Tíminn - 07.11.1976, Page 20

Tíminn - 07.11.1976, Page 20
20 TÍMINN Sunnudagur 7. nóvember 1976 Sunnudagur 7. nóvember 1976 TÍMINN 21 MAÐURINN.sem hér er rætt viö, er lesendum Tímans svo kunnur, aö þarflaust er aö hafa um hann mörg orö I inngangi þessa grein- arkorns. Flestir, sem muna lengra en fimm ár eöa svo, aftur i tlmann, munu minnast margra og skeleggra greina eftir Hannes Pálsson hér f blaöinu. Frá Guðlaugsstöðum að Undirfelli Hannes Pálsson hefur löngum veriö kenndur viö Undirfell I Vatnsdal, og þess vegna er ekki úr vegi aö byrja á þvi að spyrja svo: — Er þaö ekki rétt, aö þú sért hvorki fæddur né uppalinn á Undirfelli, þótt þú hafir löngum veriö viö þann bæ kenndur? — Jú, þaö er rétt, ég er 'hvorki fæddur né uppalinn þar. Ég fædd- ist á Eiðsstöðum I Blöndudal. Þar bjó afi minn alla sína búskapar- tiö, en bróöir hans bjó á Guð- laugsstöðum, og sú jörö hefur veriðí sömu ættinni siðan rétt eft- ir aldamótin 1600. Jón Guö- mundsson á Guölaugsstööum, bróöir afa, seldi Páli föður min- um Guölaugsstaöi, þegar hann fluttist sjálfur aö Stóradal. Kona hans var ættuöfrá Stóradal, og nú táldi Jón Guömundsson, Jón son sinn, sem síöar kom mjög viö sögu 1 Islenzkum stjórnmála- heimi, — betur settan i Stóradal en á Guölaugsstööum, þvi aö þeir eru afskekktari. Hins vegar vildi Jón ekki aö Guðlaugsstaðir gengju úr ættinni, og þess vegna seldi hann pabba minum jöröina. Ég ólst svo upp á Guölaugsstöö- um, og átti þar heima til tuttugu og sex ára aldurs. Faðir minn var Páll Hannesson, sem fæddur var á Guðlaugsstööum, en fluttist kornungur aö Eiösstööum, og móöir mín var Guörún Björns- dóttir, dóttir Björns Eysteinsson- ar, sem þjóðkunnur er af ævisögu sinni. — Fórst þú ekki snemma aö heiman til náms? — Jú, ég fór ungur I skóla á Akureyri, og tók gagnfræöapróf árið 1915. Ég var hneigöur til bú- skapar, en leiddist lærdómur, svo þaö varö úr, aö ég hélt ekki áfram námi, heldur stundaöi bú með föður mínum þangaö til ég kvænt- ist, áriö 1926. Kona min var frá Undirfelli I Vatnsdal, dóttir Jóns Hannessonar og Ástu Bjarnadótt- ur, sem voru þekkt fólk á sínum tima. Ég fluttist austur aö Undir- felli, þvl aö hvort tveggja var, að viö vorum mörg, systkinin á Guö- laugsstööum, og svo lék mér hug- ur á Undirfelli, enda er þaö að mínum dómi einhver fallegasta jörð, sem ég hef kynnzt. Ég bjó á Undirfelli fram til 1943. Bú mitt var allstórt, en heimilisllfið var á margan hátt erfitt. Þó var ég heppinn meö vinnufólk, og eru mér þar einkum I huga tveir bræöur, sem báöir voru lengi hjá mér, — framúr- skarandi menn, bæöi aö dugnaöi og verkhyggni. Slikir voru verzlunar- hættirnir þá — Hvenær byrjuöu afskipti þfn af félagsmálum? — Ég fór aö gefa mig aö þeim, strax og ég kom úr gagnfræöa- skólanum. Andlegur leiötogi minn þá, var Jón Jónsson I Stóra- dal, sem slöar varö landskjörinn þingmaöur. Þegar ég kom frá námi á -Akur- eyri, var ég fyrst þrjá vetur heima, en fór svo I Samvinnuskól- ann, og stundaði þar nám fyrsta áriö sem skólinn starfaöi. Jónas Jónsson haföi ákaflega sterk á- hrif á mig. Hann er einhver allra bezti kennari, sem ég hef numið hjá, og elskulegasti maður I allri framkomu viö neméndur sína, — ef honum likaöi viö þá á annaö borö. En hann gat veriö haröur og óvæginn viö þá sem voru baldnir og óreglusamir, en sem betur fór