Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 29. október 1976 TÍMINN 19 flokksstarfið Framsóknarfólk Norðurlands- ’jjji kjördæmi-eystra Árshátiö framsóknarmanna veröur haldin í Félagsheimili Húsa- vikur laugardaginn 30. október og hefst hún meö borðhaldi kl. 19.30. Einar Agústsson útanrikisráöherra flytur ávarp og Baldur Brjánsson töframaður skemmtir. Stuðlar leika fyrir dansi. Þátttöku ber að tilkynna til formanna framsóknarfélaganna i kjördæminu eða í sima 41510 á Húsavfk á skrifstofutima i siðasta lagi miðvikudaginn 27. október. Hótel Húsavik býður gistingu á hagstæðu verði. Allt framsóknarfólk hvatt til að mæta og gera árshátið þessa sem veglegasta. — Framsóknarfélag Húsavikur. Framsóknarvist ó Flateyri 29. okt. og 5. nóv. Framsóknarfélag Onundarfjarðar verður meö þriggja kvölda spilakeppni i samkomuhúsinu Flateyri föstudagana . 29. okt. og 5. nóv. Byrjað verður að spila kl. 21.00 öll kvöldin. Verðlaun fyrir hvert kvöld og heildarverðlaun. — Allir velkomnir. Hódegisverðafundur S.U.F. Stjórn SUF heldur opna fundi á Hótel Hofi Reykjavik I hádeginu á mánudögum. Allir félagar i FUF félögum velkomnir. Stjórn SUF Húsvíkingar Frá 1. október að telja verður skrifstofa Framsóknarflokksins á Húsavik opin á miðvikudögum og fimmtudögum milli kl. 18 og 19ogá laugardögum millikl. 17og 19. Bæjarfulltrúar flokksins verða til viðtals á skrifstofunni á mið- vikudögum kl. 18 til 19, og eru bæjarbúar hvattir til að notfæra sér þá þjónustu. Strandamenn Aðalfuiidir eftirgreindra framsóknarfélaga verða sem hér segir: Framsóknarfélag Ar- neshrepps föstudaginn 29. þessa mánaðar kl. 21:00. Framsóknarfélag Kaldrananeshrepps laugardaginn 30. þ.m. kl. 17:00. Framsóknarfélag Hólmavikur sunnudaginn 31. þ.m. kl. 14:00. Steingrimur Hermannsson mætir á fundunum. Stjórnirnar. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18, laugardaginn 30. okt. kl. 10-12. Snæfellsnes Almennir fundir i Olafsvik mánudaginn 1. nóv. kl. 9. Hellissandi þriðjudag 2. nóv. kl. 9. Vegamótum miðvikudag 3. nóv. kl. 9. Halldór E. Sigurösson. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi verður haldið i Hlégarði sunnudaginn 21. nóvember og hefst kl. lOf.h. Formenn flokksfélaganna eru beðnir aö huga að kjöri full- trúa á þingið. Stjórn K.F.R. Norðurlandskjördæmi — Eystra Kjördæmisþing Framsóknarmanna I Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið i félagsheimilinu Húsavik dagana 30. og 31. október. Fulltrúar vinsamlega hafi samband viö skrifstofu Framsóknarflokksins á Akureyri. Simi 21180. — Stjórnin. Kjalarnes, Kjós, Mosfellssveit Kjósarsýslubúar! Framsóknarfélag Kjósarsýslu býður velunnurum sinum upp á sérstök afsláttarkjör með Samvinnu- ferðum til Kanarieyja i vetur. Þessi vildarkjör gilda fyrir allar Kanariferðir með Samvinnuferðum, utan jóla- og páskaferðir. Upplýsingar gefur Kristján Þórarinsson, Arnartanga 42, simi 66406 á kvöldin. Framsóknarféiögin á Snæfellsnesi efna til 4 spilakvölda ivetur. f'yrsta framsóknarvistin verður að Breiðabliki Miklaholtshreppi laug- ardaginn 30. okt. og hefst hún k! 21. Avarp flytur Magmis (ðlatsson lormaður S.U.F. ('ióð k\•óidverðlaun Heiidarverðlaun fyrir 3kvöldin. Dansað á eftir spilamennskunni. — Stjórnin. Félag ungra framsóknarmanna, Reykjavík boðar til almenns umræöufundar að Hótel Sögu súlnasal, sunnu- daginn 31. október kl. 2. Fundarefni: Réttarriki — Gróusögur. Þátttakendur i umræðum Guðmundur G. Þórarinsson, Jón Sig- urðsson, Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason, um- ræðustjóri Magnús Bjarnfreðsson. Fundargestir fá aö leggja fram skriflegar spurningar. Allir velkomnir. — Stjórnin. Snæfellingar Ekki rétt eftir Karvel haft Hr. ritstjóri, Vinsamlegast bið ég yður að birta efirfarandi: Vegna þeirra ummæla sjávar- útvegsráðherra