Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 26. október 1976 • ’ 1 ' • * Auglýsingasími Tímans er 195X3 LEIKFANGAHÚSIÐ Skolavörðustig 10 - Sími 1-48-06 Fisher Price leikjöng eru heimsfrœg Póstsendum - HP" Brúóuhús Skólar Benzinstöðvar Sumarhús Flugstöðvar Bilar _____________✓ fALLARTEGUNDIR FÆRIBANDAREIMA FYRlft Lárétta færslu 'ðndi fý Einnig: Færibandareimar úr 0 ryðfriu og galvaniseruðu stáli Arni ólafsson & co. : annBA ‘S 40098 __ Síldarsölur í Danmörku: Hæsta meðal- verð sem fengizt hefur í — meðalverð pr. kg. kr. 83,51 eftir gébé Rvik — íslenzku síldveiðiskipin i Norðursjó hafa aflað mjög vel að undanförnu og fengið mjög gott verð fyrir af lann í Hirtshals í Danmörku. I síðustu viku seldu sextán skip alls 915,2 tonn og varð heildarverðmætið rúmar 76,4 milljónir króna. Meðalverð pr. kg. var kr. 83,57, sem er hæsta meðalverð, sem fengizt hefur eftir vikuafla. Af einstökum skipum fékk Eldborg GK hæst meðalverð, eða kr. 88,22, sem er með því bezta, sem is- lenzkt skip hefur fengið í Danmörku. Vöruskiptajöfnuðurinn: HAGSTÆÐUR í SEPTEAABER UAA 882 AAILLJÓNIR FJ-Eeykjavík. Vöruskiptajöfnu&ur vib útlönd var hagstæöur f september sl. um 882 milljónir króna. Þaö sem af er árinu, er víöskiptajöfnuöurinn þá óhagstæöur um röska fimm milljaröa, en á sama tima fyrra var hann óhagstæöur um röska 19 mill- jaröa. 1 september sl. nam útflutningurinn 8,2 milljörðum, en inn- flutningurinn 7,3. Af útflutningnum voru ál og álmelmi 2,2 mill- jaröar, en innflutningur til islenzka álfélagsins nam 443 milljón- um, innfiutningur vegna Sigölduvirkjunar nam 20,8 milljónum og innflutningur til Kröflu nam 11,3 milljónum króna. ár vikuafla 16 skipa Af þeim 45 skipum, er stunda sildveiðar i Norðursjó i ár, munu 23 hafa veitt úthlutaðan kvóta sinn. Veiðikvótinn er 200 tonn pr. skip fyrir austan 4. gr. vestur- lengdar, plús 40 tonn fyrir vestan. Nokkur skip fengu þó 145 tonn á siðarnefnda svæðinu, en það eru • ELDBORG... fékk góöa sölu i Hirtshals. allt stór skip, flest yfirbyggð. Islenzku sildveiðiskipin hafa nú selt alls 8.871,9 tonn af heildar- verðmæti kr. 657.548.712,- á tima- bilinu frá 24. mai til 23. október i ár. Nú er bezti veiöitiminn á sild- inni i Norðursjó, sem er október- mánuður og fram i nóvember. Þvi má enn búast við góðum söl- um islenzku skipanna næstu vik- ur. Góð sala íÞýzka- landi gébé Rvik — t gær scldi Sól- horg frá Fáskrúðsfiröi afla sinn I Bremenhaven f Þýzka- landi og fékk gott vcrð fyrir hann, cða tæplega kr. 134 meðalverð pr. kg. Seld voru rúin 61 tonn og fcngust sam- tals rúmlega 8,2 inilljónir króna fyrir aflanu. Gengi Þ.vzka marksins er hátt núna sent kunnugt er, og átti þaö sinn þátt i þessari góðu sölu. Aö sögn Ingimars Einarsson- ar framkvæmdastjóra Llú var mestur hluti aflans góður ufsi. Kópavogur: Krafist útburðar á bæjarfógetaembættinu — munnlegur málflutningur í málinu verður fljótlega 15000 tunnur frá Noregi gébé Rvik. — Leigusali, fyrirtæk- ið. Vibró I Kópavogi hefur krafizt útburðar á bæjarfógetaembætt- inu úr leiguhúsnæðinu aö Hamra- borg 7 i Kópavogi, sagöi Gunn- laugur Claessen, fulltrúi i fjár- málaráðuneytinu f gær, en Ieigu- salinn hefur farið fram á hækkun húsaieigunnar f samræmi við breytingar á vfsitölu á hverjum tima. Mál þetta er orðið dóms- mál, og er Gunnlaugur Claessen lögfræðingur ráðuneytis og gerö- arþola, en hann sagöist myndu afhenda greinargerð sina um máiiö i vikunni, og þá veröur væntanlega tekin ákvörðun um munnlegan málflutning. Setu- dómari er Þorsteinn Thorarensen borgardómari, en lögfræðingur leigusala er Logi Guöbrandsson, hæstaréttarlögmaður. Húsaleigusamningur var gerö- ur 1. okt. 1975, og á hann að gilda til 30. des. 1977. 1 honum var á- kveðin húsaleiga, sem skyldi breytast I samræmi við breyting- ar á visitölu húsnæðiskostnaðar atvinnuhúsnæðis. En samkvæmt verðstöðvunarlögunum frá 1975, er óheimilt að hækka endurgjald fyrir afnot af fasteignum, nema heimildir verðlagsyfirvalda komi til. — Hækkun skv. visitölu hefur þvi ekki verið greidd, nema I samræmi viö tilkynningu verð- lagsstjóra.sem var birt i Lögbirt- ingii I júlf sl., sagði Gunnlaugur Claessen, en þar er heimiluð hækkun húsaleigu til samræmis viö hækkun visitölu, sem orðið hafði við siðustu áramót. Hækk- unarheimildin gildir frá 1. júlí sl. Að þessu marki hefur hækkun átt sér stað, sagði Gunnlaugur. Leigusalinn vill hins vegar ekki sætta sig við þetta og vill, að húsaleigan verði hækkuð f sam- ræmi við breytingar á visitölu á hverjum tima. Telur hann for- sendur samnings brostnar, þar sem ekkifæst full visitöluhækkun. Eins og áður segir, veröur dómsmál þetta væntanlega tekið fyrir í þessári viku, og ætti þvi fljótlega að liggja ljóst fyrir, hvort bæjarfógetaembættið i Kópavogi verður borið út úr nú- verandi húsnæöi eöa ekki. FJ-Reykjavik — Ég tel mjög æskilegt aö tunnusmiði geti haf- izt hér innanlands með litlum fyrirvara ef á þarf að halda, sagði Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, en um helgina kom Skógafoss með um 15000 tunnur frá Noregi og tók G.E. þá með- fylgjandi mynd. Enda þótt búast megi við þvi að innlendar tunnur yrðu dýrari en innflutt- ar, væri gott aö hafa innlenda tunnusmiði við hendina, ef eitt- hvað það gerðizt sem yíli erfið- leikum við að fá tunnur erlendis og svo myndi það skapa visst aðhald fyrir erlendar verk- smiðjur, ef þær vissu að við get- um sjálfir smiðað okkar tunnur, ef með þyrfti. Ein tunnuverksmiðja er nú i landinu, á Siglufirði, en eftir 1972 var verksmiðjuhúsið leigt Húseiningum hf. á Siglufirði. Aður en sildarsöltun hófst aftur i stórum stíl hér á landi skrifaði Sildarútvegsnefnd verkalýðsfélaginu á Siglufirði og bæjarstjórn og spurðist fyrir um það, hvort þessir aðilar ósk- uðu eftir þvi að tunnusmiði yrði hafin á ný á Siglufirði. Báðir þessir aðilar svöruðu því til aö meðan verið væri að ganga úr skugga um það hvort Hús- einingar hf. ættu framtið fyrir sér væri það þeirra ósk að beðið yrði með ákvörðun úm tunnu- smiði i verksmiðjunni, en möguleikum haldið opnum, ef atvinnuástand á Siglufirði krefðist þess. Þessi sjónarmið hefur Síldarútvegsnefnd virt, sagði Gunnar Flóvenz. PALLI OG PESI - H 1 milljii A vað cr ein milljón? — Það ereitthvað á i krata. fun'Ko

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.