Tíminn - 31.10.1976, Síða 1

Tíminn - 31.10.1976, Síða 1
TÆNGIRf Aætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug ,4 um allt land Símar: 2-60-60 og 2-60-66 t3 jP 246. tölublað — Sunnudagur 31. október—60. árgangur. raílagnir í virkjanir — hús verksmiðjur — skip SAMVIRKIS’ Kópavogi ^ 1 In! Æ^. mÆ Æmsk mMMMm Ætm. mMm muem æru. 2 mrnrn Im Æm. mÆ mÆÆrnm Æm JL jC mÆm Æ^m ba æ rorraoamenn opinoerra stotnana eigendur verktakafyrirtaekja á sviði opinberrar þjónustu þeirra HV-Reykjavik. — Töluverð brögð munu vera að þvi að starfsmenn hins opinbera hér á landi, hvort heldur er rikis- eða sveitarfélaga, stundi, jafnframt opinberum stöðum sinum, önnur störf, eða at- vinnurekstur af einhverju tagi. 1 mörgum tilvikum er þessum aukastörfum og/ eða atvinnurekstri jafnvel þannig háttað að milli þess og þeirrar stofnunar sem viðkomandi gegnir stöðu við eru sjáanleg viðskiptatengsl, eða önnur hagsmunatengsl. Til dæmis mun það ekki óalgengt að opinberir starfsmenn hafi með höndum persónulega, umboð fyrir vöru eða vörutegundir, sem hið opinbera er kaupandi að. í Lögbirtingablaöinu frá 17. september 1975 gat að lita tilkynningu um stofnun fyrir- tækis, sem ber heitiö Orku- virki h.f., en það hefur heimili sitt og varnarþing I Reykja- vik. 1 tilkynningunni segir svo: „Tilgangur félagsins er að annast uppsetningu og teng- ingu rafbúnaðar i raforkuver- um, raforkudreifistöðvum, stóriðjuframkvæmdum og hliðstæðum framkvæmdum á sviði háspennu, lágspennu og smáspennu, svo og efnisút- vegun til slikra verka”. Þetta þýðir i raun að til- gangur félagsins er að vera verktaki sem er sérhæfður I verkefni fyrir hiö opinbera, það er á raforkusviðinu, svo og verkefni fyrir þau einka- fyrirtæki sem kunna að standa að stóriöju hér á landi — fyrir- tæki á borð við Isal, íslenzka Alfélagið. Það, sem athygli vekur I stofnun þessa fyrirtækis er, að nokkrir af stofnendum þess eru opinberir starfsmenn, ým- ist hjá rikinu eða Reykjavik- urborg, og þeirra opinberi starfsvettvangur eru þær stofnanir sem Orkuvirki liklega kemur til með að eiga mest viöskipti við. Þessir aðilar eru: Kristján Jónsson, verkfræðingur, ný- skipaður Rafmagnsveitustjóri rikisins (eða æðsti starfsmað- ur Rafmagnsveitna rikisins, Bent Scheving Thorsteinsson, innkaupastjóri Rafmagns- veitna rikisins, Ivar Þor- steinsson, nú deildarverk- fræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur, Björn Haralds- son, tæknifræðingur hjá Raf- magnsveitu Reykjavlkur og Valgarð Briem, formaður stjórnar Innkaupastofnunar Rey kj av Ikurborgar. Auk áðurgreindra aðila eru meðál stofnenda þessa raf- verktakafyrirtækis þeir Ragn- ar Halldórsson, forstjóri ís- lenzka Alfélagsins og Hregg- viður Þorgeirsson, tæknifræð- ingur, sem er meö umboðs- og heildverzlunina Iskraft, en það fyrirtæki flytur inn raf- kapla og annað efni til rafbUn- aðar i iðnaö og orkuver. Stjórnarformaður fyrirtæk- isins er Tryggvi Þórhallsson, rafverktaki. Til þess aö mega stunda at- vinnu eða rekstur jafnframt þvi að gegna opinberri stöðu, þarf heimild yfirvalds. 