Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 29. október 1976 AAatthías Á. AAathiesen fjármáiaráðherra: Sá árangur, sem náðst hefur í efnahagsmálum, er aðeins áfangi Ææ 1 Æma máÆ mMm ab Matthias Á. Mathiesen fjármálaráðherra mælti i gær fyrir frumvarpi til fjár- laga fyrirárið 1977.Ferhér á eftir úrdráttur úr ræöu fjár- málaráðherra. ú langri og erfiðri leið Fjárlagafrumvarp fyrir áriö 1977 ber aö skoða i ljósi þeirra meginmarkmiða, sem rikis- stjórnin hefur sett sér i efnahags- málumogútliter fyriraö muni aö verulegu leyti nást á þessu ári. Þessi markmið voru: 1) aö draga úr viðskiptahallanum viö útlönd, 2) að hægja á hraða veröbólgunn- ar og 3) að tryggja fulla atvinnu. Stjórn fjármála rikisins ásamt stjórn peningamála og hóflegri stefnu i launamálum er mikil- vægasta tækið til að ná þessum markmiðum. Sá árangur sem náðst hefur i efnahagsmálum er aðefns áfangi á langri og torsóttri leið. Verð- bólgan er enn mun örari hér á landi en i nágrannalöndum okkar. Mörgum þjóðum heims hefur með erfiðum aðgerðum tekizt aö rétta við efnahag sinn, auka framleiðslu og atvinnu en draga ‘jafnframt. -úr._yerðbólgu og við- skiDtahalla. Nú eíu'horfur Ji að þjóðarframleiðsla muni yfirleítt fara vaxandi á næstu árum og at- vinnuástand batnandi, betra jafn- vægi muni nást i viðskiptum landa á milli og draga muni úr verðbólgu. 1 þessum efnum er vandratað meðalhófið, enda rikir viöa verúleg' verðbólga og erfið- greiðslustaða margra landa er mikið áhyggjuefni. Þróun efnahagsmála hefur á undanförnum árum leitt i ljós mikilvægar staðreyndir, sem stjórnvöld verða aö taka tillit til við mörkun efnahagsstefnu hér á landi og þá ekki sizt við mótun stefnunnar i fjármálum ríkisins. Þessi atriði eru: 1) Helztu markmiðum efnahags- mála verður ekki náð, svo að varanlegt sé, nema þeim verði aö verulegu leyti náð öllum i senn. Atvinna verður ekki tryggð til langframa ef ekki er unninn bugur á verðbólgu og viðskiptahalla og litt stoðar að halda verðbólgu i skefjum og eyða viðskiptahalla ef þeim markmiðum verður ekki náð nema meö verulegum sam- drætti i atvinnu. Þvi verður aö koma til samræming i stjórn efnahagsmála og samstaða milli stétta og hagsmunahópa. 2) Skilyrðum til áframhaldandi vaxtar framleiöslu verður að halda við lýði með heilbrigöu atvinnulifi, þar sem vinnusemi og framtak fái notið sín og eöli- leg arðsemi nýtur viður- kenningar. 3) Gæta verður hófs i útgjöldum rikisins og skattlagningu þegn- anna. A grundvelli ofangreindra stað- reynda hefur verið unnið að undirbúningi fjárlagafrumvarps- ins. A fyrstu niu mánuðum þessa árs hefur þegar komið fram veru- legur bati á jöfnuði rekstrar- gjalda og rekstrartekna rikis- sjóðs og er um mikil umskipti að ræða frá siðustu tveimur árum sem hafa verið rikissjóöi erfið. Stefnt hefur i jafnvægisátt i þjóðarbúskapnum með traustari fjárhag Tikisins og batnandi við- skiptaárferði. Viðskiptahallinn við útlönd var árið 1975 tæplega 12% af þjóöarframleiðslu og verður væntanlega 4% i ár. Með þvi að nýta það lag, sem nú gefst til að styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við i stað aukningar útgjalda væri hægt að stefna að hálfu minni viöskiptahalla næsta ár, eða 2-2 1/2 af þjóðarframleiöslu. Traust stjórn á fjárm/fium rikisins byggistm.a.