voru fáir þannig, þegar ég var I skólanum. Segja má, að allt frá þvl aö námi mlnu I Samvinnuskólanum lauk, hafi ég gefiö mig stjórnmál- um meira en hollt er fyrir bónda. Ég var endurskoöandi kaupfé- lagsins I tuttugu ár, — og þótt ég segi sjálfur frá, þá held ég aö ég hafi veriö meö höröustu áróöurs- mönnum fyrir hönd þess. Kaupfé- lagiö var ekki oröiö fullmótaö á þeim árum. A Blönduósi voru ein- ir þrir kaupmenn, sem kepptu viö Kaupfélagiö, og voru þá oft ýmis- leg vinnubrögö viöhöfö. Ég get sagt þér eina skrýtlu, sem á sínum tlma haföi mikil á- hrif á afstööu mlna til samvinnu- hreyfingarinnar annars vegar og kaupmannaverzlunar hins vegar. Faöir minn var ákaflega laus viö aö skipta sér af pólitík, þótt félagshyggja hafi mikið fylgt ætt- mennum mlnum. 1 hverjum ætt- liöeru alltaf nokkrir, sem láta sig landsmál og félagsmál miklu skipta, en svo eru alltaf innan um einn og einn, sem ekkert fást um slíka hluti, og faðir minn var einn þeirra siöastnefndu, og þaö var aldrei talað um pólitlk á æsku- heimili minu, fyrr en ég fór aö fitja upp á því. A meðan kaupfélagiö var aö rlsa á legg hjá okkur, voru marg- ir bændur, sem vildu verzla bæöi' viö kaupmenn og kaupfélagiö, til þess aö ganga úr skugga um hvort væri hagkvæmara. Einn þeirra var faöir minn, þótt siöar yröi hann eindreginn samvinnu- maöur. I nágrenni viö pabba bjó bláfátækur bóndi á rýrðarkoti með mikla ómegö. Hann átti tiu börn. Þessi fátæki bóndi fékk tólf aura fyrir pundið af dilkakjöti, þar sem hann verzlaði, en for- stööumaöur selstööuverzlunar á Blönduósi gaf pabba fjórtán aura fyrir hvert pund af dilkakjöti. Nú tók faðir minn dilkana af þessum bónda á hverju hausti, lagöi þá inn á sinn reikning, lét bóka þá á sér nótur, og borgaöi honum svo þaö verð sem fékkst fyrir kjötið. Þannig fékk þessi bóndi sama verð fyrir afuröir sínar og „betri bændur”. Síðar fór ég eins aö. Ég lagði mlnar litlu afuröir inn ásamt föö- ur mlnum. Það var meöal annars ull. En jiegar reikningar bárust okkur, þá var þaö verö, sem ég fékk fyrir mina ull, miklu lægra en þaö sem pabbi fékk. Þá hét ég þvi, aö ég skyldi aldrei framar verzla við kaupmenn, og við þaö stóö ég, alla þá stund, sem ég átti heima I sveit. Sagt er, að oft velti litil þúfa þungu hlassi. Þetta kann aö sýnast smávægilegt, og ég kallaöi það skrýtlu, en það átti þó drjúgan þátt i aö móta viðhorf mln. Og þaö sýnir vel þá verzlun- arhætti sem viðgengust hér áöur fyrr. Búskapurinn á Undirfelli — Hvenær fluttist þú aö Undir- felli, Hannes? — Ég fluttist þangaö áriö 1924 og var þar nokkurs konar vinnu- maöur hjá tengdafööur mínum eitt ár, en viö Hólmfriöur Jóns- dóttir á Undirfelli höföum gengiö Ihjónaband voriö 1924. Vorið 1925 fór ég aö búa á móti tengdaföður mlnum, og þannig bjuggum við I félagi I tvö ár, en þaö gekk fremur stirt, þvi aö heimilisvenjur voru geróllkar, og sömuleiðis margt er snerti vinnubrögð, til dæmis hey- skap. Ég vildi þá flytja á eignarjörö fööur mins, Snæringsstaöi I Svlnadal, því aö þá jörö átti pabbi líka,en þaö vildu tengdaforeldrar minir ekki, heldur fluttust þau aö Þórormstungu I Vatnsdal, sem þau áttu. Þaö er aö mörgu leyti ágæt jörö, en á þeim árum voru miklu meiri og betri skilyröi til heyskapar á Undirfelli, þar sem er mikiö sjálfgert, véltækt engi. Viö hjónin áttum lltt skap sam- an, og