Matthlasar Bjarnasonar i útvarpsumræðum frá Alþingi s.l. mánudag, aö und- irritaður hafi hvað eftir annað komið að máli við ráðherrann og hvatt til þess, að rikisstjórnin að- hefðist eitthvað varðandi samningamál sjómanna, og þar sem undirrituðum gafst ekki tækifæri til andsvara, vil ég taka fram eftirfarandi: Þrátt fyrir þá viðteknu og, að þvi er ég bezt veit, undan- tekningalausu venju, aö vitna ekki i einkaviðtöl manna I um- ræðum á Alþingi, þá heföi undir- ritaður ekki séö ástæðu til at- hugasemda, nema af þeirri á- stæðu einni, að ummæli ráðherr- ans eru með öllu ósönn. Undirrit- aöur hefur aldrei átt hvatningar- viðtöl við ráöherrann, allra sizt hefði hann hvatt til aðfarar aö is- lenzkum sjómönnum, aö ekki sé nú talað um þá hliö, sem ráöherr- ann sýnir vestfirzkum sjómönn- um. Hvað komið hefur ráöherra til að gripa til sliks örþrifaráös sem þessa skal engum getum aö leitt, en hlustendum látið eftir að dæma. Eitt er þó vist, að einhver handgengnari vinur ráðherrans hefur glapið honum sýn og haft á- hrif á hann til aögerða af þessu tagi — hafi þess þá þurft með. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavik, 27. okt. 1976 Karvel Pálmason. Norðurlandskjördæmi eystra Lýst eftir bassa Akureyri Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 90 verður op- in sem hér segir: Mánudaga kl. 13.00-15.00. Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00. Fimmtudaga kl. 14.00-17.00. Föstúdaga kl. 15.00-19.00. Laugardaga kl. 14.00-17.00. Simi skrifstofunnar er 21180. Kjördæmissambandið. Aðalfundur Framsóknarfélags Rangárvallasýslu verður hald- inn i Gagnfræðaskólanum Hvolsvelli sunnudaginn 31. október kl 3 sd. Dagskrá: Venjuleg aöalfundastörf, kosning fulltrúa á kjör- dæmisþing. Þórarinn Sigurjónsson alþingismaöur mætir á fund- inum og skýrir frá störfum Alþingis og þeim málum, sem þar eru efst á baugi. Stjórnin. Kanaríeyjar Munum geta boðið upp á Kanarieyjaferðir i vetur. Hafið samband við skrifstofuna Rauðar- árstig 18. Reykjavik simi 24480. Tómasar í Stuðmönnum Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna, varð fyrir þvi óláni fyrir nokkru, að stolið var frá honum hljóðfærinu, Fender- bassa, Precision, með skrá- setningarnúmerinu 61991, og er það á málmplötu aftan á bassan- um. Bassanum gleymdi Tómas i Stykkishólmi 15. okt. s.l., en það kom ekki i ljós fyrr en daginn eft- ir, þegar Stuðmenn voru komnir að Borg i Grimsnesi. Þá var haft samband við Stykkishólm og var bassinn þar þá. Var rætt um það, að bassinn yrði sendur flugleiðis til Reykjavikur, en þegar maður- inn i Stykkishólmi hugðist sækja hljóðfærið, var það horfið. Allir þeir, sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um hljóöfærið, eru beðnir að hafa samband við lögregluna i Stykkishólmi, en til frekari áréttingar skal þess getið, að brotið er upp úr viðnum á hálsi bassans milli 3ja og 4ða bands. Vaka: Mótmælir námslána- úthlutuninni F.I. Reykjavik. — Framhaldsaö- alfundur Vöku, félags lýöræöis- sinnaðra stúdenta, sem haldinn var 23. okt. s.l., mótmælir harð- lega nýsettum úthlutunarreglum Lánasjóðs islenzkra námsmanna. Námslánin eru nú ekki einasta með óhagðstæðustu lánum i þjóð- félaginu, heldur hefur nú mjög verið skorið á lánsmöguleika, segir i fréttatilkynningu frá Vöku. Þar segir ennfremur, að hinar nýju úthlutunarreglur bitni harð- ast á barnafólki, þar sem litið sem ekkert tillit sé tekiö til fjöl- skyldustæröar. Fundurinn minnir á, að Vaka hefur ætið barizt fyrir þvi, að mönnum væri tryggt efnahags- legt jafnrétti til náms. Þá itrekar fundurinn þá kröfu Vöku, að námslán verði ætið i hópi hag- stæðustu lána i þjóðfélaginu á hverjum tima og leggur áherzlu á að uppfyllt verði ákvæði laga um fulla brúun umframfjárþarfar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.