Fréttablaðið - 28.11.2005, Side 26

Fréttablaðið - 28.11.2005, Side 26
 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR4 Kristjáni Þórði Hrafnssyni rithöfundi þykir vænt um hús gamla Borgarbókasafnsins. Hann hefur alltaf verið mikið fyrir bækur og var rétt í þessu að gefa út aðra skáldsögu sína, Hinir sterku. Kristján Þórður Hrafnsson rithöf- undur hefur lengi tengst bókum. Það kemur því kannski ekki á óvart að eftirlætishús hans sé gamla Borgarbókasafnið í Þingholtun- um. ,,Mér þykir ákaflega vænt um húsið því þangað kom ég svo oft og fékk lánaðar bækur til að lesa,“ segir Kristján, sem kveðst alltaf hafa verið mikill bókaormur. ,,Það var einhver sérstök stemning við að koma inn í þetta gamla og virðu- lega hús.“ Kristján segist hafa gaman af fallegum byggingum. ,,Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að skoða gömlu Þingholtin því þar er svo mikið af fallegum timburhúsum. Umhverfið er vinalegt og mann- legt og ég geng þar oft um þegar ég er að hugsa og velta einhverju fyrir mér.“ Kristján lætur sér ekki nægja að lesa bækur heldur skrifar þær einnig sjálfur. Hann var einmitt að gefa út skáldsöguna Hinir sterku fyrir fáeinum dögum. ,,Þetta er dramatísk skáldsaga sem fjallar um átök milli fólks. Hún spyr spurninga um samfélag- ið, stjórnmálaskoðanir og lífshug- myndir okkar en fjallar jafnframt um mannleg gildi og góðu hlutina í lífinu. Þetta er verk um glímu við sorg og sársauka en fjallar líka um trú á lífið,“ segir Kristján. Fyrri skáldsaga hans, Hugsanir annarra, var ástarsaga en Kristj- án segir síðara verkið kannski nokkru breiðara og víðfemara. Blaðamaður er forvitinn um næstu verkefni. ,,Það er margt í vinnslu sem enn er of snemmt að tala um núna,“ segir Kristján að lokum. mariathora@frettabladid.is Undraveröld bókanna Kristján Þórður Hrafnsson fór reglulega á gamla Borgarbókasafnið þegar það var og hét. ...um heilsu á þriðjudögum í Fréttablaðinu. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 markvissar auglýsingar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 02 3 0 4/ 20 05

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.