endaði þaö meö þvl, aö viö geröum skilnaö meö okkur áriö 1943. Mér þótti mjög fyrir þvl aö fara frá Undirfelli, og ég veit, aö ég heföi getaö keypt jöröina meö aöstoö fööur mins og fleiri góöra manna, en mér fannst þaö ekki drengskaparbragö aö gera sllkt, þar sem ég var I raun og veru aö- skotadýr þar, haföi komiö aö Undirfelli frá Guölaugsstööum, þegar ég kvæntist. Þaö varö því úr, aö ég skipti jöröinni og lét son minn, sem ég taldi vel fallinn til búskapar, hafa helminginn og þinglýsti þeim hluta sem eign hans, en kona min hélt bæjarhús- unum. En þetta gat ekki blessázt heldur, og nú skemmta gárung- arnir sér viö aö Undirfell sé I eyöi, en jöröin er I eigu tveggja sona minna, sem báöir eru búsettir fyrir noröan. CTTÁl? TVT1\ /í \J o 1 JUiuM iVJAL I BLÓÐINU Rætt við Hannes Pálsson frá Undirfelli Hannes Púlsson. Bændaflokkurinn kemur til sögunnar — Og þú sinntir alltaf félags- málum, samhliöa umfangsmikl- um búskap? — Ég hef áöur getiö þess, aö ég var lengi endurskoöandi kaupfé- lagsins. Enn fremur var ég i yfir- skattanefnd, og kynntist þess vegna vel högum manna I héraö- inu. Ég lét mig ekki heldur vanta á neinn pólitískan fund og ég man,.að ég var ekki nema um þaö bil átján ára, þegar ég byrjaöi aö halda ræöur á fundum. Svo mikiö er aö minnsta kosti vist, aö Þór- arinn á Hjaltabakka, sem var I flokki, andstæöum minum skoö- unum, sagöi um mig, aö þessum manni teldi hann ekki þurfa aö svara, fyrr en hann heföi fengiö atkvæöisrétt! Og þaö var rétt, aö ég haföi þá enn ekki náö kosn- ingaaldri. — Þórarinn var ákaf- lega snjall maöur, bráðgáfaöur og ræöumaöur ágætur, þó aö Guö- mundur i Asi, sem lengi var þing- maöur Húnventinga, næöi jafnan kosningu. Frá þvi um 1920 og mörg ár þar á eftir, var Jón I Stóradal I raun og veru foringi Framsóknar- flokksins I Austur-Húnavatns- sýslu. Hann komst fyrst inn á þing sem varamaöur Magnúsar heitins Kristjánssonar, þegar Magnús féll frá. En strax og Jón kom á þing, fór heldur illa á meö honum og Jón- asi Jónssyni. Jónas var allráðrik- ur, og þótti illt, ef flokksmenn risu gegn þeim málum, sem hann bar fram, en Jón I Stóradal var mjög ráðrikur maður llka, og fylgdi ekki alltaf flokkslinunni. Mér leikur grunur á, að strax og Jón I Stóradal kom á þing, hafi byrjað mikil samvinna á milli hans og Asgeirs heitins Asgeirssonar, sem síöar varð forseti tslands. Jón eygði I Asgeiri glæsilegan foringja, og ætlaði sér tvlmæla- laust aö bæla Jónas niður sem aðalforingja flokksins. Þetta endaði með þvi, eins og flestum er kunnugt, að Fram- sóknarflokkurinn klofnaöi á þing- :nu 1933. Þá var hugmynd þeirra beggja foringjanna, Jónasar og Tryggva, að mynda stjórn meö jafnaöarmönnum. Þessu neituöu þeir algerlega, Jón i Stóradal og Hannes Jónsson, og þá beitti Jón- as Jónsson sér fyrir þvi, aö þeir voru reknir úr flokknum. En all- margir menn, sem gjarna vildu sætta sig Viö hugmyndir flokks- foringjanna um stjórnarmyndun, voru á móti þvi að þessir menn væru reknir úr flokknum, og gengu þá sjálfir úr flokknum. Þar má nefna Halldór Stefánsson, þingmann Norð-Mýlinga, aö ó- gleymdum sjálfum Tryggva Þór- hallssyni, öðrum aðalforingja flokksins. Jón i Stóradal haföi undirbúiö aðgerðir sinar mjög vel. Ég fylgdist ágætlega með þessum málum öllum, þvi að honum var talsvert mikið kappsmál að fá