Tíminn - 07.11.1976, Side 15

Tíminn - 07.11.1976, Side 15
Sunnudagur 7. nóvember 1976 TÍMINN 15 Dr. Edward Schantz. Hann telur, aö orsök sjúkdómsins geti hafa verið banvænt eitur, sem sett var í brúsa og úöað um ráöstefnu- salina. Sjúkdómurinn, sem herjaði á þótttakendur á ráðstefnu fyrrv. hermanna, morð? Færustu sérfræðingar telja, að svo hafi verið og að banvænt eitur hafi verið notað MENN rekur eflaust minni til þess, er undarleg veiki kom upp á ráðstefnu fyrrverandi her- manna i Filadelfiu i sumar, og lagði að velli tuttugu og niu manns. Var strax talið, að um virussjúkdóm væri að ræða, en visindamenn áttu i erfiðleikum með að greina, hvaða innflú- ensutegund þetta væri. Við nán- ari rannsóknir þykir hins vegar ýmislegt benda til, að ekki hafi verið um neina innflúensu að ræða, heldur morð, — að ein- hver miskunnarlaus morðingi hafi byrlað mönnum banvænt eitur. Þetta eru óhugnanlegar upplýsingar, en margir helztu sérfræðingar Bandaríkjanna telja, að þetta sé möguleiki. Dr. Edward Schantz, heims- frægur lífefnafræðingur er einn þeirra, sem aðhyllast þessa skoðun. Hann segir, að einkenni „sjúkdómsins” séu ótrúlega lík einkennum, sem stafa af völd- um ricins, banvæns eiturs, sem unnið er úr castor baunum. Hann telur, að morðingjarnir hafi látið efnið í úðunarbrúsa og átt þannig hægt með að beita þvi gegn hermönnunum. Schantz vann að rannsóknum á ricini við FT. Detrick-stofnunina, sem er rikisstofnun, þar sem llfefna- fræðilegar rannsóknir eru gerð- ar I þágu hernaðar, og er hann einn helzti sérfræðingur Banda- rikjamanna á sviði eiturefna, hann er t.d. maðurinn, sem fyfstur varð til að einangra eit- ur skelfisks, sem er bráðdrep- andi. Ricin er ekki náttúrulegt efni og hlýtur þvi einhver utan- aðkomandi að hafa komið með það, segir hann. Allir á ráð- stefnunni gætu hafa tekið það inn, en sumir voru næmari fyrir þvi en aðrir, og dóu. Annar kunnur eiturefnasér- fræðingur, dr. Ralp Fogleman, er einnig sannfærður um, að hermönnunum hafi verið byrlað banvænt eitur, t.d. ricin. — Allt, sem ég veit um þennan sjúkdóm er, að hann var ekki smitandi. Hann virtist svo undarlega af- markaður, að sterkar likur eru á að ekki hafi allt verið með felldu. Hugsunin um, að um ó- dæðisverk hafi veriö að ræða, er skelfing, segir hann. Sjúkdómurinn lagðist á eitt hundrað sjötiu og nlu manns, sem mættu á ráðstefnu fyrrver- andi hermanna i Fíladelflu slö- astliðinn júll, og drap tuttugu og nfu þeirra. Vlsindamenn rann- sökuðu allar mögulegar orsakir hans, en stóðu alveg ráöþrota. Tvö aðaleinkenni „her- mannasjúkdómsins” voru skemmdir I lungnavefjunum og mjög hár hiti. Þetta eru einnig einkenni ricineitrunar, sagði dr. Schantz. Hann bætti þvi víð, að á meðan hann vann við FT. Detriek-stofnunina, hafði ricin verið rannsakað þar með tilliti til þess hvort hægt væri að nota það sem vopn. „Einkennin, sem við sáum á tilraunadýrun- um, sem við notuðum við rann- sóknirnar, voru þau sömu og komu fram hjá fórnardýrum „hermannasjúkdómsins”. Ric- in er eitraðasta efni, sem við þekkjum I dag, og magn, sem ekki. er stærra en tltuprjóns- haus, nægir til að drepa fimmtíu mýs. Þeir,sem stóðu að rannsókn á sjúkdómnum, ættu að hafa tekið það með I reikninginn, að um ricin I loftblöndu gæti verið að ræða. Ef morðingjarnir bættu möluðu ricini I úðunarbrúsa, hefðu þeir I höndunum afar á- hrifarlkt morðtæki. Ekki væri ó- liklegt, að þeir hefðu látið það I brúsa með venjulegu loftræsti- efni og siðan sprautað þvl um öll herbergin. Vlsindamenn við Communi- cable Diseases Center I Atlanta rannsökuðu möguleikana á þvl, að hermennirnir þjáðust af ricin eitrun. En þeir sögðust hafa af- skrifað þann möguleika, vegna þess að ricin, sem væri tekið I mat eða drykk, myndi valda miklu meiri truflun I innyflum heldur en raun varð hjá fórnar- lömbunum,sem urðu aftur fyrir miklum lungnaskemmdum. En dr. Schantz sagði, að hann teldi, að skoðun CDC gæti ekki staöizt. Það, að skemmdirnár urðu að- eins I lungunum, er nákvæm- lega það, sem hann myndi sjálf- ur búast við að gerðist, ef fólk andaði