Fréttablaðið - 28.11.2005, Side 21
MÁNUDAGUR 28. nóvember 2005 21
AF NETINU
Glæsileg sýning á dýrmætum
minjagripum umdeildrar keisar-
aættar Rússlands, Rómanovanna,
stendur nú yfir í Listasafni Kópa-
vogs. Sýningin er athyglisverð
bæði fyrir fallega uppsetningu og
þá sýn sem hún gefur á ytra borð
keisarahirðarinnar frá valdatöku
Péturs I Alekseievitch árið 1682
og fram að októberbyltingunni
1917.
Þegar herlegheit hirðlífsins
ber beint fyrir augu rifjast ýmis-
legt upp sem enginn tími er til að
lýsa nánar á slíkum yfirlitssýn-
ingum. Til dæmis gerist áleitin
spurningin um hvaða aðferðum
keisararnir beittu til að ná völd-
unum og halda þeim. Eitt skelfi-
legt dæmi um afleiðingar slíkrar
valdabaráttu er sagan af Ivani
VI Antonovitch. Hann var sonur
Antons Brunswick-Wolfenbüttel,
þýsks hertoga. Ivan var krýnd-
ur til keisara árið 1740 tveggja
ára gamall, tilnefndur af Önnu
Ivanovu sem hafði tekið við keis-
aratign af Pétri II Alekseievitch.
Anna Ivanova var dóttir Ivans V
en frænka Péturs I. Hún og Anna
Leopoldovna, móðir Ivans VI,
voru náskyldar.
Ivan VI og Anna Leopoldovna,
móðir hans, héldu völdunum
aðeins í tæp tvö ár. Þá tókst Elísa-
betu I dóttur Péturs I að hrekja
mæðginin frá völdum og setjast
sjálf í keisarastólinn.
En hvað varð þá um Ivan VI?
Hefði hann samt sem áður ekki
getað notið fríðinda við hirðina að
minnsta kosti á við kjölturakkana
þar, sem höfðu það bærilegt, eða
leitað til þýskra ættingja sinna?
Nei, ekki vildi Elísabet I hætta
á að það gerðist, því að Ivan átti
stuðningshópa í Rússlandi, sem
ekki vildu Elísabetu á valdastól.
Ivan var því lokaður inni í Cholm-
ogori-fangelsinu og fékk að dúsa
þar öll sín æskuár, jafnvel án þess
að komast út undir bert loft. Á
meðan sprangaði Elísabet iðulega
um með hunda sína í víðfeðmum
hallargörðum. Ekki hafði hún þó
sálarró, að því er sagt er.
Um síðir komst á allra vit-
orð hvar Ivan var geymdur. En
Elísabet lét þá flytja hann á laun
í Schlüsselburgarfangelsið, sem
fanga númer eitt. Enginn mátti
þar vita hver hann í rauninni var,
nema tveir sérlega útvaldir fanga-
verðir hans. Aldrei lét þó Elísa-
bet drepa Ivan. Þegar Elísabet I
féll frá árið 1762 komst Katrín II
til valda, eftir að elskhugi hennar
Orlov hafði myrt Pétur (Ulrich)
III sem var kvæntur Katrínu.
Hún var af þýskum ættum. Upp
úr þessu var gefin stjórnskipun
(frá Panin) um að Ivan skyldi
drepinn, ef reynt yrði að frelsa
hann úr fangelsinu. Óánægjuöld-
ur risu nú í Rússlandi, og kröfur
um að Ivan kæmi aftur til valda.
Ekki leið því á löngu áður en
Ivan var myrtur í fangelsinu.