mig i lið með sér. Hann treysti einnig á þrjá sjálfstæðismenn, þá Magnús Guömundsson, Pétur Ottesen og Pétur Magnússon. Þessa menn alla geröi Jón i Stóradal sér von um aö fá til liös við sig, og ekki má gleyma As- geiri Asgeirssyni, því hann stóö að sjálfsögðu meö Jóni. En þetta reyndust tálsýnir. Enginn þessara manna gekk I Bændaflokkinn. Sjálfstæöismenn- irnir voru áfram I slnum flokki, og Asgeir Ásgeirsson bauö sig fram utan flokka i næstu kosning- um. Lét til leiðast að bjóða sig fram Eins og gefur aö skilja, varö þetta mikiö áfall fyrir okkur, framsóknarmenn i Húnaþingi. Jón i Stóradal haföi verið foringi okkar, og réöi mjög yfir flokknum I Austur-Húnavatnssýslu. En Hannes Jónsson var foringi I Vestur-Húnavatnssýslu. Viö stóö- um eiginlega andspænis þvl, hvort okkur tækist aö halda nokkru eftir af Framsóknar- flokknum I Húnavatnssýslu. Viö héldum mikinn flokksfund á Blönduósi. Þar kom Hannes Jóns- son meöal annarra. Þar héldu hann og fleiri þvl fram, að þeir væru hinir raunverulegu fram- sóknarmenn, þaö væri Jónas og hans lið, sem heföi brugðizt. Af þessu varö mikið karp, sem end- aðimeö þvi, aö meirihluti fundar- manna gekk af fundi, ásamt Jóni I Stóradal og Hannesi. Við, sem eftir sátum, féöum nú ráðum okkar, og þótti, sem von var, illt I efni. Enginn vildi taka aö sér að vera I framboði I kom- andi kosningum, þvi aö fyrirsjá- anlegt var, að sá hinn sami myndi aðeins hljóta örfá atkvæöi. Niöur- staöan varð að lokum sú, að ég tæki aö mér að vera I framboöi i kosningunum 1934. Ég hef alltai verið heldur ósérhllfinn, hef haft gaman af þvi aö standa I bardaga og aldrei tekiö nærri mér vopna- viöskipti. Sjálfstæöis- og bænda- flokksmenn spáðu mér hundraö atkvæðum, eöa svo, en mér tókst að merkja tvö hundruð og nitján atkvæöi, og hef satt aö segja allt- af veriö montinn af þvi, — ekki sizt vegna þess, aö viö misstum flesta beztu áróðursmenn okkar með Jóni I Stóradal og þvi liöi, sem honum fylgdi. Annaö kom líka til sögunnar, og það var mér ekki siður erfitt en aö missa frá mér beztu áróðurs- mennina: Nú hugsuöu jafnaöar- menn sér gott til glóðarinnar. Þeir sendu I framboð Jón Sig- urösson, sem lengi hefur verið forystumaður I samtökum sjó- manna. Jón var þá á sinum beztu árum. Hann var allgóöur ræðu- maður, og framúrskarandi áróö- ursmaður. Hann lagði fram geysimikla vinnu og kom á hvert heimili, þar sem hann vissi að framsóknarfólk var fyrir. Hann boðaði mjög þá kenningu — sem var fullkomlega eðlilegt frá hans sjónarmiði — aö vonlaust væri aö kjósa Framsóknarflokkinn, þvl að vitað væri, að þau atkvæði féllu dauð og kæmu engum aö gagni, flokkurinn gæti ekki fengiö neina uppbótarþingmenn, en meö þvi aö kjósa jafnaðarmenn, gæti hvert atkvæði komið aö notum. Þetta skapaði mér aukna vinnu, svo um munaöi. Ég vildi ekki láta Jón hafa seinasta oröið, heldur feröaöist um eins og hann, kom á alla bæi þar sem hann hafði komið — ef þar var fram- sóknarfólk — og ræddi við þá, sem hann hafði talað viö. Svona gekk þetta, aö ég var alltaf nokkrum bæjarleiöum á eftir Jóni, og reyndi að afmá áhrif oröa hans, ef einhver voru. En Jóni gekk vel, hann náöi hæstu at- kvæöatölu, sem jafnaöarmenn hafa fengið I Austur-Húnavatns- sýslu, ég held aö þau hafi verið 93. Þar hafa jafnaöarmenn alltaf veriö heldur liðfáir, og sjálfsagt hefur