Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 71
MÁNUDAGUR 28. nóvember 2005 35 FÓTBOLTI Sol Campbell, varnar- maður Arsenal, segir hugarfars- breytingu innan leikmannahóps- ins hjá Arsenal hafa gert það að verkum að liðið fór að vinna leiki að nýju, en Arsenal er nú í öðru sæti deildarinnar. „Við leikmenn settumst niður og ræddum um vandamál liðsins. Það vantaði leikgleði og meiri samtakamátt í okkar leik og við höfum nú lagað það.“ Campbell hefur verið töluvert mikið frá vegna meiðsla í vetur en hann berst nú hart fyrir sæti í byrjunarliði Englands fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári. - mh Arsenal á sigurbraut: Hugarfarið skipti öllu máli FÓTBOLTI Bónusgreiðslur til leik- manna Chelsea fyrir um tveimur árum síðan verða rannsakaðar á næstunni af enska knattspyrnu- sambandinu en Jimmy Floyd Hasselbaink, sem nú leikur með Middlesbrough, olli miklu fjaðrafoki á dögunum þegar hann greindi frá 100 þúsund punda greiðslum sem allir leik- menn Chelsea fengu frá Roman Abramovitsj að tímabili loknu vorið 2004. „Í upphafi tíma- bils var okkur lofað 50 þúsund punda greiðslu ef við næðum þeim markmiðum sem leik- mannahópurinn og knattspyrnu- stjórinn settu sér. Það tókst, en í stað þess að fá 50 þúsund feng- um við 100 þúsund. Við fengum enga útskýringu á þessu. En þetta kom sér ágætlega,“ sagði Hasselbaink. Talsmaður Chelsea neitar því að þessar greiðslur hafi verið ólöglegar. „Öll félög í landinu borga leikmönnum bónusa fyrir að ná árangri. Það er ekkert óeðlilegt við það. Og allar þess- ar greiðslur koma fram í bók- haldi félagsins.“ - mh Bónusgreiðslur hjá Chelsea fyrir tímabilið 2003-2004 verða rannsakaðar enn frekar: Chelsea gæti fengið harða refsingu FÓTBOLTI Sænski landsliðsmaður- inn Zlatan Ibrahimovic segist ætla að klára feril sinn með Juventus á Ítalíu, en hann gekk til liðs við félagið í fyrra. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu stórt félag Juventus er þegar ég var hjá Ajax. Mér finnst ég vera orðinn hluti af fótboltaheiminum núna. Juventus-treyjan er mikilvægari en allt annað. Ég ætla mér að vera hjá Juventus eins lengi og mögu- legt er.“ Zlatan segir Juventus tilheyra hópi félaga sem eru yfir önnur félög hafin. „Það eru aðeins Barcelona, Real Madrid og Manchester United sem komast á sama stall og Juventus í mínum huga. Þetta er fjögur stærstu félög í heiminum, ásamt AC Milan, en ég vil nú ekkert vera að ræða of mikið um það félag,“ sagði Zlatan og glotti. - mh Zlatan Ibrahimovic: Ætla að vera hér að eilífu FÓTBOLTI Dirk Kuyt, framherji og fyrirliði Feyenoord í Hollandi, er nú undir miklum þrýstingi frá félaga sínum í hollenska lands- liðinu, Edgar Davids, að ganga til liðs við Tottenham eftir að þessu keppnistímabili lýkur. „Þegar ég hitti Davids í æfingabúðum hol- lenska landsliðsins í síðast var hann að segja mér hversu gott félag Tottenham væri. Ég veit að Tottenham er frábært félag og ef ég fer til Tottenham mun ég ræða það sérstaklega við Edgar Davids.“ Kuyt hefur verið einn allra besti leikmaður hollensku úrvals- deildarinnar undanfarin tvö ár. - mh Davids pressar á félaga sinn: Davids vill Kuyt til Spurs ZLATAN IBRAHIMOVIC Zlatan hefur leikið frábærlega með Juventus í vetur og ætlar sér að ljúka ferli sínum með félaginu. DIRK KUYT Kuyt er farinn að hugsa sér til hreyfings. JIMMY FLOYD HASSELBAINK Jimmy segir bónusgreiðsl- urnar hjá Chelsea hafa komið sér vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.