Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. október 1976 timInn! 9 wmmrn Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Völd Alþingis hafa verið stórlega skert í ræðu þeirri, sem Ingvar Gislason flutti i út- varpsumræðum frá Alþingi siðastl. mánudags- kvöld, sýndi hann fram á, að aðstaða Alþingis til að fást við efnahagsmál væri ekki lengur hin sama og áður var. Ingvar sagði: „Samkvæmt lögum og viðteknum venjum, sem mótazt hafa smátt og smátt siðustu áratugi, er komin á valddreifing i islenzku þjóðfélagi, sem er þeirrar gerðar, að hún hefur rýrt völd Alþingisog rikisstjórnar. Þessi valdskerðing Alþingis er áber- andi á sviði efnahagsmála, t.d. að þvi er tekur til þróunar i kaupgjalds- og verðlagsmálum, en henn- ar gætir einnig á öðrum sviðum. Það er of viðamikið mál, að taka hér til itarlegrar meðferðar hina nýju valddreifingu i landinu og nú- timavaldskerðingu Alþingis og rikisstjórnar. Þó er hér um stórmál að ræða, sem snertir grundvallar- atriði lýðræðislegs stjórnarfars. Tel ég á þvi mikla nauðsyn, að áhugamenn um þjóðfélagsmál og allur almenningur fari að leiða hugann að þessu málefni til þess að geta gert sér skynsamlega grein fyrir þvi, hvert stefnir. Ég er i hópi þeirra, sem hafa áhyggjur af hinni lausbeizluðu valddreifingu i þjóð- félaginu og valdskerðingu Alþingis. Ég get ekki lýst neinni hrifningu yfir þeirri þróun, að hagsmuna- samtök og alls konar þrýstihópar hrifsi til sin úr höndum Alþingis vald til þess að hafa úrslitaáhrif á gang þjóðmála. Ég mun gera mitt til þess að vara við þeirri hættu, sem steðjar að Alþingi vegna um- svifa einstakra embætta og stofnana, sem sýnt hafa tilhneigingu til þess að ráðast inn i valdhelgi Al- þingis. í framhaldi af þessum sérstöku hugleiðingum vil ég leyfa mér að minna á, að rikisstjómin hefur haft forgöngu um stofnun samstarfsnefndar allra áhrifa- og valdaaðila i þjóðfélaginu, sem hafi það hlutverk fyrst og fremst, að kanna orsakir verð- bólgunnar undanfarin ár, og gera tillögur um ráð- stafanir til þess að draga úr verðbólgu og dýrtið. Það má kannski segja um þessa nefndarskipan, eins og ég hef heyrt ýjað að á förnum vegi, að hún beri keim af uppgjöf rikisstjórnar og Alþingis gagn vart valdahópum og áhrifaöflum, sem magnazt hafi i þjóðfélaginu á siðari áratugum á kostnað æðstu stjórnvalda. En þvi er til að svara, að áhrifaöflin ut- an Alþingis mega sin mikils i reynd og þvi er eðli- legt, að finna samstarfsvettvang fyrir stjórnvöld og hagsmunasamtök um jafnbrýnt verkefni og það er, að leysa erfið efnahagsleg vandamál, þar á meðal kjaramál almennings.” Sundrungin vekur óhug 1 ræðulokin fórust Ingvari orð á þessa leið: ,,Eins og fram hefur komið i þessum umræðum, þá eru efnahagshorfur nú að ýmsu leyti bjartar, en þó þvi aðeins að stjórnvöld fái aðstöðu til þess að fylgja samræmdri efnahags- og fjármálastefnu. Augljóst er, að það er hægt að gera svartnætti úr góðum horfum i þessu efni, ef samræmd efnahags- málastjórn fær ekki að njóta sin. Þótt horfur séu nú batnandi, þá fer þvi fjarri, að opnazt hafi gáttir að allsnægtaborði. Þrátt fyrir betri horfur eru vanda- málin enn óleyst, en hitt er vist, að gott útlit leggur ráðamönnum, jafnt utan þings sem innan, upp i hendurnar gullið tækifæri til lausnar á vandamál- unum. Min skoðun er sú, að þorri fólks — allur al- menningur i landinu, mundi fagna samstöðu áhrifa- afla utan þings og innan, enda bera margir kvið- boga fyrir afleiðingum sundrungar og illvigra átaka i þjóðfélaginu.” Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Lokasóknin harðari hjó Ford en Carter Carter sigurvænlegri, en þó ekki öruggur KOSNINGABARATTUNNI i Bandarikjunum er nú að ljúka, en kosið verður næst- komandi þriðjudag. Siðustu dagana hefur einna mest athygli beinzt að Ford forseta, er hóf mikla herferð um siðustu helgi og hefur haldið henniáfram alla þessa viku og hyggst gera það fram að kjör- degi. Það má lika segja, að ekki hafi verið seinna vænna fyrir forsetann að hefjast handa, þvi að skoðanakannan- ir sýna að hann nýtur enn minna fylgis en Carter, þótt mjög hafi bilið milli þeirra Carters minnkað siðan á flokksþingi repúblikana, sem háð var um miðjan ágúst, en þá var næstum helmingsmun- ur á þeim. Að visu var mönnum ljóst, að þessi munur varekki með felldu, enda mun hann hafa stafað af þvi að ýmsir fylgismenn Reagans kusu Carter i skoðanakönnun- um til þess að gera hlut Fords sem verstan og stuðla þannig