Tíminn - 31.10.1976, Qupperneq 31

Tíminn - 31.10.1976, Qupperneq 31
Sunnudagur 31. október 1976 TÍMINN 31 œvis ci sin nkenni vonir þeirra i Englandi e6a Bandarikjunum, þótt þeir syngju á dönsku i sinu heima- landi. Þetta kom reyndar allt á dag- inn, þvi i fyrra komust þeir á samning hjá Epic hljómplötu- fyrirtækinu i Bandarikjunum (þeir höfðu reyndar verið á samningi hjá útibúi Epic í Dan- mörku frá 1971), og fyrsta plata þeirra fyrir Bandarikjamarkað kom siðan út s.l. sumar. Plata þessi, sem heitir ein- faldlega Gasolin, er hugsuð sem nokkurs konar kynningarplata. A henni eru ekki ný lög, heldur valin lög af nokkrum fyrri plöt- um hljómsveitarinnar. En þar sem platan er ætluð fyrir Ban da r ik ja m ar ka ð, var textunum snúið yfir á ensku. Þrátt fyrir það missir Gasolin ekki sín dönsku einkenni, og greinilegt er, aö þeir reyna að láta sem mest á þvl bera, að þeir eru Danir, en ekki Englendingar eða Bandaríkja- menn, þótt þeir syngi á ensku. Til dæmis syngja þeir ensk- una með dálitlum dönskum hreim og furðulegt nokk, þaö gefur plötunni vissan sjarma. Einnig syngja þeir eitt lagið á plötunni á dönsku og fjalla þar að auki um Danmörku og Dani I textum sinum. Af þessu öllu gætu Islenzkar hljómsveitir heilmikið lært, og greinilegt er, að okkur vantar mann með framtaksemi og skoðanir Kim Larsens hér. A plötunni eru 10 lög, sem öll eru eftir hljómsveitarmeölimi og nokkra aðra menn, sem ég kann ekki skil á. Lögin skiptast nokkuð jafnt i létt rokklög og ró- leg lög, en það eru einkum ró- legu lögin, sem vekja eftirtekt hjá manni. Þarna eru gull- fallegar melódiur, sem gætu sómt sér á hvaða plötu sem er. Eitt þessara laga er „instru- mental”, og þar má vel heyra hinn ágæta gitarleik Franz Beckerlee, sem einnig má reyndar heyra I fleiri lögum á plötunni. Eitt er það, sem vekur nokkra furðu á plötunni, en þaö er, að sama lagið er báðum megin á henni. A fyrri hliö plötunnar heitir það „What A Lemon” og er sungið á ensku, en hinum megin heitir þaö „Rabalder- straede” og er sungið á dönsku. Ekki væri þetta neitt grunsam- legt, ef sömu menn væru skráðir fyrirbáöum lögunum, en svo er ekki. Fyrra lagið er skráö á Gasolin, S. Malone, D. Back og J. Bredstorf, en danska útgáfan á Gasolin, Larsen, Jonsson og Borgensen. Að visu er hægt að hugsa sér, að lagið sé eftir hljómsveitarmenn, en textarnir eftir hina, en samt sem áður er ótrúlegt, að þrjá menn hafi þurft til þess að koma saman texta I hvorri útgáfu. Þrátt fyrir þennan galla, ef galla skyldi kalla (þvi lagið er ágætt), kemur Gasolin mjög vel út frá þessari plötu, mun betur en ég bjóst við, er ég heyrði hana fyrst. Hún hefur á sér dá- lítið annað yfirbragð, en það er einmittþetta danska yfirbragð, sem gerir hana sjarmerandi. Beztu lög: Sad Song Of The Blue Bird Lots Of Success The Las Jim Lady Oh Lady SÞS Þetta er leðurmiöi, sem einungis finnst á gallabuxum sem heita Levi’s og eru framleiddar úr bezta fáanlega denim efni í heimin- um. Og sniðiö er enn hinn upphaflegi ameríski orginal frá1850. Líttu inn, fáðu að máta, og ef þú kaupir geturöu veriö viss um að þú gerðir reyfarakaup. EITT ORÐ um Levis áöur en þú leitar lengra laugavegi 89 laugavegi 37 13008 10535 Hagkvœmt er heimanám Helstu kennslugreinareru: Bókfærsla I. 2 bréf. Færslubækur og eyðublöð fylgja. Nlámsgjald 5.700,00. Bókfærsla II. 2 bréf. Færslur og eyðublöð fylgja. Reikningur. 10 bréf. Má skipta i tvö námskeið 2.900,00. Ensk verslunarbréf. 8 bréf. Nokkur enskukunnátta nauðsynleg. Námsgjald 2.900,00. Danska. 7 bréf + lesbók Bkr. 4.500,00. Enska I. 7 bréf og ensk lesbók. Námsgjald 2.900,00 + bækur 200,-. Enska II. 7 bréf og ensk lesbók II., orðabók og málfræði. Námsgjald 2.900,00 + bækur 800,00. Þýzka. 