Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 28. nóvember 2005 23
„Við stefnum að því að vera öflugt
félag, með dúndrandi kappreiðar
og reyna að beita okkur fyrir
ýmsum hagsmunamálum skeið-
reiðmanna og ræktenda,“ segir
Sigurður Óli Kristinsson, stjórn-
armeðlimur í nýstofnuðu Skeið-
mannafélagi. Lengi hefur verið í
bígerð að koma á slíku félagi en
það varð að veruleika þegar nýtt
félag var stofnað í félagsheimili
hestamannafélagsins Sleipnis á
Selfossi í vikunni.
Markmiðið félagsins er að
efla kappreiðar og skeiðíþrótt-
ina og reyna að gera henni hærra
undir höfði. Fyrirhuguð er móta-
röð næsta sumar og efnt verður
til kappreiða á sumarkvöldum.
Fyrst um sinn verða mótin hald-
in á Selfossi en ekki útilokað að
víðar verði farið eftir því sem
starfið vex og dafnar.
Stofnfundurinn var mjög vel
sóttur og komu flestir af Suð-
urlandi. „En við fengum bar-
áttukveðjur að norðan frá skeið-
félögum í hestamannafélaginu
Náttfara,“ segir Sigurður Óli,
sem telur aukinn áhuga vera á
skeiði meðal hestamanna. Því sé
best lýst í því að þær skeiðkapp-
reiðar sem haldnar voru í lok
sumars hafi verið frábærlega
vel sóttar. ■
Skeið til vegs og virðingar
Á FLUGSKEIÐI Sigurður Óli er sjálfur liðtækur skeiðreiðmaður.
Kaleikar í kirkjum Kjalarnes-
prófastsdæmis verða til sýnir í
Vídalínskirkju í Garðabæ á aðvent-
unni. Undanfarin ár hefur verið
haldin listasýning í kirkjunni á
aðventunni og hefur sýningarefni
verið af ýmsum toga. Í ár urðu fyrir
valinu kaleikar úr flestum kirkj-
um prófastsdæmisins en þeir eiga
margir merka sögu. Hinir elstu
þeirra eru nokkur hundruð ára en
sá yngsti var gerður á síðasta ári.
Sýningin verður opin frá
fyrsta sunnudegi í aðventu 27.
nóvember fram til 28. desember
frá kl. 13 til 19.
Kaleikar til
sýnis
VÍDALÍNSKIRKJA Kaleikar úr Kjalarnespróf-
astsdæmi verða til sýnis á aðventunni.
ÍSHESTUR Hátíðin Ice World fór fram í vik-
unni í Lubeck í Þýskalandi. Hér mótar hinn
írski Fergus Mulvany hest úr ís en þema
hátíðarinnar var Konungdæmi dýranna.
ANDLÁT
Njáll Breiðdal, frá Jörfa, Stampbrogatan
20, 681 32 Kristinehamn, Svíþjóð, lést
laugardaginn 12. nóvember. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Þórir Maack Pétursson lést sunnudag-
inn 6. nóvember. Kveðjuathöfn hefur
farið fram.
Kristín Jónsdóttir, Heiðargerði 22,
Reykjavík, lést miðvikudaginn 16. nóvem-
ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.