Tíminn - 30.10.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1976, Blaðsíða 2
2 tíminn' Laugardagur 30. október 1976 erlendar fréttir. ísrael sendi herlið inn í Líbanon.... Eeuter, Tel Aviv. — Moshe Dayan, fyrrverandi varnar- málaráðherra tsraels sagði I gær, að tsraelsmenn ættu að senda herlið inn i suðurhluta Libanon.tilaðkomaf veg fyr- ir mikinn liðssafnaö Palest- inuskæruliða þar. — Ég tel, að um aðeins eina leið sé að ræða tíl þess að loka dyrunum, áður en skærulið- arnir safnast saman I suður- hluta Lihanon. tsraelska rík- isstjárnin á að senda herliö inn I þann hiuta landsins, sagði Dayan við leiðtoga banda- riskra gyðinga sem voru i heimsókn hjá honum I gær. Dayan bætti hins vegar viö, að sér þætti óliklegt, aö rikis- stjórn landsins færi að ráöum hans. Greiniiegt væri, að ísra- eisk stjórnvöld færu varfærn- um höndum um skýrslur af libssafnaði Palestinuskæru- iiða i suðurhluta Libanon, og yfirmaður herráðs landsins hefði sagt, aö ef skæruiiöarnir tækju upp að nýju árásir sinar á tsraelsmenn, þá væru þeir reiðubúnir að taka á móti. Biðja Ford og Shahinn í íran að bjarga lífi flóttamanns Reuter, Moskvu. — Sovezki Nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sakharov og tveir aðr- ir andófsmenn I Sovétrikjun- um báðu í gær iranskeisara og Ford Bandarikjaforseta um að bjarga lifi Sovétmanns eins, sem flýöi úr landi, en er nú á leibinni tit baka þar sem stjórnvöld f tran hafa framselt hann. Flóttamaöurinn, Valentin Zosimov, flaug litilli fiugvél yfir landamæri Sovétrikjanna og tran i siðasta mánubi og baðst hælis sem pólitiskur fióttamaður I Bandarikjunum. Stjórnvöld I lran framseldu hann hins vegar Sovétrikjun- um slðastliöinn mánudag á grundvelli samnings um sam- vinnu gegn flugránum, sem er I gildi milli rikjanna tveggja. t opnu bréfi til ieibtoga trans og Bandarikjanna, sem afhent var vestrænum fréttariturum I Moskvu, segja dr. Sakharov, eiginkona hans Yelena og fyrrverandi majór úr sovézka hernum, Pyotr Grigorenko, aö þau hafi frétt sér til hryllings, af ákvörðun trana. — Viö óttumst að flótta- mannsins biði hér liflátsdóm- ur sem felidur verði þegjandí og hljóöalaust, segja þau. — Við biðjum yður, yðar há- tign, og yður herra forseti að beita öllum áhrifum yðartil að bjarga lifi Valentin Zosimov, segja þau sfðan I bréfi sinu. Hefndarað- gerðir ræddar í Belfast? Reuter, Belfast. — Taliö er að hcfndarráðstafanir vegna morðsins á frú Marie Drumm, „Guömóður” Irska lýðveldis- hcrsins, hafi veriö ræddar á leynilegum fundi leiðtoga IRA i Beifast f gær. Frú Drumm var skotin til bana á sjúkrahúsi i Belfast á fimmtudagskvöld, en það voru þrir ungir menn, klæddir sem læknar, sem frömdu moröið. Lögreglan telur, aö morð- ingjarnir séu úr samtökum öfgasinnaöra mótmælenda. Öttast er, að IRA muni gripa til viðamikilla hefndaraö- geröa jafnvel aö þcir muni ráöa af dögum æöstu leiötoga mótmælenda. Síðustu yfir- heyrslur í litasjónvarps- smyglmólinu Gsal-Reykjavik. —Rannsókni litasjónvarpssmyglinu er nú svo til lokiö hjá Sakadómi Reykjavikur og voru siðustu yfirheyrslur i málinu Igær. NU er aöeins eftir aö ganga frá skýrslum um máliö, en þaö veröur siðan sent saksóknara til ákvörðunar. Greinargeröar um málið er að vænta eftir helgina, að sögn Þóris Odds- sonar, sakadómara. Alls voru 29 litasjónvarps- tæki flutt ólöglega inn í landið i gámi þeim, er þessi rannsókn beindist aö, og komu þau öll i leitirnar. Enginn situr nú i gæzluvarðhaldi vegna máls- ins. Þeir starfsmenn Eimskips, sem hlutdeild áttu að máli þessu, munu hafa fengið upp- sagnarbréf frá fyrirtækinu í gær. Frá nýju lesstofunni, sem Borgarbókasafniö opnar á mánudags- morgun. Timamynd: G.E. Lesstofa Borgar- bókasafnsins í nýjum húsakynnum A MANUDAGSMORGUN verður lesstofa Borgarbókasafns Reykjavik- ur opnuö I nýjum húsakynnum.Flyzthún þá úr gamla Esjubergi, Þing- holtsstræti 29A, I húsiö nr. 27 viö sömu götu, en þaö er hornhús Skál- holtsstigs og Þingholtsstrætis. Hér er um að ræða lesstofu, en ekkert útlán, enda verbur útlánsdeild áfram á sama stab og áöur, en stækkar nokkuð vegna breytinga innanhúss I Esjubergi. Nýja húsnæðið er 480 fermetrar að stærö, lesstofa og bókageymslur, ca. helmingur i niöurgröfnum kjallara, er þaö gleðiefni að geta flutt bækur úr geymslum úti i bænum i nábýli viö aöalsafn, enda þótt hér sé um bráðabirgöalausn að ræða, segir i frétt frá