Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 63

Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 63
MÁNUDAGUR 28. nóvember 2005 27 F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 VEGLEGI PAKKINN 200.000 kr. jólaafsláttur! Tegund Ver› me› afslætti Pathfinder XE beinskiptur 3.590.000,- Pathfinder SE beinskiptur 3.950.000,- Pathfinder SE sjálfskiptur 4.090.000,- Pathfinder LE sjálfskiptur 4.590.000,- Pathfinder LE IT 4.790.000,- N†R PATHFINDER ME‹ TVÖ HUNDRU‹ fiÚSUND KRÓNA AFSLÆTTI OG HUNDRA‹ fiÚSUND KRÓNA JÓLAGJÖF Í KAUPBÆTI. A‹EINS 20 BÍLAR Á fiESSU TILBO‹I! PATHFINDER JÓLA–NISSAN 300.000 KALL Í JÓLAGJÖF! SKIPT_um landslag A‹EINS 20 BÍLARÁ fiESSU TILBO‹I! KAUPAUKI100.000 kr.GJAFABRÉF HJÁ Dætur hafsins, erótískur krimmi eftir Súsönnu Svavarsdóttur, er kominn út hjá JPV útgáfu. Súsanna Svavarsdóttir fer ótroðnar slóðir í sinni fyrstu glæpasögu. Hér er á ferð æsi- leg, blóðheit spennusaga sem ögrar viðteknum gildum og þenur taugar lesandans til hins ýtrasta. JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér Töfrabragðabókina eftir Jón Víðis töframann. Í þessari skemmti- legu bók Jóns Víðis er að finna leyndardóminn á bakvið fjölda töfrabragða, allt frá gríngöldrum til töfra sem gera áhorfendur orðlausa. Frá JPV útgáfu er komin bókin Gæfuspor - gildin í lífinu, eftir Gunnar Hersvein. Í Gæfusporum fjallar Gunnar Hersveinn um mannkosti og tilfinningar, stríð og frið og hamingju og rósemd af hug- kvæmni og varpar oft óvæntu ljósi á rótgróin hugtök. Stórvirkið Jörðin – myndrænn leiðarvísir um reikistjörnu okkar, er komið út hjá JPV útgáfu. Jörðin er tíma- mótaverk þar sem saman fara frábærar ljósmyndir og vandaður texti, unninn af sérfræðingum. Hér er því hægt að kynnast mörgum sérkennilegustu og mögnuðustu stöðum jarðar - allt frá brenn- heitri Atacama- eyðimörkinni til ógnvænlegra eldgosa Etnu og frá ánni Níl til víðáttu Kyrra- hafsins. NÝJAR BÆKUR Einleikur Auðuns Blöndal, Typpatal, í leikstjórn Sigurð- ar Sigurjónssonar, snýst eins og nafnið gefur til kynna um typpi og allt sem tengist þeim. Einleikurinn var saminn af Richard Herring sem mótvægi við hinum vinsælu Píkusög- um. Er hann byggður á könnun sem höfundurinn gerði á netinu og var beint jafnt til karla og kvenna. Sýningin með Audda í aðal- hlutverki var nokkurs konar blanda af uppistandi og fyrir- lestri. Þar skoðaði hann með hjálp skjávarpa svörin við hinum ýmsu spurningum sem lagðar voru fram í könnuninni, sem margir hafa eflaust spurt sjálfa sig að en ekki þorað að spyrja aðra. Þar komu fram ýmis skondin svör sem leiddu margt áhugavert í ljós varðandi kynlífshegðun almennings. Auddi talaði einnig um að nú á dögum skömmuðust karlmenn sín fyrir typpin sín og hvatti þá til að hætta því snarlega, enda voru þau stolt manna og yndi fyrr á öldum. Vangavelturnar um það hvort stærðin skipti máli voru einnig skemmtilegar. Reyndi hann hvað eftir annað að stappa stálinu í karlmenn og hvatti hann einnig konur til að sýna körlum meiri virðingu þegar kemur að typpunum þeirra. Auddi sýndi fádæma yfirveg- un í frumraun sinni á leiksviði. Greinilegt er að hin gífurlega reynsla sem hann hefur úr sjón- varpinu hjálpar honum mikið. Ekki má gleyma danstöktum hans, því allt ætlaði um koll að keyra í salnum þegar hann brá sér í Michael Jackson-gír- inn og braut þannig sýninguna skemmtilega upp. Langflestir brandararnir hittu í mark og átti Auddi auðvelt með að koma þeim frá sér á réttan hátt. Þýðanda verksins, Jóni Atla Jónassyni, hefur tekist vel upp í því að færa Typpasögurnar í íslenskt umhverfi og fór text- inn aldrei yfir strikið í dóna- skap. Ekki má heldur gleyma þátttöku Audda, Sigga Sigur- jóns og Hallgríms Helgasonar í þýðingunni. Það sem helst mátti finna að sýningunni var sú staðreynd að hléið, sem átti að vera í 15 mín- útur, teygðist upp í 35 mínútur og voru margir orðnir ókyrrir þegar Auddi mætti loksins aftur á sviðið. Einnig hefði Nasa mátt vera reyklaus með öllu, rétt eins og venjan er í leikhúsum. Mengað andrúmsloftið gæti orðið til þess að letja reyklausa áhorfendur til að sjá þessa ann- ars skemmtilegu sýningu. Freyr Bjarnason Stálinu stappað í íslenska karlmenn EINLEIKURINN TYPPATAL MEÐ AUÐUNNI BLÖNDAL: NASA 24. NÓVEMBER Niðurstaða: Auðunn Blöndal stóð sig með mikilli prýði í frumraun sinni á leiksviði. Ljóst er að reynslan úr sjónvarpinu kemur honum að góðum notum. ����������� �� ����������������� �������� ��� ��������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.