Tíminn - 07.11.1976, Page 7

Tíminn - 07.11.1976, Page 7
Sunnudagur 7. nóvember 1976 TÍMINN 7 Guðmundur G. Þórarinsson: P UTOIS ÞAÐ er undarlegt hvernig sögur geta oröið til. Hversdagslegir atburðir, mismæli eða misskiln- ingur, að maður tali nú ekki um illmælgi geta orðið að ævintýra- legum sögusögnum. Óg sögu- sagnirnar geta heltekiö húga manna og haft ráðandi áhrif á líf manna og athafnir, jafnvel oröið raunverulegri en veruleik- inn sjálfur. Ovenjulega glöggt dæmi um tilurö og þróun sögusagna er saga Anatole France um Putois (framb. Pýtoa). Mér hefur allt- af þótt mikið til um þessa frá- sögn, og oft í huga mér borið hana saman viö hiö gamla is- lenzka spakmæli „sjaldan lýgur almannarómur”. Guðmundur Finnbogason hef ur gert útdrátt úr þessari sögu i bók sinni Hugsanir, og er hér stuðzt við hann. Putois kemur til skjalanna Hjón nokkur, sem bjuggu i friði og ánægju i smábæ einum, urðu fyrir þvi óláni, að gömul frænka þar i grenndinni hefði upp á þeim. Eftir það höföu þau ekki stundlegan frið fyrir sunnu- dagsheimboðum kerlingar. Af þessu voru hjónin oröin dauöleiö og það svo, að þau ósjálfrátt lof- uðu guð einu sinni þegar dóttir þeirra veiktist, svo að þau voru löglega afsökuð. En það stóð. ekki lengi, og þegarfrænka nú kom næst til að bjóða þeim til sunnudagsins, datt frúnni það snjallræði I hug að búa til þá afsökun, að þau gætu ekki komið, þvi aö þau ættu von á garðyrkjumannin- um. „Getur hann ekki komið eftir helgina?” spurði kerling. „Nei, hann á annrikt virku dag- ana”, svaraði frúin. „Nú, hvað heitir hann þessi garðyrkju- maður?” Leiftursnöggt svaraði frúin: „Hann heitir Putois”, og nafnið kom alveg án umhugsun- ar. Þar með var nafnið komið upp og frá því var Putois til. Hvers konar maður er Putois? Frænka tautaði fyrir munni sér um leið og hún fór: „Putois! Mér finnst eins og ég kannist við hann? Putois? Putois! Vist þekki ég hann. En ég get bara ekkki munaö...... Hvar býr hann?” Og frúin svaraði: „Hann er daglaunamaöur. Þegar hans er þörf eru gerð orð eftir honum þangað, sem hann þá er stadd- ur”. „Mig grunaði það”, sagði kerling. „Þetta er náttúrlega einhver flakkarinn og letiblóðið, einhver herjans mannleysa. Varið yður á honum, barniö gott”. Þar með hafði Putois fengiö sina lyndiseinkunn. Og frá þess um degi tók hann að smámagn- ast. Frænka gamla var ekki i rónni. Hún ætlaði aö fá hánn i vinnu, hugsaði að hann væri varla svo kauphár, og baö frúna að koma orðum til hans. En hann fannst þá ekki þegar til kom. Frænka grunaði frúna um að vilja ekki unna sér að hafa hann, og fór nú sjálf á stúfana. Hún spurði heimilisfólk sitt, ættingja, vini, nágranna og viö- skiptamenn, hvort þeir þekktu ekki Putois. Einir tveir þóttust aldrei hafa heyrt hans getiö. Hinum fannst þeir kannast ó- sköp vel við hann. En hver hann eiginlega væri — það gátu þeir ekki sagt. Loks þóttist gamla konan hafa haft upp á honum sjálf á göt- unni. Hann var um fimmtugt, magur, lotinn i herðum, flæk- ingslegur i óhreinum vinnu- stakki. Hann gekk hratt. Hún kallaði á hann með nafni. Hann leit við og hvarf svo sina leið. Putois tekur til starfs Svo fór að versna. Það var stolið þremur melónum úr garð- inum hjá frænku og siðar þrem silfurskéiðum úr borðskápnum hennar. Lögreglan fann ekki þjófinn, en var sammála frænku um