Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Þriðjudagur 26. október 1976 Joe Corrigan sýndi snilldarleik... Joe Corrigan er sffellt að sýna það að hann er einhver bezti markvörður, sem England á um þessar mundir. Um það efaðist a.m.k. enginn, sem staddur var á Portman Road á laugardaginn. Hvað eftir annað varði hann á hinn ótrúlegasta hátt, jafnvel eftir að áhorfendur voru farnir að fagna marki. Manchester City var neytt til að spila algjöran varnarleik af hinu velspilandi Ipswich liði, og yfirburöir Ips- wich voru slikir, að Cooper I marki þeirra þurfti ekki að taka á við markvörzluna I eitt einasta skipti I leiknum. Staðan í hálfleik var 0-0, en þá þegar hafði Corrigan hvað eftir annað komið i veg fyrir meö sinni frábæru markvörzlu, að Ipswich tækist að skora mark. En á 52. minútu kom markið, sem gerði út um leikinn. Kom það eftir mistök i vörn City og gat Corrigan ekkert gert til að koma i veg fyrir, að skorað yrði. Donnachie átti slæma sendingu, sem Mills komst inn i, hann gaf boltann þvert fyrir markið, þar sem Whymark var til staðar, og þurfti hann aðeins að ýta knettinum inn fyrir marklin- una. Eftir þetta komust hinir ungu leikmenn Ipswich hvað eftir annað i ákjósanlegt færi, en Corrigan sá við öllum tilraunum þeirra. Liðin voru þannig skipuð: Ipswich: Cooper, Burley, Hunter, Beattie, Mills, Talbot, Osborne, Wark, Bertschin, Whymark, Woods. Manchester City: Corrigan, Clements, Doyle, Watson, Donnachie, Owen, Power. Hartford, Tueart, Royle, Kidd. Ahorfendur: 25.041. 0.0. Q.P.R. KOMIÐ Á FULLA FERÐ Einstefna, er Lundúnaliðið vann (2:0) Sunderland d Loftus Road — en réði þó ekki við skot fró Trevor Whymark, sem tryggði Ipswich þýðingar- mikinn sigur 1:0 gegn City ó Portman Road Þessi leikur Q.P.R. ar ef til vill þeirra bezti á keppnistimabilinu. Loksins brá fyrir hinu þekkta og skemmtilega samspili, sem gerði Q.P.R. að einu skemmtilegasta iiði Englands s.i. keppnistimabil. Förin til Tékkóslóvakiu, þar sem Q.P.R. gerði 3-3 jafntefli viö Slovan Bratislava hefur greini- lega gert leikmönnunum mjög gott. Nú brá fyrir leikgleði, sem ekki hefur sést hjá liðinu, það sem af er keppnistimabiiinu. En enn- þá skortir liðið það að fullnýta þau tækifæri, sem gefast. Sunderland-liðið lék eins og 1. DEILD Aston Villa — BristolC .... ..3:1 Everton—WestHam ..3:2 Ipswich — Man. City ..1:0 Leeds — Liverpool ..1:1 Leicester — Arsenal ..4:1 Man. United — Norwich ... ..2:2 Middlesbrough—W.B.A. . ..1:0 N ewcastle — Birmingham ..3:2 Q.P.R. — Sunderland ..2:0 Stoke — Derby ..1:0 Tottenham—Coventry ... . .0:1 2. DEILD Blackburn — Chelsea .0:2 BristolR.— Plymouth .1:1 Cardiff — Blackpool .2:2 Charlton — Sheff. Utd .3:2 Fulham —Hull .0:0 Hereford — Notts. C .1:4 Luton — Southampton .1:4 Nott. For —Burnley .5:2 Oldham — Bolton .2:2 Wolves — Carlisle .4:0 staða þess i deildinni gefur til kynna. Leikinn var algjör varn- arleikur, sem dugði skammt gegn Q.P.R. I þessu formi. En illa gekk að koma knettinum i markið hið fyrsta sinni. Það tókst samt loks á 29. minútu, er Hollins átti skot að marki, sem Si,ddall varði vel, en náði samt ekki aö halda knfittin- um, og þarna var til staðar hinn siungi McLintock og stýrði hann boltanum i mark af öryggi. Seinna mark Q.P.R. kom á 66. minútu og það mark ýtti undir vonir manna um að lið Q.P.R. sé nú loks að vakna til llfsins á ný. Bowles fékk knöttinn eftir frá- bæra sendingu frá Thomas, siðan kom einn-tveir við Givens og allt var opið hjá Sunderland. Bowles átti þvi auðvelt með að skora. Eins og fram hefur komið, þá spilaði Sunderland algjöran varn- arleik, en samt fékk liöið tvö færi i leiknum og var þaö tilviljun, að bæði tækifærin féllu I skaut aft- asta, varnarmanni, Jim Holton, en hann skallaði knöttinn yfir i bæði skiptin eftir hornspyrnur. Liðin voru þannig skipuð: Q.P.R.: Parkes, Clement, McLin- tock, Webb, Gillard, Kelly, Masson, Hollins, Givens, Bowles, Thomas. Sunderland: Siddali, Ashurst, Clarke, Holton, Bolton, Rowell, Towers, Train, Foggon, Green- wood, Lee. Ahorfendur: 22.408. Ö-°- Mariner til Ipswich Nú cr taliö fullvist, að hinn