Tíminn - 30.10.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.10.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. október 1976 TÍMINN 13 Sven Pri á fjölum Laugardalshallarinnar Víkingar í sviðsliósinu 0 Pettigrew áfram í Skotlandi Evrópuþing frjáls- íþrótta leiðtoga.... — hófst að Hótel Loftleiðum í morgun EVRÓPUÞING fjrálsiþróttaleiö- toga hófst í morgun aö Hótel Loft- leiðum, en fulltrúar frá 27 þjóöum sitja þingið aö þessu sinni. G.E. ljósmyndari Timans kom viö aö Loftleiðum i gær og tók þá mynd- ina hér til hliðar, en þá voru full- trúar hinna ýmsu þjóöa aö stinga saman nefjum og ræða málið og undirbúa sig fyrir þingiö. Þaö má búast við jafnri og haröri baráttu þegar gengiö veröur til atkvæöa- greiðslu um nýjan formann Evrópusainbandsins, en nú verö- ur kjörinn nýr forniaöur i stað Adrian Paulen, sem var kosinn forseti alþjóðasambandsins i Montreal i sumar — og lætur þvi af störfum. Þeir Arthur Gold frá Bretlandi og Júgóslavinn Artur Takac munu berjast um kjöriö. Tekst þeim að tryggja sér sinn fyrsta sigur í 1. deildarkeppninni í handknatt- leik, þegar þeir mæta Gróttu annað kvöld í Laugardalshöllinni? Vikingar verða i sviðs- ljósinu i Laugardalshöll- inni annað kvöld, en þá mæta þeir Gróttu i 1. deildarkeppninni i hand- knattleik. Vikingar, sem hafa 5 núverandi lands- liðsmenn ,,innanborðs” hafa ekki hlotið stig i baráttunni um tslands- meistaratitilinn. Allt hefur gengið á afturfótun- um hjá Vikingum — og hafa þeir mátt þola tap gegn ÍR-ingum og siðan Haukum. Nú hafa þeir kall- að Karl Benediktsson, fyrrum þjálfara sinn til liðs við sig, og mun hann að öllum likindum stjórna Vikings-liðinu annað kvöld. Víkingar ættu að vinna auð- veldan sigur á Gróttu, en þó má ekki afskrifa Gróttu-menn, sem hafa oft sýnt það, að þeir geta komið áóvart. Karl Benediktsson mun einnig stjórna IR-liðinu ann- að kvöld, en IR-ingar mæta Þrótti i siðari leiknum i Laugar- dalshöllinni. IR-ingar hafa nú endurheimt Ágúst Svavarsson — eftir meiðsli, eru ákveðnir að hefna ófaranna i Reykjavikur- mótinu, en eins og menn muna, töpuðu þeir fyrir Þrótturum i úr- slitaleik mótsins. Það verður ör- ugglega hörð barátta, þegar liðin mætast, og er ógjörningur aö spá um úrslit — en þó hallast flestir að sigri Þróttara. Fyrri leikurinn á sunnudags- kvöldið hefst kl. 20 i Laugardals- höllinni. Staöan er nú þessi i 1. deildar- keppiiinni i handknattleik: Valur 4 4 0 0 91:63 8 Haukar 2 0 1 63:66 4 Ilt 2 0 1 58:62 4 Fram 1 1 1 66:68 3 FH 1 0 2 63:63 2 Þróttur 3 l) 2 1 51:56 2 Grótta 3 0 1 2 57:65 1 Vikingur .... ‘) 0 0 2 40:46 0 Markhæstu menn: llöröur Sigmarsson, Haukum28/1 Jón Karlsson, Val .......27/9 Þorbjörn Guðmundsson, Val 23/ 2 Viðar Simonarson, FH.....17/7 Allir beztu badmintonspilarar Norður- landa á NM-mótið í Reykjavík Þaö er nú ljóst aö hinn stóri draumur fsl. badmintonáhugamanna aö fá aö sjá hinn heimsfræga badmintonmann Svend Pri á fjölum Laugar- dalshallarinnar á NM dagana 20.