Tíminn - 07.11.1976, Qupperneq 19
Sunnudagur 7. nóvember 1976
lÍMtWl
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur GisIason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Verð i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f.
Evangelistar
norðurhjarans
Afurðasölulögin voru upphaflega sett á kreppu-
árunum. Þau voru sannkallað bjargráð i þeim
þrengingum, sem þá gengu yfir þjóðina. Eigi að sið-
ur urðu um þau harðar deilur, og var þar mjólkur-
striðið, sem nú er fyrir löngu orðið feimnismál
margra, frægast fyrirbæri. Þetta var á þeim tim-
um, er Alþýðuflokkurinn var og hét, og það var at-
fylgi hans og staðfestu að þakka, að afurðasölulögin
voru ekki brotin á bak aftur með afleiðingum, sem
torvelt er að meta, hve þungbærar hefðu orðið.
Nú eru þeir liðsoddar Alþýðuflokksins, sem svo
óhvikulir reyndust á þessum árum, ýmist fallnir i
valinn eða komnir á grafarbakkann. Með nýjum
herrum komu nýir siðir, og nú um langt skeið hefur
það verið kenning forsprakka Alþýðuflokksins, að
það ætti að „fækka bændum” — orðalag, bem leiðir
hugann að minknum og veiðibjöllustofninum. Þetta
viðhorf hefur i seinni tið hlotið meira en litinn stuðn-
ing meðal nokkurs hluta Sjálfstæðismanna, og hef-
ur öðru siðdegisblaðinu verið beitt röggsamlega i
þágu þessa málefnis svo sem alkunna er.
Fagnaðárboðskapur þess um útlendu gæðaostana
hefur verið ánýjaður viðlika titt og undirstöðubeztu
ritningarstaðir i stólræðum bibliufastra presta.
Stöku sinnum slær þó út i fyrir þessum
evangelistum norðurhjarans. Frægt varð á sinni
tið, að þáverandi formaður Alþýðuflokksins girntist
fleiri gærur til sútunar og sölu á útlendum markaði,
þótt hann vildi fækka sauðfénu. Fávisum sálum i
sveit og kaupstað gekk nokkurn veginn jafnilla að
koma þessu tvennu heim og saman og þeirri kenn-
ingu, að bezta aðferðin til þess að halda sjálfstæðinu
væri að fórna þvi. Hefur ekki enn fengizt ráðning á
þessari gátu.
Aftur á móti hefur ný furða bætzt við. Einn
regnþrunginn haustdag, þegar Esja skautaði hvitri
hettu, kom upp úr dúrnum, þegar farið var að grina
i Alþýðublaðið, að á þeim bæ fikjast menn ekki að-
eins eftir sem flestum gærum af sem fæstu fé, held-
ur er landbúnaður á íslandi nokkurs virði fyrir þær
sakir, „að ekki viljum við hausalausir vera”. Það
er jafnvel talað i sömu andránni um að „efla beri
islenzkan landbúnað”, svo að sviðin hverfi ekki af
matborðinu, og jafnvel flestir taldir þvi sammála,
„hvað sem öllu öðru liður”. Vonandi fará að fæðast
tvihöfða lömb, sem takast má að halda tórunni i.
Ekki er kunnugt, að sú deild evangelistanna, sem
mest rómar útlendu ostana og hefur yfir Dag-
blaðinu að ráða, hafi lagt neitt til þeirra mála,
hversu fá skal fleiri gærur af færra fé, og þaðan af
siður, ef gærunum eiga að fylgja fleiri hausar að
sviða. Kannski stöndum við andspænis þvi fyrir-
bæri, að trúflokkum hættir til þess að klofna, svo
sem sagan vitnar um. En það er auðvitað þeirra
mál.
Aftur á móti er það mál alþjóðar, að geip þessara
fugla verði af virt af flestum eins og það á skilið,
landbúnaðurinn verði framvegis sem hingað til þess
megnugur að skila góðri fæðu á borð landsmanna,
hvort heldur er mjólkurkyns eða kjöts, og þúsundir
manna i fjölda kauptúna og kaupstaða geti haft lif-
vænlega atvinnu við sem fjölbreyttastan iðnað i
tengslum við framleiðsluna úr sveitunum. Þar eru
sameiginlegir hagsmunir fólks hvort heldur það býr
i húsum, sem standa fleiri eða færri saman.
J.H.
ERLENT YFIRLIT
Tunney féll fyrir
sjötugum prófessor
Söguleg kosningaúrslit í Kaliforníu
Það gerðist i þingkosning-
unum i Bandarikjunum á
þriðjudaginn var, að ekki
færri en átta öldungdeildar-
menn féllu af þeim 25, sem
sóttu um endurkjör, en átta
höfðu dregið sig sjálfviljug-
lega i hlé. I flestum tilfellum
áttuþeir,sem féllu, i höggi viö
sér yngri og sóknharðari
menn. Undantekning frá þess-
ari reglu gerðist þó i Kali-
forniu. Þar vann sjötugur
maður sigur i keppni við einn
af efnilegri forustumönnum
demókrata, sem átti orðið
glæsilegan feril að baki, þótt
hann væri ekki nema 42 ára
gamall. Sá, sem ósigur beið,
var John V. Tunney, sem náöi
kosningu til öldungadeildar-
innar 1974, eftir að hafa átt
sæti i fulltrúadeild þingsins i
sex ár. Sá, sem varð sigurveg-
ari, var S.I. Hayakawa, fyrr-
verandi rektor háskólans í San
Francisco. Fyrir tveimur ár-
um hefði þaö þótt furðulegur
spádómur, að Tunney ætti
eftir að falla fyrir
Hayakawa, en þó sýndu
skoðanakannanir þá niður-
stöðu, að Tunney myndi sigra
Ronald Reagan með yfir-
burðum, ef þeir leiddu saman
hesta sina i Kaliforniu.
