Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 20
28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR20
Stuðningur sem þú treystir, þægindi sem þú elskar
����������
Við uppeldi barna telst það án efa
mikilvægt að lagðar séu skýrar og
einfaldar línur um það sem má og
það sem má ekki. Það er mikilvægt
að ekki séu send misvísandi skila-
boð þannig að til verði stórt grátt
svæði sem getur verið freistandi að
fara inn á og yfir.
Þetta á ekki hvað síst við um
hegðun okkar í umferðinni þar sem
24 einstaklingar látast að meðaltali
á hverju ári. Hvaða skilaboð send-
um við ökumönnum framtíðarinnar
- börnunum okkar? Getur verið að
unglingur, nýkominn með bílpróf
og nýbúinn að missa ökuréttindin
vegna hraðaksturs, geti rifjað það
upp að faðir hans eða móðir hafi
stært sig af því að hafa komist milli
Akureyrar og Reykjavíkur á innan
við 4 klukkustundum. Getur verið
að hann rifji þetta upp um leið og
hann hlustar á skammir foreldr-
anna yfir því að hann hafi ekið sjálf-
ur of hratt. Getur verið að hann hafi
heyrt annað þeirra stæra sig af því
að hafa einu sinni ekið á meira en
170 km hraða að nóttu til að því að
þar var engin lögregla þar á ferð?
Sitjandi undir skömmunum
liggur beinast við að unglingurinn
spyrji, „En þú?“ Það koma óneitan-
lega fram misvísandi og ruglandi
skilaboð til hvolpsins ef eigandinn
leyfir honum og jafnvel hvetur
hann til að flaðra upp um sig þegar
hann er í vinnugallanum en bannar
honum það hinsvegar þegar hann er
í sparifötunum. Dýrið áttar sig ekki
á muninum á Ralph Lauren jakka-
fötum og vinnuslopp. Hvernig á
dýrið að skilja það að stundum má
og stundum ekki. Þarf barnið þitt að
velta því fyrir sér af hverju þú mátt
gera eitthvað sem aðrir mega ekki?
Barn eða unglingur sem verður
vitni að því að foreldri þess ekur
eftir að hafa dreypt á áfengi upplif-
ir óneitanlega undarlega þversögn í
því að verða sjálft á unglingsaldri
skammað af sama foreldri fyrir það
að aka undir áhrifum áfengis. Með
þessu er ekki verið að segja að engir
þeirra foreldra sem með einum eða
öðrum hætti hafa gert mistök eða
sýnt dómgreindarleysi í umferð-
inni hafi leyfi til að leggja börnum
sínum línurnar. Þeim ber skylda til
þess. Það er aðeins verið að benda á
það að við þurfum að vera meðvituð
um það hvaða skilaboð við sendum
börnunum. Ef þú ert foreldri þá
mundu að það er fylgst með þér.
Það er jafnvel verið að afrita hegð-
un þína og afstöðu.
Ekki viltu vita af barninu þínu
akandi undir áhrifum áfengis eða á
ofsahraða? Ef þér verður á að gera
mistök þá er einfaldast og best að
viðurkenna mistökin fyrir barninu.
„Æ - þetta hefði ég ekki átt að gera.“
Játaðu glæpinn fyrir ökumanni
framtíðarinnar og þú ert líklega að
forða barninu þínu frá því að apa
hann eftir þér með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Umferðarstofu.
Ertu góð fyrirmynd?
Barn eða unglingur sem verður
vitni að því að foreldri þess
ekur eftir að hafa dreypt á áf-
engi upplifir óneitanlega und-
arlega þversögn í því að verða
sjálft á unglingsaldri skammað
af sama foreldri fyrir það að
aka undir áhrifum áfengis.
Súsanna Svavarsdóttir skrifar um
heilbrigt líferni í Bakþönkum síð-
astliðinn föstudag, á þeim nótum
að stundum sé betra að stilla heil-
brigðinni í hóf, og láta eftir sér
eitt og annað. Hún endar greinina
síðan á því að færa reykingafólki
góðar fréttir: Það séu tíu öftustu
árin sem þeir missi af vegna reyk-
inganna.
Líklega hefur Súsanna hugs-
að þetta sem kaldhæðni, en þetta
gæti leitt til misskilnings og
þarfnast leiðréttingar. Niðurstöð-
um úr könnunum á mismun ævi-
lengdar reyklausra og reykjenda
hefur verið hampað talsvert til
að vara fólk við óhollustu tóbaks.
Gróft séð styttist ævilengdin að
meðaltali um rúmlega þrettán ár.
Þetta þýðir auðvitað ekki að þeir
sem reyki gefi almennt upp önd-
ina þrettán árum fyrr, eða sleppi
við öldrunarsjúkdóma og mögu-
legar stofnanainnlagnir sem þeim
gætu fylgt. Sumt reykingafólk
verður langlíft.
Þessi þrettán ár eru hinsveg-
ar meðaltalstala, og af því sumir
lifa lengi, látast aðrir fyrir aldur
fram, jafnvel fólk undir fertugu,
úr reykingum. Lífslengdarstytt-
ing, hver sem hún verður, er held-
ur ekki eini ókostur reykinga.
Reykingar valda mörgum kvillum
t.d. þolleysi, og geta valdið sjúk-
dómum, eins og lungnaþembu,
sem draga þann sem reykti ekki
endilega til dauða, en skerða lífs-
gæði hans, kannski mun meira en
öldrunartengdir sjúkdómar kynnu
að gera síðar meir. Sem leiðir mig
að hinum misskilningnum í nið-
urlagi Súsönnu, þetta eru ekki tíu
öftustu árin.
Höfundur er nemi við HÍ og
hefur starfað við umönnun aldr-
aðra.
Bakþankar
Súsönnu
UMRÆÐAN
HRAÐAKSTUR
EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON
STEFÁN SIGURKARLSSON
SKRIFAR UM REYKINGAR