Gerðist það, þegar eignalaus
aðalsmaður að nafni Mirovitch
freistaði þess að ná Ivani þaðan
út, en kom þá að honum í blóði
sínu. Utan Rússlands var talið
víst, að Katrín I og valdaklíkan
í kringum hana hefðu notað Mir-
ovitch til þess að blása upp þetta
samsæri og til að að geta klínt
ódæðinu á hann. Eftir þetta var
Mirovitch dæmdur til dauða, en
ekki náðaður, eins og oft var gert í
slíkum tilvikum. Borið hafði verið
gull á fangaverði Ivans. Eftir að
Mirovitch var allur fannst ekkert
vitni, sem hefði þorað að segja
frá íhlutun Katrínar og hennar
fylgifiska í málið. ■
Af örlögum Ivans VI
LÍNEY SKÚLADÓTTIR OG SKÚLI SKÚLASON
SKRIFA UM SÝNINGU UM RÓMANOVANA
Hreppapólitík
Þingmenn Suðurkjördæmis eru hins
vegar ekki ánægðir. Að sögn er almenn
samstaða meðal þeirra um að krefjast
nú tvöföldun Suðurlandsvegar að Sel-
fossi. Fyrirmyndin er tvöföldun Reykja-
nesbrautar, en ein ástæðan fyrir því að
farið var í þá framkvæmd var m.a. tíð
slys á þeim vegi.[...] En það er eins og
hjarta þingmanna Suðurkjördæmis sé
bara á Selfossi, ekki í Grindavík eða á
Þorlákshöfn. At þeirra fyrir breikkun
Suðurlandsvegar hefur ekkert með
skynsamlega forgangsröðun í vegamál-
um að gera; það er hreinræktuð hreppa-
pólitík.
Sverrir Jakobsson á murinn.is
Gissur eða James Earl Jones?
Ég verð að segja, að mér finnst NFS,
Nýja fréttastöðin fara frábærlega af
stað. Ég er ansi hræddur um að það
komist fljótt upp í vana að fá fréttirnar
beint í æð um leið og þær gerast. Eitt
helsta aðalsmerki alþjóðlegu frétta-
stöðvarinnar CNN er dimm og skugga-
leg rödd stórleikarans James Earl Jones
sem tilkynnir hátíðlega: This is CNN. Við
Íslendingar eigum að sjálfsögðu svar við
því. Gissur Sigurðsson, sem hokinn er
af reynslu úr áratuga fréttamennsku, er
fenginn til að segja áhorfendum að þeir
séu að horfa á NFS. Og hvor skyldi vera
betri, Gissur eða Earl Jones? Ég held að
okkar maður taki þetta...
Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is
Riddarasveit í Skagafjörð
Annars hugsaði ég til þess eftir fyrir-
spurnatímann að það væri eins gott
að ég spurði Björn ekki í einhverjum
hálfkæringi út í það hvort það ætti að
stofna sérstaka riddarasveit í Skagafirði í
ljósi þess að það er landsmót þar næsta
sumar. Það er aldrei að vita nema Björn
hefði gripið þessa hugmynd á lofti. Það
væri í anda þess að dómsmálaráðherra
vill hafa víkingasveit í hverjum lands-
fjórðungi.
Sigurjón Þórðarson á sigurjon.is
Útlit frétta
Nýtt Kastljós með nýrri sviðsmynd og
nýju setti leit svo dagsins ljós og áður en
langt var um liðið gerðist slíkt hið sama
í Ísland í dag; þar var starfsmönnum
fjölgað og þættinum breytt. Nokkrum
vikum síðar opnaði svo Nýja fréttastöð-
in; sem sendir út fréttir og viðtalsþætti
allan sólarhringinn, þótt það virðist vera
heldur þröngt um þulina í nýja stúdíó-
inu. [...] Þó þetta sé allt saman hluti af
heilbrigðri samkeppni og hið besta mál
þá virðist samkeppnin ekki ná mikið
lengra en til útlits fréttasettanna. Frétta-
flutningurinn er yfirleitt merkilega líkur
og svo virðist sem öll nýju settin og nýja
fólkið hafi ekki haft þau áhrif að fréttirn-
ar séu betri eða ferskari en áður.
Árni Helgason á djoflaeyjan.com
Brennt barn...
Alfreð [Þorsteinsson] hefur verið hús-
ráðandi í Orkuveituhöllinni um langt
skeið og loks er farið að sjá fyrir endann
á vafasömum ferli hans sem stjórnar-
formaður. Alfreð er lifandi sönnun þess
að stjórnmálamenn eiga ekki að sinna
rekstri opinberra fyrirtækja. Í hans tíð
hefur fyrirtækið ráðist í óskynsamlegar
fjárfestingar sem hafa kostað Reykvík-
inga stórfé. [...] En Alfreð er síður en
svo hættur störfum, hann er kominn
í draumadjobbið. Hann hefur tekið
að sér að leiða nefnd á vegum Heil-
brigðisráðuneytisins sem á að sjá um
uppbyggingu hátæknisjúkrahúss á lóð
gömlu Hringbrautarinnar. Alfreð fær
núna að sýsla með opinbert fé óáreitt-
ur. Ég sem hélt að brennt barn myndi
forðast eldinn.
Birgir Örn Brynjólfsson á frelsi.is