Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 74

Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 74
 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR38 Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Teddy Sheringham hefur biðlað til Roy Keane að koma til West Ham United. Keane liggur nú undir feldi og skoðar möguleika sína eftir að samningi hans við Manchester United var rift en þessi fyrrum fyrirliði United er á óskalista mar- gra enskra úrvalsdeildarfélaga þó talið sé líklegast að hann haldi til Skotlands og gangi til liðs við Glasgow Celtic. „Hann á enn tvö mjög góð ár eftir og ég tel að það yrðu mistök ef hann færi úr úrvalsdeildinni. Það kæmi mér á óvart ef hann færi til Celtic, það yrði mikil sóun á ótrúlegum hæfileikum því hann er of góður fyrir skoska boltann. Það væri frábært að fá hann hing- að til West Ham. Hann er stór- kostlegur fótboltamaður og yrði félaginu mikill styrkur,“ sagði Sheringham, sem greinilega hefur mikið álit á Keane. „Ég tel líklegt að hann fari til einhvers liðs í efri helmingnum og ef það rætist mun það verða til þess að það lið kemst í Evrópu- keppni. Ef eitthvert lið í botnbar- áttunni fær hann þá mun það félag örugglega bjarga sér frá falli,“ sagði Sheringham en Alan Par- dew, knattspyrnustjóri Hamrana, hefur sjálfur lýst því yfir að hann vilji fá Keane í sínar raðir. - egm Teddy Sheringham vill fá reynslubolta á miðjuna hjá West Ham: Sheringham vill Keane ROY KEANE Keane er gríðarlega eftirsóttur þessa dagana en fjöldi liða vill fá hann í sínar raðir. HANDBOLTI Ísland var með und- irtökin frá byrjun leiks og náði snemma fimm marka forskoti, í hálfleik var staðan 17-13. Í seinni hálfleik var allt á sömu nótunum og sex marka sigur var staðreynd í leikslok. „Við erum sáttir við að vinna tvo leiki af þremur en klúðruðum þessu sjálfir í Mos- fellsbænum á laugardag. Helst hefðum við viljað vinna þá alla. Það er góð barátta í liðinu og allir eru að fórna sér, sama hver er inni á. Maður tekur eftir því að það er alltaf að koma meira sjálfs- traust í liðið, strákarnir virðast hafa mjög gaman af því sem þeir eru að gera,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson, aðstoðarþjálfari Íslands, í leikslok. Snorri Steinn Guðjónsson hefur átt skínandi leiki og var hann markahæstur íslenska liðs- ins í gær með tíu mörk, þar af komu sex úr vítaköstum. Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Hólm- geirsson skoruðu sex mörk hvor. Birkir Ívar Guðmundsson fann sig vel í markinu en hann lék nær allan leikinn og varði átján skot. „Mannskapurinn er eðlilega orð- inn nokkuð þreyttur enda var þetta síðasti leikur okkar í þriggja leikja syrpu. Það bitnaði aðeins á gæðum leiksins en við sýndum góða baráttu og þetta var bara mjög öruggt allan tímann. Ég var að finna mig ágætlega og vörnin var fín fyrir framan mig,“ sagði Birkir Ívar. „Þessir leikir voru mikilvægir fyrir þjálfarann til að prófa ýmsa leikmenn og einnig var mikilvægt fyrir okkur að hitt- ast og stilla saman strengi.“ Varnarleikur norska liðsins var ekki upp á marga fiska í leiknum í gær og þá voru lykilmenn eins og markvörðurinn Steinar Ege og Kenneth Klev ekki að finna sig en sá síðarnefndi var aðeins skugginn af þeirri frammistöðu sem hann sýndi í jafnteflisleikn- um á laugardag. „Norska liðið olli mér nokkrum vonbrigðum, ég reiknaði með þeim sterkari. Eftir leikinn gegn þeim í Póllandi átti ég von á þeim betri. En við erum á fínu skriði, það er góður hraði í liðinu og við þurfum að byggja ofan á það þegar við komum aftur saman í janúar. Sjálfir erum við þó ekkert að byggja neinar skýja- borgir og tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson. elvar@frettabladid.is Sigurinn aldrei í hættu Þriðji og síðasti vináttulandsleikur Íslands og Noregs fór fram í Hafnarfirði í gær og hafði Ísland sigur, 32-26. HANDBOLTI „Það vantaði talsvert marga í mitt lið, ég er með marga leikmenn sem leika á Spáni, Þýskalandi og Danmörku. Það voru að minnsta kosti sex leik- menn sem eiga fast sæti í hópn- um sem gátu ekki spilað þessa leiki og þar á meðal eru nokkrir lykilmenn,“ sagði Gunnar Pett- ersen, þjálfari norska liðsins, sem var allt annað en sáttur við varnarleikinn hjá sínum mönn- um. „Vörnin hjá okkur var hræðileg og ég er mjög ósáttur við hana í þessum leikjum. Við vorum að fá allt of mörg mörk á okkur. Það eru þó ýmsir nokkuð jákvæðir punktar og þar get ég til dæmis nefnt sóknarleikinn hjá okkur í öðrum leiknum,“ sagði Gunnar en sá leikur endaði með jafntefli 33-33 þar sem góður lokasprett- ur Noregs kom í veg fyrir sigur íslenska liðsins. Í fyrsta leiknum á föstudag vann íslenska liðið stórsigur í Vestmannaeyjum með níu marka mun og vann svo með sex marka mun í gær. „Ég tel að íslenska liðið sé lík- legt til afreka á heimsmeistara- mótinu í Sviss. Þetta er hörkulið og maður verður að taka það með inn í dæmið að það vantaði sterka leikmenn eins og til dæmis Ólaf Stefánsson. Þeir sækja hratt og við áttum í miklum vandræðum með þá,“ sagði Gunnar Petter- sen. - egm Gunnar Pettersen, þjálfari Noregs, var ósáttur við varnarleik sinna manna: Ísland gæti náð langt í Sviss SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Snorri Steinn lék frábærlega í leikjunum gegn Norðmönnum og er orðinn einn af bestu leikmönnum sem Ísland á í dag. PATREKUR Í KRÖPPUM DANSI Patrekur Jóhannesson spilaði sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd í gær. Það þurfti þrjá Norðmenn til þess að stöðva hann hér.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.