Fréttablaðið - 28.11.2005, Qupperneq 78
28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR42
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Nú er tími jólabjórsins upprunninn og
íslenskir sem erlendir bjórframleiðendur
að stilla fram jólaöli ársins. Í Danmörku
er rótgróin hefð fyrir jólabjór og mikið
um dýrðir honum tengt. Rithöfundur-
inn Jón Kalman Stefánsson bjó þrjú ár
í Danaveldi og kynntist þeirri stemningu
vel.
„Þá kynntist ég þessari hátíð sem
Danir kunna að búa til í kringum jóla-
bjórinn. Maður fór út í búð snemma
morguns og þá var búið að koma upp
borði og hella jólabjór til hálfs í glösin.
Síðan fóru Danir að slæðast kátir inn í
búðina til að smjatta á bjórnum og velta
fyrir sér hvort hann væri betri í ár en árið
áður og rifja upp minningar frá því í fyrra.
Þessi stemning hreif mig mjög og ég sá
strax að þetta snerist um eitthvað allt
annað og meira en það eitt að drekka
bjór,“ segir Jón Kalman, sem nú teflir
fram skáldsögunni Sumarljós, og svo
kemur nóttin.
„Fyrir Dani eru allir dagar eins þegar
kemur að bjór og því er þessi hátíð ekki
endilega stíluð inn á helgi. Þetta var
kannski á miðvikudagsmorgni og ekki
verið að hella í neinar fingurbjargir heldur
stór glös. Þótt Danir fyndu ekki á sér
ranglaði Íslendingurinn út eftir smakkið
og keypti náttúrlega helmingi meira
en annars í búðinni,“ segir Jón Kalman
hlæjandi, en af dönskum jólabjór hefur
hann mest dálæti á Tuborg.
„Stemmingin nær hámarki þegar
grænt ljós er sett á dreifingu jólabjórsins
og tankbílar keyra frá verksmiðjunum til
að dreifa húfum, merkjum og öðrum
varningi tengdum bjórnum meðal
fólksins. Þessu fylgir heilmikil tilhlökkun
hjá Dönum, þetta er þeirra karnival og
margir sem vakna sérstaklega til að fá sér
bjór,“ segir Jón Kalman sem sjálfur sér til
þess að eiga smávegis af dönskum og
líka íslenskum jólabjór til samanburðar
á aðventunni.
„Íslenski jólabjórinn er fyrirtak en
hefur ekki hitt mig í hjartastað eins og
sá danski, sem ég er nú tilfinningalega
bundinn, eða öllu heldur stemningunni
í kringum hann. Danir eru sérfræðingar í
að búa til hátíð í kringum það sem þeir
framleiða og gera að miklu meira en öli
eða varningi.“
SÉRFRÆÐINGURINN JÓN KALMAN STEFÁNSSON FÉLL FYRIR DANSKRI JÓLABJÓRSSTEMMNINGU
Koma jólabjórsins er karnival Dana
LÁRÉTT
2 betl 6 guð 8 ýlfur 9 bókstafur 11 ber-
ist til 12 kryddblanda 14 hestur 16 tímabil
17 nægilega 18 galdrastafur 20 á fæti 21
skynsemi.
LÓÐRÉTT
1 afl 3 ung 4 hvítingi 5 fálm 7 mergð 10
þrír eins 13 þjófnaður 15 blóðormur 16
tímabils 19 ónefndur.
LAUSN
Harpa Einarsdóttir fatahönnuður
gerði góða ferð á Future Design-
base sýninguna sem haldin var í
Stokkhólmi nýverið. „Þetta var
mjög glæsilegt og hún haldin í
City Hall,“ segir hún en Harpa
deildi bás með hár- og förðunar-
stofunni Supernova sem síðar tók
þátt í tískusýningu með henni.
„Þarna var eiginlega allt á milli
himins og jarðar, innanhúshönn-
un, lífstíll og tíska,“ útskýrir hún.
„Þetta var allt mjög vel skipu-
lagt og það voru matarboð og
partí hvert einasta kvöld,“ segir
Harpa, sem þarna gafst kærkom-
ið tækifæri á að kynnast fólki.
Harpa komst meðal annars
í samband við aðila frá London
sem vildu auglýsa fötin hennar
auk þess sem tískublað vildi nota
fötin í myndaþátt. „Það er mjög
mikilvægt fyrir okkur að komast
út fyrir landsteinana og fá þar
innblástur auk þess sem svona
ferðir víkka út sjóndeildarhring-
inn,“ segir hún en hönnun hennar
vakti töluverða athygli og fékk
mjög góða umfjöllun. Þá var Vala
Matt einnig mætt frá lífsstíls-
þættinum Veggfóðri og verður
væntanlega sýnt frá þættinum á
mánudaginn.
Harpa segist sjálf hafa reynt
að vera vakandi fyrir því sem var
að gerast í kringum hana og hún
hafi meðal annars sótt fyrirlest-
ur hjá Lauru Bowing sem er mjög
framarlega í hönnun á smáhlut-
um. „Ég hef fylgst mjög vel með
henni í gegnum tíðina og það var
mjög gaman að hitta hana.“
Hönnuðurinn segir föt sín
vera blöndu af sixtís-stílnum
og pönki en hún hafi ekki mikið
verið að framleiða sína hönnun.