eftirsótti Plymouth Icikmað- ur, Paul Mariner, fari tii Ipswich. Hann hefur hafnað tilboðum frá WBA og West Ham, en cr nú búimi að sam- þykkja að fara til Ipswich. Ipswich bauð 140.000 pund fyrir Mariner, auk þeirra John Peddelty og Terry Austin, og nú cr aðcins eftir að fá sain- þykki þcssara tveggja leik- manna fyrir kaupunum, en þeir eru háðir að veita þvi fyrirsér ennþá, hvort þeir eigi að fara til Plymouth. ó.O. X, 4 JOE CORRIGAN... varði oft ótrúlega á Portman Road. Þessi snjalli mark- vörður, er nú bezti mark- vörður Englands. Létt hjá Chelsea — sem hefur nú örugga forystu í 2. deild FRANK McLINTOCK... lætur ekkert að sér hæða, þrátt fyrir aldur sinn. I annarri deildinni jók Chelsea forystu sina um eitt stig, er þeir unnu góðan sigur i Blackburn, 2-0. Það var Finnieston, sem skoraði bæði mörkin fyrir þá, og greini- legt er, að Chelsea ætlar sér ekk- ert minna en 1. deildarsæti á næsta ári. Lið þeirra er sérlega skemmtilegt, byggt upp af ungum ieikmönnum, sem, er þeir hafa öðlazt einhverja reynslu, eiga án efa eftir að keppa um Englands- meistaratitilinn innan fárra ára. Blackpool náöi jafntefli i Car- diff 2-2 og hélt þannig 2. sætinu. Hatton og Spence skoruðu mörk þeirra, en Evans skoraði tvivegis fyrir Cardiff. Sunderland skoraði ,,hat-trick” i leik Ulfanna á móti Carlisle á Molineux. Carr skoraði eitt mark, þannig að lokatölur urðu 4-0, Wolves i vil. Southampton er heldur betur að koma tileftir slæma byrjun. Liðið þýtur upp töfluna, og á laugar- daginn vann liðið athyglisverðan sigur yfir Luton á útivelli 4-1. Peach skoraði tvivegis, MacDou- gall og Holmes sitt markið hvor fyrir „The Saints”, en Brian Chambers, sem fyrrum lék með Arsenal, skoraði fyrir Luton. Notts County vann einnig 4-1 á útivelli, eða i Hereford. Hereford liðið er nú komið á botn 2. deildar eftir mjög góða byrjun i deildinni. Summs skoraði tvö mörk fyrir Notts, en Needham og Busby hin Framhald á bls. 23 VILLA SKAUST I ANNAÐ SÆTIÐ Eftir 5-1 sigur Aston Villa yfir Arsenal s.l. miðvikudag, bjuggust flestir við auðveldum sigri Villa yfir nýliðunum — Bristol City. En sú varð ekki raunin á. 37.094 áhorfendur á Villa Park sáu Paul Ritchie taka forystuna fyrir Bristol City á 27. minútu. Markið kom eftir lélega sendingu frá Alex Cropley, sem Whitehead komst inn i. Hann sendi knöttinn til Gillies, sem sendi góða send- ingu fyrir mark Aston Villa. Þar var Ritchie til staöar og skallaði Þrjú mörk í seinni hálfleik gerðu út um Bristol City hann knöttinn fram hjá Burridge I marki Villa. Fram að þessúm tima léku leikmenn Aston Villa eins og leikurinn væri fyrirfram unninn og mörkin kæmu bara að sjálfu sér. En við það að verða marki undir kom i ljós, að þeir þyrftu e.t.v. að berjast fyrir sigri. Og i lokin tókst Aston Villa að sigra 3- 1, en leikmenn Bristol City sáu um það, að Aston Villa þurfti að berjast til siðustu minútu fyrir sigrinum. Það var Alex Cropley, sem lagði fyrir tvö fyrri mörk Aston Villa og borgaði þannig fyrir mis- tökin, sem kostuöu markið i fyrri hálfleik. A 53. minútu tók hann frispark rétt fyrir utan vitateig, hitti beint á höfuðChris Nicholl og knötturinn lá i netinu. A 64. minútu var Cropley aftur á ferð- inni er hann sendi nákvæma sendingu fyrir fætur Gidman, sem átti auðvelt með að ýta knettinum inn. Það var svo Gray- don, sem bætti við þriðja markinu á 78. minútu. Hann sneri baki i markið er hann fékk knöttinn, sneri sér snöggt við og skoraði gott mark ,,a la Gerd Miíller”. Greinilegt er, að Aston Villa kemur til með að keppa um meistaratignina á þessu keppnis- timabili, en Bristol City á nú erfitt uppdráttar eftirgóða byrjun. Það vantar greinilega traustan varnarmann i liðið og góðan upp- byggjara en góðir sóknarmenn eru til staðar þar sem eru þeir Cheesley og Ritchie. Liðin voru þannig skipuð: Aston Villa: Burridge, Gidman, Nicholl, Phillips, Smith, Carro- dus, Mortimer, Cropley, Gray- don, Little, Gray. Bristol City: Bond, Sweeney, Collier, Rogers, Drysdale, Gow (McNeil), Tainton, Mann, Gillies, Ritchie, Whitehead. q q

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.