5 bréf. Námsgjald 2.900,00. Franska. 10 bréf. Námsgjald 2.900,00. Spænska. 10 bréf. Námsgjald 2.900,00. Sálar- og uppeldisfræði. 4. bréf. Námsgjald 1.800,00. Póstið úrklippuna vel útfyllta — eða komið, hringið, skrifið — og skólinn sendir yður allar nánari upplýs- ingar. Undirritaður óskar að gerast nemandi i eftirt. námsgr: □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr............. □ Vinsaml. sendið ókeypis kynningarbækling. (Nafn) (Heimilisfang) Klippiö auglýsingunaúr blaðinu og geymið! Bréfaskólinn SUÐURLANDSBRAUT32 REYKJAVÍK SÍMI 81255 sinni tónlistarsköpun. Tónlist þeirra er persónuleg og oft á- hrifamikil, einkum á B-hliðinni. Tónlist er af þjóðlagaættinni, en þó er það alls ekki einhlltt, þvi þeir bregða fyrir sig bæði léttu rokki og skemmtilegum djass- sveiflum. Ekkert eitt lag sker sig úr á þessari plötu. Lögin eru jöfn, og það er sterkur heildarsvipur á plötunni, tónlistarlega. Að mfn- um dómihefurÞokkabótþó gert betur I tónlist, hvað einstökum lögum viðvikur, þótt heildin hafi aldrei verið jafn góð, og á ég þá við lögin á Kreppu-plötunni, Hagvaxtartimburmenn og Þambara Vambara, sem eru tvö beztu lög Þokkabótar. Á sama tima og flestir Is- lenzkir popphljómlistarmenn sniða plötur sinar eftir vin- sældasjónarmiðum og reyna áð gera þær á allan hátt að sem mestum söluvarningi, fetar Þokkabót aðrar leiðir, og að mlnum dómibetrileiöir. Þaö er alltof sjaldgæft, að popphljóm- listarmenn hafi eitthvað aö segja á plötum sinum, og þvi er ánægjulegt aö vita til þess, að einhverjir tónlistarmenn eru reiðubúnir til þess að tjá hug sinn um málefni, sem skiptar skoðanir eru um — og þar með taka þá áhættu, aö skoöanir þeirra verði til þess, að einhver hópur manna sniögengur plöt- una. Hér á Mál og menning, sem gefur plötuna út, að sjálfsögðu hlut að máli, en þess ber aö geta að Þokkabót var ekki falið aö semja tónverk um hersetuna. Vonandi fáum viö meira aö heyra frá Þokkabót um herinn og hersetuna á næstu plötu, þvi enn hafa þeir aðeins gert þessu lauslega skil. Þá fáum við von andi tónverk, sem bæði spannar A-hlið og B-hlið, því óneitanlega er það galli þessarar plötu, hversu tviskipt hún er. G.S. Meistaraiuim. Bob Dylan — Hard Rain Columbia/FACO Einn merkasti tónlistarviðburð- ur Bandarikjanna á þessu ári er hljómleikaferðalag Bob Dylans með flokknum Rolling Thunder Revue um þver og endilöng Bandarikin. Dylan safnaði i kringum sig hóp tónlistarmanna, og voru flestir þeirra vinir Dylans. Má nefna þá þekktustu, eins og Joan Baez, Roger McGuinn og Jack Elliot. Nú hefur Dylan sent frá sér plötuúr ferðalaginu, Hard Rain, sem þvi miður inniheldur ekki þau nöfn, sem áður greindi, með Dylan, heldur rokkhluta Dyl- ans, sem gefur litla mynd af þessu merkilega feröalagi. Meðal undirleikara má nefna T- Bone Burnette, David Mans- field, Howard Wyett, Rob Stoner, Scarlet Rivera og Mick Ronson, allt góöir hljóðfæra- leikarar. Hann hefur tekið þann kostinn að hrófla sem minnst við upp- tökunum, sem oft eru ekki nógu góðar, þannig aö „sándiö” er ekki upp á það bezta i sumum lögunum, og öllmistök koma vel fram, þegar þvi er að skipta. Lögin eru öll af eldri plötum hans, og það yngsta er „Oh Sis- ster of Desire”. Útsetningum laganna hefur hann breytt, „rokkað þau upp”. Sumar breytingar takast vel, eins og „Maggie’s Farm”, aðr- ar illa, eins og „Lay Lady, Lay”, sem er klúður. Hard Rain er engin Desire, og hún hefði getað orðið miklu betri með meiri vinnu og betra starfi upp- tökumanna. G.G. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.