Tíminn - 27.10.1976, Side 5

Tíminn - 27.10.1976, Side 5
Miðvikudagur 27. október 1976 TÍMINN 5 Já, hér á greinilega einhver heima.. Ik hefur ein- Þ'hver verið hér . siðanQuimper rændi eigandann?g Ráðstefna um fjöl- brauta- skóla Sunnudaginn 31. október n.k. veröur ráöstefna um fjölbrauta- skóla á Akranesi i Gagn- fræðaskólanum á Akranesi. A ráöstefnunni flytja eftir taldir aðilar framsöguerindi: Höröur Lárusson, fulitrdi i Menntamálaráöuneytinu, Ingóifur Halldórsson, yfirkennari F jölbrautaskóla Suöurnesja, Sverrir Sverrisson, skólastjóri Iönskóia Akraness og Þorvaldur Þorvaldsson, fræösiufuiltrúi Akranesi. Eftir kaffihlé verður þátttak- endum skipt i vinnuhópa og munu þeir skila áliti og bera fram fyrir- spurnir. Til ráðstefnu þessarar hefur verið boöið, bæjarstjórn, skóla- nefndum og kennurum öllum sunnan Skarðsheiðar, einnig fræðsluráði Vesturlands og fulltrúum úr nágrannabyggöum. Þá hefur félagasamtökum á Akranesi verið boöið að senda fulltrúa á þessa ráðstefnu. Um þessar mundir er fram- haldsskólastigið i róttækri endur- skoðun. Er það bein afleiðing grunnskólalaganna. Það er þvi nauösynlegt að kynna sem flestum þau nýju viðhorf sem við blasa, og er það von nefndar- innar, sem að þessari ráðstefnu stendur, að hún verði vel sótt og menn fari þaðan fróðari um þetta mikilvæga málefni, segir i frétt frá nefndinni. Afhentu trúnaðarbréf HINN 26. október 1976 afhenti Arni Tryggvason dr. Gustáv Husák, forseta rikisráðs al- þýðulýöveldisins Tékko- slóvakiu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Tékkó- slóvakiu. Hinn 22. október 1976 afhenti Sigurður Bjarnason Júliönu drottningu Hollands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Hollandi. Haustpistill úr Miklaholtshreppi EH-Dal - Höfuödagurinn hefur vafalaust styrkt mjög stöðu sina i vitund almennings aö þessu sinni sem umbreytingadagur i veður- fari, a.m.k. vestanlands og sunnan. Nákvæmlega þann dag breytt- ist tiöarfar á þann veg, að eftir stórfelldar og þrotlausar rign- ingar allan ágústmánuð, og raunar lengur, gerði öndvegis hausttið, sem rikt hefur til þessa dags, án þess nokkurt hret hafi gert. Alls mældist úrkoma ágúst- mánaðar á Hjaröarfelli 428 mm, og veit ég ekki til að hún hafi mælzt meiri annars staðar á landinu. Æði mikiö var ógert i heyskap þegar upp stytti og honum ekki lokið i flýti, enda tún viöa svo blaut, að flytja varö mikið af grasi á hóla og. þurrari staði, svo unnt væri að þurrka það. Þá voru engan veginn tryggir þurrkar, þrátt fyrir veðurbreytinguna, enda litið um N og NA-átt, sem er okkar eina og sanna þurrkátt hér um slóöir. Þó tókst öllum hér i sveit, að ljúka heyskap sinum i septembermánuði. Heyfengur er framar öllum vonum að magni til og raunar stórfuröa hvað miklu tekst með nútimatækni aö ná af heyjum þrátt fyrir hraklegt tiðarfar. Hins vegar er mjög mikill hluti heyja afskaplega rýr að gæðum og krefst mikillar kjarnfóður- gjafar i vetur, ef takast á að framfleyta fénaði með sómasam- legu móti. Suma kann þó að skorta hey, en könnun á heildarheyfeng i hreppnum hefur enn ekki farið fram. Sem fyrr segir hefur veðrátta verið með eindæmum góð i haust, og farið vel um sauðfé og naut- gripi og hefur sá sumarauki komið sér vel. Lömb hafa tekið veru legum framförum siðan rign- ingunum slotaði og ljóst er að vænleiki dilka er i góöu meöal- lagi, þótt enn liggi ekki tölur fyrir er sanni það, þar sem slátrun er ekki lokið i Borgarnesi. Flokkun kjötsins er einnig góö. Er þetta annaö og betra en við mátti búast eftir jafnúrfellasamt sumar. Ef- laust hefði útkoman orðiö snöggtum betri ef um meðalár- ferði hefði verið að ræöa. Þeir, sem settu niöur kartöflur i vor, munu flestir hafa fengiö nokkra umbun sins erfiöis, þvi að uppskera varð með betra móti. Laxveiði lauk i Straumfjarðará 15. sept. sem undanfarin ár, og hafði staöið frá 15. júni eöa þrjá mánuði. Alls veiddust I sumar 430 laxar, sem er heldur minna en venjulegt er. I fyrra veiddust 750 laxar, en þá var lika um metveiöi að ræða. Tala veiddra laxa i sumar mun þó ekki langt frá meðallagi sé miðað við meðaltal siðustu 10-12 ára. Veitt er á 3-4 stengur og veiðin takmörkuð við 6-7 laxa á stöng á dag. Veiðifélag Straumfjarðarár lauk sumarið 1975 byggingu nýs veiðihúss við ána og kostaði það tæpar sjö millj. króna. Er það einingahús úr timbri frá Húsa- smiðjunni h/f, rúmgott og vistlegt og að öllu vel búiö, þótt alls hófs væri gætt hvaö iburö snerti. Unnu félagsmenn sjálfir mikið að upp- setningu og frágangi hússins. Alls eiga 11 jarðir land að Straumf jarðará. Kennsla hófst i Laugargerðis- skóla 27. sept. sl. Að rekstri hans standa fimm sveitarfélög á sunn- anveröu Snæfellsnesi og eitt norð- anfjalls, þ.e. Skógarstrandar- hreppur. Nemendafjöldi er nær 140, en ekki eru allir nemendur samtimis i skólanum. Kennsla hefurveriö aukin að mun frá þvi i fyrravetur og reynt með þvi að koma sem lengst til móts við þær kröfur, sem af opinberum aöilum eru geröar til grunnskóla. Ýmislegt vantar til þess að Laugargerðisskóli geti uppfyllt þær kröfur, sem til grunnskóla eru gerðar, en tilfinnanlegast skortir iþróttaaðstöðu. Veröur þess vonandi ekki langt að biða, að þar verði bót á ráðin. Skólastjóri Laugargeröisskóla er Páll Arnason, en auk hans starfa við skólann tiu kennarar að stundakennurum meðtöldum, en þeir eru fjórir. Er þá ótalið það fólk, sem vinn- ur i eldhúsi, viö ræstingu og akst- ur nemenda, en hluta þeirra er ekið að og frá skóla daglega. Framtak allt er i daufara lagi hér i Miklaholtshreppi þetta árið, bæöi hvaö varðar byggingar og ræktun. Eitt ibúöarhús er þó i smlöum, en það er á Hofsstöðum, ogveriðer að stækka verkstæöis- hús á Holti. Stækkun túna er til muna minni en oft áöur. Það er þó mála sann- ast, aö viða er þörf nýrri og betri bygginga og tún eru sizt of stór, en timar gerast nú erfiðir, bæði vegna sérlega óhagstæörar sum- arveðráttu tvö ár i röð, og ekki siður vegna óhagkvæmra lána- kjara.ef lán þá á annaö borö fást. Eriendur Halidórsson, Dal. 10-1-5- „Hann svarar engu rausi, þú verður að biðja hann reglulega vel.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.