á haldgóðum og timabærum upplýsingum um ýmsa þætti rikisfjármála, bæði hjá rikissjóði sjálfum og einstök- um stofnunum og rikisfyrirtækj- um. Sú nýskipan, sem upp var tekin i byrjun þessa árs, með gerð áætlana um greiösluþarfir rikis- stofnana innan fjárlagaársins, samtima bókun og endurskoðun bókhaldsgagna, ásamt vikuleg- um samanburöi við greiðslur úr rikissjóöi, hefur leitt til virkari heildarstjórnar rikisfjármála. Ljóst er, aö veigamikill þáttur aukins aðhalds og eftirlits með útgjöldum rikisins er þaö eftirlit, sem rikisendurskoðun annast. Efla þarf til muna þetta eftirlit hjá þeim stofnunum rikisins, sem sjálfar annast fjárvörzlu. 1 þessu sambandi telur rikisendurskoð- andi, að cfla eigi innri endurskoð- un hinna stærri stofnana rikisins, en rikisendurskoðun annist eink- um skipulagningu og umsjón þeirrar endurskoðunar, sem fram fer hjá hverri stofnun. Hafa verður i huga þá stað- reynd, að allur kostnaður af starfsemi opinberra aðila er bor - inn sameiginlega af þegnunum, og þvi er það skylda þeirra, sem með stjórn fara á hverjum tima, að gæta þess að þeim f jármunum sé varið á sem hagkvæmastan hátt. Ráðherra itrekaöi þaö álit sitt sem fram kom i fjárlagaræðu fyr- ir árið 1976, að athugun færi fram á, hvort grundvöllur væri fyrir ýmissi atvinnu- og þjónustustarf- semi, sem hið opinbera hefur með höndum og hvort það þjóni betur almannahagsmunum að sú starf- semi skuli vera i höndum ein- staklinga eða félaga þeirra. 1 þessu sambandi verður að hug- leiða, hvort rlkið eigiað eiga aðild að nokkurri atvinnustarfsemi i landinu i samkeppni við einstakl- inga eða félög, sem sinnt geta þeimstörfum á fullnægjandi hátt. Um öll útgjöld fjárlaga er ljóst, að um verulega sjálfvirkni til hækkunar er að ræða frá ári til árs, bæði vegna kaup- og verð- lagsþróunar og nýrrar lagasetn- ingar. Ráðherra gerði að umtalsefni einkum þrjá þætti aö þessu leyti, þ.e. löggjöf á sviði menntamála, mótframlög úr rikissjóði vegna ýmissa atvinnuvegasjóða og loks sjálfkrafa hækkanir á uppbótum á útfluttar landbúnaöarafurðir. Um rikisfjármálin 1976 Erfitt hefur jafnan reynzt að láta f járlagaáætlanir standast við þau ótryggu skilyrði sem isLefna- hagslif býr við bæði heima fyrir og erlendis. Vegna sérstakrar ráöstafana á sviði landhelgisgæzlu og fisk- verndar m.a. voru greiðslu- áætlanir rikissjóðs endurskoðað- ar rækilega og sérstakt efnahags- málafrumvarp borið fram i mai s.l., sem fól i sér nýjar áætlanir um rikisfjármál á árinu. Skv. þeim ykjust útgjöld rikisins um 6,7 milljarða króna en tekjur hækkuðu um 6,2 milljarða króna. Miðað við núverandi endurmat rikisfjármála munu útgjöld auk- ast til áramóta um 3,5 milljarða króna og verða i heild um 68 milljarðar en tekjur munu hækka um nærri sömu fjárhæð og verða um 68,9 milljarðar króna. Með óhagstæðum jöfnuði á lána- hreyfingum um 900 