Tíminn - 27.10.1976, Side 15

Tíminn - 27.10.1976, Side 15
Miðvikudagur 27. október 1976 TÍMINN 15 TÍMÁ- spurningin Fylgist þú með störfum Alþingis? Pétur Sigurvinsson: Ég geri litið af þvi, enda þótt ég vinni hjá einum ráðherranna. Ég starfa nefnilega á simanum. Gunnhiidur Kristinsdóttir, húsmóðir: Ekki nógu vel og á þvi verður litil breyting, býzt ég við. Bergur Guðnason, hdl.: Já, ég kemst ekki hjá þvi sem opinber starfsmaður, hvort sem mér likar betur eða verr. Garðar Hannesson, pipulagningameistari: Já. Ég les þingfréttir i biöðum, en fer nú aldrei á þingpalla. Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri: Já, nokkuð. Ég les þær a.m.k. alltaf i blöðum og fylgist með þeim i útvarpi, svona eins og ég hef tök á. 1 fréttapistli sem birtist i Tim- anum i fyrra var sagt frá fyrir spurn Páls Péturssonar, þar sem hann spyr hvað liði hita- veituframkvæmdum á Hólum i Hjaltadal. Halldór E. Sigurðs- son ráðherra svaraði og rakti gang þeirra mála, sem ein- göngu höfðu beinzt að þvi að leita að heitu vatni i næsta ná- grenni Hóla., ,En nú er viðhorfið breytt, olian stórhækkuð i verði og komin brú á Hjaltadalsá ná- lægt Hlið”, svaraði ráðherra. Þetta mátti telja furðufrétt, þar sem á umræddum stað, sást ekki annað en nokkrir númerað- ir hælar, sem gáfu til kynna hvar brúin ætti að vera. Á svip- uðum tima frétti ég að brúin væri til suður i Reykjvik, það er að segja teikning af henni. Nú veit ég, að þessi brú — þó ekki sé nema þrjátiu metra löng — kemur til með að kosta nokk- uð. En gæti ekki komið til greina að nýta gamlar brýr. Ég hef séð tvær járnbrýr aðra suður á Skógasandi hina hjá Fosshóli, sem báðar hafa lokið sinum hlutverkum þar sem þær eru, en gætu vel dugað á fremur af- skekktum stöðum. En nú kann einhver að spyrja. ,,Er nokkur þörf fyrir þessa brú? ” Þvi er til að svara, að hún væri þegar búin að borga sig ef hún hefði komið fyrir svona 10 árum, eða um það leyti sem keyrsla á skólabörnum var tek- in upp hér i sveit. Fleira kemur til, nú er búið að skipa tvær nefndir til aö vinna að endurbótum á Hólastaö. Eitt af verkefnum þeirra verður á- reiðanlega að koma hitaveitu til Hóla og þá erum við aftur komin að upphafi þessa máls, heita vatnið verður sennilega fengið fram á Reykjum, og þá þarf að fara með það yfir Hjaltadalsá og brúin yrði þar i leiðinni. Þar sem nú er liðið meira en hálft annað ár, siðan brúar- fregnin birtist og enginn hefur leiðrétt hana ennþá, þá sendi ég Timanum þessar linur til birt- ingar, ef vera kynni að það hjálpaði Hólanefndunum, til að vekja brúarmálið af þeim Þyrnirósarsvefni sem það virð- ist nú sofa. Hlið, 15/10 1976 Guðmundur Ásgrimsson WM 8 0 w lesendur segja Ingi U. AAagnússon, gatnamálastjóri: Nagladekk ekki skylda Margirhalda að það sé skylda að aka með neglda hjólbarða, þegar þessi timi er kominn, þ.e.a.s. eftir 15. okt. Það er al- rangt, nægilegt er að vera með hjólbarða með grófu mynstri, og hægt er að bregöa undir keðjum, þegar viðnám slikra hjólbarða er ekki nægilegt. Mjög umdeilt er hvort negld- ir hjólbarðar veiti i reynd aukið öryggi i umferð. 1 auðu færi er hemlunarvegalengd lengri og öryggið þar af leiðandi minna. Þá er og staðreynd, að þessi búnaður veitir ökumönn- um falska öryggiskennd, þannig að margir aka hraðar en færið leyfir og hemlunarvegalengdin reynist of löng, þegar draga þarf úr hraðanum, eða nema þarf staðar. Notkun negldra hjólbarða kostar borgarbúa allt að 200millj. kr. árlega i viðhaldi á malbikuðu götunum, þannig að stytting á þeim tima, sem negldir hjólbarðar eru i notkun sparar umtalsverðar fjárhæðir i minnkandi sliti á malbikinu. Eins og undanfarna vetur og i auknum mæli mun verða leitast við að eyða hálku á aðalumferð- argötum, strætisvagnaleiöum og erfiðustu brekkum i borginni. Strætisvagnar Reykjavikur verða ekki með neglda hjól- barða i vetrarfærðinni, heldur einungis grófmynstraða hjól- barða. Að lokum skal það endurtekið til að fyrirbyggja mjög út- breiddan misskilning, að negld- ir hjólbarðar eru ekki eini lög- legi búnaðurinn til vetrarakst- ursog engin skylda að nota slik- an búnað. Brúin fyrir- finnst ekki Segir Guðmundur Asgrímsson í Hlið rrTTf1P___ .. 'S'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.