Tíminn - 30.10.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.10.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. október 1976 TiMINN 5 Islenzkt Ijóðasafn: Fyrsta bindi kemur hjá bókaklúbbi AB Islenzkt ljóöasafn I. bindi i ar. Þetta er umsjá Kristjáns Karlsson- klúbbsins I sjötta bók bóka- ár og þriöja „Dettur þér i hug, að þessi þvæla sé menntandi?” DENNI DÆMALAUSI bókin, sem út kemur af tslenzku ljóöasafni. Aður eru komin út II. bindi, sem nær frá Hall- grimi Péturssyni til Steingrims Thorsteinssonar og III. bindi frá Matthiasi Jochumssyni til Jakobs Thorarensens. Ókomin eru 2 bindi, þ.e. IV. bindi sem mun ná fram um 1960 og V. bindi, sem verður þýöingar erlendra ljóöa á islenzku. Hiö nýkomna bindi nær frá upphafi islenzkra bókmennta og hefst á Völuspá og endar á Bjarna Jónssyni Borgfirðinga- skáldi, sem lézt áriö 1640, — alls 23 nafnkunnir höfundar og siöan fjöldi kvæða og visna eftir ókunna höfunda allt frá Eddukvæðum til vikivaka og þjóökvæöa. Kristján Karlsson, sem séö hefur um þetta bindi aö öllu leyti, ritar formála fyrir þvi og segir þar m.a. um kvæðavalið: ,,Það er alltaf freisting að velja kvæöi sem litiö eru þekkt og hafa sjaldan veriö prentuö, fram yfir önnur jafngóö þekktari, en engin nýjungagirni réttlætir hitt að sniöganga gott kvæði á þeirri forsendu, aö það sé öllum kunnugt. Eitt hlutverk almenns ljóðasafns getur verið það að vekja eftirtekt vora á gleymdu kvæði eða draga fram kosti skálds, sem hefir verið van- metið”. tslenzkt ljóðasafn I. bindi er 373 bls. að stærð að meðtöldu efnis- yfirliti, formála, kvæöaskrá eftir upphafi og heitum kvæðanna og æviágripum höfundanna. Ný saga eftir Guðberg Helgafell hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Guðberg Bergsson, og nefnist hún Það ris úr djúpinu, 230 blaðsiðna- verk. Einkunnarorð bókarinnar eru þessi: ,,Þótt fólk hafi litið imynd- unarafl, ber það leynt skynbragö á listir og skáldskap. Þessufólki er ráðlagt að nota fjölskylduljós- myndir, kjaftasögur og imyndun- arafl annarra til þess að auðga sitt eigið”. Guðbergur Bergsson er sem al- kunna er einn umdeildasti rithöf- undur þjóðarinnar um þessar mundir. Litháísk skáldsaga, þýdd úr frummálinu VS-Reykjavik. MYLLAN Á BARÐI eöa undarlegir atburðijý sem urðu hér um árið i Otra- vatnshéraði, heitir ný bók, se Mál og menning hefur sent ffi sér. Höfundur er litháiski rithí undurnn Kazys Boruta, Jörundur Halldórsson hefur þ; bókina á islenzku beint úr fru málinu, og mun þetta vera fyrsta skipti, sem litháiskar bói menntir eru kynntar hér á landfö” Þýðandinn skrifar eftirmála segir þar meðal annars: „Litháiskar og baltneskar bó| menntir yfirleitteru Islendinguú litt kunnar. Það er skaði sem vofi andi er að örlitlu bættur með þýft ingu og útkomu þessarar bókar.T Og enn fremur: „Tvö öfl eigast við i sögunr lymska Mýramóra, öfund hans og hefnd annars vegar en ást Júrgd'"Á og Jósteins hins vegar og óbland-T* ið stolt þeirra, sem ekki þekklý nokkra málamiðlun.” Bókin er 280 bls., prentuð^ Prentsm. Hólum. Aðkomufólk en ekki heimamenn — misskilningur vegna greinar, sem birtist í blaðinu nýlega :li f gébé Rvik. — óánægjuraddir liafa borizt Timanum frá Vest- fjöröum vegna fréttar sem birt- ist i blaðinu s.I. föstudag þess efnis, að forráðamenn frvsti- húsa og sveitarfélaga vildu frekar fá útlendinga til vinnu i frystihúsum en tslendinga. Virðistsem menn hafi ekki lesiö alla greinina, heldur aðeins fyr- irsögnina, en skýrt er tekið fram, að átt var við aökomufólk islenzkt en ekki heimamenn á þeim stöðum, sem upp voru taidir. Heimamenn virðast hafa tekiö ummælin til sin, og þess vegna er óánægjan tilkomin. Þess vegna skal hér tekiö fram eftirfarandi: Það kom skýrt fram i um- ræddri grein, að hér væri ekki áttvið heimamenn, sem vinna i fiskvinnslum fyrir vestan, held- ur islenzkt aðkomufólk. 1 grein- inni sagði orðrétt: „Skortur er á vinnuafli á fiskvinnslustöðum úti á landi og hafa sveitarfélög mun meiri áhuga á aö ráöa út- lendinga til vinnu en tslendinga. Astæðan er fyrst og fremst sú, að erlenda vinnuaflið er taliö traustara og betra en landinn, svo og það að útlendingar borga 11% útsvar af brúttótekjum sin- um til sveitarfélaganna, en is- lenzkt aðkomufólk borgar hins vegar útsvar til þess staðar, sem þaö er skráð á eða hefur lögheimili." Hér leikur því enginn vafi á, að alls ekki er átt við að heima- fólk á þessum stöðum fyrir vest- an sem tilteknir voru, enda borgar heimafólk útsvar sitt til sins sveitarfélags. Hir.s vegar var átt við það islenzka aö- komufólk, sem ferðast á milli verstaða i leit að atvinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.