Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Þriðjudagur 26. október 1976
Stefnuræða Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra:
Þegar rikisstjórnin var mynduö
siösumars 1974, tók hún viö
óvenju erfiðum efnahagsvanda.
Þjóöarútgjöld og innlendur
kostnaður voru i örum vexti en
viöskiptakjör fóru hriöversnandi
og þjóðartekjurnar drógust sam-
an. Niöurstaöan varö mikill halli i
viðskiptum þjóöarinnar viö út-
lönd, á sama tima var einnig
alvarlegur halli á rikisbúskapn-
um og verðbólga innanlands i ör-
um vexti. Viö þessum vanda var
snúizt hiklaust. En meöan beðiö
var árangurs fyrstu aögerða,
versnuöu ytri skilyröi þjóöarbús-
ins enn vegna efnahagssam-
dráttarins i heiminum. Hér hefur
þvi verið viö ramman reip aö
draga fyrstu tvö starfsár rikis-
stjórnarinnar. Þaö er fyrst á
þessu ári aö rofar til.
Reynsla undanfarinna tveggja
ára sannar, aö sú efnahagsstefna,
sem rikisstjórnin markaöi I upp-
hafi og hafði aö leiöarljósi aö
draga úr viöskiptahallanum viö
útlönd og úr hraöa veröbólgunn-
ar, án þess aö gripið væri til svo
harkalegra aðgerða, aö atvinnu-
öryggi landsmanna væri teflt i
hættu, var tvimælalaust rétt.
Þessari stefnu aðlögunar i áföng-
um aö breyttum ytri skilyrðum
þjóöarbúsins hefur veriö stað-
fastlega fylgt, en hún hefur
óneitanlega kostaö skuldasöfnun
viö útlönd. Þaö er þvi ástæöa til
aö staldra viö og huga aö, hvernig
tekizt hefur á þessu ári aö ná
þeim þremur meginmarkmiöum
stefnunnar i efnahagsmálum,
sem rikisstjórnin setti:
Aö draga verulega úr viöskipta-
hallanum viö útlönd.
Aö hægja mikiðá hraöa veröbólg-
unnar.
Aö tryggja fulla atvinnui landinu.
Full
atvinna
eitt
Geir Hallgrimsson, forsætisráöherra.
markmið
efnahagsstefnunnar
mikilvægasta
Þróunin 1976
Útlit er fyrir, að viöskiptahall-
inn við útlönd nú i ár veröi um 4-
5% af þjóöarframleiöslunni, eöa
rétt um 10 milljarðar króna.
Þetta er reyndar heldur betri
árangur en við var búizt I fyrra,
en þá var aö þvi stefnt aö koma
viöskiptahallanum úr tæplega
12% þjóðarframleiðslu 1974 og
1975 i 6% á þessu ári. Hér njótum
við vitaskuld hagstæðari þróunar
viöskiptakjara en menn þorðu að
vona fyrir ári.
Nokkuð hefur dregið úr hraöa
verðbólgunnar. Þannig er nú tal-
ið. aö hækkun visitölu fram-
færslukostnaöar frá upphafi til
loka árs 1976 veröi 25-30%, en var
37% 1975 og 53% 1974. Hækkun
visitölu byggingarkostnaðar
mæld á sama hátt virðist munu
veröa 24% 1976, en var 35% 1975
og 58% 1974. Hér miðar i rétta átt,
en alltof hægt.
Atvinnuástand hefur haldizt
gott allt þetta ár. Hrakspár um
atvinnuleysi hafa hvergi rætzt.
Hitt kann aö vera sönnu nær, að
sums staðar gæti enn umfram-
eftirspurnar eftir starfskröftum.
Horfur virðast á, að þjóðar-
framleiðslan verði litlu minni i ár
en i fyrra, og aö þjóðartekjur
aukist nokkuö vegna áhrifa batn-
andi viðskiptakjara.
Þegará heildina erlitið, verður
þviekkiannað sagt, en að stefnan
i efnahagsmálum hafi borið veru-
legan árangur á þessu ári.
