Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 28.11.2005, Qupperneq 4
4 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR BAKÚ, AP Lögreglan í Bakú, höfuð- borg Aserbaídsjan, þurfti að hafa hendur í hári fjölda mótmælenda sem söfnuðust saman til að krefjast þess að kosningar færu fram í land- inu á ný. Þetta var í fyrsta sinn síðan kosningarnar fóru fram þann 6. nóvember sem lögreglan þurfti að beita mótmælendur valdi. Halda þeir því fram að brögð hafi verið í tafli við talningu atkvæðanna. - fb Kosningar í Aserbaídsjan: Lögreglan beitti valdi Drukknir ökumenn Fjórir stútar voru við stýri í Hafnarfirði í nótt. Ökumenn- irnir voru handteknir af lögreglunni í Hafnarfirði og færðir til skýrslutöku. Snemmbúin flugeldasýning Um klukkan 12 á miðnætti á laugardags- kvöld var kveikt í flugeldatertu við hús í Kópavogi. Kvartanir bárust frá íbúum nágrennisins vegna ónæðis. Lögreglan í Kópavogi vill minna á að ekki er heimilt að skjóta upp flugeldum nema á gaml- ársdag og á þrettándanum. Útafakstur í hálku Bíl var ekið út af við Eyrarbakkaveg á Suðurlandi um níuleytið í fyrrakvöld. Nokkur hálka var á veginum. Engin slys urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR KÓPAVOGUR Hátt í átta hundruð umsóknir bárust Kópavogsbæ um byggingarétt á Kópavogstúninu svonefnda en það stendur uppi af sjálfum Kópa- voginum. Á því eru meðal annars byggingar gamla Kópavogshælisins sem Landspítal- inn hefur nú til umráða. Ráðgert er að reisa samtals 173 íbúðir á túninu, jafnt einbýli sem fjölbýli. Flosi Eiríksson, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar, er meðal umsækjenda um byggingarétt og hefur hann sagt sig frá umfjöllun og afgreiðslu umsókna í bæjarráði. - bþs Ásókn í lóðir á Kópavogstúni: Flosi meðal umsækjenda Ný stjórn ungliðahreyfingar VG Sveinn Rúnar Einarsson tekur við stöðu formanns ungliðahreyfingar Vinstri grænna í Kópavogi af Emil Hjörvari Petersen. Þetta ákvað ungliðahreyfingin á aðalfundi sem haldinn var að loknu prófkjöri VG í Kópavogi á laugardag. STJÓRNMÁL FLOSI EIRÍKSSON BÆJARFULLTRÚI Er í hópi fjölda umsækjenda um lóðir á Kópavogs- túni. NETTENGINGAR Flutningsgjöld um Farice-sæstrenginn eru allt að ellefu til átján sinnum hærri en flutningsgjöld í nágrannalöndum Íslands. Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, segir þann samanburð þó ekki sann- gjarnan miðað við stærð markað- ar hér á landi. „Við erum hér ein þjóð úti í hafi og erum ein að borga undir þetta allt saman,“ segir Guð- mundur. „London og New York eru til dæmis milljónasamfélög sem eru að nota sams konar þjónustu í miklu meiri mæli.“ Farice er annar tveggja str- engja sem liggja til Íslands. Hinn strengurinn er CANTAT þrír. Sá strengur er orðinn ellefu ára gam- all og flutningsgeta hans er mun minni en hjá Farice en Guðmundur segir Farice ekki hafa séð sér fært að bjóða jafn lágt verð og gert er hjá CANTAT. „Verðskráin endur- speglar kostnað við að reka streng- inn og borga niður fjárfestinguna á bakvið hann. Við erum ekki að taka inn hagnað og hátt verð liggur alls ekki í álagningu af okkar hálfu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir ef eftirspurn yrði eftir flutningsgetu ykist myndi það leiða til verðlækkunar. Að undanförnu hafa hátæknifyrir- tæki flutt starfsemi sína úr landi. Ástæður þess eru margvíslegar en ein sú helsta er hátt gengi krón- unnar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi er einnig óhagstætt að mörgu öðru leyti, meðal annars vegna hás verðs flutningskostnaðar, lítillar flutn- ingsgetu sæstrengjanna og skorts á öryggi þeirra þar sem samband rofnar oftar en eðlilegt þykir. „Ljóst er að til þess að ýmiss konar viðskipti geti dafnað hér á landi og hingað komi viðskipta- félög með nýja starfsemi verður eitthvað að gerast í þessari verð- lagningu og auknu öryggi,“ segir Guðmundur og tekur undir að ákveðin pattstaða ríki í þessum málum. Farice hafi ekki möguleika á að lækka flutningsgjöldin nema fá fleiri fyrirtæki í viðskipti við sig en fyrirtækjum þyki verðlagning há. „Svo eru hátæknifyrirtækin farin að flýja land vegna hás geng- is krónunnar og það er mjög vond staða,“ segir Guðmundur. „Síðast- liðin tvö ár hafa erlend fyrirtæki sýnt áhuga á því að koma hingað með nýja starfsemi en það sem fælir þau frá er há flutningsgjöld og að öryggi Farice hefur ekki verið nóg. Það ætti að vera hægt að laga þetta. Ríkið hefur stutt ágæt- lega við þetta dæmi hingað til og það verður engin breyting til batn- aðar nema með samstarfi ríkis og atvinnulífsins.