Tunney heföi hlotið 52% at-
kvæðanna, ef kosið hefði verið
þá, en Reagan sem þá var og
er, langvinsælasti leiðtogi
repúblikana i Kaliforniu, alls
39%. Það þótti öruggt þá og
raunar allt fram á siðasta vor,
að Tunney ætti auðvelda
endurkosningu.
FERILL þeirra Tunneys og
Hayakawa er á margan hátt
ólikur. Tunney er sonurhnefa-
leikakappans fræga, Gene
Tunneys, sem eitt sinn var
heimsmeistari. Hann lauk
laganámi frá Yale 1956 og
stundaði siöan framhaldsnám
við lagaháskólann i Virginia,
þarsem Ted Kennedy var her-
bergisfélagi hans i tvö ár. Sið-
an hefur verið mikil vinátta
milli þeirra. Tunney kom fyrst
til Kaliforniu 1958 til að vinna
fyrir John F. Kennedy. Hann
tók sér siðan bólfestu þar sem
lögfræðingur hjá flughernum.
Arið 1964sótti hann um kjör til
fulltrúadeildarinnar og náði
kosningu. Hann var endurkos-
inn tvisvar sinnum, en 1970
bauð hann sig fram til
öldungadeildarinnar gegn
George Murphy, sem hafði
sigrað glæsilega i næstu
kosningum á undan, enda ná-
inn félagi Reagans og hafði
áður verið leikari eins og
hann. Tunney gat sér gott orð i
öldungadeildinni fyrstu ár sin
þar, en þótti heldur slá slöku
við siðari árin. Þó var hann
talinn viss um endurkjör, unz
Tom Hayden ákvað að keppa
við hann i prófkjörinu. Tom
Hayden vann sér mikið
frægðarorð sem einn helzti
leiðtogi stúdentahreyfingar-
innar gegn Vietnam-styrjöld-
inni og var hann þá jafnframt
einn helzti forustumaður rót-
tækustu aflanna i flokki
demókrata. Hann giftist siöar
leikkonunni Jane Fonda og
studdi hún hann i prófkjörinu.
Hayden deildi mjög hart á
Tunney fyrir ýmsan ódugnaö
og reyndist nú sem fyrr mjög
, snjall áróðursmaður. Tunney
bar samt sigur af hólmi.
Hayden náði hins vegar betri
árangri en spáð hafði verið.
Hann fékk 1.2 milljónir at-
kvæða, en Tunney 1.7 millj.
Seja má, aöTunney hafialdrei
náð sér eftir árásir Haydens i
sambandi við prófkjörið, enda
notuðu repúblikanar sér þær
óspart i sjálfri kosningabar-
áttunni.
HAYAKAWA er fæddur i
Kanada, kominn af japönsk-
um foreldrum. Hann flutti til
Bandarikjanna 1929 að loknu
námi i málvisindum. Hann
fékk fljótt prófessorsstöðu og
hefur verið eftirsóttur kennari
við ýmsa háskóla. Jafnframt
kennslunni hefur hann samiö
ýmis fræðirit, sem hafa hlotið
mikla viðurkenningu. Hann
gekk fljótlega i flokk demó-
krata eftir aö hann kom til
Bandarikjanna og var um
skeið i róttækari armi hans og
skrifaði þá talsvert af blaöa-
greinum i þeim anda. Þegar
stúdentar tóku að gerast mjög
uppivöðslusamir i háskólum á
siðari hluta sjöunda áratugs-
ins, snerist Hayakawa mjög
eindregið gegn þeim. t rlkis-
stjórakosningunum i Kali-
forniu 1956 hafði Hayakawa
unnið gegn Reagan, en eigi aö
siöur skipaði Reagan hann þó
rektor eða framkvæindastjón
viö háskólann i San FranGÍsco,
þar sem uppivaðsla stúdenta
var hvað mest. Hayakawa
gekk svo hart fram i þvi aö
bæla óeirðirstúdenta niður, að
hann varö frægur um öll
Bandarikin, enda bar hin
röggsama stjórn hans fullan
árangur. Hayakawa varð hins
vegar fyrir hörðum ádeilum
róttækra demókrata og sagði
hann þvi skilið við flokk demó-
krata 1973. Næsta ár reyndi
hann að komast i framboð fyr-
ir repúblikana við kosningar
til öldungadeildarinnar, en
tapaði i prófkjörinu. Hins veg-
ar sigraði hann i prófkjörinu
nú, en það stafaði af þvi, að
tveir frjálslyndir repúblik-
anar kepptu við hann og skiptu
á milli sin rúmlega 60% af at-
kvæðamagninu. Annar þeirra
var Robert Finch, sem um
skeið var heilbrigðismálaráö-
herra hjá Nixon, en hafði ekki
lynt við hann. 1 kosningabar-
áttunni þótti Hayakawa
heldur aðsópslitill ræðu-
maður, en hann þótti svara vel
spurningum, enda lét hann
spyrja sig spjörunum úr.
Hann vildi ekki kannast við
þaö, að hann væri mjög i-
haldssamur, þótt hann vildi
halda uppi lögum og reglum.
Sigur hans byggöist m.a. á
þvi, að róttækustu fylgismenn
Haydens kusu ekki Tunney.
Þaö má þvi segja, að hin
óvæga keppni i prófkosning-
unni hafi orðið Tunney mest
að falli.
Þ.Þ.