-21. nóv.n.k. muni rætast. Danir munu senda alla sina sterkustu badmintonleikara til mótsins. Nú er þvl beöiö meö mikilii eftirvæntingu eftir þátttökutilk. frá Svíum, sem einnig eiga á aö skipa nokkrum af sterkustu badmintonleikurum Iheimi. B.S.I. hefur nú borizt þátttöku- tilkynningar frá Danmörku, Noregi og Finnlandi. Lið Dana verður þannig skipað: Svend Pri, Flemming Delfs, Elo Hansen, Morten Frost Hansen, Steen Fladberg, Steen Skovgaard, Lene Köppen, Lonny Bostofte, Inge Borgstrom, Pia Nielsen, Susanne Berg, Pernille Kaagaard. Lið Norðmanna verður þannig skipað: Petter Thoresen, Knud Engebrektsen, Hakon Ringdal, Harald Nettli, Else Thoresen, Kari Histöl og Anne Svarstal. Lið Finna verður þannig skipað: Lars-Henrik Nybergh, Martti Suokari, Viola Renholm og Raila Koivisto. I liðiDana eru margir heims- frægir badmintonleikarar. Svend Privarð heimsmeistari (All Eng- land) 1975 i einliðaleik, hefur einnig þrisvar orðið Norður- landameistari bæði i einliða- og tviliðaleik og einu sinni i tvennd- arleik. Hann er einnig margfald- ur Danmerkurmeistari og hefur á undanförnum árum verið talinn einn allra bezti badmintonleikari i heimi þó svo aö hann hafi aðeins einu sinni sigrað á hinu óopinbera heimsmeistaramóti All England. Hann varð fyrir þvi óláni að slas- azt illa á fæti i upphafi siðasta keppnistimabils og varð þvi m.a. frá keppni á síðasta NM i Stokk- hólmi. Hann mun nú vera búinn að ná sér að fullu á ný og sam- kvæmt fréttum frá Danmörku hefur hann sjaldan eða aldrei verið betri en einmitt nú. Það er þvi ljóst að erfitt verður fyrir Sture Johnsson frá Sviþjóð að verja Noröurlandameistaratitil sinn, þar sem Pri mun örugglega gera sitt til að endurheimta þann eftirsótta titil. Flemming Delfshefur á undan- förnum árum staðið i skugganum af Pri en hann er i dag einn af fremstu badmintonleikurum. Delfs er Danmerkurmeistari i einliðaleik og tviliðaleik, auk þess er hann Evrópumeistari i einliða- leik. Elo Hansener meðspilari Delfs i tviliðaleik og er af mörgum tal- inn einn allra „tekniskasti” spil- ari i heimi. Hann hefur fyrst og fremst náð árangri i tviliðaleik og tvenndarleik, en getur einnig gert stóra hluti i einliðaleik t.d. lék hann til úrslita gegn Delfs á sið- asta EM. Morten Frost er eitt mesta efni Dana um þessar mundir. Hann er danskur unglingameistari i einliðaleik og lék i úrslitum á siðasta unglinga EM i þeirri grein. Steen Skov- gaardhefur þótt ungur sé skapað sér nafn sem einn allra sterkasti tvenndarleiks spilari i heimi og er Danmerkurmeistari og Norður- landameistari i þeirri grein. A siðasta ári hóf hann að leika tvi- liðaleik með Svend Pri og voru þeir m.a. I úrslitum á siðasta All England, en töpuðu naumt fyrir þeim Bengt Fröman og Thomas Khilström frá Sviþjóð. Lene n____L.IJ A Ulr # Francis kominn á kreik GERRY FRANCIS — fyrirliði Queens Park Rangers og enska landsliðsins, sem hefur ekki getaö leikið með Rangers-liðinu á þessu keppnistimabili vegna meiðsla i baki, er byrjaður að æfa á nýjan leik. Francis mun verða tilbúinn I slaginn i lok nóvember. WILLI PETTIGREW 7 hinn marksækni leikmaður Mother- well, sem hefur verið eft- irsóttur af stóru félögunum I Eng- landi, hefur ákveðið að vera á- fram i Skotlandi. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Motherwell. • Newcastle kaupir NEWCASTLE— hefur keypt ung- an og efnilegan leikmann frá Barnsley . St. James Park-liöið keypti Martin Gorry á 50 þús. pund. • Montgomery til Dýrlinganna JIM MONTGOMERY — mark- vörður Sunderland hefur verið lánaður til Dýrlinganna i South- ampton i einn mánuð. Montgom- ery missti stöðu sina hjá Sunder- land, þegar Bob Stokoe keypti Barry Siddall frá Bolton fyrir stuttu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.