Tíminn - 31.10.1976, Side 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 31. október 1976
KVIKMYNDIR — KVIKAAYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —
Nanook
norðursins
Þriðjudaginn i þeirri viku,
sem nú er að hefjast, það er
þriðjudaginn 2. nóvember,
tekur Menningarstofnun
Bandarikjanna aö Neshaga 16 i
Reykjavik, til sýninga kvik-
myndina Nanook of the north,
eöa Nanook noröursins.
Kvikmynd þessi er gerð af
Robert Flaherty, árið 1922, og
þykir hin merkilegasta. Hím er
talin fyrsta heimildakvikmynd-
in, sem gerð var i fullri lengd,
og jafnframt þvi er hún af
mörgum álitin bezta mynd
sinnar tegundar, sem nokkru
sinni hefur verið gerð.
1 kvikmynd þessari fjallar
Flaherty um lif eskimóa,
baráttu þeirra fyrir afkomu
sinni og ýmsar venjur þeirra og
siði. Aðallega fjallar myndin
um Nanook, þann eskimóann,
sem mestum og beztum hæfi-
leikum var búinn.
Þess má geta, aö kvikmynd
þessi, þótt hún sé gerö sem
heimildamynd, vakti á sinum
tlma mikla athygli fyrir
almennt kvikmyndalegt gildi
sitt. Inn I þráð hennar er ofin
spenna, sem gerði það að verk-
um, að jöfrarnir i Hollywood á
þeim tima, þóttust heldur hafa
komizti feitt, þar sem Flaherty
var, og rausnuðust meira að
segja til að kosta næsta
könnunarleiðangur hans að
miklu leyti.
Þegar i ljós kom, að hug-
myndir þeirra um kvikmyndir
féllu illa að hans vilja, slitnaði
upp Ur þvi samstarfi.
En i öllu falli, nú gefst færi á
að sjá litt af meistaraverkum
hans. Sýningar eru klukkan
17.30 og 20.30 á þriðjudagskvöld.
Bið á, að Gauks
hreiðrið birtist
En vonandi verður hún ekki mjög iöng
B rey ti
Héöan i frá verður nokkur
breyting á fyrirkomulagi
kvikmyndasiðunnar. A sunnu-
dögum veröur framvegis
fjallað einkum um það, sem
væntanlegt er i kvikmynda-
húsin hér.svo og, að einhverju
leyti það, sem er að ske úti i
hinum stóra heimi.
Vilji fólk hins vegar iesa
gagnrýni um þær kvikmyndir,
sem verið er að sýna i þaö og
það skiptið, verður hennar aö
ngar
leita i blaðinu á virkum dög-
um, rétt eftir hendinni hverju
sinni.
Með þessu vinnst einkum
þrennt: Vinnsla sunnudags-
blaðs ætti að veröa auðveldari
i prentsmiöjunni, þjónusta við
lesendur ætti aö verða meiri
og betri og undirritaður fær að
láta ljós sitt skina meira en
hingað tii (að minnsta kosti
oftar).
Svo er nú þaö.
beztu, sem gerðar hafa verið
(undirritaður svindlaði og sá
hana erlendis fyrir nokkru) og
Jack Nicholson, sem þó hefur
gert frábæra hluti i öörum
myndum, hefur ekki'. i aöra tið
sýpt á sér betri hlið.
Einn af meginkostum þessar-
ar kvikmyndar er sá, að leik-
stjóri hennar, Milos Forman, og
höfundar kvikmyndahandrits-
ins, Lawrence Hauben og Bo
Goldman, hafa greinilega getað
losaðsig við þann sjúkdóm, sem
algengastur er meðal slikra
manna: Þeir virðast engar
hvatir hafa fundið til þess að
eyðileggja verkið með breyting-
um á upphaflegum söguþræði,
eins og hann kemur fyrir i bók
Ken Kesby.
Það, sem vantar i kvikmynd-
ina úr bókinni, er að visu veiga-
miklir þættir hennar (það er
bókarinnar), en’ eru þess eðlis,
aö erfitt, eða ómögulegt, er að
koma þeim yfir I kvikmyndar-
form, svo að sæmilega vel fari.
Louise Fletcher kemur einnig
vel frá hlutverki sinu i myndinni
(yfirhjúkrunarkona deildarinn-
ar), svo og flestir eða allir þeir,
sem fara með hlutverk sjúkl-
inga.
1 heildina tekið er þarna á
ferðinni ákaflega áhrifamikil og
verulega vel gerð kvikmynd.
Vonandi tekst forráðamijnnum
Tónabiós að fá hana hingað, áð-
ur en mjög langt um liður. Það
væri súrt að þurfa að biða þar til
siðari hluta næsta árs, þvi
undirritaður hlakkar verulega
til þess að sjá hana aftur og
kannske enn aftur.
Þvi miður þurfum viö enn aö
bíða nokkuð eftir þvi að fá að
berja augum Gaukshreiðrið,
kvikmyndina sem i ár rakaði að
sér óskarsverðlaununum. Eftir
þeim upplýsingum, sem nýlega
fengust hjá forráöamönnum
Tónabiós, gengur fremur treg-
lega að fá eintak af myndinni
hingað noröur á útkjálka ver-
aldarinnar, enda mikil eftir-
spurn eftir henni hvarvetna og
langir biðlistar fyrir hendi, sem
þurfa að styttast töluvert, áður
en vonarglæta veröur fyrir okk-
ur.
Þetta er mikil synd, þar sem
kvikmynd þessi er meðal þeirra
KVIKMYNDA
HORNIÐ
Umsjónarmaður
Halldór ’i
Valdimarsson
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —