Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 31. október 1976 TÍMINN 9 Vaka eða víma Hvers vegna Félög sjálfstæðiskvenna höfðu nýlega ráðstefnu um áfengismál og fikniefni, og var hún að sjálfsögðu öllum opin. Þar voru framsögumenn með menntun og starfsreynslu varð- andi þessi viðfangsefni. Svo var mönnum gefinn kostur á að spyrja fólk, sem valið var til að sitja fyrir svörum um þessi efni. Margt fróðlegt og um- hugsunarvert kom fram á ráð- stefnunni og verður fæst nefnt hér. En það eru viss atriði úr starfsreynslu þeirra sira Hall- dórs Gröndals og Jóhánnesar Bergsveinssonar læknis, sem hér verður einkum vitnað til. Báðir hafa þeir reynslu af þvi, að fólk leitar hjálpar i neyð. Þeir hafa báðir þá sögu að segja, að hjálparinnar sé ekki leitað fyrr en i ótima. Báðir hafa þeir reynslu af þvi, að þá er örð- ugt við að eiga og misjafnt um árangur. Hérereinkum um þá að ræða, sem kallaðir eru áfengissjúkl- ingar. Þar er ekki fylgt þeirri reglu að leita sér hjálpar og lækningar áður en krankleikinn er kominn á hátt stig. Þar eru brotnar allar þær reglur, sem mönnum eru kenndar i sam- bandi við aðrar veilur. Þetta stafar af þvi, að menn vilja býsna almennt ganga með snert af þessari veiki, áfengis- sýkinni. Þeir vilja ganga með drykkjuhneigð og drykkjugleði. Það telja þeir tilheyra eðlilegu lifi, þó að áfengisáhrifin séu raunar ónáttúrleg. En áfengis- sýkin er ekkert annað en þessi sama drykkjufýsn. Þá er hún bara komin á það stig, að hún ræður yfir manninum. Vegna þess að hún kemst aldrei á það stig hjá sumum, finnst hinum skömm að þvi að missa vald yfir ástriðunni. Þeir neita að trúa þvi, að svo sé kom- ið, og blekkja bæði sjálfa sig og aðra af furðulegri snilli. Svo segja þeir loks, að þetta sé veiki, og það finnst þeim vera afsökun. Ameriski prófessorinn, sem kom hér i sjónvarpið i vor, sagði, að hver sem væri gæti orðið áfengissjúklingur. Þetta er rugl. Við, sem erum bind- indismenn, getum alls ekki orð- ið áfengissjúklingar meðan svo er. Þess vegna erum við bind- indismenn. Það er þó ekki eina ástæðan til þess að við erum bindindis- menn. Onnur er sú, að við vilj- um gjarnan verða að liði i þvi hjálparstarfi, sem unnið er fyrir drykkfellda menn. Við vitum, að áfengislaust umhverfi er þeim höfuðnauðsyn, og það vilj- um við veita þeim og gerum það, eftir þvi sem við fáum að ráða. Við vitum lika, að ef við höfum áfengi um hönd, þá eru allar likur til þess, að það eigi sinn þátt i þvi, að einhver bætist i hóp ógæfumannanna. Það vilj- um við ekki. Enn er það ástæða, sem herð- ir mörg okkar i þeim ásetningi Komið og spilið Breiöfirðingafélagið hvetur ykkur til að spila félagsvist í Lindarbæ, mánudagskvöld 1. nóvember 1976 kl. 20,30. Hvað gerist kl. 23. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. Vélstjóri Hraðfrystihúsið á Vopnafirði vantar vél- stjóra, eða mann vanan vélgæzlu i frysti- húsi sem fyrst. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist Halldóri Halldórssyni, kaup- félagsstjóra á Vopnafirði eða starfs- mannastjóra Sambandsins fyrir 10. nóv. n.k. Kaupfélag Vopnfirðinga. bindindismenn ? að verða alltaf bindindismenn, að við höfum algáð og ódrukkin séð vini okkar drekka og vitum hvernig vingleðin er. Ég hef aldrei fundið ástæðu til að öfunda mann af áfengisdrykkju. Hins vegar margoft til að aumkva. Það er heldur ekkert smá- atriði i þvi mati, sem liggur til grundvallar þeirri lifsstefnu að vera bindindismaður, að við vit- um af þeirri áhættu, sem ölvun fylgir, þó ekki sé um sjúklinga að ræða. Margt leiðinlegt hefur hentdrukkna menn, sem enginn kallaði ofdrykkjumenn eða áfengissjúklinga, — sumt óbætanlegt. Við vitum, að áfengi er óþarfi, hættulegur óþarfi. Það er sá óþarfi, sem nú veldur mestu tjóni og mestum hörmungum á tslandi. Ummæli prófesorsins, aö hver sem er geti orðið áfengis- sjúklingur, eru rétt að þvi leyti, að enginn veit fyrir fram hvernig hver og einn ber drykkjufýsn sina ef hún er vak- in. Hann vissi, að fyrir áfengis- sjúklinginn er ekki nema um eitt að ræða: Bindindi. Er þá ekki rétt að láta óþarf- ann vera og hafa það aö al- mennri reglu að ala ekki með sér áfengissýkina á frumstigi? Þvi ekki? H.KR. Heimsþekktar verðlaunavörur frd Finnlandi. Einstakar glervörur, hannaðar af færustu listamönnum Finnlands. Útlit og gæði littala eru í algerum — Komið og skoðið úrvalið. HIJSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13 Kcykjavik simi 25870 sérflokki. ÚTSÖLUSTAÐIR: Akureyri: Akranes: Bolungarvík: Borgarnes: Egllsstaðir: Hornafjörður: Húsavík: Keflavík: Blómabúðin Laufás Verzl. Valfell Verzl. Virkinn Verzl. Stjarnan Gjafa- og blómabúðin Stráið Kaupfélag A-Skaftfellinga Hlynur s.f. Stapafell h.f. Ólafsvík: Ólafsfjörður: Sauðárkrókur: Selfoss: Siglufjörður: Vestmannaeyjar: Reykjavík: Verzl. Kassinn Verzl. Valberg h.f. Bóka- og gjafabúðin Kjörhúsgögn Bólsturgerðin Kaupfélag Vestmannaeyja Kristján Siggeirsson h.f. Tilkynning: Flugfrakt frá London Við höfum skipt um þjónustuaðila í London, og bjóðum nú betri þjónustu á flugfrakt þaðan en áður. Farmsöludeild okkar veitir allar nánari upplýsingar í síma 8 48 22. FLUCFÉLAC ÍSLAJVDS LOFTLEIDIR ■utagjfrakt Félög sem leggja öherslu a hraöa og hagkvœma þjónustu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.