Fréttablaðið - 28.11.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 28.11.2005, Síða 10
10 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR BARNAVERND Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs bárust Barnaverndarstofu alls 3.648 tilkynningar um brot gegn 3.576 börnum. Af þeim bárust 71,9 prósent tilkynninganna frá höfuðborg- arsvæðinu og 28,1 prósent frá landsbyggðinni. Ástæður til- kynninga skiptast þannig að 46,7 prósent eru vegna áhættuhegð- unar barna, 35,6 prósent vegna vanrækslu, 17,3 prósent vegna ofbeldis, og 0,4 prósent vegna gruns um að heilsa eða líf ófædds barns sé í hættu. Barnaverndarstofa heldur utan um fjölda tilkynninga sem berast barnaverndarnefndum landsins, en sískráning brota hófst í byrj- un þessa árs. Síðan í febrúar árið 2004 hefur Neyðarlínan tekið við tilkynningum um brot gegn börn- um, en enn berast langflestar til- kynningar beint til barnavernd- arnefnda, um 95 prósent allra tilkynninga. Langflestar tilkynn- ingar sem berast Neyðarlínunni eru vegna mála í Reykjavík. Ef grunur leikur á að líf barns- ins sé í hættu sendir Neyðarlínan lögreglu og sjúkrabíl á svæðið. Sé um annan forgang að ræða sendir Neyðarlínan málið til starfsmanns viðkomandi barna- verndarnefndar, en alltaf er starfsmaður á bakvakt, berist tilkynningin utan venjubundins vinnutíma. Að öðru leyti er málið sent viðkomandi barnaverndar- nefnd í býtið daginn eftir að til- kynning berst. Ef grunur leikur á að brotið sé gegn barni ber fólki samkvæmt lögum að tilkynna það. „Sú skylda hvílir á hverjum og einum að ef grunur vaknar um að barn búi við slæman aðbúnað að tilkynna það til barnaverndar,“ segir Þórhildur Líndal lögfræð- ingur, sem starfaði í áratug sem umboðsmaður barna. „Það er mikil hagræðing í því að nú er bara eitt númer sem hægt er að hringja í til þess tilkynna grun um brot, ég held það sé mikið til hins góða og auðveldi fólki að til- kynna.“ smk@frettabladid.is Fundarstjóri verður Sigurður Brynjólfsson, forseti Verkfræðideildar. Allir velkomnir. Stjórn VHÍ Dagskrá: 16:00 Setning. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra. 16:10 Verkfræðileg nálgun við banka. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands. 16:30 Súrefnisrannsóknir og sprotafyrirtæki. Samstarf verkfræðinga og lækna í lífverkfræði. Einar Stefánsson, Landspítali – Háskólasjúkrahús. 16:50 Viðurkenning Verkfræðistofnunar fyrir framúrskarandi rannsóknarframlag. Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar VHÍ. 16:55 Viðurkenningar til bestu meistaranema í verkfræði. Agnar Már Jónsson, forstjóri Opinna kerfa ehf. 17:00 Ársskýrsla Verkfræðistofnunar HÍ. Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar VHÍ. 17:10 Léttar veitingar og spjall. Ársfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands verður haldinn í Öskju, Sturlugötu 7, miðvikudaginn 30. nóvember, frá kl. 16:00–18:00. ÁRSFUNDUR F í t o n / S Í A F I 0 1 5 3 7 0 ALÞINGI Lagafrumvarp um rann- sóknarnefndir hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpinu er ætlað að bæta úr þeirri staðreynd að í íslensk- um lögum er ekki gert ráð fyrir skipun almennra og óháðra rann- sóknarnefnda, sem rannsakað geta mál yfirvalda eða stjórn- valdsathafnir er varða almanna- hag. Slíkar nefndir og lög um þær er að finna í mörgum nágranna- ríkjanna. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frum- varpsins. - smk Rannsóknarnefndir: Frumvarp á Alþingi RÉTTINDABARÁTTA Alþjóðleg sam- tök launafólks í almannaþjónustu (PSI) vilja að Almennt samkomu- lag um verslun á sviði þjónustu (GATS) verði stöðvað uns ríkis- stjórnir þróuðu ríkjanna hafa gert samkomulag við verkalýðshreyf- inguna og samtök sem berjast fyrir almannahag um Almennt samkomulag um almannaþjón- ustu (GAPS). Ögmundur Jónasson, formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og þingmaður Vinstri grænna, á sæti í stjórn PSI en stjórnarfundi samtakanna er nýlokið. Á fundinum kom fram að lítill vilji væri innan Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar til að hægja á kröfunni um einkavæð- ingu almannaþjónustu, hvað þá að vinna að samkomulagi um GAPS. Af hálfu launþegasamtakanna snýst hugmyndin um GAPS um að skilgreina mannleg, félagsleg og efnahagsleg réttindi, skylda ríkis- stjórnir til að tryggja réttindin og fjalla um leiðir til að ná skil- greindum markmiðum. - bþs Heimssamtök launþega vilja stöðva GATS-samningana og treysta réttindi fólks: Mannleg réttindi verði skýrð ÖGMUNDUR JÓNASSON Situr í stjórn PSI. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ALMANNATRYGGINGAR Forsvars- menn Félags eldri borgara í Reykjavík gengu á fund umboðs- manns Alþingis í síðustu viku í leit að svörum um hvort breyt- ingar í reglugerðum Heilbrigð- isráðuneytisins gengu þvert á lög um almannatryggingar. Breytingar þessar hafa stöðvað greiðslur Tryggingastofnunar til fjölmargra ellilífeyrisþega. Umboðsmaður hefur því farið fram á að heilbrigðisráðuneytið rökstyðji á hvaða lagagrund- velli breytingarnar voru gerð- ar og ber ráðuneytinu að svara ekki síðar en 1. desember. „Við vonumst auðvitað til að reglugerðin verði einfaldlega dregin til baka,“ segir Mar- grét Margeirsdóttir, formaður félagsins. - smk Umboðsmaður Alþingis: Vill útskýringu ráðuneytisins FUGLAFLENSUÆFING Læknar í Hanoi í Víet- nam þykjast sinna sjúklingi, en fuglaflensu- æfing var haldin í borginni í gær. Um 900 manns tóku þátt í æfingunni, sem haldin var svo heilbrigðisyfirvöld í landinu gætu verið sem best undirbúin ef fuglaflensufar- aldur brýst út. Yfir fjörutíu manns hafa látist úr fuglaflensu í Víetnam síðan árið 2003. MYND/AP FJARSKIPTI Á laugardaginn var settur upp fjarskiptaendurvarpi á Hjörleifshöfða. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti bún- aðinn og rafgeyma á staðinn og sáu meðlimir björgunarsveitar- innar Víkverja ásamt Sigurði H a r ð a r s y n i rafendavirkja um uppsetn- inguna. Endurvarp- anum er ætlað það hlutverk að auka sam- sk iptaör yggi ef kemur til e ld su mbr ot a í Kötlu. Fyrir eru endurvarpar á Háfelli og í fjallinu Höttu en hugs- anlegt er að eldgos gæti haft áhrif á virkni þeirra. - saj Endurvarpi á Hjörleifshöfða: TF-LÍF flytur búnað á fjall NEYÐARLÍNAN Neyðarlínunni 112 berast aðeins um fimm prósent allra tilkynninga um brot gegn börnum. Langflest brot á höf- uðborgarsvæðinu Langflestar tilkynningar um brot gegn börnum berast frá höfuðborgarsvæðinu, rúm sjötíu prósent. Af öllum tilkynningum um brot gegn börnum berast 95 prósent tilkynninganna beint til barnaverndarnefnda. TIL BÓTA Þórhildur Líndal var umboðsmaður barna í áratug. Hún segir það vera mikið til bóta að nú sé hægt að tilkynna grun um brot gegn börnum til Neyðarlínunnar. VERÐLAUN Þróunarfélag mið- borgarinnar afhenti síðastlið- inn föstudag Hótel Reykjavík Centrum viðurkenningu fyrir að „hafa með framúrskarandi hætti stuðlað að þróun og uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í tilkynningu. Við sama tækifæri var Frank Michael- sen úrsmíðameistara afhentur Njarðarskjöldurinn. Skjöldur- inn er veittur sem viðurkenning til þeirra sem þykja hafa rekið ferðamannaverslun ársins. Bygging hótelsins við Aðal- stræti á sér nokkuð sérstæða sögu þar sem skálarústir frá landnáms- öld komu í ljós þegar hafist var handa við gröft. Á næsta ári verð- ur opnuð sýningaraðstaða undir hótelinu þar sem hægt verður að virða fyrir sér rústirnar. Sér- stakt lof fær hótelbyggingin sjálf þar sem gamli timburhúsastíllinn hefur verið endurlífgaður. Úrsmíðaverkstæði Franks Michaelsen á rætur sínar að rekja til ársins 1909 er Frank opnaði sína fyrstu verslun á Sauðárkróki. Í dag er úrsmíðaverkstæðið rekið af Frank Michaelsen hinum þriðja ásamt Róbert Michalsen syni hans. - saj Hótel Reykjavík Centrum og Frank Michaelsen fá viðurkenningar: Þróunarverðlaun miðborgar NJARÐARSKJÖLDURINN AFHENTUR Stefán Jón Hafstein afhendir Frank Michaelsen Njarðar- skjöldinn á föstudag. UNNIÐ VIÐ UPP- SETNINGU Björg- unarsveitin Víkverji sá um uppsetningu endurvarpans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.