Tíminn - 30.10.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.10.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. október 1976 TÍMINN 3 Þetta er algjörlega heimamál ísfirðinga — segir Haildór E. Sigurðsson Gsal-Reykjavík. — Ég mun ekki blanda mér inn í bæjar- mál á (saf irði, en ég lít svo á, að þet+a sé algjörlega mál heimamanna, sagði Halldór E. Sigurðsson samgöngu- ráðherra í samtali við Tímann í gær, en svo sem greint hefur verið frá í fréttum, kærði bæjarráð (safjarðar uppsögn talsímakvenna á þjónustu varðandi brunaboðun til samgönguráðuneytis. Raðuneytið hefur svarað, og kemur fram i svari þess að sögn ráðherra, að ráðuneytið telji, aö þær tilvitnanir i lög, sem bæjar- ráðsmenn setja fram, eigi ekki við rök að styöjast og forsendur kærunnar séu þvi brostnar. — Bæjarstjóri stóð að gerð samkomulagsins, og þar með á- ieit ég, að málið væri leyst. Ég gef alla vega engar fyrirskipanir til þessara kvenna, enda hef ég ekk- ert vald til þess, sagði ráöherra. Bæjarráð felldi sem kunnugt er samkomulag það, sem bæjar- stjóri stóð að fyrir hönd bæjarins, og Félag Isl. simamanna fyrir hönd talsimakvennanna. Talsimakonur hafa sagt upp neyðarþjónustunni, en hafa þó i þvi eina tilviki, sem eidur hefur kviknað á isafirði siðan þær hættu þessari þjónustu, kvatt slökkviliö út. Stór og feit loðna vecðist fyrir vestan gébé Rvík. — Tvö skip fylltu sig á loðnumiðunum út af Straumnesi í fyrrinótt, Hrafn með400tonnog Helga Guðmundsdóttir með 450 tonn, en bæði skipin lönduðu af la sínum á Bolungar- vík. — Þetta er ágæt loðna, sem þeir fá, bæði stór og feit, en mælingar á fituinnihaldi hennar liggja þó ekki fyrir enn, sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd í gær. í gærdag voru GIsli Arni og Helga II á leiðinni á loðnumiðin og áætlað, að þau hæfu veiðar sl. nótt, ef veður leyfði, en veðurútlit var ekki mjög gott i gærdag fyrir vestan. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson heldur sig enn á sömu slóð- um út af Straumnesi viö loönuleitina. Það vantar fleiri skip til loðnuveiðanna, því nóg er af loðn- unni. Það eina, sem hamlar, er veörið, sem oft er ærið misjafnt á þessum slóðum, þegar svo langt er liðið á haustið. - Viku eftir að störbruni varð á skemmtistaönum Óðali i Reykja- vik byrjaði dansinn aðduna þar á nýjan leik. Húsið var opnað gest- um i gærkvöldi og þá var ekki hægt að sjá, að eldur hefði fariö þar um nokkrum dögum áður. Eigendur óðals sögðu strax eftir brunann, að þeir myndu opna aftur að viku iiðinni — og við það stóðu þeir. Þessa mynd tók Gunnar i gær af fyrstu geslum Óðals, sem voru slökkviliðsmenn þeir sem slökktu eldinn i veitingahúsinu fyrir viku. Húnaflói: 23 bátar stunda rækjuveiðarnar gébé Rvik.— Heildarkvót- inn á rækju á Húnaflóa er 1500 tonn, auk 200 tonna, sem leyfilegt er að veiða í Ófeigsfirði. Alls stunda 23 bátar frá fimm stöðum þessar veiðar. Að sögn Þoröar Eyþórssonar i sjávarútvegsráðuneytinu er ekki búið að skipta heildarkvótanum niður á staðina, en þaö verður gert fljótiega. — Við trúum ekki öðru en aö við fáum meira en i fyrra sagði Kári Snorrason i Rækjuvinnslunni á Blönduósi i gær, en þá fengum við 10% af heildarkvótanum. Viö viljum fá 1/3 af þeim kvóta, sem úthlutaður er Húnavatnssýsluhöfnunum, eða um 250 tonn. I fyrra skiptist rækjukvóti þess- ara hafna við Húnaflóa þannig, að Blönduós fékk 10% af heildar- kvóta, Hvammstangi 18%, Skaga