Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 29. október 1976 LÖGREGLUNJÓSNIR hættulegasta starfið innan lögreglunnar Kathy Burke á blaöamannafundi sem haldinn var i tilefni þess, aö henni var veitt stööuhækkun. Vegna starfs sfns sem njósnari getur hún ekki sýnt andlit sitt. 1 New York-borg eru njósnarar starfandi i fjölmörgum deildum lögregiunnar, — eiturlyfjadeild, glæpadeild og innanrikisdeild, svo eitthvaö sé nefnt. Verksviö þessa fólks er ab komast i sam- band við grunaða glæpamenn og reyna aö finna sönnunargögn, sem nota má gegn þeim. Engar tölur eru til um fjölda þeirra, sem við þetta starfa, en vitað er, að vegna fjárhagsörðugleika borg- arinnar hefur þurft að segja mörgum upp — flestum konum. Hingað til hefur enginn þessara njósnara verið drepinn. Samt sem áöur eru þeir 1 stööugum lifs- háska og hafa fengið að kenna á hnefum og rýtingum — og stöku sinnum byssukúlum. Kathy Burke er einn af þessum — njósn- urum. — t glæpaþáttum i sjónvarpinu er lif lögreglumanna oft gyllt. Allir kannast við það, að jafnan, er i harðbakka slær, kemst söguhetj- an heilu og höidnu frá þvi, með fötin bletta- og hrukkulaus og hárið I réttum skorðum. En i raunveruleikanum er þessu harla ólikt farið. Vinnusvæði Kathyar erekkiglæsthótelog veitingahús, heldur skuggaleg hverfi og hliöargötur, og hún hefur fengið aö dúsa i steininum, handtekin af lögreglumönnum, sem vissu ekki hver hún var. Hún klæöist þvæld- um gallabuxum og skyrtu, og hár hennarerógreittog rytjulegt. Þá er hún frábrugðin sjónvarpshetj- unum I þvi að hún er hrædd, — svo skelkuö, að hendur hennar titra. En þaö er bara gott, þvi þaö gerir gervi hennar sem eiturlyfjaneyt- anda meira sannfærandi. Ekki hefur hún heldur þá tryggingu, sem margir starfsfélagar hennar á skerminum hafa, að hafa falinn á sér hljóðnema, þvi aö eitur- lyfjasalar fylgjast einnig með glæpaþáttunum, og það er þeirra fyrsta verk að leita að föld- um hljóðnemum. Aöstoðarmenn hennar verða þvi aö liggja i leyni og sjá hverju fram vindur. — En, segir hún, þeir geta ekki verið fljótari til en byssukúla. Ef lif hennar bara væri eins auðvelt og i sjónvarpinu! Kathy Burke er þrjátiu og þriggja ára og giít lögregluvarð- stjóra. Húnn er fimm fet og tveir þumlungar á hæö og vegur 45 kiló. Hún er, þrátt fyrir aldurinn, svo ungleg, að hún getur auöveldlega leikið unglingsstúlku, sem hún og gerir oft. Starf hennar er i þvi fólgiö að kaupa eiturlyf. Til þess aö handtaka mann, þarf lögregl- an aö hafa keypt af honum a ,m .k. tvisvar sinnum til að sannarnir teljist ótviræðar. Dag hvern legg- ur Kathy leiö sina i gegnum óþrifaleg leiguhús- og skugga- hverfi, þar sem eiturlyfjaneyt- endur og -salar eru á hverju horni. Hún er alein innan um fólk, sem er vopnaö byssum og hnifum og til alls vist. Þetta er lika talið hættulegasta starfiö innan lög- reglunnar. Hún hefur unniö við þetta frá þvi árið 1969, eöa i sjö ár. Aö visu hætti hún um tima. óttinn cg taugaspennan, auk persónulegra vandamála, riöu henni næstum þvi að fullu. En svo saknaöi hún spenningsins frá strætunum og fór aftur aö starfa. Samt segir hún, að þetta sé ekki ævintýra- legt, heldur veki aöallega ugg. Þúsund sinnum hefur hún átt viöskipti við eiturlyfjasalana, en þrátt fyrir það skelfur hún af hræöslu i hvert sinn. Kathy er ekki ein um að vera hrædd. Hver einn og einasti lögregluþjónn i hennar sporum karlkyns sem kvenkynser eins hræddur og hún. Margir þeirra eru áberandi skjálfhentir og bera önnur merki um taugaóstyrk. Allir eru þeir hræddir við að láta sjá sig á opin- berum stöðum, t.d. veitingahúsi eöa kvikmyndahúsi, af ótta viö að þekkjast. Hvaö er það, sem Kathy er svo hrædd við? Hún er hrædd viö aö veröa drepin, að verða neydd til að