Tíminn - 07.11.1976, Síða 4

Tíminn - 07.11.1976, Síða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 7. nóvember 1976 AAORGUN- i KAFFINU — Hvers vegna færft þú þcr ekki heldur hnetubrjót? — Ég er ckki aö kvarta, en ég vil fá að vita hvcr kemur með mjólk- ina. — Þú hetdur að ég sé hræöilegur, en bíddu þar til þú sérð konuna mina. Hættu að súpa hveljur og segðu niér hvað er um að vera þarna niðri? Hitch- cock leik- konurnar Hmn frægi leikstjón Alfred Hitchcock hefur leik- stýrt mörgum frægum leikurum af báðum kynjum. Myndirhans hafa yfirleitt „slegið I gegn”, og marg- ir ó-, eða lftt-þekktir leikarar hafa unnið sér frægð undir leikstjórn hans. Uppáhaldsleikkona hans fyrr og siðar er Grace Kelly, núverandi furstafrú I Monaco, og hann heldur enn sambandi við hana, þó aö hún hafi ekki fengizt við kvikmyndaleik I mörg ár. — Hún er hálf-Irsk og hálf-þýzk, en útlitiö er enskt. útkoman úr þessari blöndu er mjög góð, og samvinnuþlðari leikkonu hefi ég ekki þekkt. Hann eignar sér heiðurinn af þvi að hafa gert Ingrid Bergman að kyntákni, en þegar hún kom fyrst til Hollywood þótti hún ekki Hkleg til afreka sem sllk. Þótti hún hafa of stirðbusalegt fas og vera alltof hávaxin. Hún átti erfitt með að sleppa fram af sér beizlinu Ileik i ástaratriðum, en Hitchcock tókst að fá hana til þess með þeim árangri, að hún fékk á sig stimpil sem kyntákn. 1 einni mynd sinni hjálpaði hann Joan Fontaine við að leika mjög vel heppnað grátatriði með þvl að Iöðrunga hana — að hennar beiöni, eftir að hún var orðin uppiskroppa með tár eftir margar endurtökur á þessu atriði. Ekki hefur honum alltaf tekizt vel til með leikkonur þær sem hann hefur unnið með. Ein þeirra er Julie Andrews, sem hann segir hafa verið mistök aö nota I hryll- ingsmynd, þar eð áhorfendur hafi stöðugt vænzt þess að fá að heyra hana syngja. A myndunum má sjá Hitchcock og þær leikkonur sem hefur verið minnzt á.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.