ricini að sér, þvl þá væri það afmarkað við lungun. Væri það hins vegar tekið I mat eða drykk, væri öðru máli að gegna og myndi það þá valda bæði lungnaskemmdum og truflun- um I öðrum llffærum. Dr. Wayland J. Hays, prófess- or I eiturefnafræði við Vander- bilt læknaskólann staðfesti, að ricin gæti orsakað hættulega sjúkdóma I öndunarfærunum alveg á sama hátt og gerðist hjá hermönnunum. Og eiturefna- sérfræðingur CDC, dr. Renate Kimbrough viðurkennir, að enn sé ekki vitað hvaða áhrif ricinið hefði ef þvl væri andað að sér, það væri órannsakað mál. Þá hefur CDC viðurkennt að hafa beðið Pentagon um upplýsingar um möguleg örveruvopn, sem gæti hafa verið beitt gegn ráð- stefnumönnum. Ef eitrið var ricin, þá hefur ó- dæðismaðurinn ekki átt I nein- um erfiöleikum með að útvega sér það. Hver sem hefur ein- hverja þekkingu á efnafræði og hefur aðgang að tilraunastofu, hefur auðveldlega getað unnið það úr castor baunum, segir dr. Kenneth Lampe, prófessor I lyfjafræði viö háskólann I Miami. Castor baunin vex sem illgresi alls staðar I Suðurrlkj- unum, Hún vex I bakgorðum, ræsum og meira aö segja á um- ferðareyjum. Það er ekki mögulegt, að her- mennirnir hafi verið sýktir af einhverju framleiddu úr castor baunum, t.d. laxeroliu, þvl að þær vörur innihalda ekki ricin, eftir þvl sem John Hayes, full- trúi National Lead Industries, sem er aðaldreifingaraðili vara framleiddum úr castor baunum I Bandarlkjunum, segir. Ricin er prótein, sem brotnar niður I skaðlaus efni, þegar það er hitað. Það situr ekki eftir i vefjum fórnardýranna og getur eiturskammtur farið I gegnum likamann á sólarhring eða minna án þess að skilja eftir merki um sig. Þetta gerir það líka að verkum, að það getur orðið erfitt, eða með öllu ó- mögulegt, að fullsanna, að ricin hafi verið orsök dauða mann- anna 29. Þegar við upphaf rann- sóknarinnar var langmest á- herzla lögð á það að leita að vir- usi! og var mikið af vefjarsýn- um eyðilagt við það. Það vannst þvi enginn timi til að leita að eiturefnum. Ef blóð og þvagsýni hefðu verið tekin strax og fryst, væri hægt að rannsaka þau nú, en nauðsynlegum sýnum til eiturefnarannsókna var aldrei safnað. Eiturefni brotna mjög fljóttniður i blóðinu, og þótt þau hefðu verið fyrir hendi I vöðvun- um, væri óliklegt, að þau væru það enn. Þrátt fyrir þetta, telja flestir sérfræðingar nú, að um eitrun hafi verið að ræða, og byggja þá skoðun sina á þeim breytingum, sem áttu sér stað I lungum sjúklinganna og þvi hve sóttin varði skamman tfma og herjaði á afmarkaðan hóp. Skipuð hefur verið þingnefnd til að vinna að rannsóknum á dauða hermannanna, og átti hún að hefja störf fyrir u.þ.b. mánuði. „Það verður að ganga úr skugga um það, hvort grunur um samsæri eigi við rök að styðjast”! segir Matthew Ron- aldo, þingmaður repúblikana- flokksins og meðlimur I nefnd- inni. „Of mikið er I húfi til að láta hjá llða opinbera, nákvæma rannsókn”. (JB þýddi og endursagði) Einfalt lánakerfi Tvöfaldir möguleikar Sparilánakerfi Landsbank- ansveitir yðurrétttil lántöku á einfaldan og þægilegan hátt. Taflan hér fyrir neðan sýnir greinilega hvernig reglubundinn sparnaður hjóna getur til dæmis skapað fjölskyldunni rösk- lega eina milljón króna í ráð- stöfunarfé eftir umsaminn tíma. SPARIFJÁRSÖFNUN TENGD RÉTTI TIL LÁNTÖKU Sparnaður Mánaóarleg Sparnaður i Landsbankinn Ráðstöfunarfé Mánaðarleg Þér endurgr. yðar eftir innborgun lok tímabils lánaryður yðar 1) endurgreiðsla Landsbankanum 5.000 60.000 60.000 123.000 5.472 12 mánuði 6.500 78.000 78.000 161.000 7.114 á 12 mánuðum 8.000 96.000 96.000 198.000 8.756 5.000 90.000 135.000 233.000 6.052 18 mánuði 6.500 ‘ 117.000 176.000 303.000 7.890 á 27 mánuðum 8.000 144.000 216.000 373.000 9.683 5.000 120.000 240.000 374.000 6.925 24 mánuði 6.500 156.000 312.000 486.000 9.003 á 48mánuðum 8.000 192.000 384.000 598.000 11.080 1) I fjárhæöum þessum er reiknað með 13% vöxtum af innlögðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. r LANDSBANKINN Sparilán til viðbótar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.