Full atvinna er vissulega eitt
mikilvægasta markmið stefnunn-
ar i efnahagsmálum. En sú
áherzla, sem á þetta tnarkmið
hefur verið lögð, á án efa sinn þátt
i þvi, hve mikil verðbólga hefur
geisað hér á landi, og hve mikill
halli hefur verið i viðskiptum
okkar við aðrar þjóðir.
A næstunni verðum við að
leggja allt kapp á að ná fullnægj-
andi árangri i að draga verulega
úr verðbólgu og jafna viðskipta-
halla, þvi að án þess verður at-
vinnuöryggi ekki tryggt til lang-
frama.
Horfur næsta ár
Þegar horft er fram til næsta
árs, virðist nú heldur bjartara
framundan en verið hefur.
Verzlunarárferði hefur snúizt
okkur i hag á þessu ári og útflutn-
ingsverðlag hækþað meira en
innflutningsverðlag, en áfram-
hald þeirrar þróunar er þó i
óvissu. Og þrátt fyrir þann bata,
semorðinn er,erennlangtfrá þvi
að viö njótum sömu viðskipta-
kjara og við höfðum á árunum
1973 og 1974. Einkum erum við
langt undir viöskiptakjaratindin-
um, sem náð var um áramótin
1973-74 og án efa réöi miklu um
það uppþot i innlendu verðlagi,
sem á eftir fylgdi, og við súpum
enn seyðið af. Minnugir þeirrar
reynslu munum við nú fara okkur
hægt, þvi fljótt skipast veður i
lofti, enda blasir við tviþættur
vandi vaxandi skuldabyrðar viö
útlönd og takmarkaðs fiskafla
vegna ástands fiskstofna.
Skýrslur og álitsgerðir fiski-
fræðinga okkar hafa verið þjóð-
inni holl aðvörun. Þær hafa minnt
okkur á, að bjartsýnisorð alda-
mótaskáldsins: „auðlindir sjávar
ótæmandi bruna” eiga þvi aðeins
við, að ekki sé of nærri þeim
gengið.
A siðustu mánuðum hafa komið
fram nýjar upplýsingar um styrk
þorskstofnsins, einkum árgangs-
ins 1972, og góðan árangur klaks-
ins nú i ár. Þetta dregur nokkuð
úr svartsýni manna um viðgang
stofnsins, en breytir þó ekki
meginatriði málsins, þ.e. að gæta
verður fyllstu varúðar i veiðisókn
á næstu árum til þess að viðkomu
þorskstofnsins sé ekki stefnt i
hættu. Þessar aðstæður setja þvi
útflutningsframleiðslu okkar
skorður á næsta ári.
Þegar á heildina er litið, virðist
þó ástæða til að ætla, að þjóðar-
framleiðsla og tekjur muni auk-
ast litið eitt á næsta ári, e.t.v. um
2 óf hundraði. Þessi afturbati,
sem hófst á þessu ári, gefur þó
ekki svigrúm til neinna stórbreyt-
inga i þjóðarútgjöldum. Það er
stefna rikisstjórnarinnar, að hlut-
ursamneyzlu eigi ekki að aukast
á næsta ári og að dregið verði úr
opinberum framkvæmdum i
heild, þar sem stórum áfanga
orkuframkvæmda lýkur. Innan
þeirra takmarka, sem viðskipta-
jöfnuðurinn setur, ætti að gefast
svigrúm til nokkurrar, en þó afar
takmarkaðrar, aukningar al-
mennra útgjalda einkaaðila á
næsta ári. Mikil nauðsyn er að
menn geri sér ljóst, hve hér er úr
litlu aukreitis að spila, og hve
brýn þörf þjóðarinnar er á þvi, að
mið sé tekið af raunverulegum
aðstæðum við kjaraákvarðanir
næsta árs, en ekki verðbólgu-
draumórum.
Sjávarútvegsmál
Afkoma fiskveiða hefur verið
afar erfið undanfarin tvö ár, en
fer þó heldur batnandi á þessu
ári. Við rikjandi ástand fiskstofna
erheldur ekki við þvi að búast, að
um arðsaman rekstur geti verið
að ræða fyrir allan okkar stóra
fiskiflota. Við verðum að horfast i
augu við það, að sóknin er of
kostnaðarsöm miðað við skyn-
samlega nýtingu fiskstofna.
