverð, þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi rit- stjóri Morgunblaðsins átti hlut að máli. Það skal viðurkennt, að við nánari athugun hafa bæði þingmaðurinn og Morgunblaðið séð sig um hönd. Þingmaðurinn er búinn að skrifa margar greinar, þar sem hann kappkostar að halda þvi fram, að hann hafi ekki hótað neinu lagabroti! Um langt skeið hefur ekki verið brosað að öðru meira en þessari viðleitni hans til að „missa glæpinn”, sem hann þó stærir sig af hitt veifið! En hann getur ekki losað sig við hrútinn, hvað mikið, sem hann reynir. Hrúturinn heldur ekki aðeins áfram að naga sam- vizku hans, heldur er hann einnig farinn að valda taugaóstyrk og ofsjónum hjá þeim Styrmi og Matthiasi, ritstjórum Morgunblaðsins. Glöggt dæmi um þetta er að finna i forustugrein Morgunblaðsins á sunnudaginn var, þar sem reynt er að snúa þessu skagfirzka hrútsmáli upp i heildar- árás á samvinnufélagsskapinn og tuggnar eru upp gamlar fjarstæður um hann, sem Mbl. hefur yfir- leitt ekki þótt frambærilegar siðustu 30 árin. Rit- stjórar Mbl. vita þó vel, að umrætt mál rekur ein- göngu rætur til þeirrar stefnu stjórnvalda, sem Al- þingi hefur markað, að herða heilbrigðiseftirlit með sláturhúsum, m.a. með þvi, að fækka þeim og veita aðeins sláturleyfi þeim húsum, sem fullnægja sett- um reglum. Umrætt hús fullnægði ekki slikum regl- um, að mati heilbrigðisyfirvalda. Mörg sláturhús kaupfélaganna hafa misst leyfi af þessum ástæðum, enda búa þau við nákvæmlega sömu reglur og aðrir i þessum efnum. Það er alger misskilningur hjá ritstjórum Mbl. að þeir geti dregið athygli frá Eyjólfi K. og hrútnum með slikum hætti. Hvort sem þeim likar betur eða verr, mun hrúturinn halda áfram að jarma og minna á lögbrotshótun Eyjólfs, sem þeir lögðu blessun sina yfir, og þvi meira mun hrúturinn jarma, sem þeir geta umrædds máls oftar i skrifum sinum. ERLENT YFIRLIT ^ WsffBz Transkei verður sjálfstætt ríki Fyrst um sinn mun aðeins Suður-Afríka viðurkenna það Transkei er merkt meö dökkum lit á uppdrættinum. í DAG mun verða mikið um dýrðir í Umtata, sem er 25 þús. manna bær i Suður-Afrlku. Astæðan er sú, að þar verður lýst yfir, að Transkei hafi hlotið fullt sjálf- stæði, en Umtata er höfuðborg þess. Um sinn mun þó senni- lega ekkert rlki nema Suður-Afrika viðurkenna þe s s a r I k i s s t o f n u n . Suður-Afrika hefur gert þeim mun meira til að auglýsa hana, og lagt fram mikið fjár- magn í þvi skyni. Þannig hefur verið unnið að þvi siðustu misserin, að reisa sér- staka forsetahöll, þinghús og niu hæða stjórnarráðsbygg- ingu i Umtata og hefur Suður-Afrika kostað þetta að öllu leyti. Þá veröur senn lokið byggingu mikils flugvallar hjá Umtata, og nokkrum iðnaðar- fyrirtækjum hefur verið komið þar á fót. Fleira hefur verið gert til þess, aö Umtata, sem hefur verið venjulegt svertingjaþéttbýli, fái á sig nokkurn höfuðborgarblæ. STOFNUN þessa nýja rikis er þáttur í þeirri viðleitni rikisstjórnar Suður-Afriku, að framkvæma aöskilnaö milli kynþátta á þann hátt, aö svertingjar fái málamyndar- sjálfstæöi, en hvítir menn halda þó áfram hinum raun- verulegu yfirráðum. Fyrir- ætlunin er að stofna 9-10 svert- ingjariki innan núverandi landamæra Suður-Afriku. Riki þessi verða stofnuð kringum aðalbyggðir vissra þjóðflokka og eiga allir helztu þjóðflokkar blökkumanna að fá sitt eigið riki. Þessi riki eiga að fá fullt sjálfstæði stjórnarfarslega, en fjárhagslega munu þau verða alveg háð Suður-Afriku. Jafn- hliða þvi að þau eru sett á stofn, munu ibúar þeirra öðlast borgaraleg réttindi i hinu nýja riki, en jafnframt missa öll