Fréttablaðið - 28.11.2005, Side 25

Fréttablaðið - 28.11.2005, Side 25
MÁNUDAGUR 28. nóvember 2005 Þegar setja skal upp útiseríur er að mörgu að hyggja en hafa ber efst í huga að nota góðan ljósabúnað og reyna að fara varlega. Nú þegar aðventan er hafin fara margir að huga að því að sækja úti- seríurnar í geymslurnar og skreyta hús og garða. Ljósin lýsa upp skammdegið en myrkrið er ekki beinlínis þægilegt þegar kemur að því að hengja upp seríur úti við. Gæta þarf þess að fara afar varlega í þau verk, ekki síst þegar verið er að hengja seríur hátt uppi. ,,Það þarf í fyrsta lagi að vera viðurkennd sería til útinotkunar, passa þarf að snúrurnar séu vand- aðar og helst úr gúmmíi, því þær harðna ekki þó frost sé. Svo þarf náttúrlega að hafa þann búnað sem til þarf ef snúran nær ekki inn í húsið,“ segir Hannes Vigfússon hjá raftækjaversluninni Glóey í Ármúla. Athuga þarf sérstaklega vel fest- ingar þannig að ljósin losni ekki. Til eru margar gerðir sérstakra festinga sem hægt er að nota, allt fer þetta eftir seríunni sem vinna þarf úr. Sé hins vegar verið að gera meiriháttar skreytingar er vissara að fá til sín fagmann. Ef seríur hafa spennubreyti er betra að reyna að hafa þá innan dyra að sögn Hannesar. ,,Ef fólk neyðist til þess að hafa spennu- breytinn úti þá þarf að koma honum fyrir í vatnsþéttu eða vel þéttu boxi eða kassa,“ segir Hannes og ítrekar að lokum að umfram allt skuli fólk reyna að hafa vandaðan ljósabúnað. RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR SEGIR SÖGU KROSSVIÐARINS Krossviður hefur fyrir löngu sannað gildi sitt enda eitt elsta samsetta plötuefnið úr viði á markaðnum og kemur víðar við sögu en þig grunar. Framleiðslan byggist á því að sívalir trjábolir eru settir í eins konar rennibekk, sem maður að nafni Garand fann upp árið 1870. Bolirnir eru skrældir í þunnan spón inn að miðju. Þynnurnar eru síðan flattar út, sniðn- ar í ákveðna stærð og límdar saman þannig að trefjarnar í einni þynnu séu hornréttar við þá næstu. Algengast er að krossviðarplata sé ýmist sett saman úr þremur, fimm eða sjö lögum. Ástæða þess að velja krossvið í stað- inn fyrir gegnheilan við er sú að kross- viðarplata er miklu sterkari en venjuleg- ur viður ef límingin er trygg. Talið er að krossviðarplata sé fjórum sinnum sterk- ari en jafnþykkt borð af sömu viðarteg- und, auk þess sem krossviður er talinn ólíklegri til að vinda sig. Hægt er að vinna krossvið úr flestum viðartegundum. Mýkri tegundir kross- viðar eru gerðar úr þini, greni og furu. Ef um skrautvið er að ræða er ysta lagið oft úr harðviði, eik, hlyn og mahóní. Innri lög eru þá oft úr ódýrari viðartegundum og er þessi samsetning oftast notuð í klæðningar á veggi, hurðir, loft og gólf. Finnar og Svíar eru helstu framleiðend- ur á Norðurlöndum, en þeir framleiða aðallega úr furu, birki og beyki. Einnig er umtalsverð framleiðsla í Bandaríkj- unum, Kanada og ýmsum hitabeltis- löndum. Helstu framfarir í þróun krossviðar urðu þegar menn vildu nota hann í flug- vélar og þegar farið var að nota vatnshelt lím. Í flugvélum þurfti efniviðurinn að vera bæði sterkur og léttur. Vatnshelda límið auðveldaði notkun hans meðal annars í báta og í utanhússklæðningar hvers konar. Kanadamenn og Finnar framleiða meira að segja heilu bjálka- húsin úr krossviði sem engan grunar að geti verið annað en gegnheilir bjálkar. Krossviður er líka órjúfanlegur þáttur af húsgagnaframleiðslu nú á dögum. Varla er framleidd sú kommóða eða sófi sem ekki hefur krossvið sem meginuppi- stöðu. Ráð vikunnar er: Leitið ekki langt yfir skammt, krossviður bregst ekki, þó önnur krosstré bregðist. Ekki bregst krossviður sem önnur tré Þegar huga skal að útiseríum Það er ekki auðvelt að koma upp ljósaflóði eins og þessu. Útiljós eru einkar skemmtileg og lífga heldur betur upp á skammdegið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.