eitthvað af atkvæöunum sem Jón fékk, verið frá Fram- sóknarflokknum. — Þetta hefur verið þín fyrsta för I framboö? — Já, og þaö mátti segja um mig hiö sama og haft er eftir frægum Islendingi á miööldum: „Nauðugur gekk ég til þessa leiks”. Ég fór þessa för mjög nauðugur, og bar einkum tvennt til þess: í fyrsta lagi vissi ég, aö þetta yröi ekkert annað en tima- eyöslan, þvi auövitaö var engin von til þess aö ég kæmist á þing, og i öðru lagi var Jón I Stóradal náfrændi minn-og meö beztu vin- um minum. En ég hef 'alltaf haft þá reglu að fylgja sannfæringu minni, og þarna fannst mér ekki annað koma til mála, en að fylgja þeirri stefnu, sem Framsóknar- flokkurinn hafði ákveöiö. Jón Pálmason var i framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og svo fór, að hann vann kosninguna. Hann_haföi fellt Guðmund i Asi árið>’áður, 1933, og var búinn að sitja á einu þingi, þegar þetta var. Þó að Jón I Stóradal næöi nokkru frá Sjálfstæðisflokknum yfir I Bændaflokkinn, þá nægöi þaö hvergi nærri til þess að fella nafna hans á Akri, Jón Pálmason. Jón á Akri var mjög sterkur á Skagaströnd, þar sem hann og Jónas Sveinsson héraðslæknir voru nú farnir aö tala um að koma upp slldarverksmiöju. Þaö leizt Skagstrendingum auövitaö vel á, og þeir fylgdu Jóni fast. Þegar reiðskjótinn brást Mig langar að segja dálitla skrýtlu frá þessu fyrsta framboði minu. Okkur kom saman um þaö, frambjóöendunum, aö halda fund úti I Kálfshamarsvik. Þar var talsverð byggð, en þar hafði aldrei verið haldinn slikur fund- ur. Og enginn okkar gat heitiö kunnugur þar útfrá. Ekki var bll- fært frá Skagaströnd út I Kálfs- hamarsvfk, svo við uröum aö fá lánaöa hesta. Kaupfélagsstjórinn á Skagaströnd, Ólafur Lárusson, sem var ágætur maöur, lánaöi mér hest, og svo var riöið á staö. Frambjóðéndurnir voru: Jón Pálmason fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, Jón i Stóradal fyrir Bænda- flokkinn, Jon Sigurðsson fyrir Al- þýöuflokkinn, Erling Erlingsen fyrir Kommúnistaflokkinn og ég fyrir Framsóknarflokkinn. Viö riöum talsvert hratt fyrst I stað, en brátt kom I ljós, að reiö- skjóti minn var ekki til langferða- laga, þvi að þegar komiö var um þaö bil hálfa leið út i Kálfsham- arsvik, gafst hann upp. Mér leizt nú ekki á blikuna, en ekki var um annað að ræöa en aö fara af baki og teyma klárinn. Þeir riðu auö- vitað á undan eins og konungar, Jónarnir, Jón á Akri og nafni hans I Stóradal, og hafa sjálfsagt hugsaö gott til aö veröa á undan og geta talaö við fólk og undirbúiö þaö, áður en við kæmum. En hinir ferðafélagar minir, kratinn og kommúnistinn, voru þó svo mannúðlegir, aö þeir yfirgáfu mig ekki inauðum mlnum, heldur fylgdust með, og ráku á eftir bikkjunni. Hygg ég að þaö hafi verið allskopleg sjón aö sjá mig dragast meö uppgefinn klárinn, og þá reka á eftir. Þegar út I Kálfshamarsvík kom, voru hinir búnir aö bíöa I rúman klukkutlma. Þar var stjórnmálafundurslik nýlunda, aö hver einasta hræða af svæöinu var komin til þess að hlusta á. Viö höfðum alltaf þá reglu á þessum fundum að draga um þaö, hver ætti að byrja aö tala. Ég man, aö ég sagði viö félaga mlna, þarna I Kálfshamarsvík, að ég vildi óska, að ég þyrfti ekki að byrja núna, þvi ég var auðvitað steinuppgef- inn af að draga á eftir mér helvit- is klárinn. Fundurinn byrjaöi strax, við