Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 29. október 1976 Kynning á ungu framsóknarfólki Samvinnuhreyfingin og rógurinn Aróðursstarfsemin núorðið getur gert nútima- fólki erfitt fyrir um að átta sig á þvi, hvað er i rauninni réttmæt gagnrýni og hvað er i rauninni dulbúinn áróður. óvandaðir áróðursmenn segja yfirleitt hálfan sannleikann, halda þvi einu fram, sem er þeim og þeirra málstað hagstætt, en fela hitt, sem er þeim miður að skapi og hefur litið áróðursgildi. Gagnrýni er öllum nauðsynleg, hvort sem i hlut eiga einstaklingar eða félags- hópar, en hún verður að gerast af hreinu þeli og með réttum hætti. Það er gömul og ný saga, að talað er um Sam- vinnuhreyfinguna og Framsóknarflokkinn i sömu andránni. Það má lika til sanns vegar færa, að þessir félagshópar eiga um margt sammeigin- legt. Þeirra styrkur og fylgi kemur fyrst og fremst frá félagshyggjufólki þessa lands. Framsóknarflokkurinn hefur frá öndverðu látið málefni Samvinnuhreyfingarinnar til sin taka. Hann hefur barizt fyrir framgangi hennar og staðið vörð um hagsmuni samvinnufélaganna i landinu. Hins vegar verður þeirri staðreynd ekki hagg- að, að Samvinnuhreyfingin er i eðli sinu ópólitisk, stendur utan allra stjórnmálaflokka. Samvinnu- fólk fyrirfinnst i öllum stjórnmálaflokkum á ís- landi. Að visu er mikill fjöldi þess samherjar i Framsóknarflokknum, en Samvinnuhreyfingin sjálf tekur ekki pólitiskar afstöður til málanna. Hún nýtur ekki ósýnilegrar aðstoðar eða aðstöðu frá stjórnmálaflokkum. Hennar kenningar og leikreglur eru öllum opnar, er þeim kynnast vilja. Það er vitað og viðurkennt, að samvinnustjóm- skipulagið er heilbrigðasta og eðlilegasta rekstr- arfyrirkomulag islenzks viðskiptalifs. Þar er fé- lagsmönnum gefið fulit frelsi til framboðs og kjörs i stjórnir. Þetta leiðir til þess, að félags- menn i samvinnufélögunum geta yfirleitt notið lýðræðisstjórnskipulagsins, sem hefur ótal marga kosti fram yfir öll önnur stjórnskipulög, er við þekkjum. Hér er markalinan dregin milli fé- lagshyggjustjórnskipulagsins og einstaklings- stjórnskipulagsins. Þrátt fyrir þennan sannleika, eru þeir menn til, sem reyna að rangfæra þessar staðreyndir og risa gegn þeim. Auðvelt er þvi að skilja, að það er samvinnufólki um land allt mikil vonbrigði, er nú þykir sýnt að hinir svokölluðu ,,siðgæðisprédik- arar” ætla að draga Samvinnuhreyfinguna inn i þá rógsherferð, er nú stendur yfir gegn Framsóknarf lokknnum. Á torgum úti má heyra illar tungur gera þvi skóna, að ekki sé allt með felldu hvað varði yfir- stjórn og framkvæmdastjórn samvinnumála i Reykjavik. Tilgangurinn er augljós, — að vekja upp tortryggni og fráhvarf frá samvinnuhugsjón- inni. Óbeinn eða dulbúinn áróður af þessu tagi getur varla orðið árangursrikur, en full ástæða er til að vera á varðbergi og minna á, að Samvinnu- hreyfingin hefur ekki aðeins skýrt leikmanninum frá hugsjónum, kenningum og leikreglum sinum, heldur einnig verkum þeim, sem af þeim gerast. ÓK „Stjórnmálin eru mögu- leiki fólksins til að geta haft áhrif á gang lands- mála rf Böövar Valgeirsson er fæddur i Reykjavik 6. febrúar 1942. Hann er uppalinn aö mestu leyti