Tíminn - 07.11.1976, Qupperneq 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 7. nóvember 1976
' wá
Frá Vestmannaeyjum 1905
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
i47 í gamla daga
Fuglarar i Eyjum
Frá Vestmannaeyjum
Herrarnir hjá Kárastööum 1919-
Það er lif og fjör á hafnar-
svæðinu i Vestmannaeyjum,
þegar Lárus Gislason ljósmynd-
ari tók þessa mynd 23/8. 1905.
Gamalkunnugir munu kannast
við bryggjur og báta, skútuna
þrimöstruðu og kannski sumt
fólkið. Margt er breytt frá þeim
tima.
önnur mynd — útg. Finsen og
Johnson i Reykjavik — sýnir
fengsæla fuglara i Eyjum.
Þekkireinhver karlana? A kort-
ið hefur einhver blessuð Anna
ritað til Guddu vinkonu sinnar á
dönsku, þann 14. nóvember 1905.
Þriðja Vestmannaeyjakortið
er frá „Stenders Forlag” og
áletrun dönsk. Bátinn VE 92
munu einhverjir kannast við, og
e.t.v. einnig skipið. A þetta kort
ritar Ragnar Asgeirsson, siöar
ráðunautur, til Hallgrims
Hallgrimssonar, siðar bóka-
varðar. Báðir voru viö nám i
Danmörku, Ragnar i garðyrkju
en Hallgrimur að ljúka námi i
sagnfræði og bjó á Garði
(Regensen) þegar þetta var rit-
að, 22. nóvember 1918. Ragnar
mun þá hafa lokið námi og verið
garðyrkjukennari i Danmörku.
Arið eftir hefur verið tekin
mynd af tveimur herramönnum
á Kárastöðum, þekkir einhver
þá? Eða myndarlega sveitabæ-
inn, hver er hann? úr þvi
minnzt er á sveitabæ og kominn
vetur eftir almanakinu vil ég
spyrja, hvort einhver eigi og
viljilána mér i þáttinn mynd af
kindum á beit að vetrarlagi,
helzt ef þær eru i krafstri. Lika
mætti taka mynd þegar snjór er
kominn. Út um allt land eru nú
til menn sem taka myndir, og
einhvers staðar er fé rekið til
beitar.
Hvaða bær er þetta?