það að hann væri enginn annar en Putois. Blöðin komu með nákvæma lýsíngu á peyjanum og Putois var nú á hvers manns vörum i . bænum. Gamla konan lét setja slag- brand fyrir svefnherbergis- dyrnar, en gat þó ekki sofið. Putois náðist ekki, og þó gerðu allir sér far um að hafa upp á honum. Margir þóttust hafa séð hann, sinn á hverjum stað, samtimis og nú fékk hann orð á sig fyrir að vera alls stað- ar nálægur. Þvihræddari varð gamla kon- an við hann. Putois gerist kvennamaður Svo bættist þaö ofan á, að eldabuska frænkunnar fór að þykkna undir belti. Þegar gamla konan gekk á hana um faðernið, varöist hún allra frétta og vildi engan tilnefna. „Það skyldi þó ekki vera Putois?” sagði gamla konan 1 angist sinni. Þá fór stúlkan að gráta en svaraði engu. Og nú þurfti ekki lengur vitnanna við. Nú fékk Putois orö á sig fyrir að vera mesti kvennabósi, sem engin stúlka væri óhult fyrir. Honum voru eignuð 5-6 önnur börn, sem fæddust það áriö I reiðuleysi. „Svinið að tarna”, sögöu kerl- ingarnar. Var Putois ekki alltaf til? Sagan endar á þvi, að ný vinnukona frúarinnar, sem upp- haflega hafði skapað Putois I vandræðum sínum, kemur inn og segir, að maöur i vinnufötum geri orð eftir frúnni og vilji tala við hana. „Hvað heitir hann?” „Putois” Frúin bað stúlkuna að spyrja hvað hann vildi, en þegar hún kom aftur var hann allur á bak og burt. Frá þeim tima fór frúin lika Guðmundur G. Þórarinsson að hugsa að óvlst væri nema Putois væri til, og að hún hafi ekki logiö honum upp. „Svo andann gruni ennþá fleira en augað sér” Þannig geta sögur orðiö til á saklausan hátt. Einföld björgun i vandræöum getur vakiö upp draug, sem enginn getur kveðið niður aftur. Söguburður hefur aö undan- förnu verið með eindæmum hér á landi. Þó eru fáir svo kaldrifj- aðir,aðþeir beinlinis búi til full- mótaðar sögur um illt innræti náungans, en flestir sem þessa iðju stunda láta sér nægja að dylgja og kveða hálfkveðnar visur. „Hálfsannleikur oftast er ó- hrekjandi lýgi”, segir Stephan G., en hugarflug manna er vak- ið. Hin mögu ef og kannski verða að staðreyndum I einu vettfangi, og sögurnar taka jafnvel að gera sig sjálfar. Mörg dæmi eru þess hvernig óljós orð eða atvik geta orðið að fullþroskuðum raunveruleika. Margir kannast viö rúnirnar á Rúnamó. Þessi Rúnamór var flatur blettur austUr I Bleking I Sviþjóð. A honum voru ein- kennilegar rispur og gömul sögn var, að þessar rispur væru rún- ir, og helzt um Harald hilditönn og Brávallabardaga. Fræðimaðurinn Finnur Magnússon réðloks þessar rún- ir af mikilli þekkingu og hugviti. Rispurnar reyndust vera þessi visa eftir athugun fræði- mannsins: HILTEKINN RIKI NAM GARÐR INN HJO ULI EIT GAF VIGI OPIN RUNAR HRINGR FAI FALL A MOLD ALFAR ASTAGOÐ OLA FJAI OPIN OK FRI OK ASA KUN FARI FARI FJANDUM VARUM UNNI HARALDI ÖRIN SIGR Siðar sannaðist að þessar rispur voru jökulrispur af nátt- úrunnar höndúm. Ef rispur á bletti geta oröið aö kvæöi I huga skýrandans, hvað geta þá óljósu orðin? „Að gæta eldsins við'yzta haf” 1 fornum sögum tslendinga er jafnan mikil áherzla lögð á drengskap og virðingu fyrir sannleikanum. Það má segja að orð Ara fróða i formála Islendingabókar „En hvatki es missagt es I fræðum þessum, þá es skylt at hafa það heldur, es sannara reynisk” hafi orðið að lögmáli islenzku sagnaritaranna. i