Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 26. október 1976 TÍMINN 19 Reykjavíkurúrval til A-Berlínar — og tekur þar þátt í sterku handknattleiksmóti um áramótin Handknattleiksráði Reykjavikur hefur verið boðið að senda Reykjavikurúrval til þátttöku i fjögurra liða móti i A-Berlin um næstu áramót, þar sem geysilega sterk lið verða meðal kepp- enda. Reykjavikurúr- valið mun halda til A-Þýzkalands á milli jóla og nýárs og siðan mun liðið koma við i Hamborg á heimleið- inni og leika þar 1-2 Ieiki gegn Hamborg- arúrvali. Viö höfutn ákveöiö taka þessu boöi, enda mjög freistandi, þar sem A-Þjóö- verjar greiöa allan kostnaö viö feröirnar, sagöi Ólafur Steingrimsson, formaöur H.K.R.R. i stuttu spjalli viö Timann. ólafur sagöi, aö haft yröi samráö viö pólska lands- liösþjálfarann Januz Czerw- insky f sambandi viö feröina, þar sem sterklega kæmi til greina aö senda liö frá Stór- Reykjavikursvæöinu — þ.e.a.s. landsliöiö. —-Mót þctta er haldiö árlega og þykir mikill viöburöur i A-Berlfn, þvi aö jafnan er boö- iö úrvalsliöum frá höfuöborg- um þeirra landa, þar sem handknattleikurinn stendur hvaö hæst, sagöi Ólafur. Ólafur sagöi, aö aö þessu sinni myndi Reykjavfkurúrv- al, úrval frá A-Berlin, 1. Maf frá Moskvu og Strauea Bukar- est, frá Rumenfu, taka þátt i keppninni. — SOS Evrópu- leikir Valsmanna Valur — Red Boy’s... 25:11 (12:5) Mörk Valsskoruðu: Björn 5, Þor- björn 5 82), Steindór 3, Jóhannes 3, Gunnsteinn 2, Jón Karlsson 2, Bjarni 2, Jón Pétur 2 og Jóhann Ingi 1. Valur — Red Boy’s... 29:12 (14:16) Mörk Vals skoruðu: Jón Karlsson 7 (l),Steindór 5, Jón Pétur 6, Þor- björn 4 (1), Jóhannes 3, Björn 3 og Gunnsteinn 1. ÞORBJÖRN GUÐMUNDS- SON... sést hér sækja að marki Red Boy’s. (Tima- mynd Róbert) Mótheriar Vals: Eins oa fiskar á þurru landi Valsmenn áttu ekki i erfiðleikum með ,,Rauðu strákana” frá Luxemborg i Evrópu- keppni bikarhafa, þegar þeir mættust i Laugar- dalshöllinni um helgina. Luxemborgarmenn léku handknattleik eins og byrjendur — fengu tvisvar sinnum rassskell hjá Valsmönnum. Fyrst 11:25 og siðan 12:29. Evrópuleikirnir voru af- ar léglegir, þar sem mótherjar Vals voru eins og fiskar á þurru landi. Yfirburöir Valsmanna voru ótviræöir i leikjunum — og voru leikirnir nær algjör einstefna, enda Red Boy’s-liðiö eitthvaö það allra lélegasta, sem hefur leikiö i Laugardalshöllinni. Handknatt- leikurinn, sem Luxemborg- ar-mennirnir buðu upp á, var ekki tilþrifamikill og heldur ekki leik- ur Valsmanna, en þeir hefðu get- að unnið miklu stærri sigur, ef leikgleði heföi verið fyrir hendi. KA-stúlkurnar voru skotnar á bólakaf skoruðu aðeins eitt mark gegn 24 mörkum Hauka ★ Fjórir handknattleiksleikir á Akureyri um helgina KS-Akureyri. — Tveir leikir i 2. deild islandsmótsins I handknattleik karla fóru fram I iþróttaskemmunni á Akureyri um helgina. Á laugardag léku Þór og Leiknir og lauk leiknum meö jafntefli, 18 mörkum gegn 18. 