Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 68
32 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Daníel í Grindavík? Nokkur úrvalsdeildarfélög hafa mikinn áhuga á að fá Daníel Hjaltason í sínar raðir en hann er á förum frá Víkingi eins og kunnugt er. Grindavík er meðal þessara liða en ekki er talið ólíklegt að Daníel elti Sigurð Jónsson á Suðurnesin. FÓTBOLTI Erlingur Kristjánsson, sem gerði garðinn frægan með knatt- spyrnu- og handknattleiksliði KA, segir það vera áhyggjuefni fyrir íþróttastarfið á Norðurlandi hversu illa hefur gengið hjá knattspyrnu- félögunum í landshlutanum að halda úti metnaðarfullu starfi. „Því miður hefur liðunum ekki gengið nægi- lega vel að undanförnu. Það er erf- itt að halda úti kjarna af leikmönn- um í leikmannahópum félaganna. Það virðast vera meiri peningar í umferð á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna leita góðu leikmennirnir þangað.“ Erlingur vonast til þess að bætt aðstaða muni skila betri leikmönn- um í framtíðinni. „Það tekur nú alltaf tíma að verða góður í fótbolta og bætt æfingastaða gerir menn í sjálfu sér ekki að góðum leikmönn- um. En hún hjálpar til við að halda úti metnaðarfullu starfi.“ Unglingastarfið hjá handknatt- leiksdeild KA hefur alltaf gengið vel og er Erlingur viss um að hægt sé að læra sitthvað að því. „Það koma alltaf ungir leikmenn upp í meistaraflokkinn hjá KA á hverju ári og þannig verður það að vera, svo liðið geti haldist gott.“ - mh Fjögur lið af Norðurlandi féllu um deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar: Unglingastarfið mikilvægast af öllu > Guðfinnur í 2. deildina Guðfinnur Þórir Ómarsson er að öllum líkindum á leið í 2. deildina þar sem hann hyggst leika með ÍR í Breiðholtinu á næsta tímabili. Guðfinnur kemur úr herbúðum Þróttar en hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum með félaginu í Landsbankadeildinni í sumar. Hann er sókndjarfur leikmaður sem á eftir að styrkja lið ÍR mikið en hann hefur þegar leikið tvo æfinga- leiki með félaginu og skorað í þeim báðum. Ólafsfirðingurinn Heiðar Gunnólfsson, sem verið hefur fyrirliði sameinaðs liðs Leifturs/Dalvíkur undanfarin ár, segir Ólafsfirðingana eiga mun meiri samleið með Siglfirðingum heldur en Dalvíking- um og því hafi það legið beinast við að hefja samstarf við KS á íþróttasviðinu, en Leiftur og KS munu senda sameig- inlegt lið til keppni á næstu árum. „Það er mikill hugur í okkur leikmönnum fyrir þetta samstarf gegn KS. Við eigum miklu meiri samleið með Siglfirðinum heldur en Dalvíkingum. Dalvíkingar vilja sækja meira til Akureyrar heldur en hingað til Ólafsfjarðar.“ Æfingar sameinaðs liðs munu fara fram á bæði Ólafsfirði og Siglufirði, en svo verða tvær sameiginlegar æfingar í hverri viku. „Ég held að þetta sé mikið gæfuspor fyrir bæði félög hvað fótbolt- ann varðar. Það er einfaldara að halda þessu samstarfi úti heldur en við Dalvík, þó það hafi á margan hátt gengið ágæt- lega. Aðstaðan yfir sumartímann er frá- bær á Ólafsfirði og hún er einnig ágæt á Siglufirði.“ Kristján Hauksson, sem situr í stjórn knattspyrnudeildar nýstofnaðs félags, bindur miklar vonir við þetta samstarf. „Við teljum þetta mjög spennandi verk- efni fyrir bæði bæjarfélögin. Við ætlum okkur að halda í ungu strákana okkar og byggja upp gott lið á þessum strákum. Það er engin spurning að þetta kemur til með að hjálpa til við að styrkja inn- viði beggja félaganna til lengri tíma. Við stefnum á það að komast upp um deild og í fremstu röð.“ HEIÐAR GUNNÓLFSSON FYRIRLIÐI KS: LEIFTUR: SAMEINING FÉLAGANNA GÆFUSPOR Eigum meiri samleið með Siglfirðingum FÓTBOLTI ÍBV er í leikmanna- leit en liðið mun í vikunni leika æfingaleik við 1. deildarlið Leikni í Reykjavík. Eyjamenn hafa sýnt áhuga á að fá Óskar Snæ Vignis- son frá Hvöt á Blönduósi og boðið leikmanninum að leika með ÍBV í leiknum. Óskar er 22 ára örvfættur leikmaður sem getur leikið á miðj- unni og í fremstu víglínu en hann skoraði fimmtán mörk í þeim fjór- tán leikjum sem hann spilaði fyrir Hvöt í 3. deildinni í sumar. Hann hefur að undanförnu verið að æfa með Leikni en mun líklega leika gegn félaginu í leiknum sem fram fer á morgun. Ef Óskar ákveður að ganga til liðs við ÍBV verður hann annar leikmaðurinn sem félagið fær til sín eftir að síðasta tímabili lauk en hinn er miðjumaðurinn Arilíus Marteinsson sem kom frá Selfossi. - egm Eyjamenn leita liðstyrks: Skoða Óskar á morgun FÓTBOLTI „Ég var í aðgerð á fimmtudaginn og það mun ekk- ert gerast fyrr en ég hef gengist undir læknisskoðun hér heima,“ sagði sóknarmaðurinn Þórarinn Brynjar Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið en ekki er enn komið í ljós hvar hann mun leika. Þórarinn var með Þrótti í sumar en ljóst er að hann verður ekki áfram hjá félaginu og hafa nokkur úrvalsdeildarfélög áhuga. „Ég von- ast eftir því að það fari eitthvað að skýrast í þessari viku,“ sagði Þór- arinn en hann lék sextán leiki með Þrótti í Landsbankadeildinni þetta tímabil og skoraði tvö mörk eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Aberdeen í Skotlandi. Suður- nesjaliðin Grindavík og Keflavík hafa bæði verið í viðræðum við hann en hann er uppalinn í Kefla- vík og lék með liðinu í fyrrasumar en þá var hann á skotskónum. - egm Þórarinn Kristjánsson: Biðstaða vegna meiðsla ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON Þórarinn náði sér ekki á strik í sumar. GUÐLAUGUR BALDURSSON Guðlaugur leitar sífellt eftir leikmönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.