1 lög- um um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins segir svo: „Aður en starfsmaður (rikisins) stofnar til atvinnu- rekstrar, hyggst taka við starfi i þjónustu annars aðila en rikisins gegn varanlegu kaupi eða ganga I stjórn at- vinnufyrirtækis, ber honum að skýra þvi stjórnvaldi, er veitti stöðuna (þá stöðu sem hann gegnirhjá rikinu) frá þvi. Inn- an tveggja vikna skal starfs- manni skýrt frá þvi, ef áður- nefnd starfsemi telst ósam- rýmanleg stöðu hans, og hon- um bannað að hafa hana með höndum. Bera má slikt bann undir ráðherra. Rétt er aö banna starfs- manni slika starfsemi, ef þaö er siðar leitt i ljós að hUn megi ekki saman fara starfi hans I þjónustu rikisins”. Flugmólastjóri og loftferða- eftirlitið eru að lóta sína vanrækslu bitna ó Vængj* um og landsbyggðinni — segir Guðjón Styrkdrsson, stjórnarformaður Vængja A þessu svæði hyggst Skipaút- gerð rikisins byggja stórt og veglegt hús fyrir slna starf- semi. Þar eiga að vera vöru- skemmur féiagsins I norður- rt enda, en skrifstofur, verk- stæði, mötuneyti og fleira i suðurhlutanum, sem veröur á tveimur hæðum. Nú er verið að vinna að uppfyllingu á þessu svæði og ættu bygginga- framkvæmdir að gefa hafist nokkru eftir að þvi verki iýk- ur. Timamynd: Gunnar FJ-Reykjavik. — Ég tel þessa umsögn hreint tilræði við starf- semiVængja og landsbyggðina og það sem þarna er að gerast er það að flugmálastjóri og loftferða- eftirlitið eru að reyna að koma sinum vanrækslusyndum yfir á Vængi, sagði Guðjón Styrkársson, stjórnarformaður Vængja, i við- tali við Timann i gær, en sam- gönguráðuneytinu hefur nú borizt neikvæð umsögn flugráös um framlengingarbeiðni Vængja til flugreksturs. — Það iá við stór- óhöppum i tið fyrrverandi yfir- fiugvirkja okkar, sagði Guðjón, en loftferðaeftirlitið og flugmáia- stjóri virðast hafa reynt að hylma yfir hans hlut og nú á þessi van- ræksla þeirra að verða þeirra aðalvopn i aðförinni að Vængjum. Flugrekstrarleyfi Vængja rennurútá sunnudagskvöid. — Ef við fáum neitun nú, munum við ekki sækja um aftur, heldur selja flugvélakostinn úr landi, sagöi Guðjón Styrkársson. — Það er ekkert skilyröi fyrir flugrekstrarleyfi að hafa yfirflug- virkja, sagði Guðjón. Við höfum flugvirkja og eina flugvél i full- komnu lagi og þess vegna er eng- in ástæða til að svipta okkur flug- rekstrarleyfinu nU. Það er óvild flugmálastjóra I garð Vængja og Framhald á bls. 7 r I unum sem II — sagÓi Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofunar um skýrslu eftirlitsmanna sjóvarútvegsróðuneytisins gébé Rvík — Farið hefur verið yfir skýrslur og gögn eftirlitsmannanna, og hefur hvergi neitt komið fram í þeim, sem gefur tilefni til að loka veiðisvæð- um, sagði Jón Jóns- son, forstöðumaður Háfrannsóknastofn- unar í gær. Jón sagði ennfremur, að þegar eftirlitsmenn- irnir álitu, að aðgerða væri þörf, hefðu þeir strax samband við stofn- unina frá skipi þvi, sem þeir eru um borð i og létu þegar vita um aðstæður, en biðu ekki með að senda skýrslur. — Þetta er fljót- virk aðferð, en það er okkar hér á Hafrann- sóknastofnuninni að meta aðstæður hverju sinni eft- ir upplýsingum frá eftir- litsmönnunum, sagði Jón. Eftjrlitsmennirnir gefa siðan skýrslur um hverja veiðiferð, sem þeir fara I, og senda stofnuninni. - — Þetta er nýtt fyrir- komulag, að hafa eftir- litsmenn um borð I togurunum, en sem kunn- ugt er réð sjávarútvegs- ráðuneytið fimm menn til þessara starfa. Það er að byrja að komast reynsla á þetta, og virðist hún ætla að verða góð. Þaö er einnig mikið aðhald fyrir fiskimennina aö hafa eftirlitsmenn um borð, þvi þeir hætta að veiða á svæði, þar sem mikiö er um smáfisk, og flytja sig á önnur vænlegri, sagði Jón.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.