gáfum okkur ekki einu sinni tima til þess aö drekka úr kaffibolla. En það var ekki aö sökum aö spyrja: Auðvitaö kom minn hlutur upp fyrstur, og þaö hefur mér þótt einna verst af þvi sem komið hefur fyrir mig á íramboðsfundum. En hér var annað hvort aö duga eöa drepast, ég setti I mig hörku og hélt þarna eina dúndrandi skammarræöu yfir Sjálfstæöinu og Bænda- flokknum, og úr þessu varö hinn fjörugasti fundur, þótt ég hafi sjálfsagtekkigrætt mörg atkvæöi þarna. Langur og anna- samur starfsdagur — Varst þú svo ekki aftur I framboöi I næstu kosningum? Næstu kosningar voru 1937. Og þar sem þaö hafði eiginlega veriö skoðaö sem hálfgert neyðarbrauö að þurfa aö taka þátt I kosningun- um 1934, þá létum viö fara fram prófkosningu 1937 hjá öllum sem töldu sig framsóknarmenn i hér- aðinu, jafnt félagsbundnum sem ófélagsbundnum, til þess aö vita, hvaða mann flokksmenn óskuöu að hafa I kjöri. Útkoman úr þessu prófkjöri varð sú, að ég hlaut áttatiu og sex af hundraði allra greiddra atkvæða, en hin fjórtán prósentin skiptust á milli þriggja eða fjögurra manna. Ég gat auö- vitað ekki skorazt undan þvl aö halda áfram, fyrst mér haföi ver- ið sýnt þetta traust. Kosningarn- ar 1937 fóru svo fram eins og til stóö, en þá fór strax að halla und- an fyrir Bændaflokknum, og viö bættum viö okkur á annað hundr- að atkvæðum frá þvl sem veriö haföi 1934. Arið 1942 var mér lika faliö aö vera i framboði. Þá var kjör- dæmamáliö á döfinni, og ég vissi, að það myndi hafa einhver áhrif. Þóbættiégviðmig allmiklu fylgi. Um sumarið var aðeins stjórnar- skrárþing, og kosið aftur um haustið, en þá fékk ég nokkrum atkvæðum færra en veriö haföi um voriö. Nú hafði ég verið fjórum sinn- um I framboði, en aldrei komizt á þing. Það var svo sem ekki neitt glæsilegt aö falla svona æ ofan i æ, og þá komum viö okkur saman um það, flokksbræöurnir heima fyrir, — með góðu samþykki flokksforystunnar, — aö skipta um mann, og vita, hvort ekki tækíst betur til, Nú fengum viö á- gætan mann, Gunnar Grimsson, kaupfélagsstjóra á Skagaströnd, til þess að taka þetta aö sér. Gunnar var tvimælalaust sá maö- ur, sem liklegastur var til þess aö ná atkvæöum svo um munaöi úti á Skagaströnd og Skaga, en þaö var þaðsvæöi, sem var mér einna lakast. Hins vegar þekkti ég hvert mannsbarn sunnan Ytri-Laxár. En þetta gekk ekki betur en svo, að Gunnar fékk meira aö segja heldur færri atkvæöi en ég haföi fengið. Ariö 1949 var enn fenginn nýr maður til þess aö vera i framboöi i kosningunum, sem þá fóru fram. Það var Hafsteinn bóndi á Gunn- steinsstöðum. Hann var á marg- an hátt einn af fremstu mönnum héraðsins, óg ég tel, aö Húna- vatnssýsla eigi fáum mönnum meira aö þakka en honum, meöal annars að þvl er varðar málefni landbúnaðarins. En þetta fór á sömu leiö. Hafsteinn hlaut svip- aða tölu og Gunnar, en þó eitt- hvaö litiö eitt hærri. Jón Pálma- son hélt alltaf velli meö sóma, enda var sannleikurinn sá, aö hann var mjög vaskur fundar- maöur, og vinsæll, enda átti hann ákaflega auövelt með aö koma vingjarnlega fram viö hvern sem var, og gestrisinn var hann meö afbrigðum. Þegar hér var komiö sögu, og nýir menn höföu spreytt sig á framboðinu, án þess aö nokkur umskipti yrðu til hins betra, var ég beöinn aö gefa kost á mér á nýjan leik. Ég var þá kominn hingað suöur og átti hér heima. Þó