Tíminn - 31.10.1976, Page 15

Tíminn - 31.10.1976, Page 15
Sunnudagur 31. október 1976 TÍMINN 15 Myndir og texti Magnús Ólafsson Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi rlkisins kom á sambandsráösfund A Dalvik er sameiginlegur skóli fyrir nokkur sveitarfélög. Nemendur úr nágrannabyggöalögunum UMFt, sem haldinn var á Dalvik nýlega. Hér lýsir hann og Valdimar dvelja i þessari heimavist um skólatimann. Bragason bæjarstjóri væntanlegum íþróttamannvirkjum á staönum. örgum stórverkefnum tryggði viðkomandi aðgang að heimilinu. Vildu sveitarstjórn- irnarekki fara þessa leið, vegna þess að það ætti ekki að vera forréttindi þeirra, sem ættu peninga, að fá aðgang að slikum stofnunum. Þrátt fyrir fögur orð er fyrirgreiðslan lítil ' Nú er i byggingu þjónustu- miðstöð á Dalvik og verður sú bygging á tveimur hæðum. Auk þess verður inndregin þriðja hæð, og undir húsinu er kjallari. Grunnflötur er 600 ferm. Fram- kvæmdir hófust i fyrravor og nú i haust er ráðgert að ljúka við að steypa kjallara og fyrstu hæð. Kostnaður verður þá orðinn rúmar 30 millj. kr. Ekki er enn ljóst hvenær- hægt verður að taka húsnæðið i notkun og ræðst það af þvi fjármagni, sem fæst til framkvæmdanna. i þjónustumiðstöðinni er áætl- að að verði skrifstofur fyrir hvers konar opinbera þjónustu, og einnig er áætlað, að þar geti einkaaðilar fengið skrifstofuað- stöðu. Sveitarsjóður Dalvikur bygg- ir húsið með fyrirgreiðslu frá Sparisjóði Svarfdæla, og er ráð- gert, að framlag sparisjóðsins verði siðan eignarhlutur hans i byggingunni. Þá er einnig ráð- gert, að inn i þjónustumiðstöð- ina komi skrifstofur bæjar- fógeta, en eins og stendur leigir bæjarfógetaemba&ttið skrif- stofuaðstöðu i ibúðarhúsnæði. Engin fjárframlög hafa þó fengizt til þessara framkvæmda frá rikissjóði, og að sögn bæjar- stjórans hefur ekki einu sinni fengizt opinber lánafyrir- greiðsla vegna byggingarinnar, þrátt fyrir fögur orð um, að nauðsyn sé að koma slikum þjónustumiðstöðvum á fót viðs vegar um land. AAiklar íbúðar- húsabyggingar Mikið hefur verið um bygg- ingar ibúðarhúsa á Dalvik und- anfarin ár, og nú eru margar Læknamiöstööin fyrir Dalvfkurlæknishéraö er f smiöum og þar er ráögert aö starfi tveir iæknar auk tannlæknis. ibúðir þar á byggingarstigi. Á þessuárihefur veriðbyrjað á 11 ibúðum, en einnig eru margar ibúðir i smiðum, sem grunnur var tekinn að sl. haust. Valdimar Bragason sagði, að sveitarstjórnin fengi margar upphringingar frá fólki, sem hug hefði á að setjast þar að, en skortur á ibúðarhúsnæði aftraði þvi að koma til staðarins. Til aö reyna að leysa eitthvað úr vand- ræðum þessa fólks hefði verið á- kveðið að byggja leiguíbúðir á vegum sveitarfélagsins, og hefði Dalvik fengiö úthlutað 15 ibúðum af 1000 ibúðunum, sem byggja áttiá grundvelli laga um byggingu leiguibúða á vegum sveitarfélaga. Hins vegar hefði ekki fengizt leyfi til að hefja framkvæmdir við nema eina af þessum 15 ibúðum og stendur enn allt fast i þeim málum. Valdimar sagði, að aðallega væri það ungt fólk, sem væri að byggja á Dalvik og væri þar bæði um heimafólk og aðkomu- fólk að ræða. Lífið er fleira en hafnir og vegir Mikill ahugi hefur verið á þvi á Dalvik um fjölda ára að fá þangað landsmót Ungmennafé- lags Islands. Nú hefur verið samþykkt, að næsta landsmót verði haldið á Dalvik, en það mót stendur til að haída 1978. Bæjarstjórn Dalvikur hafði hugsað sér, að framkvæmdir við iþróttavöll hæfust á liðnu sumri til þess að völlurinn gæti orðið tilbúinn fyrir landsmót, enda er það forsenda þess, að hægt sé að halda landsmót að gera fullkominn grasvöll i bæn- um. Hilmar Danielsson forseti bæjarstjórnar Dalvikur sagði i viðtali við Timann, að gerð hefði verið áætlun um uppbyggingu vallarins, en siöan heföi verið farið á fund fjárveitingarnefnd- ar Alþingis. En viðtökurnar þar kvað Hilmar hafa verið kuldalegar og mjög isamræmi við þá fjárveit- ingu, sem nefndin hefði veitt til framkvæmda við iþróttavöllinn, en sú upphæð var 180 þúsund krónur. Hins vegar gerði áætlun um kostnað við fyrirhuguð iþróttamannvirki ráð fyrir, að þau kostuðu alls 62 millj. kr. Það er þvi ljóst, að ekki væri unnt að hef jast handa um fram- kvæmdir nema meira fjármagn fengist, sagði Hilmar. NU i haust kom fjárveitinga- nefnd Alþingis I heimsókn til Dalvikur og skoðaði aðstæður þar sem fyrirhuguð iþrótta- mannvirki eiga að koma. Einnig ræddu nefndarmenn við bæjar- stjórn Dalvikur, og voru nú undirtektir nefndarmanna mun betri en i fyrra. Þó vitum viö enn ekkert hver verður niður- staðan varðandi umsókn okkar, en við vonum það bezta, sagði Hilmar Danielsson. Hins vegar er ljóst, að þótt fé fáist á fjárlögum næsta árs, er ófært að ljúka framkvæmdum fyrr en 1979, og þvi höfum viö sótt um að landsmóti U.M.F.I.. verði frestað þangað til, i von um að fé fáist á fjárlögum. Einnig má benda á það, sagöi Hilmar, að samkvæmt lögum er gert ráð fyrir, að fjárveitinga- valdið ljúki við að greiða sinn hluta af byggingarkostnaði á fjórum árum eftir að bygging iþróttamannvirkis hefur verið samþyKkt. Og meö þvi að veita 180 þúsundin á siöustu fjárlög- um hefur fjárveitingavaldið i raun samþykkt framkvæmdina. Við i bæjarstjórn erum óragir við að leggja mikið á okkur til þess að unnt veröi að halda hér landsmót og munum útvega fjármagn, til þess að unnt verði að ljúka framkvæmdum fyrir landsmót, ef áður hefur verið tryggt, að framlag rikisins ber- ist innan eðlilegs tima. A7:ynrrrtr\vq Nú er unnið af kappi viöaö byggja stjórnsýslustööá Dalvlk. Fullkomnar vélar eru I rækjuvinnslu Söltunarfélags Dalvikur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.