Fréttablaðið - 28.11.2005, Side 8

Fréttablaðið - 28.11.2005, Side 8
8 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR ORKUMÁL Orkustofnun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafa sett nýtt orkufyrirtæki á laggirnar á Akureyri, með fjárhagslegri aðstoð KEA, Samorku og Evrópusam- bandsins. Fyrirtækið Orkusetrið tók til starfa á fimmtudag undir stj- órn Sigurðar Inga Friðleifssonar. „Þetta er í samstarfi við Evr- ópusambandið,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. „Við sóttum um styrk vegna þessa því Evrópuþjóð- ir eru að hugsa um þetta mál, það er að fara vel með orku. Sambandið leggur í þetta fimm til sex milljón- ir króna í þrjú ár. Síðan erum við í samstarfi við KEA, sem leggur einnig fimm milljónir króna í þetta á ári í þrjú ár, og svo kemur ríkið að þessu að auki.“ Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotk- un og möguleika til orkusparn- aðar. Verkefni Orkuseturs verða einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis. Til Akureyrar verða jafnframt flutt verkefni á sviði vettvangs um vistvænt elds- neyti sem hefur það að markmiði að vera stjórnvöldum til ráðgjaf- ar í málefnum er varða vistvænni eldsneytisnotkun og möguleika á nýtingu innlendrar orku í því sam- hengi. - jh/smk Nýtt Orkusetur mun draga fleira fólk til Norðurlands: Vistvæn orka á Akureyri VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Nýtt Orkuset- ur tók til starfa á Akureyri á fimmtudag. MADRÍD, AP Rúmlega tuttugu og átta þúsund manneskjur voru hand- teknar á Spáni á síðasta ári vegna heimilisofbeldis. Alls bárust lögreglunni yfir 43.800 kvartanir vegna ofbeldis á konum í landinu. Frá janúar fram í nóvember á þessu ári voru 56 konur myrtar á Spáni af mökum sínum eða fyrrverandi mökum. Það eru ellefu prósentum færri morð en í fyrra en þá voru 72 konur myrtar. Talið er að aðeins fimm prósent þolenda heimilisofbeldis á Spáni kæri verknaðinn til lögreglu.■ Heimilisofbeldi á Spáni: Aðeins fimm prósent kæra SKIPULAG Félagsmenn í Flugmála- félagi Íslands telja það óviðunandi að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Enn frá- leitari segja þeir hugmyndina vera um að flytja starfsemi Reykjavík- urf lugval lar til Keflavíkur. Þetta kemur fram í sam- þykkt félags- ins frá síðasta ársfundi. F é l a g s - menn segja að þó flug- s t a r f s e m i Reykjavíkur- flugvallar taki nokkurt landrými sé þjónustan og starfsemin sem völlurinn veiti nauðsynleg höfuð- borgarsvæðinu og ekki síður lands- byggðinni, sérstaklega þegar litið sé til sjúkraflugs. - smk Flugmálafélag Íslands: Vill flugvöllinn í Vatnsmýri FLUGVÖLLURINN Í REYKJAVÍK Félagar í Flugmálafélaginu vilja hann á sínum stað. TRÚMÁL Fulltrúar fimm trúfélaga á Íslandi veittu nýjasta tölublaði blaðs Alþjóðahússins, Eins og fólk er flest, móttöku við formlega athöfn á föstudaginn. Sérstakt viðfangsefni þessa tölublaðs er trúarbrögð og er markmiðið að fjalla um trúarbrögð á aðgengilegan hátt ásamt því að vekja athygli á gildi þeirra fyrir samfélag og einstakling. Fulltrúar helstu trúfélaga á Íslandi hafa hist á fundum frá því í vor að frumkvæði þjóðkirkjunnar til þess að kanna grundvöllinn fyrir stofnun sérstakrar samráðsnefnd- ar trúfélaga á Íslandi. Markmiðið með þessari vinnu er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum trúarbrögðum. Nefndinni er einnig ætlað að stuðla að upplýsingaflæði og málefnaleg- um samskiptum milli trúfélag- anna og hjálpa þeim við að ræða sameiginleg hagsmunamál eins og aðgang að trúarlegri þjónustu á opinberum vettvangi. Í blaðinu er að finna umfjöll- un um bahá‘ía, búddista, gyðinga, kristna og múslima. Blaðið er ritað á íslensku og ensku og er dreift um landið til bensínstöðva. - saj Stefnt að skipun sérstakrar samráðsnefndar trúfélaga á Íslandi: Umburðarlyndi og virðing FULLTRÚAR TRÚFÉLAGA HITTAST Fulltrúar ásatrúarfélagsins, Bahá‘í samfélagsins, Félags múslima á Íslandi, kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar við útgáfuathöfn blaðs Alþjóða- hússins. �� ���������������������� ���������������� ��������� ������������������������������� ������������������������������������������ ������� ����������� ����� �������������� ���������������������������������������������� ���������������� ������������������������ ��������������� ���� �������������������������������������� �������������������� ��������������� ������ �������� ������ ������� ������� �� �������������� �� ��������������������������������� ��������������������������� ���� ������������������ ������������������ ��� ���������� �� ������ ��� ������������������������������� ���� ��������� ���������������������� Borgarstjórnarflokkur F - listans. Reykjavíkurflugvöllur er þekkingarþorp Borgarstjórnarflokkur F - listans boðar til almenns fundar um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Norræna húsinu þriðjudaginn 29. nóv. kl.17 Dagskrá: Fundarstjóri Margrét Sverrisdóttir Allt áhugafólk um flugvöllinn er hvatt til að mæta á fjörugan fund um málefni sem brennur á borgarbúum. Framsögumenn Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair Group og Icelandair Benóný Ásgeirsson Yfirflugstjóri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.