“ johannas@frettabladid.is Dýrari og ótraustari nettenging Farice Flutningsgjöld um Farice eru dýrari en í nágrannalöndunum. Verðlækkanir verða ekki nema með auknum viðskiptum. Óhagstætt viðskiptaumhverfi skap- ar pattstöðu sem ekki verður leyst nema með samstarfi ríkis og atvinnulífs. GUÐMUNDUR GUNNARSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI FARICE Pattstaða ríkir á íslenskum viðskiptamarkaði meðal annars vegna hárra flutningsgjalda um sæstrengi og skorti á öryggi þeirra. ÓTRAUST OG DÝR TENGING Farice-sæstrengurinn liggur frá Skotlandi til Íslands. Öryggi hans hefur verið ábótavant og flutningsgjöld eru dýr. Farice hefur ekki kost á að lækka gjöldin fyrr en viðskiptaumhverfið verður hagstæðara. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 25.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 63,06 63,36 108,43 108,95 9,929 9,987 7,794 7,84 9,405 9,461 0,5282 0,5312 89,67 90,21 74,08 74,5 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,5603 SPÁNN, AP Búist er við miklu hvass- viðri af völdum hitabeltisstorms- ins Delta á Kanaríeyjum í dag. Delta var yfir miðju Atlants- hafi í gær og var vindhraði hans síðdegis um 65 km/klst. og fór í 80 km/klst. í mestu byljunum. Veðurfræðingar eiga von á því að stormurinn nái yfir eyjarnar í dag. Ekki er hægt að spá fyrir um hvaða óskunda hann veldur því búist er við að heldur dragi úr krafti hans þegar hann nálgast eyjarnar. Delta er tuttugasti og fimmti stormurinn á Atlantshafi í ár, en stormar yfir hafinu hafa aldrei mælst fleiri. ■ Kanaríeyjar: Búist við miklu hvassviðri EVRÓPA, AP Mikil vetrarveður herjuðu á stóran hluta Evrópu um helgina. Rafmagn hefur sums staðar farið af, flugi verið aflýst og umferðaröngþveiti myndast á hálum þjóðvegum. Miklar rigningar skemmdu uppskeru á Ítalíu og ollu flóðum víðs vegar um landið. Var fólk sums staðar beðið um að yfir- gefa heimili sín á meðan ástandið varir. Austurríkismenn vöruðu við hættu á snjóflóðum í Alpafjöllum í gær og vöruðu yfirvöld skíða- fólk við því að fara af merktum skíðaleiðum. Í Belgíu fór rafmagn af stórum hluta landsins vegna veðurs. Belgískur útigöngumað- ur lést úr kulda en tveir félag- ar hans voru fluttir á sjúkrahús vegna ofkælingar. Þremenning- arnir fundust í anddyri kirkju í Brussel. Hundruð breskra vegfarenda sem urðu strandaglópar vegna veðurs og ófærðar komust loks til síns heima á laugardag með aðstoð breska hersins. ■ Vetrarveður veldur vandræðum í Evrópu: Miklir kuldar og snjóar VETRARVEÐUR Vetrarhörkur hafa eyðilagt uppskeru í Ítalíu síðustu dagana. Þessi mynd var tekin í Mílanó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EGYPTALAND, AP Egypski stjórn- málaflokkurinn Bræðralag mús- lima, sem bannaður var fyrir 51 ári síðan, tilkynnti í gær að hann væri búinn að vinna 76 af 454 sætum í egypska þinginu. Annar áfangi egypsku þingkosninganna af þrem- ur fór fram á laugardag og í þeim vann flokkurinn 29 sæti til viðbótar þeim sem hann hefur þegar unnið. Þriðji áfangi kosninganna mun eiga sér stað 1. desember. Þó Bræðralag múslima sé opin- berlega bannað er flokkurinn viðurkenndur sem mikið áhrifavald á bak við tjöldin í egypskum stjórn- málum. Flokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á egypska þinginu. ■ Þingkosningar í Egyptalandi: Kjósa bannaða KJÓSANDI HANDTEKINN Egypskir lögreglu- menn handtaka mann fyrir utan kjörstað á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.