Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.11.2005, Qupperneq 8
8 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR ORKUMÁL Orkustofnun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafa sett nýtt orkufyrirtæki á laggirnar á Akureyri, með fjárhagslegri aðstoð KEA, Samorku og Evrópusam- bandsins. Fyrirtækið Orkusetrið tók til starfa á fimmtudag undir stj- órn Sigurðar Inga Friðleifssonar. „Þetta er í samstarfi við Evr- ópusambandið,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. „Við sóttum um styrk vegna þessa því Evrópuþjóð- ir eru að hugsa um þetta mál, það er að fara vel með orku. Sambandið leggur í þetta fimm til sex milljón- ir króna í þrjú ár. Síðan erum við í samstarfi við KEA, sem leggur einnig fimm milljónir króna í þetta á ári í þrjú ár, og svo kemur ríkið að þessu að auki.“ Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotk- un og möguleika til orkusparn- aðar. Verkefni Orkuseturs verða einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis. Til Akureyrar verða jafnframt flutt verkefni á sviði vettvangs um vistvænt elds- neyti sem hefur það að markmiði að vera stjórnvöldum til ráðgjaf- ar í málefnum er varða vistvænni eldsneytisnotkun og möguleika á nýtingu innlendrar orku í því sam- hengi. - jh/smk Nýtt Orkusetur mun draga fleira fólk til Norðurlands: Vistvæn orka á Akureyri VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Nýtt Orkuset- ur tók til starfa á Akureyri á fimmtudag. MADRÍD, AP Rúmlega tuttugu og átta þúsund manneskjur voru hand- teknar á Spáni á síðasta ári vegna heimilisofbeldis. Alls bárust lögreglunni yfir 43.800 kvartanir vegna ofbeldis á konum í landinu. Frá janúar fram í nóvember á þessu ári voru 56 konur myrtar á Spáni af mökum sínum eða fyrrverandi mökum. Það eru ellefu prósentum færri morð en í fyrra en þá voru 72 konur myrtar. Talið er að aðeins fimm prósent þolenda heimilisofbeldis á Spáni kæri verknaðinn til lögreglu.■ Heimilisofbeldi á Spáni: Aðeins fimm prósent kæra SKIPULAG Félagsmenn í Flugmála- félagi Íslands telja það óviðunandi að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Enn frá- leitari segja þeir hugmyndina vera um að flytja starfsemi Reykjavík- urf lugval lar til Keflavíkur. Þetta kemur fram í sam- þykkt félags- ins frá síðasta ársfundi. F é l a g s - menn segja að þó flug- s t a r f s e m i Reykjavíkur- flugvallar taki nokkurt landrými sé þjónustan og starfsemin sem völlurinn veiti nauðsynleg höfuð- borgarsvæðinu og ekki síður lands- byggðinni, sérstaklega þegar litið sé til sjúkraflugs. - smk Flugmálafélag Íslands: Vill flugvöllinn í Vatnsmýri FLUGVÖLLURINN Í REYKJAVÍK Félagar í Flugmálafélaginu vilja hann á sínum stað. TRÚMÁL Fulltrúar fimm trúfélaga á Íslandi veittu nýjasta tölublaði blaðs Alþjóðahússins, Eins og fólk er flest, móttöku við formlega athöfn á föstudaginn. Sérstakt viðfangsefni þessa tölublaðs er trúarbrögð og er markmiðið að fjalla um trúarbrögð á aðgengilegan hátt ásamt því að vekja athygli á gildi þeirra fyrir samfélag og einstakling. Fulltrúar helstu trúfélaga á Íslandi hafa hist á fundum frá því í vor að frumkvæði þjóðkirkjunnar til þess að kanna grundvöllinn fyrir stofnun sérstakrar samráðsnefnd- ar trúfélaga á Íslandi. Markmiðið með þessari vinnu er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum trúarbrögðum. Nefndinni er einnig ætlað að stuðla að upplýsingaflæði og málefnaleg- um samskiptum milli trúfélag- anna og hjálpa þeim við að ræða sameiginleg hagsmunamál eins og aðgang að trúarlegri þjónustu á opinberum vettvangi. Í blaðinu er að finna umfjöll- un um bahá‘ía, búddista, gyðinga, kristna og múslima. Blaðið er ritað á íslensku og ensku og er dreift um landið til bensínstöðva. - saj Stefnt að skipun sérstakrar samráðsnefndar trúfélaga á Íslandi: Umburðarlyndi og virðing FULLTRÚAR TRÚFÉLAGA HITTAST Fulltrúar ásatrúarfélagsins, Bahá‘í samfélagsins, Félags múslima á Íslandi, kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar við útgáfuathöfn blaðs Alþjóða- hússins. �� ���������������������� ���������������� ��������� ������������������������������� ������������������������������������������ ������� ����������� ����� �������������� ���������������������������������������������� ���������������� ������������������������ ��������������� ���� �������������������������������������� �������������������� ��������������� ������ �������� ������ ������� ������� �� �������������� �� ��������������������������������� ��������������������������� ���� ������������������ ������������������ ��� ���������� �� ������ ��� ������������������������������� ���� ��������� ���������������������� Borgarstjórnarflokkur F - listans. Reykjavíkurflugvöllur er þekkingarþorp Borgarstjórnarflokkur F - listans boðar til almenns fundar um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Norræna húsinu þriðjudaginn 29. nóv. kl.17 Dagskrá: Fundarstjóri Margrét Sverrisdóttir Allt áhugafólk um flugvöllinn er hvatt til að mæta á fjörugan fund um málefni sem brennur á borgarbúum. Framsögumenn Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair Group og Icelandair Benóný Ásgeirsson Yfirflugstjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.