Tíminn - 31.10.1976, Síða 37

Tíminn - 31.10.1976, Síða 37
Sunnudagur 31. október 1976 TÍMINN 37 ® Blönduós Timann, að i húsinu yrði alhliða verkun á sjávarafla, eftir þvi sem hentaði á hverjum tima. Fyrir- tækið ætti þegar allar vélar til rækjuvinnslu og einnig væru áform uppi um að hefja vinnslu hörpudisks og verka saltfisk. Kvaðst Kári vonast til að vel gengi að koma húsnæðinu upp og að þeir fengju góða fyrirgreiðslu við það verk. Undanfarin ár hefur Særún látið vinna rækju i húsnæði Sölu- félags Austur-Húnvetninga og verður svo enn i vetur. Bjóst Kári við að veiðar yrðu leyfðar nú um helgina, og myndu tveir bátar leggja upp á Blönduósil vefur. Kári sagðist vonast til að þeim yrði úthlutað 250 lesta veiðileyfi eða sem nemur einum þriðja af þeim afla, sem leyft væri að landa i Húnavatnssýslum. Annað væri ekki sanngjarnt, — en i fyrra komu ekki nema 170 lestir i hlut Blönduósinga. AAenn og málefni þessi heimild um ráðstöfun 20% af útlánafé sjóðsins viðgengist lengi. Einnig kemur fram, að i ráðherratið Halldórs E. Sigurðs- sonar var þessi heimild lækkuð i 5% af útlánafé, en er nú 10%. Mörg dæmi eru til, að þessi heimild hefur verið notuð þannig, að ráðherra hefur notað þetta fé til þess að auðvelda rikisstofnun- um að komast i eigið húsnæði. A það bæði við um kaup rikis- stofnana af einstaklingum og stjórnmálaflokkum, og væri unnt að nefna þar nokkur dæmi. Þegar Listasafn íslands keypti umrædda eign af Framsóknar- flokknum, mun Framsóknar- flokknum hafa þótt útborgun litil, eða aðeins kr. 5 milljónir, en með Glaumbæ fylgdi brunabótaféð, rúmlega 14 millj. króna i reiðufé, eins og áður er sagt. Þáverandi fjármálaráðherra hefur tjáð mér, að samningar hafi náðst saman þannig, að hluti mismunar á mati eignanna var greiddur með skuldabréfi, en jafnframt gefið vilyrði fyrir þvi, að skuldabréfið yrði að hluta keypt fyrir þetta heimildarfé ráðherra, þegar selj- andi byggði og þyrfti á fénu að halda. Ella hefðu orðið að koma til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna kröfu seljanda uni hærri útborgun. Éghygg, að i þessu tilfelli hafi þessi heimild ráðherra komið Listasafni íslands til góða og tryggt stjórnendum þess mögu- leika á að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að leysa hús- næðisvanda safnsins eins og þeir sjálfir orða það i meðfylgjandi bréfi, dagsettu 8. marz 1972, þótt úrbætur yrðu ekki jafnskjótar og þeir höfðu vonað, vegna deilna við byggingarnefnd Reykjavik- ur.” Þáttur Selmu Jónsdóttur Þannig rekur Guðmundur G. Þórarinsson öll ádeiluatriði Vil- mundar, sem Vilmundur hefur þó fullyrt i grein sinni, að séu ekkert nema staðreyndir og aftur stað- reyndir! Hér fá menn þvi gott dæmi um blaðamennsku hans og sannleiksást. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þvi, að til þess að reyna að koma höggi á Framsóknar- flokkinn, er litið gert úr hinni þrautseigu baráttu dr. Selmu Jónsdóttur og annarra unnenda Listasafnsins, sem hafa beitt sér fyrir þvi áratugum saman að safnið eignaðist eigið húsnæði og höfðu þviforustu um, að þau kaup voru gerð, sem áreiðanlega eiga eftiraðreynast safninu hagkvæm og heilladrjúg. Þ.Þ. Auglýsið i Tímanum Asgeir Ásgeirsson: 5, greín Bóndi minn, þitt bú..." Sumarið 1974, ellefuhundrað- aðasta landsetuárið okkar, átti ég þess kost að ferðast nokkuð um suðvestur hluta landsins i fylgd með áttræðum norskum bónda. Hann dáðist mjög að landinu og nýuppbyggingu bændabýlanna en saðist ekki geta skilið tilveru alls þess óhemju aragrúa nýtilegra og ónothæfra véla og bila er viða bæri fyrir gests augað, „det maa være enslágs overmotor- isering, som ikke kan være af det heldigste”, var meining hans. Ég er þessum gesti að ýmsu leyti sammála, og ég held að aðalorsökina sé að finna að innflytjendur véltækjanna eigi þar drýgstan þátt i, og þó — eiga sumir búnaðarráðunautar einnig nokkra sök þar á, og svo ber að gæta þess að tilrauna- stjórar hafa aldrei getað fram- kvæmt ýtarlegar upplýsandi til- raunir vegna ónógs fjárfram- lags. Einnig má rekja orsakir til þess, að það er nú fyrst siðustu árin sem bændur hafa verið al- menn hvattir til að ferðast um og skoða hjá öðrum, læra af öðrum, og sannprófa að það er mikil vizka i orðum Helgu á Kirkjubóli er hún, 28.12, 1884, biður um skólavist fyrir ungan son sinn og segir: ,,þvi verður sá er viða fer, visari þeim er heima er.” Ef satt reynist að á hverfandi ári hafi stjórnvöld ekki séð sér fært að láta neitt til viðbótar um fram venjulegan smáskammt til tilraunaeflingar búnaðinum, ja, þá er timi til kominn að á verði breyting, og þannig áhaldið að gagni komi. Heimta, það er alltaf hægt að nota stór orð og heimta, en ég benti á i 3. grein minni leiðir til úrbóta, sem ekki fela i sér mikla heimtufrekju, heldur sanngirni. Ég trúi ekki að bændur telji sér óskylt að leggja eitthvað af mörkum ef þeir sannfærast um að hinir ungu og upprennandi visindamenn innan landbúnað- arins svo sem 80% af því er þeir telja sig þurfa til að geta unnið sitt verk sómasamlega. Einhvern tima las ég það að Sveinn búfr. Tryggvason geri þá tillögu að stjórnir stéttarsam- bands bænda, búnaðarfélags Is- lands og framleiðsluráð land- búnaðarins yrðu sameinaðar undir eina stjórn. Ég vona þetta sé rétt með farið. Ég mundi telja þetta hyggilegt og þaí einnig að slik stjórn yrði kosin til 5 ára i senn, er hún hefði lagt fram áætlun til 5 ára er menn yrðu sammála um að lofaði góðu. Nú, stjórn sem reyndist ekki hæf til framfylgja sinni eigin stefnuskrá, yrði auðvitað ekki endurkjörin. Sama hátt þyrfti einnig á að hafa i hinum aðalatvinnuvegi okkar, sjávar- útveginum, þ.e.a.s. visinda- deilda hans. Það væri ábyggilega hollt að enginn sæti til eilifðar i hátt- settum embættum nema sannað sé ágæti sliks aðila. Ný- ungar koma og fara og það þarf si og æ vera að meta og vega samkvæmt áliti þorrans, póli- tisk sjónarmið stjórnmála- mannsins sem þorði ekki að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu af hræðslu við að missa atkvæði kvenfélagsins i sýslunni má ekki dafna frekar en orðið er. Það þarf að gera ýtarlega út- tekt á gömlum votheysturnum, sérstaklega þar sem bændur hafa haft illa reynslu af verkun heys i þeim, og reyna að komast að þvi hvort gallar, sem kunna að hafa verið aðalorsök að illri reynslu, séu ekki úrbætanlegir. Það er vitað að vegna lélegs steypuefni eru turnar oft á tiðum lekir, mikið sprungnir og hrjúfir innan vegna frost- skemmda. Sli'ka galla má oft lagfæra á ýmsan hátt, með tiltölulega litlum kostnaði, og skulu hér nokkrar leiðir taldar: að smyrja turna að innan með epoxy-efnum, hefur oft gefist vel, en áriðandi er að áður en það er gert er nauðsynlegt að hreinsa innra byrðið vel og vandlega. á markaðnum eru nú til ýmsar plastmálningar gerðir, sem eru ódýrari en epoxy-efni, en það er eins með þær að fyllsta hreinlætis þarf að gæta. Hér er átt við þau efni er þola vel frost og hafa mikla teygju. Þessar málningartegundir væri án efa einnig til mikiila bóta að nota á ytrabyrði turn- anna svo vatn gangi sfður inn i steypuna. hugsanlegt er að nota gler- trefjaplast, en þá verður að vera tryggt að vatn eða raki komist ekki utanfrá, þvi ef svo væri mundi húðin detta af eftir 1-2 ár, eða að minnsta kosti þurfa fljótlega miklar endurbætur. Þessi aðferð verður altaf dýrari en báðar áður nefndu aðferðimar. i vor sem leið ræddi ég við sér- fræðinga úti i Englandi um kostnað á að gera loftþéttan poka innan i turn sem væri 4 m í þvermál og 9 m hár, svo- kölluðu butyl-rubber, .040” að þykkt. Verðið var þá, i maí, nálægt 97 þús. krónur pr. poka, en lækkandi við fram- leiðslu á 20, 40, og 100 stk., um 5, 7,5 og 10%. Verðið hefur eitthvað hækkað siðan vegna hærra úrgangsoliu-verðs. Ég er sannfærður um kosti þessara endurbóta á gömlum turnum, og það ekki síst að það gefur möguleika til lofttæmingar, sem gefur betri raun en ekki, og þar sem mjaltavélar eru fyrir hendi verður sáralitill tilkostnaður. Ugglaust eru til fleiri ráð til endurbóta, en ég læt þessa upptalningu nægja. Ég hefi hannað verksmiðjubyggðann votheys- turn, sem örugglega veröur ódýrari i framleiðslu en turn byggður á notkunarstað. Hér fer á eftir samanburður á turnum með 6 m þvermál og 6 m hæð: Efnisþörf: Mölirúmm. Sement i lOOOkg Jafnþykkir veggir 400kg/rúmm. 22,6 9 Verksmiðjuframl. 500kg/rúmm. 11,0 5,5 Sparnaður 51,3% 38,9% Aðrir kostir: • mótakostnaður minni • sterkari vegna járnabindinga og meiri notkun sements • standa betur gegn jarðskjálftum • hægt að flytja til nema botnplötu • þorna hægar og því minni sprunguhætta. Reykjavík 28. október 1976, Fyrirspurnir má senda til: Asgeir Asgeirsson, Pósthólf 5213, Reykjavik. Það er staðreynd að fjarskiptin byggjast á góðu loftneti I því bendum við á HMP og Naval S V GP5m 5/B fyrir skip og landstöðvar TA-SR fyrir leigu- og sendibíla GP27 5/8 X fyrir CB stöðvar BENCO Bolholti 4, sími 91-21945

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.