Hagur fiskvinnslunnar er
skárri en veiðanna og heldur
rýmri i ár en i fyrra, en gerir þó
ekki betur en standa i járnum.
Þrátt fyrir miklar verðhækkanir
á frystum afurðum á erlendum
markaði frá þvi á siðasta hausti,
hefurfiskverð og annar innlendur
kostnaður hækkað það mikið, að
rekstur frystingar er enn tryggð-
ur með greiðsluábyrgð verðjöfn-
unarsjóðs. Innstæða frystideúdar
i sjóðnum er nú þrotin, en rikis-
sjóðurhefur ábyrgzt greiðslugetu
sjóðsins út árið til þess að frysti-
iðnaðurinn geti staðið undir fisk-
verðshækkunum. Afkoma salt-
fiskverkunar og skreiðarvinnslu
er mun betri en frystingarinnar,
enda hefur verðlag verið hagstætt
i ár sem undanfarin ár. Reynslan
sýnir hins vegar, að markaður
fyrir þessar afurðir getur veriö
ótraustur.
Að undanförnu hefur mönnum
orðið tiðrætt um verðhækkanir á
útflutningsafurðum okkar og
batnandi viðskiptakjör. Þetta eru
vissulega góð tiðindi, en þvi má
ekki gleyma, að þessum ávinn-
ingi hefur jafnóðum verið veitt út
til þeirra, sem við sjávarútveg
starfa og til annarra launþega,
með hækkun fiskverðs og með al-
mennum launahækkunum.
Vegna þess að fiskverð hér
innanlands hefur jafnan hækkað
til jafns við kaup i landi, og fisk-
verð hækkaði i febrúar sJ. veru-
lega vegna sjóðakerfisbreytinga,
hafa fiskverðshækkanir i nokkr-
um greinum verið ákveðnar i von
um óorðna hækkun afurðaverðs á
útflutningsmarkaði. Þetta hefur
orðið að gerast með bakábyrgð
verðjöfnunarsjóðs, siðast 1. októ-
ber s.l. Þessar ráðstafanir hafa
verið nauðsynlegar til
að tryggja tekjur sjó-
manna. Litlar sem engar verð-
hækkanir hafa orðið á frystum
afurðum siðan i júli og verðlags-
þróun á næstunni er mjög óviss.
Þvl er nú nauðsynlegt að rasa
ekki um ráð fram, en reyna að
varðveita það, sem þegar hefur
áunnizt. Minnugir þess, að fisk-
verðshækkanir innanlands, sem
ekki eru byggðar á traustum,
markaðsforsendum erlendis, fela
i sér hættu á framhaldi verð-
bólgu.
Kjaramál
Kjarasamningar þeir, sem
gerðir hafa verið á árunum 1975
og 1976, hafa falið i sér viðurkenn-
ingu launþegasamtakanna á þvi,
að ráðstöfunarfé þjóðarinnar
minnkaði verulega á árunum 1974
Og 1975.
En reyndar er alls ekki nægi-
legt að lita eingöngu til minnk-
andi þjóöartekna og versnandi
viðskiptakjara, til þess að fá
skýringu á „kjaraskerðingunni”
svonefndu: Þvi mergurinn máls-
ins er sá, að með kjarasamning-
unum 1974 var stefnt langt út yfir
mörk framleiðslugetu þjóðarbús-
ins, þótt ekkert hefði á bjátað.
Þótt verzlunarárferði þjóðarinn-
ar hafi skánað aftur, megum við
ekki láta það henda okkur að fara
að eltast á ný við villuljós.
Sannleikurinn er sá, að við-
skiptakjör þjóðarinnar eru nú
svipuð og raungildi þjóðartekna á
mann, likt og var 1971-72, og
Halogen-ljós
fyrir J-perur -
ótrúlega mikiö
Ijósmagn
PERUR f ÚRVALI
NOTIÐ
tAÐBESFv
BLOSSH--------------
Skipholti 35 • Simar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa