Tíminn - 27.10.1976, Side 9
Miðvikudagur 27. október 1976
TlMÍNN;
9
tTtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal-
stræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusími 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Verð i lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr.
1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f.
Ráðvillt og neikvæð
stjórnarandstaða
Útvarpsumræðurnar frá Alþingi, sem fóru
fram i tilefni af stefnuræðu forsætisráðherra,
leiddu i ljós meiri málefnafátækt og úrræðaleysi
hjá stjórnarandstæðingum en hægt er að finna
dæmi um. Ræðumenn þeirra deildu á stjómina
fyrir næstum allt, sem miður fer. Helzt mátti
álykta af málflutningi þeirra, að stjórnin væri
skipuð illviljuðum mönnum, sem vildu gera hlut
alls almennings sem minnstan og verstan, en
hlúa þeim mun betur að auðmönnum og atvinnu-
rekendum. Þá væri haldið verndarhendi yfir
hvers konar spillingu i þjóðfélaginu.
Þegar þessum lestri lauk, og menn fóru að biða
eftir þvi að heyra hvernig stjórnarandstæðingar
hyggðust leysa hin ýmsu vandamál, sem nú er
glimt við, reyndust þeir ekki hafa upp á neitt að
bjóða, nema það, að allt myndi breytast og batna,
ef flokkar þeirra fengju aðild að rikisstjórninni!
En um það var ekki eitt orð, hvemig þeir hyggð-
ust gera það.
Um ræður stjórnarandstæðinga má þvi segja
með sanni, að þær séu gott dæmi um, hvemig
stjórnmálaumræður eigi ekki að vera. Þær vom
frá upphafi til enda neikvætt raus, þar sem ekk-
ert var viðurkennt nýtilegt af þvi, sem rikis-
stjórnin hafði gert, og reynt var að mála allt
ástand efnahagsmála og þjóðmála sem dekkstum
litum. Hvergi örlaði á þvi, að eitthvað hefði verið
vel gert eða tekizt betur en horfur höfðu verið á,
eða að eitthvað væri að finna, sem horfði til betri
vegar. Það er slikur ræðustill stjómmálamanna,
sem meira en nokkuð annað grefur grunninn und-
an áliti þeirra, og veikir trú almennings á
stjórnarháttum lýðræðis og þingræðis. Með þess-
um hætti er verið að undirbúa jarðveginn fyrir
Glistrupisma. Hafi nokkrir haft ástæðu til að
fagna yfir þessum málflutningi stjómarand-
stæðinga i útvarpsumræðunum i gærkveldi, vom
það afturhaldsöflin i Sjálfstæðisflokknum, sem
gefa út Dagblaðið, þvi að betri stuðning við niður-
rifsáróður þeirra var tæpast hægt að hugsa sér.
Vissulega má benda á sitthvað, sem miður fer,
og ýmislegt hefur tekizt verr en skyldi. Sjálfsagt
er að benda á það. En það á lika að viðurkenna,
sem vel hefur verið gert. Það er skylt að viður-
kenna þann mikla árangur, sem rikisstjórnin hef-
ur náð i landhelgismálunum. Það er skylt, að
viðurkenna að hér hefur verið næg atvinna, með-
an stórfellt atvinnuleysi hefur verið i flestum ná
lægum löndum. Það er skylt að viðurkenna, að
áfram hefur verið haldið hinni þróttmiklu
byggðastefnu, sem hafin var i stjórnartið Ólafs
Jóhannessonar. Það er skylt að viðurkenna þær
endurbætur á löggæzlunni sem stefnt er að með
tillögum nefndar þeirrar, sem ólafur Jóhannes-
son skipaði fyrir þremur árum, og nú liggja fyrir
Alþingi. Alveg sérstaklega er rétt að minnast
þessa, þegar gerður er samanburður við árin
1967-1970, þegar einnig var erfitt efnahagsástand.
Þá varð hér stórkostlegt atvinnuleysi, stórfelld
verkföll, mikill landflótti og verðbólguvöxtur
þrefalt meiri en annars staðar. Sem betur fer
hefur ekki slik raunasaga endurtekið sig nú.
En eftir þennan neikvæða málflutning
stjórnarandstæðinga, er þjóðin þó þeirri reynslu
rikari, að þeir búa ekki yfir úrræðum til að leysa
vandann.
ERLENT YFIRLIT
Hua er enn ekki
traustur í sessi
Völd hershöfði
ÞAÐ er nú augljóst, aö mikil
valdabarátta hefur átt sér
stað innan innsta hrings
Kommúnistaflokks Kina eftir
fráfall Mao Tsetungs. Þeirri
baráttu virðist nú lokið að
sinni á þann veg, að Hua Kua-
feng hefur verið kjörinn eftir-
maður Maos sem formaður
flokksins, en forsætisráðherra
var hann kjörinn eftir fráfall
Chou En-lais. Hua gegnir þvi
nú báðum þeim störfum, sem
þeir Mao og Chou skiptu á
milli sin. Jafnframt er hann
formaðurhermálanefndar eða
herstjórnar rikisins. Að nafni
til er hann þvi miklu valda-
meiri en þeir Mao og Chou
nokkurn tima voru. Fyrir ári
siðan mátti Hua heita
óþekktur bæði utan og innan
Kina og hann var alls ekki tal-
inn i hópi þeirra, sem þóttu
liklegir til að taka við af þeim
Mao og Chou. Þetta sýnir, að
sitthvað óvænt getur gerzt,
þar sem einræðisstjórn ríkir,
eins og i kommúnistalönd-
unum.
Valdataka Huos hefur ekki
gengið þrautalaust. Hann
hefur orðið að ryðja úr vegi
leiðtogum hins svokallaða
vinstri arms flokksins undir
forustu ekkju Maos, Chiang
Ching, en aðrir helztu leið-
togar hans hafa verið taldir
Wang Hung-wen, sem var einn
af varaformönnum fltáíksins
ogum skeið talinn ganga næst
þeim Mao og Chou að völdum,
og Chang Hun-chiao, sem um
langt skeið var aðalleiðtogi
flokksins i Shanghai og varð
fyrsti varaforsætisráðherra
Kína, þegar Hua varð for-
sætisráöherra við fráfall
Chous. Auk þess hefur blaða-
maðurinn Yao Wen-yuan verið
talinn i þessum hópi. Af hálfu
fylgismanna Huas er þvi nú
haldið fram, að þessir fjór-
menningar hafi ætlaö að
hrifsa völdin, og vikja Hua og
öðrum leiðtogum flokksins til
hliðar, en vopnin snúizt i
höndum þeirra. Enn er ekki
ljóst hver afdrif fjórmenning-
anna hafa orðib, en líklegast
þykir, að þau séu i fangelsi og
frekar biði þeirra svokölluð
endurhæfing en að mál verði
höfðað á hendur þeim.
StÐUSTU dagana hafa
verið farnar miklar fjölda-
göngur i helztu borgum Kina
til að hylla hinn nýkjörna
flokksforingja og fordæma
Chiang Ching og félaga
hennar. Ching er borið flest illt
á brýn, m.a. að hún hafi verið
óbeint völd að dauða Maos, og
að hann hafi varað við
metnaði hennar og valda-
draumum. t ræöum þeim, sem
ngjanna hafa sennilega aukizt
Hua Kuo-feng.
hafa verið fluttar i sambandi
við kröfugöngurnar, hefur
Hua verið hafinn til skýjanna,
og lýst yfir stuðningi þjóðar-
innar við hann. Af þessu mætti
ætla, að Hua væri orðinn
traustur i sessi, en ýmsir
fréttaskýrendur draga það i
efa. Þeir telja alveg eins llk-
legt, að bak við hann standi
menn, semhafieins mikilvöld
eða meiri. Einkum er gizkað
á, að herinn hefi ráðið úr-
slitum I átökunum, sem fóru
fram um eftirmann Maos, og
hafi hershöfðingjarnir þvi
styrkt aðstöðu sina og áhrif.
Allt er þetta þö meiri og minni
ágizkanir og verður reynslan
að skera úr þvi, hvað rétt er.
Það virðist þó liklegt, að enn
skorti mikið á, að Hua sé áns
valdamikill og þeir Mao og
Chou voru, og hann þurfi veru-
legan tima til að styrkja
aðstöðu sina ábur en hann geti
orbiö jafnáhrifamikill og þeir.
MIKLAR vangaveltur eru
að sjálfsögðu um það, hvaða
breytingar valdataka Huas
muni hafa i för með sér. Einn
fréttaskýrandinn, sem hefur
góða þekkingu á málefnum
Kina, hefur spáð þvi, að Hua
muni i stjórnarathöfnum
sinum minna meira á Brésnjef
en Stalin. Margir spá þvi, að
Hua muni einkum snúa sér að
þvi að efla framleiðsluna og
styrkja efnahaginn með það
fyrir augum, að geta búið al-
menningi betri kjör. Hann
muni telja það vænlegustu
leiðina til að ná vinsældum og
styrkja sig i sessi. Þess vegna
muni hann láta innanlands-
málin sitja i fyrirrúmi, en fara
sér hægt i utanrikismálum,
a.m.k. fyrst um sinn. Vafa-
samt sé, að hann breyti
nokkuö afstöðunni til Sovét-
rikjanna, en af hálfu þeirra
hefur verið mjög látið i það
skina, eftir að Mao féll frá, að
þau séu reiðubúin til að vinna
að bættri sambúð við Kina.
Hingað til hafa þessi vinmæli
Rússa ekki fundið neinn
hljómgrunn i Peking og þykir
ekki liklegt, að svo verði um
sinn, en þó gæti þetta leitt til
þess, að samskipti Kina og
Bandarikjanna yrðu stirðari,
og þó einkum meðan For-
mósumálið er óleyst. Hua gæti
talið það klókt að gefa til
kynna, aö hann geti snúið sér
annaö, ef Bandarikin halda
áfram að styöja stjórnina á
Formósu.
Þ.Þ.
Frá minningarathöfninni um Mao. Hua er að flytja minningarræðuna, en viö hliö hans stendur Wang
Hung-wen, sem stjórnaði athöfninni, en hann hefur nú veriö sviptur völdum, ásamt þeim Chang
Chun-shiao og Chiang Ching sem einnig sjást á myndinni
Þ.Þ.