Tíminn - 07.11.1976, Side 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 7. nóvember 1976
50 ár eru liðin frá
dauða
sjónhverf■
inga-
mannsins
fræga,
Houdinis
Eitt a( þeim mörgu veggspjöldum, sem Houdini notaöi til aö auglýsa sjálfan sig.
Harry Houdini, frægasti sjónhverfingamaöur f heimi.
ÞREKVAXINN, vöövastæltur
maður, fremur lágur f loftinu,
skokkaöi fram og aftur um al-
menningsgarö I Moskvu seint að
næturlagi og haföi upp i sifellu
meö þungum áherzlum: Ég
skora á einhvern rússneskan
lögreglumann aö setja mig i
járn, sem ég get ekki brotiö af
mér, eöa fangaklefa, sem ég
kemst ekki út úr.
Maöur þessi var stuttu siöar
handtekinn af lögreglumönnum,
sem héldu hann vera auönuleys-
ingja frá einhverju nágranna-
héraöinu. Eftir mikiömálaþras,
kom fljós,aö maöurinn var hinn
frægi Houdini, sem vakiö haföi
heimsathygli fyrir leikni sina I
aö brjótast útúr læstum klefum.
A meðan hann var aö skokka,
hafði hann veriö aö æfa sig fyrir
sýningu, sem hann ætlaði aö
halda daginn eftir.
t Þýzkalandi lék hann sama
leikinn og fullyrti, aö ekki væri
til sá fangaklefi, handjárn eba
hlekkir, sem gætu haldiö hon-
um. Keisaralegu lögreglunni i
Köln fannst heldur aö sér vegið
með þessum ummælum og lýsti
þvi yfir, að Houdini væri svik-
ari. Hann svaraði meö því aö
stefna lögreglunni fyrir rétt.
Akæran var ærumeiöing. Houd-
ini vann máliö.
t Bandarikjunum fékk Houd-
ini yfirvöld til aö loka sig inni I
rammbyggilegum öryggisklefa,
á nærfötum einum fata. A aö-
eins tuttugu og niu minútum
haföi hann ekki einasta klætt sig
og komizt úr úr klefanum,
heldur haföi hann til gamans
látiö átján fanga skipta um
klefa.
Þann þritugasta og fyrsta
október siöastliöinn voru fimm-
tiu ár liðin frá dauöa Harry
Houdini. Hann er án efa fræg-
asti sjónhverfingamaöur i
heimi, en mesta frægö gat hann
sér fyrir hæfileika sinn til aö
brjótast út úr læstum klefum.
Nafn hans hefur verið tekiö upp
I enskri tungu, þannig, aö „to
houdinize” eöa ,,to a houdini”
þýöir aö koma sér úr klipu eða
erfiðri aöstöðu.
Hans rétta nafn var Ehrich
Weiss, og fæddur var hann I
Búdapest áriö 1874 (sjálfur full-
yrti hann þó, ab hann heföi veriö
fæddur Amerikani). 1 æsku var
franski sjónhverfingamaöurinn
Robert-Houdini fyrirmynd hans
og hetja. Sautján ára gamall
fékk hann nafnið „Houdin” lán-
aö, en bætti bara einu i-i viö.
Harry tók hann frá „Ehrie”, en
þaö var gælunafn hans sem
drengur. 1 allmörg ár feröaöist
hann I slagtogi viö bróður sinn,
Theodor, viöa um lönd sem ann-
ars flokks töframaöur. Houdini
tókst samt sem áöur ekki vel
upp og þótti fremur lélegur I
töfrabrögðunum. Þaö var ekki
fyrr en hann sérhæföi sig I að
brjótast úr úr klefum, ab hann
öðlabist frægb og frama. A
timabilinu 1896 til 1925 feröaöist
hann um Ameriku og Evrópu og
skildi eftir sig ótal opna fanga-
klefa, brotin handjárn og hlekki
og gapandi áhorfendur.
Þaö er aö miklu leyti á huldu
hvernighonum tókst að losa sig.
Mikið af leyndarmálunum tók
hann meö sér I gröfina, en nokk-
ur eru þekkt. Til dæmis fékk
hann venjulega leyfi til aö rann-
saka klefana og lásana fyrir-
fram og lánaðist honum aö taka
óséð vaxafsteypu af lyklinum,
er hann hélt honum i hendi sér,
þannig aö það var hægurinn hjá
honum að búa til eftirmynd.