i Reykjavik, en átti heima nokkur uppvaxtarárin i Hafnar- firöi. Böövar hefur stúdentspróf frá Verzlunarskóla tslands. Stax að námi loknu réðist hann til starfa hjá Sambandi islenzkra samvinnufélaga, þar sem hann hefur gengt mörgum trdnaðarstörfum, m.a. sem framkvæmdast jóri Ham- borgarskrifstofu Sambandsins i fjögur og hálft ár. Böðvar er framkvæmdastjóri Samvinnuferða, ferðaskrifstofu Samvinnuhreyfingarinnar, og þótti okkur þvi viðeigandi að spyrja hann fyrst, hvort Sam- vinnuferðir hygðust leita á ný mið með hópferðum fyrir lands- menn? — 1 ferðamálum hafa íslend- ingar nokkra sérstöðu. Áfanga- staðirnirdreifastá tiltölulega fá lönd. Astæður fyrir þessu eru sjálfsagt margvfslegar. Þó tel égþetta einkum stafa af þvi, að verðlag á þeim stöðum, sem flestir leita til, og á ég þar við sólarstrendur Spánar, er veru- lega hagstæðara en viðast annars staðar. Við þetta bætist svo, að gjaldeyrisreglurnar, sem við búum við, gera fólki ókleift að fara i dýrar ferðir. Eftir þau stuttu kynni, sem ég hef af ferðamálum, þori ég að fullyrða, að vaxandi áhugi er á ferðum á nýja staði. Ég er lika þeirrar skoðunar, að hægt er að skipuleggja ferðir fólks á mjög áhugaverða staði og halda jafn- framt verðinu niðri. — Hvers vegna gekkst þú í Framsóknarflokkinn? — Stjórnmálin eru möguleiki fólksins til að geta haft áhrif á gang landsmála. Með framtaki einstaklingsins, þ.e. beinum af- skiptum eða með atkvæðisrétti við kjörborðið. Sérhverjum er það i sjálfsvald sett hve mikil afskipti hann hefur, en allir hafa jafna möguleika á afskiptum. Mér finnst stefna Framsóknar- flokksins falla bezt að islenzk- um staðháttum og þvi valdi ég hann. — Hverjar telur þú ástæð- urnar fyrir vanvirðingu al- mennings á Alþingi og stjórn- málamönnum yfirleitt? — Vantraust almennings, og þá ekki sizt unga fólksins, á rætur sinar að rekja til þess, að á þingpöllum fara of oft fram þrætur og deilur, sem litlum skilningi mæta hjá ungu fólki. Það er vissulega timi til kom- inn, að stjónmálaflokkarnir i segir Böðvar Valgeirsson í viðtali við SUF-síðuna Böðvar Valgeirsson. landinu reyni að gera sér grein fyrir þvi hvernig vinna beri traust almennings á Alþingi. 1 þessu sambandi vil ég einnig taka það fram, að stjórnmála- mönnum ber að varast það, að lita Alþingi sem endastöð i stjórnmálaferli. Alþingier lifæð lýðræðisins, ^g þvi ber öllum að leggja sig ffam til að árangur- inn af starfi þess verði sem beztur. — Ert þú ánægður með árang- urinn af stjórnarsam starfi Fra msóknarf lokksins og Sjálf- stæðisflokksins. — Ýmislegf i stjórn landsins hefði mátt betur fara. Ég álit þó, að núverandi rikisstjórn hafi lagt sig fram i þvi að stjórna landinu, og koma þvi i gegnum utanaðkomandi erfiðleika á siðustu árum. Tillit ber að taka til þess, að á siðustu árum hefur hinn vestræni heimur átt i erfið- leikum. Verðbólga og atvinnu- leysi hafa markað djúp spor i efnahag nágrannalanda okkar. Við höfum jú búið við verðbólgu, sem seint virðist ætla að takast að sigrast á, en við höfum alger- lega verið laus við hinn vágest- inn, atvinnuleysið. — Hver eru að þinu mati brýnustu verkefni rikisstjórnar- innar? — Að minu áliti