1 hálfleik var staðan 10-5 Leikni i vil. i fyrri hálfleik höfbu Leiknis- menn ætiö undirtökin, en I siöari hálfleik sigu Þórsarar smám saman á og i lok leiksins máttu Leiknismenn þakka fyrir jafntefl- iö. Asgeir Eiiasson var drýgstur i liöi Leiknis, en hjá Þór bar mest á þeim Sigtryggi Og Þorbirni. A sunnudag léku siöan KA og Leiknir, og er skemmst frá þvi að segja, að KA menn tóku leikinn strax i upphafi i sinar hendur og sigruöu með 14 marka mun, 33 mörkum gegn 19. KA liðið var nokkuð jafnsterkt i leiknum, en þó var Þorleifur Ananiasson mest áberandi og skoraði ófá glæsileg mörk af linu. Leiknisliðið var afar slakt og lék mun verr en daginn áður. Asgeir Eliasson virtist vera friskastur þeirra og skoraði nokkur falleg mörk. Á laugardag léku Fram og Þór i 1. deild kvenna, og sigraði Fram með 13 mörkum gegn 7. A sunnudag léku KA og Haukar i 2. deild kvenna og sigruðu Haukastúlkurnar með þeirri ó- trúlegu markatölu 24 mörkum gegn 1 en staðan rétt fyrir leiks- lok var 23-0. Létt hjá Ármanni Armenningar léku gegn Kefl- vikingum i Njarövik i 2. deildar- keppninni og sigruöu örugglega — 24:19. Þá vann Fylkir sigur (16:15) á Stjörnunni. Það var oft furöulegt hve leik- menn Vals gátu orðiö fyrirferöar- litlir, sérstaklega þó landsliös- maðurinn Bjarni Guðmundsson, sem sást ekki i leikjunum — hann skoraði t.d. aðeins 2 mörk i fyrri leiknum, en i þeim siðari komst hann ekki á blaö. Þeir leikmenn, sem komu einna bezt frá leikjun- um, voru þeir Jón Karlsson, Steindór Gunnarsson, sem er einn okkar allra bezti linumaður og Jóhannes Stefánsson. Ekki var mikill léttleiki yfir Valsliðinu, sem lék stundum þunglamalegan og leiöinlegan handknattleik. Teitur skrifar undir — samning við særtska félagið Jönköping Teitur Þórðarson, hinn 24 ára gamli landsliösmiðherji frá Akranesi, hcfur skrifaö undir tveggja ára atvinnu- mannasamning við sænska félagiö Jönköping. Það er mikill missir fyrir Skaga- menn, þvi að Teitur hefur veriö einn mesti markaskor- ari þeirra, asaint Matthiasi Hallgrimssyni — sem hefur verið i Sviþjóð undanfarin ár. Teitur hefur skorað 93 mörk i þeim 186 leikjum, sem hann hefur leikið með Akrancsliðinu siöan hann hóf aö leika meö þvi 1969. Þá hcfur Teitur leikið 24 lands- leiki fyrir hönd islands. Giles í sviðsljósinu JOHNNY GILES — hinn kunni leikmaöur og framkvæmda- stjóri West Bromwich Albion, sem er nú 35 ára, hefur veriö valinn i 22 manna landsliöshóp irlands, sem mætir Frökkum i Paris 17. nóvember i HM- keppninni. Hann lék áöur meö Leeds viö mjög góöan oröstir . Giles, sem átti mjög góöan leik með írum gegn Englendingum á Wembley fyrir stuttu, þar sem þjóöirnar geröu jafntefli (1:1), mun jafna landsleikjamet mark- varðarins Alan Kelly i Paris — 47 landsleikir. irar eru mjög bjartsýnir á leikinn gegn Frökkum, þar sem þeir hafa aldrei átt eins sterkt landsliö og I dag. Valsmenn áfram í keppninni eftir tvo stórsigra — 25:11 og 29:12 yfir Red Boy's i Evrópukeppninni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.