milljónum kr. er þvi reiknað með að greiðsluaf- koma rikissjóðs verði i jöfnuði á árinu 1976. Fjárlagafrumvarpið 1977 Þjóðhagsforsendur fjárlaga- frumvarps eru reistar á frum- drögum þjóðhagsspár fyrir árið 1977, en samkvæmt þeim má bú- ast við 1-2% aukningu þjóðar- framleiðslu á næsta ári. Almenn þjóðarútgjöld, sem ráða miklu um innheimtu óbeinna skatta, gætu aukizt um nálægt 2%. Á útgjaldahlið hefur meginá- herzlan verið lögð á, að umsvif i almennri opinberri starfsemi aukist alls ekki meira en sem nemur likiegri aukningu þjóðar- framleiðslu á næsta ári og að nokkuð veröi dregið úr opinber- um framkvæmdum i heild á næsta ári, þar sem nú er verið að ljúka stórum áföngum i orku- framkvæmdum. Felur þetta i sér, að aðrar opinberar framkvæmdir verða svipaðar og i ár, þótt f heild dragi úr fjárfestingu. Sama stefna ræður ákvörðun um láns- útvegun tii opinberra fram- kvæmda. 1 tekju- og gjaldaáætlun frum- varpsins er reiknað með öilum samningsbundnum breytingum grunnkaups, sem þekktar eru, þ.m.t. 4% hækkuná launum rikis- starfsmanna 1. júli 1977 sam- kvæmt kjarasamningum frá s.l. vori, og kaupgreiðsluvisitölu eins og hún er við gerð fjárlagafrum- varpsins, 102,67 stig. A sama hátt er gert ráð fyrir hækkun bóta lif- eyristrygginga til samræmis við launahækkanir og á þaö einnig við launahluta sjúkratrygginga. Við gerð fjárlagafrumvarps undanfarin ár hafa útgjalda- hækkanir sjaldnast verið áætlað- ar svo langt fram á fjárlagaárið sem um er fjallaö. Almenn verð- lagshækkuneráætluð um 33% frá þvi að siðasta fjárlagaáætlun var gerð, og hefur verið höfð hliðsjón Matthias A. Mathiesen af þvi við gerð þessa frumvarps til fjárlaga. Auk þess hafa nú leg- ið fyrir tölur um raunveruleg út- gjöld hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja rikisins á árinu 1975, og hefur verið tekið tillit til þeirra. Að mati fjármálaráð- herra styrkir þetta fjárlagagerð- ina til muna, auk þess sem verð- lagsviðmiðun frumvarpsins verð- ur nokkru nær raunverulegum tölum en verið hefur undanfarin ár. A eftirfarandi yfirliti (sbr. bls. 161 í fjárlagafrumvarpinu) er sýndur samanburður á rekstrar- útgjöldum fjárlaga 1976 og frum- varps 1977 1976 til 1977 nemur þannig 15,1 milljarði króna, eða 21,9%, en hækkun tekna frá fjárlögum árs- ins 1976 nemur 23,6 milljörðum eða 39,2%. Við þennan saman- burð verður að taka tillit til þess, að 1% gjald á söluskattstofn til þess að draga úr áhrifum verð- hækkunar oliu á hitunarkostnað ernú fært i fjarlagafrumvarpi, en þetta gjald hefur ekki verið fært með rikissjóðstekjum fram til þessa. Þessar tekjur eru áætlaðar l. 600 m.kr. á næsta ári og sé sú fjárhæð dregin frá heildartekjum fjárlagafrumvarps verður hækkunin milli áranna 1976 og 1977 13,5 milljarðar króna eða 19,6% og hækkunin frá fjárlögum 1976 veröur 22 milljarðar eða 36,5%. Gert er ráð fyrir óbeinum skött- um óbreyttum eins og nú gilda, þar með talið 18% sérstakt vörugjald, að öðru leyti en þvi að reiknað er með 600 m. kr. lækkun tolltekna vegna ákvæða samninga við EFTA og Efnahagsbandalagið. Beinu