Borgarbókasafninu. Lessæti við borð eru 30, og sex sætum er komiö fyrir nálægt inngöngu- dyrum, sem ætluð eru fyrir dagblaða- og timaritalestur. Hér er um 16 sæta aukningu að ræða frá fyrri húsakynnum. Hér er betur búiö að starfsfólki og gestum. I næsta mánuði verða innréttuð vinnuherbergi fyrir starfsfólk safns- ins á efri hæð Esjubergs, en vinnuaðstaöa fyrir alla innri starfsemi safnsins hefur til þessa verið afleit sökum þrengsla. Þvi miöur veröur ekki'unnt aö flytja þá starfsmenn, sem nú hafa sina vinnuaðstööu i kjallara þaðan, en reynt verður að rýmka til og bæta aðstöðu þeirra eftir þvi, sem við verður komiö, segir ifréttinni. Innréttingar i Þingholtsstræti 27 hefur teiknað Gunnar H. Guð- mundsson, arkitekt. Ný útflutningsvara: Útlendingar hrifnir af háhyrningunum — 2 háhyrningar í „skóla" í Sædýrasafninu í fjórar vikur áður en þeir verða fluttir til útlanda gébé Rvik. — Háhyrningar virð- ast ætla að vera okkar aðalút- flutningsvara á þessu hausti. Þegar er búið að flytja einn út til Nizza svo sem kunnugt er, og i Sædýrasafnið I Hafnarfirði, komu tveir háhyrningar i gær. Þar munu þeir vera f „skóla” I næstu fjórar vikur, en sfðan mun annar verða fluttur tii Hollands og hinn til Bandarikjanna. i „skóla” Sæ- dýrasafnsins verður háhyrning- unura kennt að taka fæðu sina frá mönnum, og eru nokkrir Hollend- ingar hér á landi I þessu skyni, svo og til að hafa aila umsjón með háhyrningunum, þangað til þeir verða fluttir til sinna nýju heim- kynna. Forstjóra- skipti hjá Ríkisskip Guðjón Guðmundur UM ÞESSI mánaðamót verða forstjóraskipti hjá Skipaútgerð rikisins. Guöjón F. Teitsson lætur af störfum fyrir aldurs sakir, en viö tekur Guömundur Einarsson, viöskiptafræöingur. Guðmundur Einarsson, er fæddur i Reykholti 25. júni 1943. Hanniaukprófi frá viðskiptadeild Háskóla tslands 1968. Hóf hann að námi loknu störf við Efnahags- stofnun, siðan Framkvæmda- stofnun rikisins, og starfaði þar m.a. að rannsóknum og áætlana- gerð i samgöngu- og byggðamál- um. Guðmundur var deildarstjóri launadeildar f jármálaráðu- neytisins frá árinu 1974. Guðmundur er kvæntur Dóru Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn. Það var vélbáturinn Guörún GK, sem náöi háhyrningunum viö Hrollaugseyjar, og kom með þá til Grindavikur i fyrrinótt. Voru þeir strax fluttir til Sædýra- safnsins , er f iand kom. A meðfylgjandi Timamynd Gunnars, sem tekin var I gær, sjást háhyrningarnir tveir svamla í keri f Sædýrasafninu. Stöðvast < i.' -- ' framkvæ H’trar.... — víð Arnarnes? gébé Rvik — Þessi Timamynd Gunnars sýnir vegagerðar- menn. sem eru að leggja hinn umdeilda veg, Hafnarfjarðar- veginn. Þcir eru að leggja þarna siöasta spölinn aö Arnarneslæknum, en þar cr taliö, aö framkvæmdir stöðv- ist. Mynd þcssi átti aö fylgja fréttum mál þetta. sem birtist i blaðinu I gær, en varö úti. Eigandi loftfars ber alla óbyrgð á því að loftfarið sé lofthæft — segir framkvæmdastjóri loftferðaeftirlitsins TtMANUM BARST i gær eftirfar- andi athugasemd frá Grétari H. Óskarssyni, framkvæmdastjóra loftferðaeftirlitsins, vegna frétt- ar, sem birtist i blaðinu i gær, undir fyrirsögninni „Stöövast rekstur smærri flugfélaganna um helgina?”: 1. Flugrekstrarleyfi smærri flug- félaganna renna ekki almennt út 1. nóvember n.k. Einungis flugrekstrarleyfi Flugstöðvar- innar h/f, Flugfélags Austur- lands h/f og Vængja h/f. Skv. reglugerð áttu þessi félög að sækja um endurnýjun flug- rekstursleyfa sinna með 1 mánaðar fyrirvara, en það var ekki gert fyrr en 20. okt. 2. Vængir h/f er ekki eina litla flugfélagið, sem rekur reglu- bundið áætlunarflug. Það gerir einnig Flugfélag Norðurlands. 3. Eigandi eða umráðandi (not- andi) loftfars ber ábyrgð á þvi, að loftfarið sé lofthæft, en loft- ferðaeftirlitið ber alls ekki ábyrgð á þvi. 4. Sumir hreyfla Vængja h/f eru komnir að skoðun og ársskoðun er framundan á Twin Otter flugvél félagsins TF-REI. Loft- ferðaeftirlitinu er ekki kunnugt um, að neinn hreyfill sé kominn umfram tima, en fylgzt hefur verið eins náið og tök hafa verið á með Vængjum h/f, siðan yfir- flugvirki félagsins lét af störf- um. 5. Loftferðaeftirlitið veitir aldrei undanþágur frá neinum atrið- um er varða öryggi og gætu skapað hættu. Fram á slikt hef- ur heldur aldrei verið farið af Vængjum h/f hvorki nú né áð- ur, enda hefði það engan til- gang.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.