Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 67

Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 67
www.lyfja.is - Lifið heil ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 05 09 /2 00 5 Líttu eftir húðinni! Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási FEDTCREME® • Á þurra og sprungna húð • Inniheldur ekki ilm- eða litarefni REPAIR® • Á mjög þurra og illa farna húð • Inniheldur ekki rotvarnar-, ilm- eða litarefni Fjölskylda og vinir Bítilsins fyrrverandi John Lennon hafa tjáð sig í tímaritinu Radio Times um kynni sín af honum í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá dauða hans. Keith Richards úr Rolling Sto- nes segir að Lennon hafi verið frábær náungi. „Einhverra hluta vegna fannst honum hann alltaf þurfa að skemmta sér meira en ég,“ sagði Richards. „Það er nokk- uð sem er mjög erfitt að gera, sér- staklega í þá daga.“ Cynthia Lennon, fyrrum eig- inkona Lennons, segir að hann hafi aldrei losnað við sársaukann sem hann varð fyrir á æskuárum sínum er hann missti móður sína. Hún segir að sársaukinn hafi átt stóran þátt í tónlistarsköpun hans og árásargirni. „Hvort sem fólk vill viðurkenna það eða ekki var John stundum ofbeldisfullur og árásargjarn,“ sagði hún. „Hann hætti aldrei að skapa. Hann var alltaf að leita að einhverju nýju og reyndi að finna sjálfan sig í því.“ Lennon var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í New York þann 8. desember árið 1980, fer- tugur að aldri. ■ Skemmti sér meira en Richards JOHN LENNON Bítillinn fyrrverandi var myrtur í New York fyrir 25 árum. Sjónvarpsþátturinn Alias, sem hefur verið sýndur í Ríkissjón- varpinu undanfarin ár, mun hætta göngu sinni í Bandaríkjunum í maí á næsta ári þegar fimmtu þátta- röðinni lýkur. Engin ástæða hefur verið gefin fyrir ákvörðuninni en áhorf á þáttinn hefur dvínað töluvert að undanförnu vestanhafs. Aðalleik- konan Jennifer Garner er ófrísk um þessar mundir og því hafa menn einnig spurt sig hvort vænt- anlegt móðurhlutverk hafi haft áhrif á endalok þáttarins. Garner hefur hlotið fjórar tilnefningar til Emmy-verðlaun- anna í röð fyrir hlutverk sitt sem ofurnjósnarinn Sydney Bristow, sem dulbýr sig jafnan áður en hún berst við vondu karlana víða um heim. Vegna þess hve persónan þykir öflug fékk bandaríska leyni- þjónustan, CIA, Garner til að leika í myndbandi sem hvetur fólk til að ganga til liðs við samtökin. ■ Alias lýkur göngu sinni ALIAS Jennifer Garner fer með hlutverk ofurnjósnarans Sydney Bristow í Alias. Þann 16. janúar á næsta ári kemur út DVD-mynddiskurinn Pulse með Pink Floyd. Þar er sýnt frá síðustu tónleikaferð sveitarinnar um heiminn sem var farin 1994. Diskurinn er tvöfaldur, þar sem aðalmyndefnið er fjórtán tónleik- ar í Earls Court í London. Einnig eru þar myndir sem teknar voru baksviðs og aukaefni sem ekki hefur sést áður. Pink Floyd átti frábæra end- urkomu á Live 8 tónleikunum í sumar og svo gæti farið að hún gerði meira saman á næstunni og þá með forsprakkann Roger Waters innanborðs. ■ Pulse kemur í janúar DAVID GILMOUR Gítarleikarinn Gilmour og félagar í Pink Floyd gefa út DVD- mynddiskinn Pulse á næsta ári. [ TÓNLIST ] UMJFÖLLUN Það verður aldrei tekið af Kate Bush að hún er sérvitrari en and- skotinn. Lætur ekkert í sér heyra í tólf ár, og snýr svo aftur með tvö- falda plötu þar sem hún opnar hlið- ið að heila sínum upp á gátt. Trúið mér, þar er stundum undarlega hluti að finna. Til dæmis er hér að finna lag tileinkað pí, stærðfræðifastanum óendanlega sem m.a. er notaður til að reikna út ummál hrings. Texti lagsins er eitthvað á þessa leið; „3.1416...“ og svo framvegis. Stuttu eftir það kemur sex mín- útna ástaróður til uppþvottavélar. Fuglasöngur hljómar í gegnum alla seinni plötuna, og hér og þar má heyra Kate reyna að herma nákvæmlega eftir söng fuglanna. Mjög undarlegt. Engu að síður verður það bara að viðurkennast að Kate Bush er stórkostlegur listamaður. Hún er með frábæra rödd, semur ótrú- leg lög og virðist enn hafa hjart- að á réttum stað. Hún gerir litlar sem engar tilraunir hér til þess að skapa plötu sem útvarpsmenn á Bylgjunni myndu raðnauðga þangað til eyru hlustenda dyttu af. Hún gæti það vel, við vitum það af fyrri verkum. Við heyrum það líka á þessari plötu, sum lögin eru ótrúlega grípandi og hefðu hæglega getað verið útsett sem sætari popplög. Hún þarf þess bara ekki, og hefur engan áhuga á því að reyna að þóknast einhverj- um ímynduðum meirihluta. Hún fylgir bara eigin innri áttavita og þrammar sinn veg eins forvitin og Lísa í Undralandi. Fyrir vikið fáum við fáránlega sterk lög á borð við How to Be Invisible og Sunset. Mér finnst ótrúlega gaman að heyra í Kate aftur, og hennar hefur verið saknað. Ég ber líka virðingu fyrir því að hún hafi ákveðið að halda sig til hlés öll þessi ár ef henni hefur ekki fundist hún hafa neitt að segja. Betra að bíða, safna upp efni, ná áttum almennilega og skila frá sér jafn góðri plötu og Aerial er. Plata sem er þess verð- ug að fylgja á eftir þeim meistara- verkum sem frá henni hafa komið. Birgir Örn Steinarsson 12 árum seinna KATE BUSH: Aerial Niðurstaða: Fyrsta plata Kate Bush í tólf ár í senn undarleg, athyglisverð og stórfín. Kate veit líka að maður á ekki að rjúfa þögnina nema að maður geti bætt hana. Hún er svo sannarlega velkomin aftur. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.