gaf ég enn einu sinni kost á mér, en liklega hefur búseta mln valdiöeinhverju um,og svo mikiö er vist, aö aldrei hef ég fengið verri útkomu en i þetta seinasta skipti. Þá hætti ég, enda tel ég al- veg réttlætanlegt að draga sig I hlé eftir aö hafa fallið fimm sinn- um. Þó hygg ég, aö ég hafi aldrei verið betur fallinn til fundahalda en þarna undir lokin, þvi að þá var ég búinn aö fá svo mikla þjálfun. — Geröist ekki eitt og annaö frásagnarvert á framboösfund- unum? — Fundirnir hjá okkur Jóni Pálmasyni voru alltaf fjörugir, og oft sögulegir — og ekki vantaöi skammirnar! JónhaföiPál Kolka héraðslækni meö sér á fundina, og hann (Páll) tók aö sér aö koma til skila öllum þeim hnútum, sem þurfti aö kasta til min, en aftur á móti varð ég að svara fyrir mig sjálfur, þvi ég átti engum slikum hjálparmanni á aö skipa. Þvi lengur sem ég hugsaöi um stjórnmálaástandiö I heimahér- aöi minu, þeim mun sannfæröari varö ég um þaö, aö eina leiöin til þess að fella Jón Pálmason væri aö fá Björn á Löngumýri til þess að bjóöa sig fram á móti honum. Björn haföi i raun og veru aldrei verið mjög harövitugur flokks- maður, hann var vinur Jóns á Akri, og hafði veriö kaupfélags- stjóri á Skagaströnd, eftir aö Gunnar Grimsson hætti, og var þvi líklegur til þess aö ná nokkru af fylgi Jóns á Skagaströnd, enda varö sú raunin á. Jón Pálmason féll fyrir Birni á Löngumýri, og ég er sannfærður um aö Björn var eini maðurinn, sem heföi getað fellt hann. Iðrast ekki nema eins — Hefur þú ekki alltaf fylgzt meö stjórnmálum og öðrum þjóö- ntálum, þótt bein afskipti þin færu minnkandi meö árunum? — Jú. Eftir aö ég kom hingað suður fylgdist ég alltaf með þvi sem varaögerast. Ég hygg, aö ég hafi komið á flesta fundi, sem flokkur minn hefur haldiö, og á þeim tima sem ég var aö bjóöa mig fram til þings, fékk ég oft aö sitja fundi þingflokks framsókn- armanna, þótt þaö legðist aö sjálfsögðu niður, þegar ég hætti að bjóöa mig fram. Vitanlega hef ég, eins og allir aðrir menn, ekki alltaf veriö ná- kvæmlega á sömu skoöun og for- ysta þess stjórnmálaflokks, sem ég fylgi, en þaö hefur þá oftast veriö um ýmis minniháttar mál, en ekki ágreiningur um megin- stefnu. Þótt maður sé flokksbund- inn I einhverjum tilteknum stjórnmálaflokki, þá þarf hann ekki aö imynda sér, aö hann geti ráöiö þar einn öllu, enda yröi erf- itt aö halda saman stjórnmála- flokki meö þvl móti. Þetta hefur meöal annars sannazt áþreifan- lega á svokölluöu tætingsliði, sem alkunnugt er úr stjórnmálasögu siöari ára. — Þú sérö ekki eftir þvi aö hafa staöiö I þessu pólitíska striöi, og svona lengi? — Nei. Ég sé i fyrsta lagi ekki eftir því aö hafa unniö með Fram- sóknarflokknum og fyrir hann þetta timabil ævi minnar, þvl aö meginstefna hans og lifsskoöanir mina hafa átt samleið, og eiga þaö enn. Ég iðrast ekki nema eins, sem ég hef gert á pólitiskum ferli min- um, og það er aö hafa stutt hiö svokallaöa Hræöslubandalag, en þaö var, eins og kunnugt er, fólgiö i þvi, aö Framsóknarflokkurinn og Alþýöuflokkurinn skiptu meö sér atkvæöum. — Ég iörast þess aö hafa meö þessum hætti stutt Alþýðuflokkinn, þvl ég hef mesta óbeit á honum af öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum. —VS. Guölaugsstaöir i Blöndudal. Hér ólst Hannes Pálsson upp.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.