Tíminn - 07.11.1976, Page 10
10 TÍMINN Sunnudagur 7. nóvember 1976
Kaupfélag Steingríms-
fjarðar,
Hólmavík
Talað við
Jón E. Alfreðsson,
kaupfélagsstjóra
Kaupfélag Steingrlmsfjaröar
hefur aöala&setur sitt á Hólmavik
en verzlunarsvæði þess nær þó
viðar.
Kaupfélag Steingrimsfjaröar
gegnir mikilvægu hlutverki fyrir
Strandir, þvi að það er eini at-
vinnuveitandinn á Hólmavik og
rekur einnig atvinnurekstur á
Drangsnesi, þ.e. hraöfrystihús,
en auk þess rekur það sláturhús á
Hólmavik.
Við hittum að máli kaupfélags-
stjórann, Jón E. Alfreðsson, sem
er 36 ára. Hann hefur veitt kaup-
félaginu forstöðu siðan áriö 1968,
en hefur unniö hjá kaupfélaginu
siðan áriö 1961, eða frá þvi hann
var um tvitugt.
Jón kaupfélagsstjóri er ættaöur
af Ströndum, eða frá Stóra-
Fjarðarhorni i Fellshreppi, en
þar bjuggu foreldrar hans, en
fluttist siðan að Kollafjarðarnesi
um fermingu. Jón E. Alfreðsson
hafði þetta að segja um kaup-
félagiö sögu þess og starfsemi.
Rætt við Jón Alfreðsson
kaupfélagsstjóra
— Kaupfélag Steingrlmsfjaröar
eroröið æöi gamalt finnst manni,
en þaö var stofnað i desember ár-
iö 1898 og hét þá Verzlunarfélag
Steingrimsf jaröar, og það hét þaö
fyrstu áratugina, en nafninu var
þá breytt i Kaupfélag Steingrims-
fjaröar.
Félagssvæði okkar er
Kaldrananeshreppur, Hróbergs-
hreppur, Hólmavikurhreppur,
Kirkjubólshreppur og Fells-
hreppur, sem þó er ekki nema að
hluta, þvi önnur kaupfélög eru
beggja megin við okkur.
Kaupfélag Steingrimsfjaröar
hefur aðalstöövar sinar. á
Hólmavik, og við rekum verzlun,
sláturhús, frystihús og fiski-
mjölsverksmiöju, rækjuvinnsla
er einnig stunduö i frystihúsun-
um. Þá rekum viö einnig útibú á
Drangsnesi, þ.e. verzlun og
frystihús var rekiö til skamms
tima, en það brann sem kunnugt
er á þessu ári og er nú verið aö
reisa þar nýtt hús i staðinn.
Landbúnaður i Stranda-
sýslu
— Nú, segja má að það sé ein-
kenni á uppbyggingu þessa kaup-
félags að þaö sinnir þjónustu við
sjávarútveg og landbúnaö.
Hér eru svo til eingöngu
Jón E. Alfreösson, kaupfélagsstjóri: — Þaö liggur við að ég getiséö það f bókhaldinu hverjir verka I vot-
hey.
Geta sunnlenzkír bændur lært
votheysgerð af Strandamönnum?
Þeir þurrka ekki hey (sumir)
og eru með vænsta fé landsins
stundaður sauðfjárbúskapur, en
litilsháttar er þó flutt af mjólk til
Hvammstanga, þar sem er
mjólkurstöð og við fáum okkar
mjólk þaöan til sölu á félagssvæð-
inu.
— Þaö er einkenni búskaparins
hér, aö bændur eru yfirleitt ekki
með stór bú, stila fremur upp á
miklar afuröir.
— Þaö er algengt hér um slóðir,
að bændur séu ekki meö nema
svona 150-300 kindur á bú, en hér
er milli 70 og 80% tvilembt. Ég
Hluti rækjuflotans viö bryggju á Hólmavik, ásamt einu af skipum skipadeildar StS.
hefi ekki reiknað meðalvigtina i
sláturhúsinu núna, en hún er
sjálfsagt á 17. kilóiö, og það þykir
mjög gott, þvi aö meöaldilkþungi
yfir landið er ekki nema um það
bil 14 kiló. Þessar miklu afuröir
hafa vakið athygli meöal bænda
viða um land, eða útkoma búanna
hér.
Þaö sem er megineinkenni á
búskap hér er það, hve hin mikla
votheysgerö hefur skilað góðum
árangri. Þaö liggur við að ég geti
rakið hér I bókhaldinu I kaupfé-
laginu á reikningum bændanna
hverjir stunda votheysgerð og
hverjir ekki. Svo miklu munar á
útkomunni.
Þessi þróun er ekki alveg ný.
Til aö mynda var faöir minn
löngu hættur að þurrka hey þegar
ég var i sveit, nema kannski eitt-
hvert litilræði öðru hverju fyrir
kýrnar.
— Telur þú að leysa mætti t.d.
vandamál sunnlenzkra bænda
meö aukinni votheysgerö?
— Það er nú kannski ekki mitt
mál að segja til um það, en ég vil
þófullyrða, að of mikil þröngsýni
hefur riktviða, og menn hafa ekki
notaö sér möguleika votheys-
gerðar sem vert væri.
— Semsagt, einkennin hér eru
fremur litil bú en afuröamikil.
Hvað eru margir bændur á
féla gssvæðinu?
— Þeir eru milli 50 og 60 talsins.
— Hvað er slátraö miklu hjá
ykkur og hvernig er aðstaöan til
slátrunar?