Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 69
MÁNUDAGUR 28. nóvember 2005 33 FÓTBOLTI Ólíkt flestum öðrum er Portúgalinn Jose Mourinho ekki á því að Brasilíumaðurinn Ronald- inho sé besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Mourinho segir engan betri en Frank Lampard, leikmann Chel- sea. „Lampard hefur marga eigin- leika sem enginn annar leikmaður hefur. Hann getur spilað í hvaða leikkerfi sem er og leggur alltaf jafn mikið af mörkum til liðsins. Enginn miðjumaður í heiminum skorar meira en hann. Hann verst skynsamlega og hefur tækni sem fáir geta komið auga á. En ég get alveg játað það að hann hefur kannski ekki boltatæknina sem Kaká, Ronaldinho og Andriy Shev- chenko hafa. Þessir þrír eru ótrú- legir leikmenn, en þeir spila ekki sömu stöðu og Lampard og hafa ekki sömu áhrif á liðið og hann.“ Ekki eru nú allir sammála Mourinho í þessu. Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir engan betri en Ronaldinho. „Fyrir mér er það augljóst mál að enginn er betri en Ronaldinho. Hann getur unnið leiki upp á eigin spýtur og er alltaf að sýna það betur og betur hversu frábær leikmaður hann er. Hann er virkilega líkam- lega sterkur, sá sterkasti í mínum leikmannahópi, og þess vegna þolir hann álagið sem á honum er í hverri viku eins vel og raun ber vitni.“ - mh Ronaldinho er ekki bestur í heimi að mati Jose Mourinho heldur lærisveinn hans hjá Chelsea: Enginn betri en Lampard í dag FÓTBOLTI Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hefur hug á því að kaupa leik- manninn sem efstur er á óska- listanum hjá sér næsta sumar, þar sem hann mun ekki geta komið í janúar. „Ég mun reyna að styrkja hópinn með tveimur leikmönnum í janúar, en sá sem efstur er á óska- listanum getur ekki komið fyrr en næsta sumar.“ Ferguson vildi ekki greina frá því um hvern væri að ræða. Lík- legt er þó talið að það sé harðjaxl- inn Gennaro Gattuso, sem leikur með AC Milan, en hann hefur greint frá því að hann vilji ein- hvern tímann á ferli sínum spila fyrir Manchester United. - mh Alex Ferguson: Vill stjörnu næsta sumar FÓTBOLTI Boudewijn Zenden, leikmaður Liverpool, mun ekki leika næsta mánuðinn vegna hné- meiðsla sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Real Betis í Meist- aradeild Evrópu. Zenden kom á frjálsri sölu frá Middlesbrough í sumar og hefur staðið sig ágætlega með liði Liver- pool það sem af er leiktíð. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liver- pool, vonast til þess að Zenden jafni sig fljótt á meiðslunum. „Ég vona að þessi meiðsli hjá Zenden séu ekki alvarlegri en þau líta út fyrir að vera. Það hefur sýnt sig að Zenden er mikilvægur hluti af leikmannahópi Liverpool og hann á eftir að verða enn betri.“ - mh Meiðsli farin að gera vart við sig hjá Liverpool: Zenden frá í mánuð BOUDEWIJN ZENDEN Zenden hefur leikið vel með Liverpool það sem af er tímabili. FRANK LAMPARD Knattspyrnustjóri Lampard hjá Chelsea, Jose Mourinho, hefur óbilandi trú á leikmönnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.