Fréttablaðið - 28.11.2005, Qupperneq 69
MÁNUDAGUR 28. nóvember 2005 33
FÓTBOLTI Ólíkt flestum öðrum er
Portúgalinn Jose Mourinho ekki á
því að Brasilíumaðurinn Ronald-
inho sé besti knattspyrnumaður
heims um þessar mundir.
Mourinho segir engan betri en
Frank Lampard, leikmann Chel-
sea. „Lampard hefur marga eigin-
leika sem enginn annar leikmaður
hefur. Hann getur spilað í hvaða
leikkerfi sem er og leggur alltaf
jafn mikið af mörkum til liðsins.
Enginn miðjumaður í heiminum
skorar meira en hann. Hann verst
skynsamlega og hefur tækni sem
fáir geta komið auga á. En ég get
alveg játað það að hann hefur
kannski ekki boltatæknina sem
Kaká, Ronaldinho og Andriy Shev-
chenko hafa. Þessir þrír eru ótrú-
legir leikmenn, en þeir spila ekki
sömu stöðu og Lampard og hafa
ekki sömu áhrif á liðið og hann.“
Ekki eru nú allir sammála
Mourinho í þessu. Frank Rijkaard,
þjálfari Barcelona, segir engan
betri en Ronaldinho. „Fyrir mér
er það augljóst mál að enginn er
betri en Ronaldinho. Hann getur
unnið leiki upp á eigin spýtur
og er alltaf að sýna það betur og
betur hversu frábær leikmaður
hann er. Hann er virkilega líkam-
lega sterkur, sá sterkasti í mínum
leikmannahópi, og þess vegna
þolir hann álagið sem á honum er
í hverri viku eins vel og raun ber
vitni.“ - mh
Ronaldinho er ekki bestur í heimi að mati Jose Mourinho heldur lærisveinn hans hjá Chelsea:
Enginn betri en Lampard í dag
FÓTBOLTI Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
hefur hug á því að kaupa leik-
manninn sem efstur er á óska-
listanum hjá sér næsta sumar, þar
sem hann mun ekki geta komið í
janúar. „Ég mun reyna að styrkja
hópinn með tveimur leikmönnum í
janúar, en sá sem efstur er á óska-
listanum getur ekki komið fyrr en
næsta sumar.“
Ferguson vildi ekki greina frá
því um hvern væri að ræða. Lík-
legt er þó talið að það sé harðjaxl-
inn Gennaro Gattuso, sem leikur
með AC Milan, en hann hefur
greint frá því að hann vilji ein-
hvern tímann á ferli sínum spila
fyrir Manchester United. - mh
Alex Ferguson:
Vill stjörnu
næsta sumar
FÓTBOLTI Boudewijn Zenden,
leikmaður Liverpool, mun ekki
leika næsta mánuðinn vegna hné-
meiðsla sem hann varð fyrir í leik
Liverpool og Real Betis í Meist-
aradeild Evrópu.
Zenden kom á frjálsri sölu frá
Middlesbrough í sumar og hefur
staðið sig ágætlega með liði Liver-
pool það sem af er leiktíð. Rafael
Benitez, knattspyrnustjóri Liver-
pool, vonast til þess að Zenden
jafni sig fljótt á meiðslunum. „Ég
vona að þessi meiðsli hjá Zenden
séu ekki alvarlegri en þau líta út
fyrir að vera. Það hefur sýnt sig
að Zenden er mikilvægur hluti af
leikmannahópi Liverpool og hann
á eftir að verða enn betri.“ - mh
Meiðsli farin að gera vart við sig hjá Liverpool:
Zenden frá í mánuð
BOUDEWIJN ZENDEN Zenden hefur leikið
vel með Liverpool það sem af er tímabili.
FRANK LAMPARD Knattspyrnustjóri Lampard hjá Chelsea, Jose Mourinho, hefur óbilandi
trú á leikmönnum sínum.