Hann var alltaf rannsakaöur
meö tilliti til þess, hvort hann
heföi falið á sér einhver tól áöur
en hann var hlekkjaöur eba sett-
ur inn. Samt sem áöur tókst
honum einhvern veginn ab
smygla lyklinum meö sér inn.
Er vitaö, að hann hafði þjöl i
hælnum á sandölunum, sem
hann gekk ávallt I á sýningun-
um. Sagan segir ennfremur, aö
kona hans, Bess, hafi margoft
laumaö lykli til hans meö þvi aö
geyma hann uppi i sér og koma
honum til hans, er hún kyssti
hann I gegnum rimlana og ósk-
aöi honum gæfu og gengis.
Opinberlega var Houdini ör-
uggur meö sig en i einkalífinu
feiminn og innhverfur. Hann
var bundinn móöur sinni óvana-
lega sterkum böndum. Þegar
hún dó, átti hann mjög erfitt
meö aö sætta sig viö, aö hún
væri horfin. 1 örvæntingu sinni
leitaöi hann á náöir miöla til aö
reyna aö komast i samband viö
hana aftur. En hann uppgötvaði
fljótt, að þeir voru slungnir
svindlarar, sem notuðu töfra-
brögö til aö framkalla sjón-
hverfingar, og notfæröu sér trú-
girni og óskhyggju grandalauss
fólksins. Hann varö ævareiöur,
og það sem eftir var ævi sinnar,
háöi hann baráttu gegn spirit-
istunum. Hann bauö þeim miöli
tiu þúsund dali, sem gæti kallaö
fram yfirnáttúruleg fyrirbæri,
sem hann sjálfur gæti ekki leik-
iö eftir. Þaö kom aldrei til þess,
aö hann þyrfti að greiöa þetta.
Houdini var ekki aðeins sjón-
hverfingamaöur og leikinn í aö
brjóta af sér hlekki og aörar
hindranir. Hann var einníg upp-
finningamaður, flugmaöur,
kvikmyndastjarna meö sitt eig-
iö kvikmyndafyrirtæki og höf-
undur rúmlega fjörutiu bóka.
Arið 1953 var gerö amerísk
kvikmynd um lif hans, og lék
Tony Curtis titilhlutverkiö. I
þessari mynd er Houdini látinn
deyja þar sem hann er aö sýna
eitt áhrifamesta atriöi sitt, þ.e.
kúnstirnar I kinverska vatns-
píningarklefanum, sem var hár
mahogany kassi fylltur af vatni.
Houdini var hlekkjaður á hönd-
um og sökkt í kassann meö höf-
uðið á undan en fæturnir voru
festir i þar til gerðar holur á lok-
inu.
En f rauninni lét Houdini lffiö
á allt annan hátt. 1 októbermán-
uöi 1926 hélt hann fyrirlestur viö
McGill háskólann i Montreal um
svindl og pretti spiritista. Vakti
þetta mikla mótmælaöldu og
daginn eftir heimsóttu nokkrir
stúdentar hann þar sem hann
bjó. Einn þeirra spuröi hann,
hvort það væri rétt, aö hann
þyldi ab fá þungt högg i magann
án þess aö veröa meint af. Hann
kvað já við, en áöur en honum
vannst timi til að spenna vööv-
ana haföi piltur rekib honum
bylmingshögg f kviöinn. Þetta
varö til þess, að botnlanginn i
honum sprakk, og dró þaö hann
til dauba.
Mörg þúsund manns fylgdu
Houdini til grafar og ár hvert á
dánardægri hans safnast marg-
ir sjónhverfingamenn saman
viö gröf hans, og I húsi þvi, sem
hann fyrrum bjó, er haldinn
andafundur. Houdini lofaöi
nefnilega, aö ef þaö væri yfir-
höfuð nokkrir möguleikar á þvi
aö koma á sambandi milli
dauðra og lifandi, skyldi honum
takast þaö. Hingað til hefur
hann ekkert látið frá sér heyra.
Honum hefur ekki tekizt aö
brjóta hlekki dauðans.
(Þýtt og endursagt JB)