eru það efna- hagsmálin, sem mestu máli skipta fyrir alla landsbúa. Einnig má segja, að landhelgis- málið og viðbrögð stjórnvalda við samningaumleitunum Efna- hagsbandalagsins, er ósló samningurinn fellur úr gildi 1. des.n.k.getiskoðazt sem þáttur i efnahagsmálunum, er hafi geysimikla þýðingu fyrir alla landsmenn. — Finnst þér, að sú gagnrýni, sem fram hefur komið á Fram- sókn arf lokkinn hafi skaðað hann? — Ég hygg, að Fram- sóknarflokkurinn hafi oft staðið betur að vigi en um þessar mundir. Það aðkast og nei- kvæða umtal, sem flokkurinn hefur staðið undir upp á sið- kastið, hefur tvimælalaust skaðað stöðu hans.- Að þvi leytinu til hefur áróðurinn náð tilgangi sinum. Þetta er timabil, sem hann mun að sjálfsögðu standa af sér. t stjórnmálum skiptast á skin og skúrir. Þvi ber að horfa björtum augum fram i timann, þvi möguleikar flokksins eru miklir. — Sumir halda þvi fram, að tengsl Sam vinnúhreyfingar- innar og Framsóknarflokksins séu það mikil, að lita megi á Samvinnuhreyfinguna sem hluta af Framsóknarflokknum. Hvert er þitt mat á þessum tengslum? — Samvinnuhreyfingin er i eðli sinu ópólitisk og henni ber að varðveita hlutleysi sitt. Hins vegar má segja, að Fram- sóknarflokkurinn er sá stjórn- málaflokkur islenzkur, sem hvað mest hefur látið málefni Samvinnuhreyfingarinnar til sin taka. Þetta hefur skapað viss tengsl á milli flokksins og hreyfingarinnar. Framsóknar- flokkurinn styður og stefnir að eðlilegri samkeppni félaga-, einka- og rikisreksturs, og á þannig samleið með flestum hópum samfélagsins. — Að siðustu spurðum við Böðvar, hvaða mál hann teldi, að allir flokkarnir ættu að sam- einast um að ieysa án þess að gerast allt of persónulegir, eins og stundum vill veröa? • — Brýnasta verkefnið er að ná tökum á efnahagsmálunum og þá sérstaklega sigrast á verð- bólgunni. Þó nokkuð hafi dregið úr verðbólgunni vantar enn mikið á, að heilbrigöum grund- velli sé náð. Ég minnist þess ekki aö hafa séð neinar raun- hæfar tillögur frá stjómarand- stöðunni varðandi þessi mál. Auðvitað verða allir landsmenn að leggjast á eitt til þess að draga úr þeirri stöðugu verð- bólgu, er hrjáir okkur. Þá er ef til vill von til þess, að pening- arnir vinni aftur þann sess, sem þeim ber, — þ.e. að vera verð- mæti. ÓK. Til glöggvunar fyrir Alþýðuflokksblaðið Að gefnu tilefni, vegna at- hugasemdar i Alþýðublaðinu laugardaginn 23. október s.l., þar sem birt er ein málsgrein úr leiðaranum á SUF-siðunni i sið- ustu viku og innihaldið þannig slitið úr samhengi, skal þess sérstaklega getið, að það var alls ekki tilgangur greinar- höfundar að særa tilfinningar Alþýðublaðsmanna feða gera Al- þýðuflokkinn tortryggilegan. Undirritaður hefur skilið Al- þýðublaðið þannig, að gagnrýni þess væri til að uppræta þá miklu spillingu, er þrifizt hefur i þjóðfélaginu undanfarið, en ætti ekkert skylt við hefndarþorsta eða dulbúinn áróður. Reyndar verður ekki séð, hvað veldur þvi, að Alþýðublað- ið tekur það beint til sin, er sagt er, ,,að tilséu menn er rangfæri almenn sannindi”. Undirritaður ætlar Alþýðublaðinu ekki slikan málflutning. ÓmarKristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.