taka eiturlyf sjálf, eða að henni verði nauögað. Starf mitt er nokkuð sérstakt og almenningi til góöa, segir hún. Sumir telja, að lögreglunjósnarar séu eitthvaö skrýtnir, en eiturlyfjasalar ættu ekki að fyrirfinnast. Þaö verður að uppræta þá og einhver verður aö vinna aðþvi. Það villsvo til, aö ég var talin hæf i þetta, og þaö er gott að ég get oröib til gagns. Ég sór þess hvort eð er eið að þjóna fólkinu. Það er mjög ánægjulegt aö geta látið handtaka eiturlyfjasala, þó ekki sé nema i einn sólarhring. Hann gerir öðru fólki ekki nein á meðan hann situr inni. Ég er auðvitaö ekki ánægð yfir þvi, að svo mikiö skuli vera um eiturlyf, en ég er ánægö I starfi mlnu. Starf sem þetta er afar lærdómsrikt. Það gefur manni innsýn I það, sem er að gerast i heiminum. Eftir að ég tók þaö að mér, er ég orðin þolinmóðari, umburöar- lyndari og skilningsbetri. Maður sættir sig betur við það litia, sem maöur hefur sjálfur, er maður sér neyö annarra. Kathy fékk þetta starf vegna þess hve ung hún litur út fyrir aö vera. Hún getur setzt á skólabekk með gagnfræðaskólanemum og komizt inn á diskótek og ýmsa aðra staöi, sem unglingarnir sækja, en eldri njósnarar komast ekki inn á. Fyrst varö hún að fara I sérstaka þjálfun. Það tók átta vikur (til viðbótar viö lögreglu- skólann), og var þannig háttað, að reyndur njósnari fór með henni um strætin og kenndi henni. Hann kenndi henni hvernig hún ætti að ganga og tala eins og eiturlyfjaneytandi, og hvernig hún ætti að athuga það svæði, sem hún ætlaði að vinna á, með hlið- sjón af þvi hvernig fólkið klæddist og liti út, þannig að hún stingi ekki i stúf viö fjöldann, en gæti auöveldlega veriö ein úr hópnum. Ef hún til dæmis ætlaöi að vinna i skóla, yröi hún fyrst aö athuga á hvaða útvarpsstöövar krakkarnir hlustuöu, hvaða plötur þeir spil- uðu og hvaöa hljómsveitir væru i uppáhaldi hjá þeim. Einnig yrði hún aö finna út, hvaða orötök þau notuðu um dópið, þvi það breytist stöðugt. En það, sem fyrst og fremst þarf að hafa, er skarpt imynd- unarafl og hraðir fætur. Áður en lagt eraf stað þarf aö hafa tilbúna sögu og skýringar. Þú veröur aö spyr ja sjálfa þig hvaö þú gerir, ef þetta kemur fyrir, eöa þessi segir þetta o.s.frv. Þú þarft aö vera til- búin fyrir hvað, sem er, og mátt aldrei komast i mótsögn við sjálfa þig. Þetta er klókt fólk. Það lýg- ur, stelur, svikur, reynir að lumbra á þér og hanka þig á ein- hverju. Þú getur aldrei slappað af, þarft sifellt aö vera á varö- bergi og I viðbragðsstöðu. Eitur- lyf jasalarnir munu krefjast þess, að þú takir eitriö, og þú verður að hafa svar viö þvi, ef þú vilt það ekki. Þeir bretta upp ermarnar á skyrtunni þinni — þeir ganga allir i langerma skyrtum — til aö at- huga hvort þú hefur för eftir nál- arnar á handleggnum. Ég segi alltaf, aö ég taki efnið ekki i æð, heldur sprauti þvi undir skinnið á þjóhnöppunum og detti ekki i hug að taka niðrum mig til aö sýna þeim. Stundum rétta þeir mér áhöldin, og þá segi ég þeim, aö ég noti aðeins nýjar nálar, að ég sé rétt að ná mér eftir lifrarbólgu, eða aö eitrið sé fyrir pabba. Ef þú hefur ekki afsakanir á reiðum höndum, ertui vanda staddur. En það mikilvægasta er aö gera sér grein fyrir þvi, að þú ert alltaf einn og átt þér hvergi skjól, ef eitthvað fer úrskeiöis. Hvern dag áður en ég fer til vinnu segi ég við sjálfa mig — ég er ein, og þetta gæti orðið siðasti dagurinn minn á lífi. — Fyrsta verkefni Kathyar var i skóla. Hún innritaðist sem nem- andi i gagnfræðaskóla i New York. Hún sá þar unglinga stunda eiturlyfjasölu og stóðu nemend- umir i röðum eftir að fá af- greiðslu á meðan kennararnir litu i hina áttina. Hún heyröi einn kennarann segja viö órólegan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.