„Ég hef aðallega fengist við bún-
ingahönnun fyrir auglýsingar
enda eru peningarnir þar,“ segir
hún og hlær. „Ég ætla annars að
reyna að koma einhverju í fram-
leiðslu og stefni að því að opna
heimasíðu á næstunni þar sem
fólk getur lagt inn pöntun fyrir
allt nema jakkaföt,“ útskýrir hún
og skellir upp úr.
freyrgigja@frettabladid.is
HARPA EINARSDÓTTIR: SLÓ Í GEGN Í STOKKHÓLMI
Hannar ekki jakkaföt
HARPA EINARSDÓTTIR Föt Hörpu vöktu mikla athygli á Future Designbase sýningunni í
Stokkhólmi en þau eru blanda af sixtís og pönki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HRÓSIÐ...
...fá Bárður og Birta fyrir að gera
nýtt jóladagatal sem nefnist
Töfrakúlan.
Annan desember kemur út ein veg-
legasta Rolling Stones-bók sem gefin
hefur verið út hér á landi. Birgir
Baldursson hefur veg og vanda af
þýðingu hennar en bókina prýða 150
ljósmyndir frá rúmlega fjörutíu ára
ferli sveitarinnar. „Þetta er viðtals-
bók við þá og því fyrsta bókin sem
byggð er á frásögn þeirra,“ segir
Tómas Hermannsson hjá bókaútgáf-
unni Sögur. „Það eru nokkrir aðilar
sem taka þessi viðtöl en þau eru
tekin upp á tveggja ára tímabili,“
útskýrir hann og aðdáendur sveitar-
innar, sem eru fjölmargir hér landi,
komast varla nær þeim.
Í bókinni er einnig að finna
nákvæma skrá yfir allar plötur
Rolling Stones og segir Tómas að
hún spanni feril þeirra frá upphafi.
Þarna má finna ógleymanlegar sögur
af þeim félögum sem hafa marga
fjöruna sopið. „Charlie Watts rot-
aði Mick Jagger einu sinni og Keith
Richards ætlaði að henda söngvar-
anum út um gluggan. Richards hætti
við þegar hann uppgötvaði að Jagger
var í giftingarfötunum hans,“ segir
Tómas og hlær.
Aðspurður hvort hann sé for-
fallinn Stones-aðdáandi segir hann
svo ekki vera. „Allavega ekkert í
líkingu við það sem sýslumaðurinn
á Selfossi er,“ segir Tómas og hlær.
Hann sé í þessu vegna þess að hann
hafi gaman af þessum bókmennt-
um. Tómas gefur einnig út bókina
Sögur Tómasar frænda og stefnir á
enn frekari landvinninga í þessum
efnum. „Það er um að gera að byrja
á stærstu hljómsveit heims og bókin
hefur að geyma allt sem þú þarft að
vita um Rolling Stones,“ segir Tómas,
sem er bjartsýnn á framhaldið.
TÓMAS HERMANNSSON Hefur mikinn áhuga á bókmenntum sem tengjast tónlist og gefur
út bók um Rolling Stones sem er væntanleg í byrjun desember. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Allt sem þú þarft að vita um Rolling Stones
LÁRÉTT: 2 snap, 6 ra, 8 ýla, 9 err, 11 bt, 12
karrí, 14 gráni, 16 ár, 17 nóg, 18 rún, 20 il,
21 sinn.
LÓÐRÉTT: 1 þrek, 3 ný, 4 albínói, 5 pat, 7
aragrúi, 10 rrr, 13 rán, 15 igla, 16 árs, 19 nn.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Dagur hundsins fór ekki framhjá íbúum miðbæjarins og ekki hægt
að segja annað en þessi ágangur
ferfætlinganna hafi farið misvel í fólk.
Íbúar við Laugaveginn tóku þessari
innrás misvel enda sem betur fer ekki á
hverjum degi sem her ferfætlinga fær að
spássera um á einni helstu verslunar-
götu landsins. Hundaeigendur létu það
þó ekki á sig fá og löbbuðu stoltir og
beinir í baki um miðbæinn með allt frá
litlum krúttlegum veskjahundum upp í
risastóra varðhunda sem líktust heldur
hrossum en hundum.
Það heyrðist í kvartandi dömum sem fannst ómögulegt að geta ekki
sprangað um miðbæinn án þess að
horfa niður fyrir sig, það er nefnilega
ekki sérlega sjarmerandi að renna í
hundaskít í miðbænum. Sumir kvörtuðu
líka undan furðulegri angan sem sveif
yfir bænum og voru menn sammála
um að lyktin ætti ekkert skylt við
aðventuna eða jólin. Skýringin kom þó
fljótlega í ljós því ekki er hægt að viðra
heilan hundaher nema þeir fái að gera
þarfir sínar. Því var þó ekki að leyna að
ferfætlingar í öllum stærðum og gerðum
eiga stóran aðdá-
endahóp enda var
mikið fjölmenni í
miðborginni. Það
sást til dæmis til
Steingríms Ólafs-
sonar arka um
göturnar með
hvítan poodle-
hund í bandi.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Ofurtala
1 5 7 16 37
4 5 11 19 27 32
21 44 47
5 0 0 7 7
9 5 5 1 9
26. 11. 2005
23. 11. 2005
Þrefaldur 1. vinningur
næsta laugardag
Einfaldur
1. vinningur næsta
miðvikudag
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
36
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
1x13 lottó á mánudögum 27.11.2005 17:44 Page 1