að þvi, að Reagan yrði valinn til framboðs. Eftir að Ford hafði verið kjörinn frambjóð- andi og Reagan var úr sög- unni, fór hlutur Fords strax að batna. Mest varð svo breyt- ingineftir fyrsta sjónvarpsein- vigi þeirra, þar sem Carter þótti ekki takast nógu vel. Carter jafnaði þetta i siðari einvigunum og hefur slðan tekizt að halda 4-6% mun sér i vil. Það þykir þó engan veginn nóg til að tryggja honum öruggan sigur, og þær breyt- ingar gætu orðið siðustu dag- ana, að hlutföllin breyttust. Ford, sem hefur haldið sig mest i Hvita húsinu siðan kosningabaráttan hófst, hefur lika kappsamlega reynt að nota sér siðustu dagana til að breyta þessu. ÞAÐ furðulega hefur gerzt, að Ford hefur byggt þessa lokasókn sina á þvi, að likja sér við þann forseta Banda- rikjamanna, sem hefur senni- lega verið ófrægður meira af repúblikönum en nokkur for- seti annar meðan hann sat i valdastóli, Harry Truman. Ford segist helzt vilja likjast honum af öllum forsetum Bandarikjanna og telur lika margt likt með þeim. M.a. muni hann sigra nú, þótt skoð- anakannanir bendi til annars, en þetta hafi Truman gert 1948. Annars er það höfuð- boðskapurinn i öllum ræðum, sem Ford hefur flutt aö undanförnu, að Carter muni reynast ómögulegur forseti og þó einkum á sviði utanrfkis- mála. Hann muni draga úr herstyrk Bandarikjanna og bjóða hættunum heim. Til að staðfesta þetta hefur Kissing- er verið látinn koma fram á Ford I þriðja sjónvarpseinviginu vigvöllinn og deila á Carter fyrir þau ummæli hans, að hann muni ekki blanda Bandarikjunum i leikinn, þótt Rússar réðust með her inn i Júgóslaviu eftir fráfall Titos, nema mikilsverðir hagsmunir Bandarikjanna væru i hættu. Kissinger sagði, að það væri óhyggilegt að gefa slikar yfir- lýsingar, bæði varðandi Júgó- slaviu og Kina, þvi að það gæti aukiö árásarhug Rússa. Hvorki hann eða Ford hafa þó lýst yfir þvi, að Bandarikin myndu koma Júgóslaviu eða Kina til hjálpar. Ford leggur bersýnilega megináherzlu á utanrikismálin sökum þess, að skoðanakannanir benda til, að menn vantreysta Carter meira i sambandi við þau en Ford. Hins vegar nýtur Carter meira trausts i sambandi við innanlandsmálin, en þó fær sá áróður nokkurn hljómgrunn, að hann muni hækka skattana, þótthann beri á móti þvi. Svo virðist, sem Ford hafi ekki tapað neitt i hinum klaufalegu ummælum sinum i sambandi við Austur-Evrópu. Sam- kvæmt skoðanakönnunum telja 35% kjósenda, að þeir Kissinger hafi ekki gengið of langt til móts við Rússa, 15% telja, að þeir hefðu mátt ganga lengra, en 25% telja þá hafa gengið of langt, en það er aðeins þriðjungur þeirra kjós- enda, sem hafa svarað spurn- ingunni ákveðið. CARTER hefur hagað kosn- ingabaráttu sinni siðustu dag- ana talsvert öðru visi en Ford. Hann og ráðunautar hans virðast hafa talið hyggilegast að gefa lokaþætti kosninga- hri'ðarinnar þann svip, að Carter telji sig orðinn vissan um sigur og veiti fylgismönn- um sinum þannig styrk og öryggi. Hann hélt sig heima um siðustu helgi, en hóf siðan ferðalag, sem ekki mun ljúka fyrr en á mánudaginn. 1 ræðum sinum deilir hann einkum á Ford fyrir rangan og ósæmilegan málflutning og reynir þannig að gefa til kynna, að Ford hafi i eins kon- ar örvæntingu gripið til örþrifaráða. Hann mótmælir eindregið þvi, að hann muni veikja varnir Bandarikjanna þó að hann hyggist draga úr framlögum til þeirra. Hann ætli aðeins að draga úr hóf- lausri skriffinnsku hjá hern- um og lækka útgjöldin á þann hátt. Jafnframt þessu reynir hann að vekja traust til sin og stefnu sinnar. Carter hefur við þann vanda að glima, eins og margir fyrirrennarar hans, að hann vinnur sér mikið fylgi og álit löngu fyrir kjördag, en flestum hefur reynzt erfitt að halda þvi lengi. Þá koma gagnrýnin og aðfinnslurnar til sögunnar. Carter varð lika fyrir þeim áróðri keppinauta sinna i prófkjörunum, að hann væri loðinn i skoðunum og ekki allur þar sem hann væri séður. Repúblikanarhafa mjög reynt að notfæra sér þennan áróður og veikja tiltrú til Carters á þann hátt. Fimm dögum fyrir kjördag eru spárnar þannig, að Carter sé sigurvænlegri en engan veginn öruggur. Kosn- ingaþátttakan getur þvi hæg- lega ráðið úrslitum, en hún þykir h'kleg til þess að verða með minna móti, og sennilega yrði þaö Ford i vil. Þ.Þ. Linurit þetta sýnir breytingar þær, sem hafa oröiö á fylgi Cart- ers og Fords siðan um miðjan júli er flokksþing demókrata var haldiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.