þegnréttindi i Suður-Afriku. Sama gildir um þá menn af viðkomandi þjóð- stofni, sem búa áfram i hinu hvita riki Suður-Afriku. And- stæðingar þessara fyrirætlana halda þvi fram, að hér sé fyrst og fremst um tilraun að ræða til þess að svipta blökkumenn þegnréttindum i Suöur-Afriku og tryggja varanleg yfirráð hvitra manna þar. Þeir benda á, að þótt þjóðflokkar þeir, sem eiga að mynda hin nýju riki, séu nú i yfirgnæfandi meirihluta i Suður-Afriku, eigi þau ekki að ná yfir nema einn áttunda hluta landsins. Nær allar auðlindir landsins og allur iðnrekstur verði á þvi svæði, sem á að falla hvitum mönnum i skaut. Leiðtogar þjóðflokkanna á átta af þeim tiu landsvæðum, sem eiga að verða sjálfstæð riki sam- kvæmt þessum fyrirætlunum, hafa eindregiö hafnað þeim enda sé tilgangurinn ekki annar en að svipta blökku- menn þegnréttindum og gera þá að útlendingum i Suður-Afriku, svo að hvitir menn geti enn betur treyst yfirráð sin þar. Akveönast hefur höfðingi Zulu-þjóð- flokksins, Gatsha Buthelezi, beitt sér gegn þessum fyrir- ætlunum, en Zulu-menn eru langfjölmennasti þjóðflokkur blökkumanna i Suður-Afriku. ÞAÐ ER Xhosa-þjóð- flokkurinn, sem er fjöl- mennastur i Transkei, og hefur höfðingi hans, Kaiser Matanzima, fallizt á fyrir- ætlanir stjórnar Suður-Afriku um að Transkei verði sjálf- stætt. Vafasamt þykir, að hann hafi stuðning þjóðflokks- ins til að samþykkja þetta, enda hefur hann eindregið hafnað þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæðistökuna. Matanzima segir, að Transkei hafi algera sérstöðu. Bretar hafi lagt landið undir sig 1879 og síðan hafi það lotið yfirráð- um þeirra til 1910, þegar Suður-Afrika varð sérstakt riki i núverandi mynd sinni. Transkei hafi þá haft svipaöa stöðu sem nýlenda Breta og Lesetho, Swaziland og Botswana. Það hafi verið fyrir hreina handvömm embættis- manna hjá brezku nýlendu- stjórninni, að Transkei hélt ekki áfram að vera brezk ný- lenda, eins og áðurnefnd land- svæði, sem nú hafa hlotið sjálfstæði. Þvi sé eðlilegt, að Transkei hljóti nú sama rétt og áðurnefnd briú riki og fái sjálfstæði eins og þau. Matanzima viðurkennir, að fyrst um sinn veröi Transkei efnahagslega háð Suður-Afriku, en hið sama gildi einnig um þrjú áðurnefnd riki, sem hafi þó hlotið inn- göngu I Sameinuðu þjóðirnar og Einingarbandalag Afriku. Transkei veröi ekki heldur neitað um þau réttindi til lengdar. Transkei er að flatarmáli um 14.300 fermilur, eða nokkru minna en Danmörk. Ibúar þar eru nú um 1.5 milljónir, en þegnar þess verða þó taldir um þrjár milljónir,en rúmur helmingur þeirra býr annars staðar i Suður-Afriku og stundar at- vinnu þar. Þeir verða skráðir þegnar i Transkei vegna þess, að þeir tilheyra Xhosa-þjóð- flokknum. Meöal þeirra gætir að vonum litillar ánægju með sjálfstæði Transkei, þar sem það gerir þá aö útlendingum annars staðar i Suður-Afrlku. Xhosa-þjóðflokkurinn er annar stærsti svarti þjóð- flokkurinn i Suður-Afriku, næst á eftir Zulu-mönnum. Transkei er fyrst og fremst landbúnaðarland. Landið er talið vel fallið til ræktunar, en hún er enn á frumstigi. Iönaður er sama og enginn, en allra siðustu árin hefur rikis- stjórn Suður-Afriku gert nokkurt átak til að efla hann. Efnahagslega er Transkei alveg háð Suður-Afriku, eins og sést á þvi, að útgjöld á fyrstu fjárlögum þar eru áætluð 156 milljónir dollara, en beint framlag Suður-Afriku er 95 millj. dollara. Ríkis- stjórn Suður-Afriku telur það bersýnilega miklu skipta, aö þessi nýja rikisstofnun mis- takist ekki. Þ.Þ. Venjulegt sveitaþorp I Transkei. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.