öllum þeim söguburði sem nú riður yfir ættu menn að hafa i huga að allt frá grárri forneskju hefur hér á landi þeirra hlutur jafnan þótt minnstur sem fara með rógi og illmælgi. Illa þykir mér komið ef núlif- andi kynslóö snýr þessu við. Eldur sannleiksástar og dreng- skapar hefur i mörg erfið ár ornað mönnum hér norður við Dumbshaf. Sá eldur má ekki deyja út. Sigurður Nordal segir einhvers staðar: „Ef við tökum þann kostinn, að lúta lægra en forfeöur okkar i stað þess að líta hærra, vitum við ekkert fyrr en okkurferaöbregöa lengra I ætt- ir fram og erum komnir á fjóra fætur”. Vaka eða víma Er ekki skylt að nota útvarpið? Blööin hafa verið að birta greinar fólki til áminningar svo aö börn yrðu siður fyrir slysum. Þetta er allrar virðingar vert. Ein fyrirsögnin var á þá leiö að við skyldum ekki láta eitriö liggja fyrir börnunum. Það eitur sem flestum verður að tjóni hér á landi er tóbak og áfengi. Ekki var það sérstak- lega nefnt i þessari umræddu grein en engu siður er áminn- ingin timabær og virðingarverð. Auðvitað á hún hvergi fremur við en þar sem hættulegasta eitrið er. 1 fyrravetur var hafin sókn gegn reykingavenjum. Sú sókn vakti öldu viða um land. Talið er að auglýsingar gegn reykingum hafi átt nokkurn þátt i þvi. En sú saga er bak við þá auglýsinga- herferð, að lögfest var fyrir fá- um árum að tveir af þúsundi af andvirði tóbaks, sem seldist i landinu, skuli ganga til þess að segja satt um áhrif tóbaks- nautnar i aövörunarskyni. Þannig hafa þessar auglýsingar i blöðum og útvarpi verið fjár- magnaðar eins og það er orðað. Nú sakna ýmsir þess, að langt er umliðið siðan þessar aug- lýsingar hafa sézt. Þessar tekj- ur frá tóbakssölunni endast ekki nema i eina nokkuð myndarlega hrotu á ári. Ætli það væri nú nokkur menningarleg niðurlæging fyrir sjónvarpið okkar, þó að það verði svo sem fimm minútunj i viku til slikrar aðvörunar? Þá mættu lika fylgja með nokkur sannleiksorð um áfengi og önn- ur eiturlyf. Og skyldi útvarpið — hljóðvarpið — ekki standast við þvi að taka eina og eina minútu i þessu skyni úr sinni 17 klukku- stunda dagskrá? Hér er um einfalt mál að ræða. Það er ekkert annað en sljóleiki og kæruleysi að nota ekki þessi áhrifatæki til áminn- ingar um heilbrigðar og skyn- samlegar lifsvenjur þar sem þörfin er mest. Þetta er hægt. Þetta þarf ekki mikið að kosta. Og þetta gæti orðið einhverjum til blessunar. Hvers vegna er það þá ekki gert? Við skulum vona að verðir menningarinnar taki við sér og skammt sé að biða fram- kvæmda. H. Kr. Laugarnessókn Stuðningsmenn sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar hafa opnað skrifstofu að Lækjarveri, Laugalæk 6 simar: 84014 — 84031. Opið kl. 5-10 virka daga og kl. 2-6 um helgar. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Þeir sem vilja stuðla að kosn- ingu, sr. Jóns Dalbú eru beðnir að hafa samband við skrifstof- una. Stuðningsmenn. Þjónusturegla Guðspekifélagsins hefur kaffisölu I Templarahöllinni I dag. Húsiö opnað kl. 15. Dagskrá: 1. Avarpsorð deildarforseta. 2. Einsöngur: Ragnheiður Guömundsdóttir, undirleikari Málfrföur Kon- ráösdóttir. 3. Einieikur á pianó: Skúli Halldórsson tón- skáld. Kynnir: Helgi P. Briem sendiherra. Vinir og velunnarar, mætið. — Guðspekifélagið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.