strönd 22% og Hólmavik og Drangsnes samtals 50%. Á rækju- vertiðinni i ár verða 2 bátar gerð- irútfrá Blönduósi,4 frá Hvamms- tanga, 4 frá Skagaströnd og 13 frá Hólmavik og Drangsnesi. --------------\ Alafoss selur Rússum trefla Undirritaðir hafa veriö samningar milli Alafoss h/f og v/o Raznoexport I Moskvu um sölu á ullartreflum fyrir rúma 1.4 milljón dollara. Er þetta I fyrsta skipti sem Álafoss h/f gerir söiusamning við Sovétrikin. Afhending treflanna mun fara fram á næsta ári, segir í frétt frá Ala- fossi. 7 ávíðavangi Sérsköttun hjóna Viö fyrstu umræðu fjárlaga- frumvarpsins gerði Matthias A. Mathiesen fjármálaráð- herra grein fyrir ýmsum fyr- irhuguðum breytingum i skattamálum. A vegum fjár- málaráöuneytisins hefur verið unnið að endurskoöun laganna um tekjuskatt og eignaskatt, og verður að þvi stefnt, að nýtt frumvarp um tekjuskatt og eignaskatt veröi lagt fyrir AI- þingi fljótiega. Fjármálaráð- herra gat helztu nýmæianna, m.a. um sérsköttun hjóna. Hann sagöi: „Skattlagningu hjóna veröi breytt á þann veg, að tekin veröi upp tekjuhelmingaskipti millihjóna og skattur lagður á hjónin hvort i sinu iagi. Sér- stakur skattaafsláttur verður veittur fyrir kostnað vegna útivinnu eiginkvenna, sem miðaður við unnar vinnuvikur utan heimilis. Afsláttur þessi, sem nefna mætti útivinnuaf- slátt, kemur annars vegar fram i barnabótaauka og hins vegar i auknum persónuaf- slætti óháð barnafjölda.” Þessi breyting, sem fjár- málaráðherra boðar, á sjálf- sagt eftir að vekja umræður. Raunar hefur þetta mál vcriö lengi á döfinni, enda Ijóst að núverandi fyrirkomulag er ranglátt gagnvart ýmsum. Áætluð laun Þá g a t Matlhias A. Mathiesen fjármálaráð- herra þess, að gjöld og tekj- ur vegna eigin ibúöar verði tekin út úr framtali bæði tekna- og gjaldamegin. Vmsir frádrátt- arliöir verði ennfremur felldir niður, en aðrir sameinaðir i fastan afslátt til einföldunar. Þessu næst vék hann að skatt- lagningu einstaklinga, sem at- vinnurekstur stunda, og sagði: „Skattlagningu einstakl- inga, sem stunda atvinnu- rekstur fyrir cigin reikning, verður breytt á þann hátt, að þeini skulu áætluð laun fyrir starf sitt að eigin atvinnu- rekstri, er séu ekki lægri en launþegar i sömu starfsgrein- um bera úr býtum, og þeim gert að grciða skatt af þessari áætlun. íiin áætluðu laun fær- ast siðati sem kostnaður hjá atvinnurekstrinum, en jaty- framt verði tryggt, að at- vinnurekstrartöp hafi ekki á- hrif á skattlagningu annarra tckna sjálfstæðra atvinnurek- enda.” Réttlátari skattalöggjöf Þá ræddi fjármála ráöherra um ýmis önnur atriöi I sam- bandi viö skattamál og sagði: „Reglutn um söluhagnað og fyrningar veröur breytt á þann veg, að engar verðbreyt- ingar eru reiknaðar I fyrningum. Lausafé skal fyrnt af bókfæröu veröi og söluverö eigna fært til lækkunar fyrn- ingargrunni. Heimild verði til endurfjárfestingar, en að ööru leyti vcrði söluhagnaður skattskyldur. Um mannvirki og aörar eignir gildi svipaöar rcglur, þó er ekki gert ráö fyr- ir, aö skattlagning söluhagn- aðar af ibúöarhúsnæði verði aukin, né heldur að íbúöarhús- næöi vcrði fyrnanlegt. Söiu- hagnaður af landi og náttúru- auðæfum, sem er umfram verðbólguvöxt, verði skatt- lagöur að fullu, enda sé and- virðið ekki endurfjárfest i at- vinnutækjum. Um stað- greiðslu opinberra gjalda eru ekki ákvæði i frumvarpinu. Framhaid á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.