skattarnir eru áætlaðir á grund- velli gildandi laga. Hins vegar verða fyrir afgreiðslu fjárlaga flutt frumvörp um breytingar á lögum um tekju- og éignarskatt, þar sem meðal annars verða ný ákvæði um skattmeðferð á tekj- um hjóna, einföldun á tekjuskatti einstaklinga almennt og breytta skattalega meðferð þeirra, sem sjálfstæðan atvinnurekstur stunda. Einnig verða gerðar tillögur um nýja skattmeðferð söluhagnaðar af fyrnanlegum eignum í tengslum við breyttar fyrningarreglur til skatts. Eignarskattsstiginn verður sam- Fjárlflg 1976 þús.kr. Frumvarp 1977 þús.kr. Hækkun þÚB.kr. % Útpjöld á rekwtrarreikningi í»ft 857 251 Markaöir tekjustofnar 7 763 728 83 129 461 11 826 888 24 272 216 4 063 160 41.2 52.3 Sa'ntah 51 093 523 71 302 579 20 209 056 39,6 I eftirfarandi töflu er sýnd sundurliðun gjalda og heildarút- gjöld fjárlagafrumvarpsins ásamt samanburði við fjárlög 1976. Kjúrlóg Fruui vurp HuikkUn 1976 1977 — 111.kr. m.kr. m.kr. % Rekatrarliðir og rekstrartilftcrHlur: l.uuil 11 615 17 449 5 804 49,8 Ouniir ruk«trargjöld 3 096 5 846 2 150 58,2 Vióliultl 1 395 2 184 789 56,6 Vextir 1 656 2 145 489 29,5 Alinunnutrvggingur 17 223 24 578 7 355 42,7 Mðurgrciðnlur •t 968 5 102 134 2,7 ÚtiliiliiiiigHii|iphætur 890 1 HOU 910 102,2 A irir rckntiurliðir og rekhtiurtillærnlur .... 3 904 5 615 1 711 43,8 Suintuls 45 377 64 719 19 342 42,6 Frá dregnt: ■érlekjur 728 1 344 616 84,6 Miimuimr 44 649 63 375 18 726 41,9 Framkvæmilarramlögt Hreiuar rikiarruiiikvœindir 4 901 6 826 1 925 39,3 Frumk\iundir koatuðar ul ileiri uðiluru . .. 3 218 4 841 1 593 49,0 Fjurleniingurntyrkiir lil »\»ilurléiugu 3ul 357 56 18,6 FjúrrestitigurHtyrkur til eiuntukl. og numt. . 107 129 22 20,6 Frumlug tii fjúi'fesiingursjúðu 4 384 6 079 1 695 38,7 Fruinlíig til lúnugreiðnluu 1 267 1 522 255 20,1 SumtuÍH 14 208 19 754 5 546 39,0 Hrildarútgjöld i A-hluiu 58 857 83 129 24 272 41,2 Tekjuáætlun rikissjóðs fyrir ár- ið 1977 er að venju reist annars vegar á endurskoðaöri áætlun um tekjur rikissjóðs á liðandi ári og hins vegar á ákveðnum þjóðhags- forsendum fyrirárið 1977, einkum þeirri, að almenn þjóðarútgjöld aukistum 2% á næsta ári, eða um likt hlutfall og þjóðarframleiðsl- an. Verðlagsforsendur tekju- áætiunar eru hinar sömu og gjaldaáætlunar. Innheimtar tekjur 1977 eru áætlaöar samtals 84 milljarðar króna samanborið við 68,9 millj- arða í endurskoðaðri tekjuáætlun 1976 og 60,3 milljarða i fjárlögum ársins 1976. Hækkun tekna frá ræmdur nýju fasteignamati. 1 heild er ekki reiknað með veru- legum breytingum á skattfjár- hæðum,en hins vegar munu þess- ar breytingar væntanlega hafa hafa áhrif til þess að deila skatt- byrðinni á sanngjarnari hátt en gildandi reglur fela i sér. Þá er einnig ráðgert að taka ákvarðanir um lækkuð aðflutningsgjöld og söluskatt af vélum, tækjum og hráefnum til samkeppnisiðnaðar, sem munu væntanlega fela i sér einhvern tekjumissi fyrir rikis- sjóð. Þetta mál verður þó ekki metið til fulls fyrr en við endan- lega afgreiðslu fjárlaga og i Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.